Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 37
Kvennaskólans köllumst ljós
kátar ungar meyjar.
Óspart senda okkur hrós
innanbæjar peyjar.
(J.S.G.)
Þessi vísa er upphaf á kvæði sem
Jóna orti um lífið í Húsmæðraskól-
anum á Blönduósi veturinn 1967–’68
og birtist í ljóðabók hennar Muna-
blóm. Þennan vetur kynntumst við
Jónu þegar við ásamt hópi ungra
kvenna stunduðum þar nám. Fæstar
JÓNA SIGURBJÖRG
GÍSLADÓTTIR
✝ Jóna SigurbjörgGísladóttir fædd-
ist í Reykjavík 3.
mars 1947. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans 2. júní síð-
astliðinn og var útför
hennar gerð frá
Lágafellskirkju 8.
júní.
Vegna mistaka í
vinnslu minningar-
greinar Hallfríðar
Höskuldsdóttur og
Heiðrúnar Sverris-
dóttur um Jónu Sig-
urbjörgu Gísladóttur
á blaðsíðu 49 í Morgunblaðinu á
laugardag, féll nafn annars höf-
unda greinarinnar niður. Hún er
því endurbirt hér á eftir og eru
hlutaðeigendur beðnir afsökunar
á mistökunum.
okkar þekktumst áður
en við mættum í skól-
ann um haustið, en per-
sónuleiki Jónu var
þannig að engum gat
dulist að þar var á ferð
óvenjuleg kona sem
ekki fór troðnar slóðir í
lífinu. Það þótti til
dæmis sérstakt að
Jóna hafði verið nem-
andi í Bændaskólanum
á Hólum en það var fá-
títt á þessum tíma að
konur færu í bænda-
skóla. Hún talaði oft
um veru sína á Hólum
og fannst okkur stundum sem við-
fangsefnin í þeim skóla hefðu höfðað
mun meira til hennar en elda-
mennska og hannyrðir. Jóna var af-
skaplega hrein og bein í allri fram-
göngu, kom til dyranna eins og hún
var klædd og vildi að aðrir væru líka
þannig.
Hún hafði ákaflega gaman af að
gefa út bækur, sem voru orðnar þó
nokkrar en þær innihéldu ljóð,
skáldsögur og frásagnir úr eigin lífi.
Samskipti okkar síðustu árin voru
aðallega í kringum útgáfu á bókun-
um sem hún setti sjálf á tölvu, fjöl-
faldaði á ljósritunarvél og batt inn
sjálf.
Alla tíð sýndi hún mikla sjálfs-
bjargarviðleitni og í dag eru bæk-
urnar okkur ómetanleg minning.
Mörg síðustu árin var Jóna mikill
sjúklingur og það var aðdáunarvert
af hve miklu æðruleysi hún tókst á
við það verkefni sem önnur og var
gjarnan viðkvæðið hjá henni þegar
veikindi voru rædd „uss, blessuð
góða þetta er ekkert.“ Þegar við vin-
konurnar drifum okkur loksins að
heimsækja hana á líknardeildina var
hún búin að kveðja þessa jarðvist.
Eftir að hafa þegið kaffi hjá því ynd-
islega fólki sem þar vinnur vorum við
samfærðar um að nú liði henni vel.
Fjölskyldunni sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Í hverju sem að höndum ber,
og hvað sem bágt oss mætir,
þín hjálp oss nálægt ætíð er
og allar raunir bætir.
(P. Jónsson.)
Hvíl þú í friði, kæra vinkona.
Hallfríður Höskuldsdóttir,
Heiðrún Sverrisdóttir.
✝ Þórunn BjörgMagnúsdóttir
fæddist í Kaupangi í
Eyjafirði 17. júní
1924. Hún lést á
Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri 4.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús Sig-
björnsson, f. 13. des-
ember 1893, d. 12.
september 1954, og
Bergljót Guðjóns-
dóttir, f. 23. júní
1893, d. 14. október
1972. Systkini Þór-
unnar eru hálfsystir hennar sam-
feðra Bjarnheiður, f. 13. janúar
1902, d. 9. september 1981, og Að-
alsteinn, f. 28. júní 1920, d. 29. júlí
1924, Ingólfur, f. 10. apríl 1928,
búsettur á Akureyri, kona hans
Börn þeirra: Þórunn Björg og
Heiðrún Inga. Aðalsteinn, f. 26.
júní 1962. Ingibjörg, f. 27. nóv-
ember 1966, búsett á Akureyri,
maður hennar Guðmundur Guð-
mundsson. Börn þeirra: Guðrún
Rut, Berglind Björk og Helga
María. Þórunn átti áður Bergljótu
Rafnsdóttur, f. 6. október 1946,
búsett í Reykjavík, maður hennar
Björn Einarsson. Börn þeirra:
Hrönn og Linda. Maður Hrannar
er Uve Vetter. Barn þeirra Krist-
ín Sunna.
Þórunn ólst upp á Akureyri og
lauk þaðan gagnfræðaprófi. Þór-
unn og Baldur bjuggu í Kaup-
mannahöfn meðan hann lauk þar
námi en fluttu svo til Akureyrar
og bjuggu þar allan sinn búskap.
