Morgunblaðið - 11.06.2002, Side 38
MINNINGAR
38 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
✝ Ólafur SigurðurÓlafsson fæddist
7. október 1911 á
Suðureyri við Súg-
andafjörð. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 29. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ólafur
Friðriksson, sjómað-
ur á Súgandafirði, f.
29. september 1885,
en hann drukknaði
11. september 1911,
og kona hans Krist-
ín Guðmundína
Benediktsdóttir, f. í
Gjörfidal við Djúp 5. nóvember
1880, d. 1. október 1948. Ólafur
ólst upp hjá hjónunum Einari Ein-
arssyni, bónda í Tannanesi við
Önundarfjörð, f. 1864, d. 1955, og
konu hans Guðmundu Atladóttur,
f. 1865, d. 1935, en Einar var
ömmubróðir Ólafs í föðurætt.
Uppeldisbróðir Ólafs var Torfi
Einar Albert, f. 24. ágúst 1907, d.
1. janúar 1974. Ólafur Friðriks-
son var sonur Friðriks Verner
Gíslasonar, bónda í Kvíanesi í
Súgandafirði, f. 1828, d. 1899, og
konu hans Guðrúnar Einarsdótt-
ur frá Selabóli í Önundarfirði, f.
1859, d. 1935. Kristín var dóttir
Benedikts Gabríels Jónssonar,
bónda og formanns í Meirihlíð í
Bolungarvík, f. 1848, d. 1893, og
konu hans Valgerðar Þórarins-
dóttur, f. 1851, d. 1931, frá Látr-
um í Mjóafirði við Djúp. Systkini
Ólafs sammæðra, börn Kristínar
með Jóhannesi Guðmundssyni, f.
1878, d. 1907, eru Guðmundur
Halldór, f. 16. október 1903, d. 7.
dætur hans og Lilju Hilmarsdótt-
ur eru Ingibjörg, f. 5. desember
1972, og Ragnhildur, f. 1. október
1979. 2) Helga María, kennari, f.
13. október 1950, gift Axeli
Björnssyni, börn þeirra eru Ólaf-
ur Ágúst, f. 18. ágúst 1976, og
Anna María, f. 3. apríl 1980, sonur
Önnu Maríu og Kristbjörns Ey-
dals Guðmundssonar er Axel
Breki, f. 28. september 1998.
Ólafur lauk prófi frá Héraðs-
skólanum á Laugum árið 1933,
íþróttakennaraprófi frá Tärna
Folkhögskola í Svíþjóð 1934,
kennaraprófi frá Kennaraskóla
Íslands 1937 og námi í uppeldis-
og sálarfræði við Göteborgs Hög-
skola 1947. Hann var kennari við
Héraðsskólann á Laugum á árun-
um 1935–36, Héraðsskólann í
Reykjanesi við Djúp 1937–44,
Miðbæjarskólann í Reykjavík
1944–45, Ingimarsskóla í Reykja-
vík 1947–49, var skólastjóri Hér-
aðsskólans í Reykjanesi við Djúp
1949–50 og síðan kennari við
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
(síðar Vörðuskóli) 1950–79 og að
lokum við Iðnskólann í Reykjavík
1979–81, er hann lét af störfum.
Hann kenndi einnig um nokkurra
ára skeið við Kvennaskólann í
Reykjavík, Hjúkrunarskóla Ís-
lands auk þess sem hann kenndi á
sundnámskeiðum víða um land á
sumrin. Ólafur sat í stjórn Kenn-
arafélags gagnfræðaskólakenn-
ara í Reykjavík frá stofnun þess
1956 í mörg ár og var formaður
þess í nokkur ár. Hann var for-
maður Landssambands fram-
haldsskólakennara 1966–79, sat í
starfskjaranefnd Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja 1973–
1978 og var formaður Félags
kennara á eftirlaunum 1982–84.
Útför Ólafs verður gerð frá
Langholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
júlí 1980, Sigríður, f.
14. júlí 1905, d. 9.
mars 1992, og Jó-
hanna Vigdís, f. 2.
ágúst 1907, d. 28. júní
1978. Systkini Ólafs
sammæðra, börn
Kristínar með Valdi-
mar Þorvaldssyni, f.
