Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HINA nýju sýn í rúss-neskri myndlist skil-greina menn semgagnrýnið (lýðræðis- legt) raunsæi, og var hér helstur orsakavaldur listhreyfing í St. Pétursborg er fékk nafnið Pered- vižni á rússnesku, sem útleggst farand-sýnendur. Peredvisjnikarnir svonefndu voru að stofni til fyrrnefndir þrettán uppreisnarseggir frá listakademíunni ásamt höfuð- paurnum og eldsálinni Ivan Nicol- ajevits Kramskoj. Þeir voru fram- an af dreifðir og lifðu við kröpp kjör þar til hann safnaði þeim saman í einn hóp sem tók sér nafnið Artellen, og er fram liðu stundir varð til kjarni listamanna sem hafði það að markmiði að kynna hin nýju viðhorf sem víð- ast, efna til farandsýninga og list- kynninga. Í upphafi tók Kramskoj á leigu mikið húsbákn með stórum sal og mörgum herbergjum, sem deilt var milli meðlimanna, á þann veg varð allt hagkvæmara og þægilegra. Húsbúnaðurinn var fá- brotinn, menn sátu á svokölluðum Vínarstólum og myndverkin sem héngu uppi í stóra salnum gestum sem gangandi til sýnis óinnrömm- uð. Eiginkona Kramskojs tók að sér að sjá um húshaldið, fleiri konur hjálpuðu til og öllum leið vel. Með þessu auðnaðist þeim líka að nálgast önnur viðfangsefni en hinar sígildu helgimyndir, kirkjumálverk og mannamyndir, fá fleiri pantanir. Fólk með sér- óskir um listræna útfærslu og vinnubrögð átti jafnframt greiðari leið að listamönnum er féllu að væntingum þeirra, óskum og list- rænum þroska. Öfund og sam- keppni fyrirfannst ekki í hópnum, þetta var líkast bræðralagi; menn rýndu hver í annars verk í fyllstu vinsemd, deildu lífsins gæðum, rökræddu hlutina og söfnuðust saman í stóra salnum við hátíðleg tækifæri. Þangað rötuðu líka gest- irnir, aðrir listamenn borgarinnar, helst hinir ungu sem vildu forvitn- ast um þennan framsækna og uppreisnargjarna listhóp. Einkum var gestkvæmt á haustin eftir að meðlimirnir sem dreifðu sér yfir sumarmánuðina hittust aftur og báru saman vinnubrögðin, gagn- rýndu verk hver annars, báru lof á og rökræddu. Fljótlega flutti hópurinn sig um set í stærra hús- næði með tveimur björtum sölum, í annan þeirra var settur flygill og tímamótin upphaf að hinum nafn- toguðu og sögulegu fimmtudags- kvöldum. Nú gátu 40–50 manns safnast saman í einu; málarar, tónlistarmenn, tónskáld og rithöf- undar. Á aflöngu borði í öðrum salnum lágu blýantar, litir og blöð sem þögul áskorun til þeirra sem höfðu áhuga, meðan aðrir lásu upp; bundið, óbundið mál sem og úr listheimspekilegum ritgerðum. Enn aðrir söfnuðust saman kring- um flygilinn í hinum salnum og þar voru mörg fersk lög kyrjuð og spiluð eftir nýþornuðum nótum, hinn ennþá óskiljanlegi Mussorgs- kij var þannig tíður gestur. Auð- vitað var rökrætt og á stundum af þvílíkum ákafa að menn heyrðu naumast í sjálfum sér. Á eftir var borinn fram fábrotinn kvöldverð- ur og drukkin ókjörin öll af te, þá var létt yfir mönnum og stutt í gleði- og gamanmál á rússneska vísu, ef dömur voru í hópnum gat skeð að úr yrði hopp og hí. Vart leið svo fimmtudagskvöld að Ilja Repin, sem enn stundaði nám í akademíunni, mætti ekki á staðinn, þó illa séð af prófessorum skólans að nemendur væru að þvælast þar, gátu samt ekki kom- ið í veg fyrir að hinir frjálslyndari villtust þangað. Allt gekk fullkomlega snurðu-laust fyrir sig um stund, en er tímar liðu fóru brestir að koma í samstarfið, Kramskoj til mikillar armæðu. Voru hér hinar ungu eig- inkonur orsakavaldarnir, smáá- greiningur iðulega blásinn upp eins og fara vill í pilsahópi. Að því kom að hann sá sér ekki annars úrkosti en að útiloka nokkra með- limi; það var upphafið og skriðan hélt áfram. Á tímaskeiði leit at- burðarásin ógnvekjandi út, við lá að hið metnaðarfulla sköpunar- verk Kramskojs leystist upp, en hér urðu farsæl umskipti og það skrapp saman aftur nú í nýja hreyfingu; Peredvisnjik. Hreyf- ingin var ákall og tákn, samnefn- ari hólmgönguáskorunar gegn íhaldssemi hinnar akademísku hefðar, að hjakka í sama farinu. Eitt fimmtudagskvöld hafði gestur frá Moskvu, listamaðurinn Mjasojædov, lagt fram tillögu frá félögunum í Moskvu, sem vakti óskipta hrifningu og áhuga Kramskojs. Grunnhugmyndin hafði lengi verið að gerjast meðal yngri listhópa: Listin skyldi vera öllum aðgengileg, allri þjóðinni og á öllum stöðum, ekki einungis fá- einum útvöldum í höfuðborgunum