Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
T
vö þúsund og tveir
mínus eitt þúsund níu
hundruð áttatíu og
tveir. Látum okkur
nú sjá; tveir mínus
tveir eru núll, einn að láni; níu,
tíu. Tíu mínus átta eru tveir, níu
mínus níu eru núll og einn mínus
einn eru víst líka núll.
Jú, ekki ber á öðru en 20 ár
séu liðin frá þeim merkisdegi að
ég kláraði menntaskólann, þrátt
fyrir að ég sé fráleitt orðinn 20
árum eldri en 17. júní 1982.
Og ekki nema á að giska þrjú
ár síðan við hittumst á 10 ára
stúdentsafmælinu!
Hvernig má það vera? Líklega
einhver stærðfræðireglan sem
gerir það að verkum. Pýþagóras?
Eða tengist
þetta radíus
hrings?
Skrýtið hve
námsgreinar
henta fólki
misjafnlega.
Mundi alltaf að Hóp er í Húna-
vatnssýslu og að mjólkurfram-
leiðsluaðili beygist kýr um kú frá
kú til kýr. Svo eru tvö NN í Jór-
unni, Sæunni og þeim systrum, í
öllum föllum, Akrópólis er í
Aþenu, gellur eru ekki fiskteg-
und og meginlandsloftslag er
þannig að hlýtt er inni í landi og
kalt við ströndina. Eða var það
öfugt? Beygði altjént sagnir eins
og að drekka vatn.
Amo, amas, amat … Nei, ann-
ars, e.t.v. best að tala ekki um
latínuna. Fékk ekki nema í
henni (eyðan væntanlega þarna
vegna bilunar í prentvél). Líklega
undarlegt að segja hana ógleym-
anlega fyrst ég man ekkert af
henni og mundi aldrei. Eða hvað?
Ef djúpt er kafað koma upp í
hugann setningar eins og In vino
veritas, in aqua sanitas (in penii
caritas) og Quo vadis puer? svo
dæmi séu tekin.
Og svo auðvitað herdeildin
gekk tignarlega upp fjallið eða
setning eins og Cicero leit hróð-
ugur yfir herdeildina eftir sig-
urinn, hagræddi hárinu og fór úr
stígvélunum.
Það var mikið um stríð en lítið
um samræður í Latínulandi.
+ - / x =
Ég fæ enn martraðir með
reglulegu millibili; vakna þá
sveittur og skjálfandi þegar mér
finnst ég vera á leið í stærðfræði-
próf. Undarlegt því mér gekk
venjulega vel í göldrum reikni-
listarinnar framan af námsferl-
inum. Átti auðvelt með að læra
tvisvar og þrisvar sinnum töfl-
una, lagði saman eins og þaul-
vanur endurskoðandi strax í
fyrsta eða öðrum bekk og skildi
vel hvers vegna Siggi ætti eftir
tvö epli ef hann ætti fyrst sex,
borðaði sjálfur eitt og gæfi
Dodda feita þrjú.
Sat að vísu jafnan við hlið
Reynis æskuvinar míns í barna-
skóla og í þriðja bekk í MA, á
fyrsta ári altso, en setti ekki
samasemmerki á milli þess og út-
komunnar úr stærðfræðipróf-
unum fyrr en í fjórða bekk. Eig-
inlega ekki fyrr en í fimmta
bekk. Einkunnirnar voru nefni-
lega enn sérlega glæsilegar í
fjórða bekk, gott ef ég hugleiddi
ekki að skipta yfir í einhverja
raun(a)greinadeildina eftir að töl-
urnar voru hengdar upp.
En svo fór að halla undan fæti.
Fyrst andlega, þegar vinir mínir
í stærðfræðideild tilkynntu að
það væri alls ekki stærðfræði
sem mér hefði gengið svona vel í.
Þrátt fyrir að kennarinn fullyrti
annað. Við vorum nefnilega að-
allega að reikna út gráður horna
eða teikna súlurit og kökurit.
Svo hallaði undan vísindalega
fætinum, þegar stærðfræðin
breyttist í stærðfræði. (Þetta
gæti að vísu verið hluti martrað-
arinnar, því vel getur verið að við
höfum ekki verið í „stærðfræði“
nema upp í fjórða bekk. Man það
ekki, frekar en setningarnar í
skólaleikritinu í den tid.)
Og þetta átti svo sem ekki ein-
ungis við um stærðfræðina held-
ur allar raun(a)greinarnar.