1878, d. 1976, eru
Guðrún Sigríður, f.
20. maí 1913, d. 21.
janúar 2001, Þorvald-
ur Gissur, f. 23. júlí
1916, d. 5. apríl 1993,
og Benedikt Þórar-
inn, f. 7. nóvember
1920, d. 28. apríl 1983. Auk þess
átti Ólafur þrjú hálfsystkini sem
öll dóu barnung, þar af einar tví-
burasystur.
Hinn 7. október 1944 kvæntist
Ólafur eftirlifandi konu sinni,
Ingibjörgu Þórðardóttur handa-
vinnukennara, f. 16. mars 1922,
frá Laugalandi í Skjaldfannardal
við Djúp. Foreldrar hennar voru
Þórður Halldórsson, bóndi á
Laugalandi, f. 1891, d. 1987, og
kona hans, Helga María Jónsdótt-
ir, f. 1898, d. 1999. Þórður var
sonur Halldórs Jónssonar, bónda
á Rauðamýri, f. 1857, d. 1941, ætt-
aður frá Laugabóli, og konu hans
Ingibjargar Jónsdóttur, f. 1855, d.
1902, frá Barmi á Skarðsströnd í
Dalasýslu. Helga María var dóttir
Jóns Egilssonar, bónda á Skarði á
Snæfjallaströnd, f. 1855, d. 1914,
og konu hans Kristínar Matthías-
dóttur, f. 1862, d. 1935. Börn
Ólafs og Ingibjargar eru 1) Þórð-
ur, skrifstofustjóri í umhverfis-
ráðuneytinu, f. 24. október 1948,
Góður ferill gæfumanns er á enda
var það fyrsta sem kom upp í huga
minn þegar ég spurði lát Ólafs.
Langri og gifturíkri ævi er lokið.
Mægðir okkar Ólafs tókust þegar
ég ung að árum kom í fylgd sonar
hans Þórðar inn á heimili hans og
Ingibjargar.
Ég hafði fyrir ekki margt löngu
misst föður minn og frá fyrsta degi
skynjaði Ólafur þann mikla missi og
reyndist mér alla tíð hinn besti vinur
og félagi.
Ólafur var vitur maður, með af-
brigðum fróður, víðlesinn og hag-
leiksmaður hinn mesti. „Hverja réð
hann rún sem vildi.“ Þegar ágrein-
ingur kom upp á heimili okkar Þórð-
ar og dætra okkar Ingibjargar og
Ragnhildar um sögulegar stað-
reyndir, tilvitnanir, bókmenntir,
landafræði o.fl. þá var viðkvæðið
hringjum í afa og það brást aldrei,
svarið kom.
Það var aldrei nein lognmolla í
kringum Ólaf fjörugar samræður
kryddaðar hans sérstöku kímnigáfu
snerust gjarnan um málefni líðandi
stundar og um þá sem héldu á fjör-
eggi storðar. Ólafur var skoðanafast-
ur og hafði ríka skaphöfn en agaður
jafnan og virti skoðanir þeirra sem
voru á öndverðum meiði. Hann var
alla tíð einlægur fylgismaður Fram-
sóknarflokksins og þegar ég kom inn
í fjölskylduna hafði ég vart heyrt af
þeim flokki enda úr Hafnarfirði.
Enginn fór bónleiður til búðar þar
sem Ólafur var annars vegar. Það
var ekkert sem hann ekki gerði fyrir
okkur og dæturnar. Fyrir utan að
vera til staðar fyrir Ingibjörgu og
Ragnhildi hvenær sem á þurft að
halda átti hann ófá handtökin í lag-
færingum og útfærslu á vistarverum
okkar. Hann kom að matargerð
heimilis okkar í árdaga þegar hann
kenndi húsmóðurinni að búa til jafn-
ing sem fórst henni afar óhöndug-
lega. Enda hafði hann ungur lært að
standa á eigin fótum, laga mat og
sauma á sig föt.
