Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 33

Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 33 ÞAÐ er búið að blása til orrustu um fjórflokkakerfið. Þetta er öllum ljóst eftir sveitarstjórnarkosn- ingarnar 25. maí 2002. Eftir þessar kosning- ar standa vinstri grænir sem lítið flokksbrot sem for- maður flokksins lýsti undanbragðalaust bæði í sjónvarpinu og Morgunblaðinu að væri komið til að vera, enda buðu vinstri grænir fram klofn- ingsframboð þar sem flokkurinn gat komið því við og er nú lagður af stað í enn eina pólitíska eyðimerkur- göngu sem sligast áfram, jafnvel árum eða áratugum saman, þar sem grænir hagar blasa við sjónum flokksmanna og raunveruleikinn víkur fyrir rómantík sjálfstæðis- baráttunnar og sjálfsblekking sem stundum er komin í þriðju kynslóð og byggir á óbreyttri heimsmynd sem var mótuð á fyrrihluta síðustu aldar. Þessari heimsmynd er þægi- legt að una á efri árum og hún á og mun alltaf eiga aðgang að ómótaðri hugsun æskunnar. Á þessum þekkta grunni hefur stjórnmála- flokkurinn vinstri grænir verið stofnaður og slíkur flokkur mun aldrei geta tekist á við ábyrga stjórnun á þeirri gerð þjóðfélags sem við búum í. En það voru fleiri en vinstri grænir sem fengu skilaboð í þess- um kosningum. Skilaboðin til Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík voru skýr. Það er ekki lengur hægt að hengja Reykjavík aftan í flokks- vagn sem er ekki að þjóna hags- munum borgarbúa heldur hagsmunum flokksins og jafnvel einstaklinga innan flokksins. Það ber allt að sama brunni. Kjós- endur spyrja um trú- verðugleika. Ekki flokka. Og Framsóknar- flokkurinn fær líka sín skilaboð. Með enn einni kjördæmisbeyt- ingunni verður nýtt áreiti á íslenska tungu. Bændaflokk- ur? Miðjuflokkur. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Hlutverk Framsóknarflokksins er auðvitað að vera miðjuflokkur. Það þýðir ekki að flokkurinn fari alltaf „hina leiðina“. Og það verður spurt um trúverðugleika Framsóknar- flokksins. Hlutverk hans verður ekki langlíft í þríflokkakerfinu ef ekki verða þar menn sem þóknast ekki allt. Menn sem þora að standa upp og segja í grundallarmálum: Hingað og ekki lengra. Samfylkingin fær kannski óvæntustu skilaboðin í sveitar- stjórnarkosningunum. Raunveru- lega þessi. Hættið að rífast, Farið að vinna í þeim raunveruleika sem blasir við. Úrslit kosninganna voru þarna skýr. Það er margt að í Samfylkingunni. Ekki síst hinn gamli draugur að halda að það sé góð þingmennska að vera í ræðu- stól Alþingis með áróðursþus og sí- bylju. Þessi blekking á sér skýr- ingar bæði sögulegar og svo vegna yfirboða vinstri grænna. Vissulega eru að verða þarna breytingar og einn og einn þingmaður Samfylk- ingarinnar hefur breytt málflutn- ingi sínum. Hér verða tekin dæmi úr þingliði Samfylkingarinnar – af fjórum þingkonum. Svanfríður Jónasdóttir, sem raunar er oft vitnað í utan flokksins og Bryndís Hlöðversdóttir sem tekur nú góðar rispur í málefnalegum umræðum og svo Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir sem eru með reyndustu þingmönnum en komast ekki út úr svarthvítu mess- unni. Þannig þurfa allir þingmenn að endurskoða stöðu sína. Samfylkingin fékk tilboð í sveit- arstjórnarkosningunum: Ef þið verðið trúverðug kjósum við ykk- ur. Ef þið svarið ekki kallinu núna mun fjórflokkakerfið lifa áfram. Það er augljóst að pólitísk staða í landinu veltur á þróun Samfylk- ingarinnar. Það liggur