Velti því sem sagt stundum
fyrir mér hvort útlit einkunna-
línuritsins geti tengst því að
Reynir var ekki við hlið mér
nema upp í þriðja bekk. Fór í
stærðfræðideild, er nú verkfræð-
ingur og rekur fyrirtæki en eina
stærðfræðin sem ég praktísera
er sú að draga frá í tékkheftinu
og leggja saman þegar ég stíg á
vigtina.
Og það urðu mér mikil von-
brigði að uppgötva að sú stærð-
fræðiregla sem mér þótti alltaf
vænst um á skólaárunum á ekki
við í lífsins skóla eftir allt saman.
Alveg dæmigert.
Bankastjórinn minn hefur
a.m.k. aldrei viljað fallast á þá
kenningu að tveir mínusar geri
plús. Kannski vegna þess að mín-
usarnir eru alla jafna ennþá
fleiri.
Svo gerði ég, máladeildarmað-
urinn, stórmerkilega uppgötvun í
erfðavísindum á dögunum; komst
að því að stærðfræðigenið erfist
frá móður. Konan mín var sleip í
stærðfræði í gamla daga en ég
vorkenndi dætrum mínum strax
frá fæðingu fyrir að eiga aldrei
eftir að geta lagt rétt saman í
tékkheftinu. Svo kom í ljós að
raun(a)greinagenið getur sem
sagt erfst frá móður, guði sé lof.
Yngsta dóttirin, fjögurra ára,
rak mig meira að segja á gat.
Við vorum að reikna út þrí-
hyrninga, ég og sú elsta, ný-
fermd, þegar Séníið lagði fyrir
mig spurningu sem fullvissaði
mig um að umrætt raun(a)gen
erfðist eingöngu frá okkur í veik-
ara kyninu – fyrst í stað.
Hún hafði lagt við hlustir, og
spurði sposk: „Pabbi, hvað er
núllhyrningur?“
– Hann er ekki til, elskan mín.
Vertu ekki að trufla okkur, við
erum að fara yfir flókna hluti. Þú
þarft ekki að læra þetta fyrr en
eftir tíu ár, sagði ég spekings-
lega.
„Pabbi, vertu ekki svona vit-
laus. Núllhyrningur er auðvitað
hringur. Þar eru engin horn.“
Þótt hún sé sögð líkjast mér í
útliti er Sara bersýnilega mun
skyldari móður sinni.
Líklega rétt að nota 20 ára af-
mælið til að skrá hana í stærð-
fræðideild hjá Tryggva.
Best að drífa sig norður í
Eyjafjarðarblíðuna.
Plúsar og
mínusar
Mundi alltaf að Hóp er í Húnavatns-
sýslu og að mjólkurframleiðsluaðili
beygist kýr um kú frá kú til kýr en ég fæ
enn martröð þegar mig dreymir að
stærðfræðipróf sé á dagskrá að morgni.
VIÐHORF
Eftir Skapta
Hallgrímsson
skapti@mbl.is
FYRIR skemmstu
(27.5.) fullyrti forstjóri
Landsvirkjunar, Frið-
rik Sophusson, í viðtali
við Morgunblaðið að
Norðlingaölduveita
væri nauðsynleg fyrir
Norðurál. Við hjá
Náttúruverndarsam-
tökum Íslands viljum í
því sambandi benda á
frétt ríkissjónvarpsins
frá 17.5. 2001 þar sem
fram kemur að iðnað-
arráðuneytið hafi látið
,,...kanna hagkvæmni
þess að nýta jarðgufu á
Nesjavöllum og
Reykjanesi til að mæta
orkuþörf Norðuráls vegna 90 þús-
und tonna stækkunar á álverinu í
Hvalfirði. Sú orka ásamt virkjun á
Búðarhálsi dygði fyrir stækkunina.
Undirbúningur gæti hafist í haust
og framkvæmdir í byrjun næsta
árs.“
Samkvæmt því sem segir í fyrr-
greindri frétt ríkissjónvarpsins var
fyrir ári síðan góður möguleiki á að
afla orku fyrir Norðurál án þess að
fara í Norðlingaölduveitu, sem er
mjög umdeild virkjunarframkvæmd
sökum þeirra neikvæðu umhverfis-
áhrifa sem hún hefði í för með sér í
Þjórsárverum.
Þjórsárver eru miklu stærri en
núverandi friðland og fyrirhugað
miðlunarlón, sem yrði á stærð við
Mývatn, yrði allt innan veranna. Í
Þjórsárverum er eitt víðáttumesta
og fjölbreyttasta gróðursvæði á há-
lendinu og hýsir mesta heiðagæsa-
varp í heimi. Þýðing þessarar gróð-
urvinjar fyrir náttúruauðlegð
Íslands og alls heimsins er ótvíræð
enda er hún á svonefndri Ramsar-
skrá sem er alþjóðlegur samingur
um náttúruvernd og gildir um vot-
lendi er hafa alþjóðlegt mikilvægi,
einkum fyrir vatnafugla. Gísli Már
Gíslason, líffræðiprófessor, benti á í
grein sem birtist í
Morgunblaðinu 21.