Ég er forsjóninni þakklát að hafa
átt samleið með Ólafi og ekki síst að
dætur mínar eignuðust slíka fyrir-
mynd sem afi þeirra var. Það var
þeim gott veganesti á menntabraut-
inni að vita að afi þeirra skyldi að-
eins einu sinni hafa skrifað vitlaust
orð á sinni skólagöngu en það var
vh.þt. af sögninni kryfja. Ástin og
umhyggjan sem hann sýndi telpun-
um verður seint fullþökkuð.
Það er mikið lán að sofna burt úr
heimi sáttur við stað og stund. Geta
verið stoltur af afkastamiklu dags-
verki en Ólafur gerði kennslu að
ævistarfi og stóð árum saman í for-
ystusveit kennarasamtakanna við að
bæta kjör og auka réttindi kennara
sem og afla kennarastarfinu þeirrar
virðingar sem það verðskuldar.
Lífshamingja Ólafs fólst þó fyrst
og fremst í hans góðu konu henni
Ingibjörgu og að sjá börnin og
barnabörnin vera slíkt fyrirmyndar-
fólk sem raun ber vitni.
Ég kveð Ólaf með þakklæti, hlýju
og djúpri virðingu.
Lilja Hilmarsdóttir.
Sjá, skýjaslæður, himinhátt
í hlývindunum vagga sér.
Þær svífa létt úr sunnanátt
einn sólardagur með þeim fer.
Frá aftanskini birtu ber
og bjarma slær á Djúpsins fjöll.
Minn góði vinur genginn er
þá götu sem að förum öll.
(Á.K.)
Ólafur S. Ólafsson hélt upp á ní-
ræðisafmælið sitt í haust í hópi vina
og vandamanna. Glaður og reifur og
lék á als oddi en svo dró úr þreki og
að kveldi 29. maí barst mér fregnin
um fráfall hans. Ég horfði á sólroðnu
gullbrydduðu skýjaflákana sem liðu
á ská yfir dalinn og hurfu í átt að
Kaldalóni og Drangajökli. Vorkvöld-
ið svo fagurt og friðsælt, skógurinn
að byrja að litkast og túnin að koma
græn undan snjónum.
Mér varð hugsað til baka og
minntist þeirrar stundar þegar ég sá
Ólaf fyrst. Bráðum 45 ár liðin frá því
að ég steig inn í stofuna á Lauga-
landi við hlið Halldórs Þórðarsonar
sem síðar varð eiginmaður minn og
hann kynnti mig m.a. fyrir Ingi-
björgu systur sinni og Ólafi manni
hennar. Þetta var 12. ágúst, brúð-
kaupsdagur Helgu og Þórðar
tengdaforeldra minna, og ávallt
haldið upp á þann dag með miklum
myndarbrag. Handtak Ólafs var fast
og hlýtt. Brosið náði ekki aðeins til
munnsins heldur einnig til augn-
anna, röddin djúp og karlmannleg.
Manni hlýnaði ósjálfrátt um hjarta-
rætur og þannig get ég ímyndað mér
að hann hafi boðið nemendur sína
velkomna til náms og starfa og öðl-
ast traust þeirra þegar í stað. Þannig
fór mér og öll þau ár er eftir fóru var
Ólafur traustur og góður vinur.
Þau Ólafur og Inga komu með
börn sín á hverju sumri að Lauga-
landi meðan tengdaforeldrar mínir
voru þar við búskap. Það munaði um
Ólaf í hverju því sem hann tók sér
fyrir hendur enda var maðurinn ekki
gefinn fyrir að doska og víkingur í
verki, sama hvort tekið var af nokk-
ur hundruð fjár í vorrúningi eða
unnið að heyskap. Þau voru góð
hrífuförin hans og gaman að sjá
hann moka upp lanir á túni eða á
heyvagn og svo inn í hlöðu. Hann
vann um árabil að smíðum á sumrin
og íbúðarhús víðsvegar um Djúp risu
upp undir hans stjórn og þótti mál-
um vel skipað þar sem hann var í for-
svari. Það var hlustað á Ólaf frá
Tannanesi, hann fór ekki með veggj-
um og stóð vel fyrir sínu, hávaxinn
og karlmannlegur með koparrautt
hrokkið hár.
Þessa dagana eru sjö ár liðin frá
því að Halldór maður minn féll frá.
