Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 35
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 35
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐFerðamálaráð Íslands
A
B
X
/
S
ÍA
O
D
D
IH
F
H
63
81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
Ljós í miklu
úrvali fyrir
heimilið.
FÁTT er hvimleið-
ara en að hlusta á at-
vinnugóðmenni
(presta) tyggja sömu
vitleysuna ár eftir ár
eins og biluð hljóðskífa.
Með eldmóði sem rík-
isstarfsmenn einir geta
tamið sér muldra þeir
um eingetinn son guðs
sem var negldur á
kross svo við öll mætt-
um lifa. Birgir Bald-
ursson bendir í nýlegri
grein í Mbl. á þessar
bábiljur, en gerir síðan
þau mistök að hefja
vísindamenn í svipað
veldi og kirkjan naut á
minna upplýstum tímum. Það er
engum til góðs að gera þann hóp vís-
indamanna sem spáir í eðli og upp-
runa alheimsins að nýrri prestastétt.
Birgir segir orðrétt:
„Vísindunum hefur í megindrátt-
um tekist að skýra heiminn mekan-
ískum skýringum. Allar fullyrðingar
um tilhlutan yfirnáttúrlegra afla við
gerð og stjórnun hans eru óþarfar,
mekanískar skýringar nægja. Allt
slíkt tal verður því að telja getgátur
og sé slíkt boðað sem
sannleikur má flokka
það undir hindurvitni.“
Þetta er einfaldlega
ekki rétt. Það merki-
lega er að mekaníska
skýringin á tilverunni
verður ósennilegri með
hverjum deginum sem
líður. Newton/Ein-
stein-heimurinn er
ágætur til síns brúks,
en það er augljóst að
raunveruleg svör um
alheiminn fást aðeins í
gegnum „quantum
mechanics“ (skammta-
fræði) og þau vísindi
eru að mörgu leyti að
verða dularfyllri. Ef eitthvað er þá
virðist skammtafræðin vera á góðri
leið með að sanna að lífið sjálft sé
ríkjandi afl í alheiminum.
Í stuttu máli þá fjallar skammta-
fræðin um frumeindir og þaðan af
smærri eindir. Í þeim heimi gilda
engin venjuleg lögmál um tíma,
hraða eða vegalengdir. Enginn veit
hvernig það má vera, en árangur til-
rauna með frumeindir fer algjörlega
eftir því hver er viðstaddur til að
meta útkomuna. Ef ekkert vitni sér
tré falla út í skógi, var spurt hér áð-
ur fyrr, féll þá nokkuð tré? Í heimi
smæstu einda er svarið nei.
Miklihvellur
Fyrir hundrað árum störfuðu
stjarnvísindamenn eins og aðrir vís-
indamenn. Þeir uppgötvuðu ný fyr-
irbæri og reyndu síðan að útskýra
eðli þeirra. Þetta byrjaði að breytast
með „big bang“-kenningunni og í
dag hafa vinnubrögðin alveg snúist
við hjá þessum spekúlöntum. Fyrst
dreyma þeir upp ákveðinn raun-
veruleika og síðan smíða þeir kenn-
ingar sem falla að þessum nýja raun-
veruleika. Mannlegi þátturinn hefur
líka sitt að segja og það hefur t.d.
vissan rómantískan blæ þegar lam-
aður maður sem talar með hjálp
tölvu tekst á við alheiminn. Hér er
auðvitað átt við Stephen Hawking,
sem sendir frá sér straum skemmti-
legra hugmynda er enginn getur
sannað eða afsannað. Getur einn al-
heimur getið af sér aðra alheima
(skapað „baby universes“) eða er
hægt að sameina öll lögmál alheims-
ins – eins og Lord Kelvin taldi á
næsta leiti fyrir heilli öld – í eina litla
jöfnu? Hver veit? Hawking getur þó
varla verið alvara þegar hann talar
um að afhjúpa leyndardóma al-
heimsins með því að pára nokkur
tákn á blaðsíðu. Hann veit vel að
stærðfræði er kerfi sem byggir á
fenginni reynslu, ekki ósvipað sagn-
fræði sem þekkir fortíðina en getur
ekki spáð í framtíðina nema að litlu
marki.
Miklihvellur er vissulega stór
hugmynd sem haldið er á floti með
miklum heilabrotum og endalausum
kenningasmíðum. Til þess að hug-
myndin gangi upp þá verðum við að
gera ráð fyrir óhemju efnis í alheim-
inum sem hingað til hefur verið
ósýnilegt. Ef alheimurinn fæddist í
sprengingu fyrir um 14 milljörðum
ára þá er auðvelt að reikna út nokk-
uð jafna dreifingu efnisins. Þegar
byrjað var að kortleggja alheiminn
þá kom hins vegar í ljós að stjörnu-
þyrpingar (vetrarbrautir) höfðu víða
þjappað sér í 500 milljón ljósára
klumpa, oft með um 500 milljón ljós-
ára gapi á milli klumpaþyrpinga.