engin leið til baka. Í þriggja flokka kerfinu eru Sjálfstæðisflokkur, Framsókn- arflokkur og Samfylkingin. Í þessu kerfi er alltaf neitunarvald mið- og vinstriflokksins ef ganga á af vel- ferðarþjóðfélaginu dauðu eins og stöðugar kröfur eru um frá nýju peningastéttinni. Því verður ekki trúað að almenningur í vinstri grænum taki þátt í þessum harm- leik eftir allt sem á undan er geng- ið. Alþingiskosning- arnar árið 2003 Hrafn Sæmundsson Höfundur er fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Kosningar Kjósendur spyrja, segir Hrafn Sæmundsson, um trúverðugleika en ekki flokka. ÞAÐ er skrítinn þjóðflokkur framsókn- armenn! Hér í Skaga- firði settu þeir Vill- inganesvirkjun á oddinn í sveitarstjórn- arkosningunum þrátt fyrir að leitun sé að verri kosti í virkjunar- málum – nánast hver bæjarlækur hag- kvæmari og óhætt að tala um skemmdar- verk á ferðaþjónustu svæðisins. Nú fer Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskipta- ráðherra svo fram með sameiningu RARIK, Norður- orku og Orkubús Vestfjarða í eitt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ak- ureyri. Til að taka steininn úr bæt- ir Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG, við að þá verði Akureyringar að eiga meirihluta í hinu nýja fyrirtæki! Ef þetta er ekki framsóknarmennskan á hæsta plani þá veit ég ekki hvar hana er að finna! Stofna orkufyrirtæki úr þremur tapfyrirtækjum, framleiða nánast enga orku, eiga enga veru- lega hagkvæma virkjunarkosti og planta svo forstjóranum niður í túnfótinn hjá ráðherranum, allt á þeirri forsendu að þetta sé lands- byggðarstefna! Trúir ráðherra og aðrir „framsóknarmenn“ virkilega að þetta sé einmitt það sem lands- byggðina vantar – forstjóri á Ak- ureyri. Það er að vísu fækkað um tvo og sennilega forstjórinn á Ak- ureyri „framsóknartryggður“ eins og RARIK-stóllinn nú – en samt ótrúleg þröngsýni og skapar ekki beint velvild til Eyjafjarðarsvæð- isins hjá öðrum landsbyggðarsvæð- um, sem sýnast heldur afskipt í flestu tilliti! (Þó er gert ráð fyrir pylsusölu á Blönduósi í byggða- áætlun iðnaðarráðherra!) Ég hef alltaf trúað – og trúi enn að landsbyggðarstefna í orkumál- um og það sem skipti okkur lang- mestu væri að fá orku á sann- gjörnu og samkeppnisfæru verði – sem næst verði til stóriðju. Með því gæfist tækifæri til að setja upp fyrirtæki sem gætu keppt við sam- bærileg fyrirtæki á suðvesturhorn- inu og úti í heimi. Skoðun árs- reikninga Landsvirkjunar sýnir hvert orkuverðið er til stóriðju og til almenningsveitna eins og t.d. RARIK. Þá kemur eftirfarandi í ljós: Ár Stóriðja, aurar/kWh Alm.veitur, aurar/kWh 1997 100,9 219,0 1998 88,5 238,1 1999 89,6 241,5 2000 101,3 242,9 2001 124,5 244,9 Stóriðjuverðið er endanlegt verð til þeirra fyrirtækja sem hana kaupa og er enginn vsk. greiddur af þess- ari framleiðslu. Alm.veitur eiga eftir að bæta við sinni álagningu auk þess sem vsk. kemur nánast alltaf ofan á orkuverðið, stundum beint en í öðrum tilfellum á vöruna sem orkan hefur verið notuð til að framleiða (nema varan sé flutt úr landi). Því er ljóst að lægsta orku- verð þeirra verður alltaf 3–4 kr/ kWh eða meira og vart er hægt að biðja um lægra verð nema til komi niðurgreiðsla úr ríkissjóði eins og dæmi er um með orku til húshit- unar og gróðurhúsaræktunar. Stóriðjufyrirtækin eru samkv. ársskýrslu Lands- virkjunar Áburðar- verksmiðjan, Ísal, Járnblendiverksmiðj- an, Norðurál og Fura (Hafnarfirði). Allt eru þetta fyrirtæki á Ssuðvesturlandi og er enginn efi að þetta hjálpar þessu land- svæði ekki lítið. Hins vegar vitum við að orkuvinnslan er nán- ast öll utan þessa svæðis – á lands- byggðinni – sem hins vegar nýtur lítils hagnaðar – fær bara skömm fyrir frekju og að greiða hærra orkuverð. Á landsbyggðinni fáum við aldrei orkufrek fyrirtæki nema geta boðið orkuna á viðun- andi verði, enda þekki ég ekkert fyrirtæki með alvöru orkunotkun þar nema Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki sem þó notar aðeins um 22 GWh/ári til sinnar fram- leiðslu(miðað við 2746 GWh til ISAL, 1141 GWh til Norðuráls 2001 og 70 GWh til Áburðarverk- smiðjunnar 2001). Steinullar- verksm. kaupir orkuna á um 3–4 kr/kWh en ef litið er til innfluttrar samkeppnisvöru er lítill vafi á að hún er framleidd á orkuverði stór- iðju þótt ég hafi ekki þær upplýs- ingar staðfestar. Svo haldið sé áfram með Steinullina þá er dreifi- stöð Landsvirkjunar í Varmahlíð og þar tekur RARIK við orkunni og flytur um 25 km leið til Sauð- árkróks. Við það hækkar orkan um a.m.k. 2–3 kr/kWh umfram stór- iðjuverðið. Það grátlega er hins vegar að í Blönduvirkjun er næg orka sem í reynd er ekki hægt að flytja burt af svæðinu vegna þess að línan til suðvesturhornsins flyt- ur ekki meira og orkutap er svo mikið. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar hefur Blönduvirkj- un verið keyrð á 65–75% af skráðu afli í mörg ár og notuð sem upp- fylling til viðbótar við Kröfluvirkj- un, sem er víst erfiðara að stjórna. Það getur hins vegar enginn beðið Landsvirkjun um betra verð – við á landsbyggðinni erum ekki í við- skiptum við fyrirtækið! Síðan geta sveitarfélög á SV-horninu sett upp orkuvinnslufyrirtæki á sínu svæði (t.d. Svartsengi) með stuttar og hagkvæmar dreifilínur, mikla notk- un og þar með lægra verð, hætt viðskiptum við RARIK sem situr eftir með óhagkvæmu dreifilínurn- ar á landsbyggðinni og sáralitla notkun. Hin augljósa staðreynd sem iðnaðarráðherra og ýmsir aðr- ir virðast ekki sjá er að sameining „smáorkufyrirtækja“ er á engan hátt landsbyggðinni til framdráttar en sameining allra þessara fyrir- tækja við Landsvirkjun – með höf- uðstöðvar og forstjóra í Reykjavík – mundi e.t.v. skila landsbyggðinni einhverju – að minnsta kosti mögu- leikanum til að fara fram á veru- lega lægra orkuverð til fyrirtækja með mikla orkunotkun á lands- byggðinni. Það er líka réttlætismál að SV-land beri hluta dreifingar- kostnaðar á landsbyggðinni í stað- inn fyrir að fá stóriðjuorkuna alla inn á þetta svæði með tilheyrandi atvinnusköpun og tækifærum. Ég held svei mér þá að það sé kominn tími til að losna við bæði framsóknarmenn og Eyfirðinga úr ríkisstjórninni því þröngsýnna sér- gæslufólk virðist vart að finna í landinu, ekki bara í orkumálum heldur ekki síður er viðkemur fisk- veiðistefnunni eins og vel kom fram við val á ræðumanni sjó- mannadagsins á Akureyri – en það er nú önnur Ella! Auk þess mætti nú suðvesturhornið byrja aðeins að hugsa jákvæðar til landsbyggðar- innar, sem augljóslega á í vök að verjast en leggur þó sitt af mörk- um til þjóðfélagsins. Sameining RARIK og …? Ragnar Eiríksson Höfundur er fyrrv. ráðunautur, bóndi og versl.maður, Sauðárkróki. Raforkusala Ég held að það sé kom- inn tími til, segir Ragn- ar Eiríksson, að losna við bæði framsókn- armenn og Eyfirðinga úr ríkisstjórninni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.