ágúst 2001 að fyrir
hendi sé fjöldi virkjun-
arkosta aðrir en Norð-
lingaölduveita, sem
ekki hafi jafn skaðleg
umhverfisáhrif.
Samkvæmt mats-
skýrslu Landsvirkjun-
ar mun mikil aur- og
sandeyri teygja sig
langt út í lónið innan
fárra áratuga, land of-
an lónsins hækka um
2–3 metra og halda
áfram að hækka. Þá
mun Þjórsá að öðru
óbreyttu flæmast um gróðurlendið.
Samkvæmt matsskýrslunni verður
lónið hálffullt af aur eftir um hundr-
að ár. Þá munu vindar eiga greiðan
aðgang að miklum uppþornuðum
aurflákum í lónstæðinu og feykja
leirsalla og sandi yfir verin með
hroðalegum afleiðingum.
Fyrir liggja niðurstöður Þjórsár-
veranefndar og Náttúruverndar rík-
isins, sem leggjast eindregið gegn
Norðlingaölduveitu. Niðurstöður
þeirra eru fyllilega samhljóma nið-
urstöðum rannsókna dr. Þóru Ell-
enar Þórhallsdóttur frá 1994, sem
hún vann fyrir Landsvirkjun sam-
kvæmt ákvæðum samkomulagsins
um friðlýsingu Þjórsárvera frá 1981.
Ekkert nýtt hefur komið fram síðan
þá, sem haggar meginniðurstöðum
dr. Þóru er varðar miðlunarlón í
Þjórsárverum.
Ennfremur skal bent á að sam-
kvæmt niðurstöðum bráðabirgða-
mats Rammaáætlunar um nýtingu
vatnsafls og jarðvarma, sem kynnt
var í lok maí, yrðu umhverfisáhrif
Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum
mjög mikil en hagkvæmni einungis í
meðallagi.
Þá skal haft í huga að andstaða
heimamanna gegn virkjunarfram-
kvæmdum er mjög sterk og á sér
langa sögu.
Er ekki kominn tími til fyrir
Landsvirkjun að hætta aðför sinni
að Þjórsárverum eða getur Lands-
virkjun engu eirt? Er ekki kominn
tími til fyrir stjórnvöld að sýna í
verki að þeim sé einhver alvara með
tali sínu um að sátt verði að nást um
nýtingu hálendisins? Fram hefur
komið af hálfu Halldórs Ásgríms-
sonar utanríkisráðherra að ekki
komi til greina að fórna Þjórsárver-
um. Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra hefur lýst því yfir að ekki
megi fara fermetri af Þjórsárverum
undir vatn og Siv Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra sagði í febrúar 2001
eftirfarandi: ,,…Þjórsárverin hafa
gífurlegt náttúruverndargildi og það
er ákveðið svæði í Þjórsárverum
sem er friðað og ég tel að við eigum
ekki að skerða hið friðaða svæði.
Svæðið er aðalvarpstöð heiðagæsa
og gífurlega frjósamt gróðurfars-
lega séð. Ég skoðaði það í sumar
með fulltrúum Náttúruverndar rík-
isins og Þjórsárveranefnd og ég tel
að við eigum að halda hinu friðaða
svæði óskertu og eigum ekki að
minnka náttúruverndargildi þess
með nokkrum hætti. …“ Umsátri
Landsvirkjunar um Þjórsárver
verður að linna. Það er mál til komið
að stjórnmálamenn skilji að þeir
hafi ekki siðferðilegt leyfi til að
fórna náttúruperlum Íslands fyrir
skammtímagróða.
Verndum Þjórsárver
Árni
Finnsson
Virkjanir
Umsátri Landsvirkj-
unar, segir Árni Finns-
son, um Þjórsárver
verður að linna.
Höfundur er formaður Nátt-
úruverndarsamtaka Íslands.
UMRÆÐU um fjar-
vinnslu hefur skotið
upp með reglulegu
millibili, nú síðast á
Alþingi nokkrum vik-
um fyrir þinglok. Þar
svöruðu ráðherrar rík-
isstjórnarinnar hver á
fætur öðrum fyrir-
spurnum frá Kristjáni
Möller alþingismanni
um það hve mörg störf
ráðuneyti þeirra hefðu
flutt út á landsbyggð-
ina í téða fjarvinnslu.