Samkvæmt ríkjandi kenningum þá
ætti þjöppun af þessu tagi að taka
um 100 milljarða ára.
Það er ekki hægt að benda á alla
vankanta miklahvells í einni blaða-
grein, en ekki má gleyma þeirri
staðreynd að stjörnuþyrpingar hafa
fundist sem eru töluvert eldri en
„big bang“. Það eitt ætti að nægja til
að menn hugsi sig um tvisvar áður
en þeir kyngja kenningunni hrárri.
En ef alheimurinn varð til með einni
frumsprengingu þá hlýtur einföld
spurningin að vakna: Hvað var það
sem sprakk og hvaðan kom það? Það
er auðvelt að segja að einhvers kon-
ar skammtaflæði (quantum flux) hafi
átt sér stað en skammtafræðin gerir
ráð fyrir að einhver sé viðstaddur
þegar það gerist (í skammtafræði
veltur útkoman á þeim sem mælir
fyrirbærið og tilraunir hafa sýnt að
sá sem mælir getur jafnvel ákveðið
útkomuna fyrirfram). Í nýlegri grein
í New York Times er málið leyst
með því að teikna auga sem horfir á
skammtaflæðið við fæðingu alheims-
ins!
Það þarf mikið hugmyndaflug til
að halda „big bang“ á floti. Sumir
vísindamenn tala um ósýnilega
strengi sem liggja þvers og kruss
um alheiminn – alheim sem við
skynjum í þrívídd en er í raun þjapp-
aður inn í margar fleiri víddir. Einn
slíkur heldur fyrirlestra á Guggen-
heim listasafninu í New York og læt-
ur strengjakvartett spila í bak-
grunninn á meðan áhorfendur
dreypa á rauðvíni! Aðrir vísinda-
menn láta sig dreyma um
ofurstrengi, ósýnilegt og hingað til
ómælt afl sem ýtir efninu saman.
Þannig mætti lengi halda áfram.
Óþekkt náttúruöfl
Bætt tækni til að afla upplýsinga
um alheiminn og vinna úr þeim hef-
ur nýlega dregið fram í dagsljósið
fjölda fyrirbæra sem enginn skilur.
Hér er ekki verið að tala um einhver
minni háttar frávik, heldur hluti sem
hreinlega kollvarpa Newton/Ein-
stein-veröldinni. Ef það var mikli-
hvellur fyrir um 14 milljörðum ára
þá ætti þensla alheimsins að hægja á
sér með hverju árinu sem líður. Vís-
indamenn urðu nýlega furðu lostnir
er mælingar sýndu að alheimurinn
þenst út með vaxandi hraða. Nýtt
afl, andþyngd, virðist hafa skotið
upp kollinum. Vísindamenn urðu
ekki minna hissa þegar þeir stað-
festu mælingar á hraða þriggja
bandarískra gervihnatta sem eru á
siglingu út úr sólkerfinu. Þeir eru
allir að hægja á sér og engin skýring
er handbær. Nýtt afl, kannski það
sama og heldur vetrarbrautum sam-
an, virðist vera fundið (sýnilegur
massi stjörnuþyrpinga nægir ekki til
að láta þær loða saman og fræðilega
séð ættu þær að gliðna í allar áttir).
Við skiljum orku nokkuð vel, en efn-
ið sjálft er enn ráðgáta sem menn
hafa reynt að leysa með 30 ára leit
að svokallaðri Higgs-öreind (nefnd
eftir Peter Higgs við Edinborgarhá-
skóla). Margir eru byrjaðir að hall-
ast að þeirri skoðun að Guðs-öreind-
in, eins og Higgs-öreindin er of
kölluð, sé einfaldlega ekki til og eðl-
isfræðin sitji uppi kenningalaus um
sjálft efnið.
Kirkjan, vísindi og bábiljur
Jóhannes Björn
Lúðvíksson
Vísindi
Raunveruleg svör um
alheiminn, segir Jó-
hannes Björn Lúðvíks-
son, fást aðeins í gegn-
um skammtafræði.
Höfundur er rithöfundur og er
búsettur í Bandaríkjunum.
SÍÐASTLIÐIÐ
haust var komið á fót
30 eininga námi í al-
mennum trúarbragða-
fræðum sem auka-
grein til BA.- prófs
við Háskóla Íslands.