Þórð son okkar dreymdi hann nótt-
ina áður en Ólafur kvaddi. Mér þykir
líklegt að þá hafi Halldór búið sig
undir að taka á móti vini sínum og
mági. Ég sé þá fyrir mér, kasta á
milli sín gamanyrðum og glettnis-
orðum vitnandi í Gerplu og Íslands-
klukkuna.
Ég votta Ingibjörgu mágkonu
minni einlæga samúð, einnig Þórði
og Helgu Maríu börnum þeirra og
fjölskyldum. Það er sjónarsviptir að
manni eins og Ólafi S. Ólafssyni en
gott er þreyttum að hvílast og guð
blessi minningu hans.
Ása Ketilsdóttir.
Það leit allt út fyrir það að við
hefðum afa hjá okkur til eilífðar. En
svo varð auðvitað ekki og núna koma
endalausar minningar upp í hugann.
Allur fróðleikurinn, öll þolinmæð-
in, allar keyrslunar, öll pössunin, öll
hjálpin með heimanámið … alltaf
var afi til staðar.
Ég man fyrst eftir öllum stund-
unum sem ég eyddi með ömmu og
afa í Efstasundinu, ég var reyndar
svo mikið þar að ég átti sérstakan
vinahóp í götunni. Það sem situr
sterkast í minningunni er að afi
leyfði mér alltaf að slá garðinn með
sér. Hann átti gamla handknúna
sláttuvél sem mér fannst alveg
óhemju gaman að nota. Líklegast
hefur garðurinn aldrei verið sérlega
vel sleginn en afa var alveg sama og
leyfði mér alltaf að bögglast með vél-
ina eins lengi og ég vildi. Svo ekki sé
talað um allt hrósið sem ég fékk fyrir
framtakið.
Svo fluttu amma og afi í Safamýr-
ina með stuttu stoppi á Kjarrveg-
inum. Það tók mig mörg ár að venj-
ast því að hætta að kalla hann afa í
Efsta og breyta yfir í afa í Safa. Ann-
að breyttist hins vegar ekki mikið,
ég fékk alltaf að gista þegar ég vildi,
mér var ennþá skutlað í og úr skól-
anum, píanótímum, fimleikum og
hverju öðru sem ég tók upp á. Það
sem kannski var mest spennandi var
að á þeim tíma var nýbúið að opna
einn fyrsta pitsustaðinn í Reykjavík
og ég hálf vonaðist alltaf til að for-
eldrar mínir þyrftu að fara út um
helgar svo að ég gæti verið hjá afa og
ömmu. Ég vissi alltaf hvað ég ætti í
vændum, afi væri örugglega til í að
kaupa handa mér pitsu, þótt hann
skildi engan veginn hvernig hægt
væri að borða eitthvað sem bragð-
aðist eins og pappakassi. Síðan var
auðvitað látið eftir mér að fá ís í eft-
irrétt og vaka fram eftir yfir ein-
hverri vídeómynd sem þau horfðu
bæði á með mér, alveg sama hvað
hún var leiðinleg. Þær voru líka ekki
ófáar „tískusýningarnar“ sem hann
þurfti að horfa á í gegnum tíðina.
Mest fannst mér samt gaman að
því þegar afi gaf sér tíma til að skoða
bækurnar sínar með mér, og það var
ekki ósjaldan. Ég átti eina uppá-
halds bók sem var með myndum af
öllum dýrum hafsins. Hann sat oft
og útskýrði fyrir mér hverja og eina
mynd. Ef ég var mjög heppin fékk
ég að blaða í alfræðisafninu hans
með honum.
Eftir því sem árin liðu óx ég upp
úr því að slá garða, borða pitsur og
halda tískusýningar og þá kynntist
ég þeirri hlið afa sem ég bý hvað
mest að í dag.
Eftir að ég byrjaði í menntaskóla
og síðar háskóla þreyttist hann aldr-
ei á að tala um þau málefni sem voru
efst á baugi bæði heima á Íslandi og
erlendis og alltaf vissi hann allt um
hvað var að gerast. Það var alveg
sama hvað ég hélt að ég vissi mikið,
alltaf gat afi bent mér á aðra hlið á
öllum málum sem vert væri að
skoða. Hann ráðlagði mér hvaða
bækur væri vert að glugga í og eyddi
síðan tíma í að ræða þær þegar ég
var loksins búin að lesa þær. Ég held
að ég hafi alltaf verið með einhverja
bók í láni frá ömmu og afa, hvort sem
það voru skáldsögur eða alfræðirit.