Svörin voru undan-
tekningalítið á einn
veg. Ekkert! Og hæst-
virtur forsætisráð-
herra lokaði síðan umræðunni á
eftirminnilegan hátt með þeim orð-
um að tilraun til fjarvinnslu hefði
verið reynd en ekki tekist. Síðan
hefur auðvitað enginn tekið sér
orðið fjarvinnsla í munn, hvað þá
meir.
Nú vill svo til að ég tók þátt í
hluta ævintýrisins mikla um fjar-
vinnsluna sumarið 1999. Og ég get
vottað að væntingarnar voru mikl-
ar. Jafnt hjá þeim sem stóðu að
uppbyggingu fjarvinnslunnar sem
og ýmissa sveitarstjórnarmanna og
fólks á landsbyggðinni. En þær
væntingar voru ekki byggðar á
engu. Þær byggðust á því sem ráð-
herrar og þingmenn beggja stjórn-
arflokkanna sögðu vorið 1999. Fyr-
ir síðustu alþingiskosningar. Það
voru yfirlýsingaglaðir frambjóðend-
ur sem riðu um héruð og mærðu þá
nýsköpun sem í fjarvinnslunni fæl-
ist með þeirri tækni sem við nú
byggjum yfir. Nú skiptu fjarlægðir
engu máli og hægt væri að vinna
sum störf hvar sem er.
Það var þá.
Staðir klárar
En hvað skyldi nú
hafa gerst síðan? Sam-
kvæmt orðum ráð-
herra ríkisstjórnar
Davíðs Oddssonar
ekki ýkja mikið. Störf-
in sem þeir sögðu, fyr-
ir síðustu kosningar,
að væri sem best hægt
að vinna hvar sem er,
hafa ekki verið unnin
úti á landi.
Af einhverjum
ástæðum hafa einka-
fyrirtækin aftur á móti séð ljósið.
Nægir að nefna tryggingafélögin í
því sambandi. Þau reka sín útibú í
fjarvinnslu með fjölda starfsfólks á
landsbyggðinni og gengur vel. Það
er hægt að færa mörg og gild rök
fyrir hagræðingunni sem felst í því
að færa einstök verkefni frá
Reykjavík út um land. Það hefur
verið sýnt fram á það. Ráðamenn
eru hins vegar enn svo fastir í
gömlum hugsunarhætti að það er
eins og við staðan klár að eiga. Þar
tala ég af reynslu.
Vantar viljann
Á Stöðvarfirði, örsmáu sjávar-
þorpi á Austurlandi, hefur í þrjú ár
verið rekið fjarvinnslufyrirtæki.
Það hefur verið gert meira af vilja
en mætti, má segja, því ekki hefur
verkefnum frá ríkinu rignt þangað
inn fremur en öðru. Og að gefnu
tilefni er rétt að árétta ég er að
tala um verkefni frá ríkisstofnun-
um, ekki styrki.
Fjarvinnslan hefur hins vegar
verið afar kærkomin viðbót við
annars fremur einhæft atvinnulíf
staðarins. Einkum með tilliti til
starfa fyrir konur. Konurnar á
Stöðvarfirði hafa unnið við allt frá
símsvörun til sölu geisladiska, söfn-
un auglýsinga og styrktaraðila til
skráningar á allra handa upplýs-
ingum í gagnagrunna, m.a. í svo-
kallað XML-kerfi. Allt hafa þetta
verið störf unnin fyrir einkaaðila
sem séð hafa sér hag í að nýta
stöðugt og áhugasamt vinnuafl.
Ætla mætti að ráðamenn, sem tala
fjálglega um fólksflutninga á suð-
vesturhornið í hátíðarræðum, sæju
sér sama hag, en því er engan veg-
inn að heilsa.
Vilji er allt sem þarf, sagði annar
forsætisráðherra einhvern tíma. Og
það er hann sem vantar hjá ráða-
mönnum þjóðarinnar. Viljann og
skilninginn. Ekki möguleikana. Til-
raun til fjarvinnslu mistókst ekki,
eins og Davíð Oddsson hélt fram úr
ræðustóli Alþingis. Hún var aldrei
gerð.
Tilraunin mistókst ekki –
hún var aldrei gerð
Aðalheiður
Birgisdóttir
Fjarvinnsla
Ráðamenn voru yfirlýs-
ingaglaðir fyrir síðustu
kosningar, segir
Aðalheiður Birg-
isdóttir, en síðan hefur
ekkert gerst.
Höfundur rekur SMS-fjarvinnslu-
fyrirtæki á Stöðvarfirði.