Hún vann lengi við skrifstofustörf
og símavörslu hjá KEA auk hús-
móðurstarfa og tók þátt í fé-
lagsstörfum, m.a. hjá íþróttafélag-
inu Þór og seinna í kvenfélaginu
Framtíðinni á Akureyri.
Útför Þórunnar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Jenný Karlsdóttir, f.
28. júlí 1939, og Helga
Maggý, f. 10. október
1936, búsett á Akur-
eyri, maður hennar
Lenharður Helgason,
f. 8. janúar 1935, d. 4.
ágúst 1967.
Hinn 29. desember
1953 giftist Þórunn
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Baldri
Ingimarssyni lyfja-
fræðingi, f. 15. ágúst
1925. Börn þeirra
eru: Helga, f. 6. maí
1954, búsett í Balti-
more í Bandaríkjunum, maður
hennar er Jay Nelson. Börn
þeirra: Robert Ian og Erik Ingi-
mar. Guðrún, f. 16. desember
1958, búsett í Reykjavík, maður
hennar Guðmundur Þór Jónsson.
Enn syngur vornóttin vögguljóð sín.
Veröldin ilmar, glitrar og skín.
Kvöldsett er löngu í kyrrum skóg.
Öldurnar sungu sig sjálfar í dá.
Síðustu ómarnir ströndinni frá
hverfa í rökkurró.
(Tómas Guðmundsson.)
Að þessu sinni var það hið hinsta
vögguljóð sem ómaði fagra vornótt-
ina á Akureyri en þeim ómum
fylgdi bæði líkn og friður.
Þær eru margslungnar, lykkj-
urnar á lífsleið hvers manns, og
ekki hlotnast öllum sú gæfa að geta
á lágnætti lífsins litið næsta sáttur
yfir farinn veg og ævistarf sem bar
svo ríkulegan ávöxt. Þannig var því
hins vegar farið um Þórunni Björgu
Magnúsdóttur, sem við kveðjum í
dag hinstu kveðju.
Þórunn Björg helgaði líf sitt fjöl-
skyldu sinni og var henni ætíð stoð
og stytta, jafnt þeim sem næst
henni voru, sem þeim er fjær stóðu.
Hún var hlédræg og tranaði sér
hvergi fram, en gerði sér á hinn
bóginn far um að laða fram það
besta sem í hverjum manni býr og
lagði sitt af mörkum til að hæfi-
leikar annarra mættu njóta sín.
Velgengni annarra varð henni jafn-
an til gleði. Hún var heiðarleg og
hreinskiptin og vildi hverjum manni
vel, hafði margt að gefa af sjálfri
sér, var margfróð og minnug en
ekki síst hress í lund.
Í fjölskyldu okkar var Þórunn
Björg alla tíð kölluð Bodda. Sam-
gangur var jafnan mikill milli fjöl-
skyldnanna í Bjarmastígnum og
Byggðaveginum, enda margt sem
batt þær traustum böndum, og á
erfiðum tímum var stuðningur
Boddu og fjölskyldu hennar okkur
ómetanlegur. Böndin traustu hafa
aldrei rofnað og margs er að minn-
ast frá heimsóknum í Bjarmastíg-
inn og þá ekki síður frá samveru-
stundum í sumarbústaðnum í
Fnjóskadal.
Síðustu ómarnir í lífi Boddu eru
nú hljóðnaðir. Eftir lifa minning-
arnar, bjartar og fagrar, ásamt
þeim miklu og góðu áhrifum er hún
hafði á líf okkar, sem fylgja munu
okkur um ókomna tíð. Að leiðarlok-
um minnumst við hennar með sökn-
uði, mikilli hlýju og þökk.
Baldri, Bergljótu, Helgu, Guð-
rúnu, Aðalsteini, Ingibjörgu og fjöl-
skyldum þeirra vottum við einlæga
samúð okkar.
Helga Maggý, Jóhann
Magnús, Haukur Berg
og Lena Kristín.
ÞÓRUNN BJÖRG
MAGNÚSDÓTTIR
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
S. 555 4477 555 4424
Erfisdrykkjur
Minningarkort
Styrktarsjóðs
hjartasjúklinga
Sími 552 5744
Gíró- og kreditkortaþjónusta
LANDSSAMTÖK
HJARTASJÚKLINGA
A
u
g
l
Þ
ó
rh
1
2
7
0
6
2
!! "
#$ %&
' ( )#
* + )# ) &
# + )# ,& -&
#. + )#
+ + & ))/ )#
+ ,# + & ) #)#
& 0
! "
"
1-
234 5641
7 "
8!+ %(!
#
"
$
%
) 7 )# 7% &
%8 %)# #. &
,& #7 %& %&
%& ( -7 )#
( %)# 9! ) & 9! )
(7 %)# * 8
.&)& %)# &)) & &))
7 %&
& 0
!
&
! $ 7
!: ;<
8!!.#
'
' (
#"
) $
' (
#"
*+ *,--
( )))#
' !& #. - )#
!& #.7 )
-7 ))# 7 0 &
' 7 !)# + = + =&
! 0 !&
= *)) )#
#. 0 !& 7 7 )#
0 !)#
-7: !)# #. 0 !: &
& 0
.
!
* -4 *
/
#
"
0 . * )# * 7 &
= >) * & + )))#
-7: ( * )#
= ,0 )#
= 0 * & -7: 7 )#
) ,#7 )#
,#7 + ' ?
!
8! & 7 )) . 0