Þetta nám er vistað
við guðfræðideild en
að því standa einnig
heimspekideild og fé-
lagsvísindadeild. Al-
menn trúarbragða-
fræði eru samkvæmd
reglugerð ein af
kennslugreinum guð-
fræðideildar en ekki
hefur enn verið hægt
að auglýsa í sérstaka
stöðu í þeirri grein. Námsbrautin
er sett saman af þeim námskeiðum
sem þegar voru fyrir hendi í deild-
unum þremur. Sem dæmi um slík
námskeið má nefna trúarbragða-
félagsfræði, norræna trú og trúar-
brögð í Eyjaálfu. Þrú ný námskeið
voru skipulögð, aðferðafræði,
trúarheimspeki og námskeið um
goðsagnir og helgisiði. Þannig varð
til heildstæður grunnur að náminu.
Almenn trúarbragðafræði eru
ein af stoðgreinum guðfræðinnar
en einnig sérstök fræðigrein þar
sem m.a. er fjallað um uppruna
trúarbragða, birtingarform þeirra
í menningu og listum, samfélags-
legt hlutverk þeirra. Í þessum
fræðum er lögð áhersla á saman-
burð ólíkra trúarbragða og trúar-
hreyfinga.
Oft var þörf á þessum fræðum
en nú er nauðsyn. Á örfáum árum
hafa ólík heimstrúarbrögð tekið að
skjóta rótum í íslensku þjóðfélagi
og nú þarf ekki lengur að fara út
fyrir landsteinana til þess að finna
fjölmenningu sem á erlendum mál-
um er kölluð plúralismi. Þó svo að
heita eigi að nám í almennum
trúarbragðafræðum sé á viðmiðun-
arstundaskrá grunnskóla landsins
er sú kennsla vart nema í skötulíki
víðast hvar vegna skorts á hæfum
og áhugasömum kennurum.
Í framhaldsskólum landsins er
ekkert kennt um
trúarbrögð nema að
því leyti sem óhjá-
kvæmilegt er í sam-
bandi við mannkyn-
sögu og þá er vart um
annað að ræða en rétt
að nefna hin ólíku
trúarbrögð á nafn, þó
svo að það sé viður-
kennd staðreynd að
gildismat og lífsvið-
horf mótist helst af
trúarbrögðum og
þeim hugmyndum
sem þróast í tengslum
við trú manna hvað
svo sem líður form-
legri þátttöku í trúar-
athöfnum. Sagan og nútíminn sýna
og sanna að menning, þjóðerni og
sjálfsskoðun í mismunandi hópum
og samfélögum byggist á trúar-
hugmyndum. Það er því sjálfsögð
krafa borgaranna á hendur yfir-
völdum að skólar landsins sinni
kennslu í almennum trúarbragða-
fræðum. Í nágrannalöndum okkar
þykir það sjálfsagt að framhalds-
skólar sjái nemendum sínum fyrir
fræðslu á þessu sviði og Ísland er
einsdæmi þar sem þessa grein
vantar. Íslendingar geta vart búið
við það til lengdar að vera ólæsir á
trúarlega menningu og listir ann-
arra þjóða og nýleg dæmi sýna að
alþjóðastjórnmál verða ekki skilin
til hlítar nema því aðeins að menn
geri sér grein fyrir ólíkum hugs-
unarhætti sem mótast í mismun-
andi trúarbrögðum. Almenn trúar-
bragðafræði tilheyra þeirri
menntun sem upplýst nútímalegt
samfélag býður þegnum sínum upp
á. Til þess að svo megi verða þarf
að efla til muna trúarbragða-
kennsluna í Háskóla Íslands.
Fámennar deildir H.Í. sem af
faglegum ástæðum þurfa að
tryggja ákveðinn fjölda skyldu-
námskeiða koma afleitlega út úr
því staðlaða kerfi sem tekið hefur
verið upp við fjárveitingu til Há-
skóla Íslands og skiptingu hennar
á deildir skólans. Þetta bitnar
þannig á starfi guðfræðideildar að
hún hefur orðið að skera niður því
sem næst öll valnámskeið. Að
nokkru leyti hefur verið brugðist
við þessu með því að skipuleggja
valnámskeið í samvinnu við Endur-
menntunarstofnun H. Í. og með
því að fá gistikennara frá öðrum
háskólum til að kenna einstök
námskeið. Þannig býður guðfræði-
leild næsta haust upp á námskeið
um mystík í þrennum heimstrúar-
brögðum, gyðingdómi, kristni og
íslam.
Til þess að samstarf Háskóla Ís-
lands við aðra háskóla á sviði al-
mennra trúarbragðafræða komi
sem best að notum þarf að tryggja
ákveðinn grunn í þessum fræðum
hér á landi. Á þeim grunni verður
til dýrmæt þekking á okkar eigin
menningararfi sem okkur ber
skylda til að sinna og miðla öðrum
af.
Trúarbragðafræði við HÍ
Pétur
Pétursson
Nám
Á örfáum árum, segir
Pétur Pétursson, hafa
ólík heimstrúarbrögð
tekið að skjóta rótum í
íslensku þjóðfélagi.
Höfundur er prófessor í guðfræði.