Það var fátt sem afi ekki vissi því það
var alveg sama hvað ég spurði hann,
hvort sem það væri um stjórnmál, ís-
lenskt mál, landafræði eða sögu –
alltaf vissi afi svarið. Það var líkleg-
ast þess vegna sem hann fékk aldrei
að vera með þegar við spiluðum
Trivial Pursuit í fjölskylduboðum því
það var alltaf vitað að hans lið myndi
vinna. Og meira að segja þegar hann
fékk ekki að spila með og erfið
spurning kom var litið við og sagt:
„Afi, ekki segja þeim“, það var bara
gengið út frá því að hann vissi svarið.
Ég man til dæmis eftir því að ekkert
okkar vissi hvar Timbuktú var nema
afi.
Þetta er það sem ég er mest þakk-
lát fyrir, að hafa átt afa sem var allt-
af tilbúinn að gera allt fyrir mig,
vissi svona mikið og var reiðubúinn
að deila því með mér. Ég kem til með
að búa að því það sem eftir er – og
svo auðvitað veit ég núna hvar Tim-
buktú er.
Ingibjörg Þórðardóttir.
Við héldum að afi yrði að minnsta
kosti 150 ára, erum við viss um að
hann hefur haldið það líka. Afi var
alltaf svo eldhress á líkama og sál og
því var erfitt að horfa upp á orkuna
hverfa svona úr þessum stóra og
stæðilega manni sem átti góða og
langa ævi og var heilsugóður alla tíð.
Það er margt sem kemur upp í hug-
ann á svona stundu.
Afi hafði mikla kímnigáfu og
hnyttin tilsvör á reiðum höndum.
Hann var víðlesinn, stálminnugur og
kom víða við í lífinu. Hann kunni til
dæmis ógrynni vísna og sagna sem
hann reyndi að kenna okkur barna-
börnunum en með litlum árangri.
Þegar okkur systkinin rak í vörðurn-
ar með heimalærdóminn kom maður
aldrei að tómum kofunum hjá hon-
um. Það var oftast fljótlegra að fara
til afa en á bókasafnið.
Fengum við að heyra margar sög-
ur af því þegar hann gekk fjarða á
milli á roðskónum og voru heiðarnar
sem hann gekk á mældar í fjölda af
skóm sem eyddust á leiðinni. Flestar
voru þær þrennra roðskóa.
Þegar afi var rúmlega tvítugur
hjólaði hann um Svíþjóð endilanga,
nokkuð sem flestum þætti nóg um á
nútíma gírahjólum.
Sögurnar af afa gerast þó ekki all-
ar fyrir okkar tíð. Afi tók til dæmis
upp á því á áttræðisaldri að byggja
sér hús og á níræðisaldri ákvað hann
að fara í heilsuátak og hætti að taka í
nefið.
Við munum sakna afa sárlega en
umfram allt minnast með gleði
þeirra góðu stunda sem við áttum
með honum.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.
(Steinn Steinarr.)
Ólafur Ágúst og Anna María.
Frændi minn, Ólafur S. Ólafsson,
er látinn. Hann var Vestfirðingur,
nánar tiltekið Súgfirðingur. Móðir
hans, Kristín Benediktsdóttir, og
móðuramma mín, Sigrún, voru syst-
ur. Faðir þeirra var Benedikt Gabrí-
el Jónsson sem fórst í fiskiróðri við
sjötta mann hinn 7. desember 1893.
Eiginkona hans (langamma mín) var
Valgerður Þórarinsdóttir og eignuð-
ust þau þrettán börn, en sex þeirra
dóu mjög ung, m.a. 16 ára sonur sem
fórst með föður sínum.
Óvíða á landinu hefur náttúran
haft jafnmikil áhrif á líf hinna al-
mennu íbúa og á Vestfjörðum, án
þess að farið sé út í landshlutamet-
ÓLAFUR S.
ÓLAFSSON