tveimur. Og nú höfðu nokkrir listamenn í Moskvu tekið málin í sínar hendur og stofnað fé- lagsskap um listsýningar er byggðust á samskiptum. Stungu upp á að listamenn í Pétursborg kæmu inn í samtökin. Kramskoj hafði reynsluna, tíuárum áður hafði hann safnað saman myndum eftir félaga sína og skoðanabræður og farið með til Nischnij Novgorod og það var á dagskrá að flytja sýninguna milli fleiri borga, en tilraunin mis- heppnaðist fullkomlega, engir sýndu fyrirtækinu áhuga. Samt sem áður hafði hann ekki gefið hana fullkomlega upp á bátinn, hugmyndin blundað í honum og nú hafði hún rumskað rækilega. Aðstæðurnar voru er svo var komið aðrar og hagstæðari, menn sátu ekki við orðin tóm, og sama ár og Ilja Repin fékk stóru gullmedalíu Akademíunnar (1871) voru menn komir svo langt að þeir gátu opnað fyrstu sýninguna. Þetta var mikilsháttar fram-kvæmd með mörgum fram- úrskarandi listaverkum, en aka- demían skildi ekki enn tilganginn með þessu brölti, eða kannski álitu prófessorarnir skynsamleg- ast að bíða átekta, vera til hlés og sjá hver framvindan yrði. Gæti skeð að það hlutleysti áhrifin útá- við að veita hinum ungu kröftum útrás, og á þeim forsendum opn- uðu þeir hinum ungu upppreisn- arseggjum hina virðulegu sýning- arsali sína. Á seinni tíma mælikvarða voru þeir að vísu í hæsta máta akademískir eins og það heitir, en hin þjóðlegu mynd- efni og raunsæja útfærsla lögðu grunn að nýjum stefnumörkum, sem rótfestu framtakið. Nú var það sjálf þjóðarsálin sem skipti máli líkt og í bókmenntum, mál- ararnir sneru sér að því að lýsa hvunndeginum á raunsæjan hátt. Líf og strit fólksins varð þeim að viðfangsefni jafnt og sagan, lýð- ræðið hafði haldið innreið sína í rússneska málverkið. Það var samfélagið sem var komið á dag- skrá, bygging þess, innvols, fram- gangur og frelsi, hvunndeginum lyft á stall sem aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar. Varðandi þessi miklu hvörfskulu einnig nefndir til sög- unnar gagnrýnandinn Stassoff, helstur áróðursmaður raunsæisins í rússneskri myndlist, og kaup- maðurinn og safnarinn Tretjakov í Moskvu. Stassoff notaði hvert tækifæri sem gafst til að ráðast óvægið og kerfisbundið á akadem- íuna, hugsjónir hennar, takmörk, öll þau skoðanamynstur sem hún stóð fyrir. Á hverju ári afgreiddi hann sýningar hennar með langri og ítarlegri dómsdagsrýni þar sem hann gerði miskunnarlaust upp á milli sýnenda, skildi hvítu sauðina frá hinum svörtu og að sjálfsögðu voru hvítu sauðirnir þeir sem aðhylltust raunsæi. Stassoff var merkileg persóna þrátt fyrir meinta einsýni sína, og kannski einmitt vegna hennar, þýðing hans fyrir þróun rúss- neskrar listar á sennilega enga hliðstæðu í öðru landi. Starfsferill hans sem listrýnis náði yfir hálfa öld, hann var brautryðjandinn og verndari hins nýja þjóðfélags- raunsæis sem var í gerjun í mynd- list, einnig tónlist. Þannig var það hann sem fyrstur studdi við bakið á Mussorgskij og hélt honum fram. Hvað kaupmanninn Tretjakov snertir hefur því verið haldið fram að án hans hefði þessi þróun ekki getað átt sér stað, hann var alls staðar með rúbl- urnar á lofti þar sem hann þóttist greina safaríka myndlist. Var með innbyggða ratsjá fyrir menning- arverðmætum og lífvænlegri list, fullkomlega frábitinn því að beina athyglinni að söfnunaráráttu sinni, hún fór fram í kyrrþey, kaup hans á listaverkum voru mál sem honum einum kom við, lista- manninum eða milligöngumannin- um. Hann ánafnaði Moskvuborg safn sitt eftir sinn dag, samanstóð það þá af 1.278 olíumálverkum, auk teikninga og höggmynda. Eldri verkin á sýningunni í LÍ eru hluti af þessari gjöf og safnið sjálft ber nafn hans og eftirkom- endur hafa haldið uppi merki hans um innkaup á lífvænlegri og fram- sækinni list. HIN NÝJA SÝN II Allt á sér aðdraganda, jafnt í lífi og list, at- burðir og hvörf sem áttu sér stað í Rúss- landi á sjöunda tug nítjándu aldar voru upphaf mikilsháttar þróunar sem varaði fram til 1930. Sá sem ótvírætt markaði dýpstu sporin með list sinni fyrstu áratug- ina var málarinn Ilja Yefimovich Repin, f. 1844 í nágrenni Kraká í Úkraínu, d. 1930 í Kuokkala í Finnlandi, nú Repino. Bragi Ásgeirsson heldur áfram að fjalla um framvinduna. Ilja Repin: Gagnrýnandinn Stassoff. Ilja Repin: Listaverkasafnarinn Tretjakov.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.