Morgunblaðið - 11.06.2002, Qupperneq 41
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 41
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
Gæðingakeppni Andvara, haldin á
Andvaravöllum
A-flokkur.
1. Adam frá Ásmundarstöðum, eig.:
Jón Jóhannsson og Logi Laxdal, kn.:
Logi Laxdal, 8,63/8,92 .
2. Eva frá Ásmundarstöðum, eig.: Jón
Jóhannsson og Logi Laxdal, kn.:
Logi Laxdal, kn. í úrsl.: Kristinn B.
Þorvaldsson, 8,40/8,44.
3. Blær frá Árbæjarhjáleigu, eig.: Birta
og Andri Ingabörn, kn.: Jón Ó. Guð-
mundsson, 8,29/8,38.
4. Draupnir frá Tóftum, eig. og kn.: Er-
ling Sigurðsson, 8,39/8,37.
5. Alrekur frá Torfastöðum, eig.: Fjöln-
ir Þorgeirsson. Kn.: Daníel Jónsson,
Fjölnir Þorgeirsson, 8,37/7,78.
B-flokkur.
1. Adam frá Ketilstöðum, eig. og kn.:
Katrín Stefánsdóttir, 8,41/8,71.
2. Kári frá Búlandi, eig. og kn.: Mailinn
Solér, 8,44/8,58.
3. Tenór frá Smáratúni, eig.: Júlíus Sig-
urðsson og kn.: Hinrik Þ. Sigurðsson,
8,36/8,55.
4. Smyrill frá Stokkhólma, eig.: Jón Ó.
Guðmundsson, kn.: Erla G. Gylfa-
dóttir, 8,25/8,41.
5. Saga frá Sigluvík, eig. og kn.: Sig-
uroddur Pétursson, 8,27/8,40.
Ungmenni.
1. Leynir frá Enni, eig.: Katrín Stef-
ánsdóttir og Anton Viggósson, kn.:
Bylgja Gauksdóttir 8,38/8,46.
2. Wagner frá Presthúsum, eig.: Jón H.
Jónsson, kn.: Halldór F. Ólafsson
8,41/8,40.
3. Gjöf frá Hvoli, eig. og kn.: Þórunn
Hannesdóttir, 8,20/8,36.
4. Galdur frá Akureyri, eig. og kn.:
Hera Hannesdóttir, 7,81/8,12.
Unglingar.
1. Klettur frá Hraunbæ, eig.: Jón Þor-
bergsson, kn.: Hlynur Guðmundsson
8,46/8,56.
2. Regína frá Flugumýri, eig. og
kn.:Halla M. Þórðardóttir 8,48/8,55.
3. Feldur frá Laugarnesi, eig.: Erling
Sigurðsson, kn.: Anna G. Oddsdóttir
8,45/8,50.
4. Hrímnir frá Búðarhóli, eig. og kn.:
Þórir Hannesson, 8,35/8,38.
5. Valíant frá Miðhjáleigu, eig. og kn.:
Már Jóhannsson 8,20/8,28.
Börn.
1. Ljómi frá Brún, eig. og kn.: Dagrún
Aðalsteinsdóttir, 7,93/8,52.
2. Fjölnir frá Reykjavík, eig.: Anton
Viggósson, kn.: Ólöf Þ. Jóhannsdótt-
ir, 8,10/8,44.
3. Herkúles frá Tunguhálsi II, eig.:
Harpa Þorsteinsdóttir, kn.: Jóhanna
Þorsteinsdóttir 8,36/8,41.
4. Krummi frá Smáratúni, eig. og kn.:
Anna Þorsteinsdóttir, 8,17/8,34.
5. Búi frá Kiðafelli, eig.: Sigurbjörn
Magnússon, kn.: Áslaug A. Sigur-
björnsdóttir, 8,17/8,29.
Búnaðarbankamót Harðar á Varmár-
bökkum.
A-flokkur, opinn.
1. Frami frá Ragnheiðarstöðum, eig. og
kn.: Elías Þórhallsson, 8,62.
2. Dropi frá Hábæ, eig. og kn.: Þor-
varður Friðbjörnsson, 8,59.
3. Garpur frá Torfastöðum, eig. og kn.:
Súsanna Ólafsdóttir, 8,55.
4. Hilmir frá Þorláksstöðum, eig.:
Bjarni Kristjánsson, kn.: Atli Guð-
mundsson, 8,48.
5. Staka frá Litlalandi, eig.: Sveinn S.
Steinarsson, kn. í fork.: Sölvi Sigurð-
arson, kn. í úrsl.: Sigurður Sigurð-
arson, 8,45.
6. Jarl frá Álhólum, eig. og kn.: Guð-
laugur Pálsson, 8,38.
7. Agnar frá Haga, eig.: Viðar Þ.
Pálmason, kn. í fork.: Sigurður Sig-
urðarson, kn. í úrsl.: eig., 8,10.
8. Fannar frá Keldudal, eig. og kn.:
Sölvi Sigurðarson, 8,01 .
A-flokkur, áhugamenn.
1. Nagli frá Ármótum, eig. og kn.: Ját-
varður J. Ingvarsson, 8,28.
2. Hlátur frá Þórseyri, eig. og kn.: Hall-
dóra S. Guðlaugsdóttir, 7,93.
3. Gasella frá Hafnarfirði, eig.: Jón
Styrmisson, kn.: Ari B. Jónsson, 7,91.
B-flokkur, opinn.
1. Fífa frá Brún, eig. og kn.: Sigurður
Sigurðarson, 8,77.
2. Silfurtoppur frá Lækjamóti, eig.:
Dagur Benónýsson, kn.: Sölvi Sig-
urðarson, 8,67.
3. Sólon frá Stykkishólmi, eig.: Sævar
Haraldsson, kn.: Vignir Jónasson,
8,67.
4. Trostan frá Sandhólaferju, eig. og
kn.: Friðdóra B. Friðriksdóttir, 8,45.
5. Breki frá Syðra-Skörðugili, eig.: Þór-
hildur Þórhallsdóttir, kn.: Elías Þór-
hallsson, 8,43.
6. Skundi frá Krithóli, eig. og kn. í
fork.: Sigurður Sigurðarson, kn.:
Guðmar Þ. Pétursson, 8,43.
7. Krapi frá Kaldbak, eig. og kn.: Þorv-
aður Friðbjörnsson, 8,42.
8. Strengur frá Hrafnkelsstöðum, eig.
og kn.: Barbara Meyer, 8,33.
B-flokkur, áhugamenn.
1. Bára frá Bjarnastöðum, eig. og kn.:
Hrafnhildur Jóhannesdóttir, 8,58.
2. Snót frá Akureyri, eig. og kn.: Ásta
Benediktsdóttir, 8,43.
3. Álmur frá Reynisvatni, eig. og kn.:
Brynhildur Þorkelsdóttir, 8,06.
4. Máni, eig. og kn.: Guðrún R. Hreið-
arsdóttir, 7,97.
Ungmenni.
1. Hrafnar frá Hindisvík, eig. og kn.:
Kristján Magnússon, 8,63.
2. Adam frá Götu, eig.: Jón Styrmisson,
kn.: Ari B. Jónsson, 8,30.
3. Ísak frá Ytri-Bægisá, eig. og kn.:
Eva Benediktsdóttir, 8,17.
4. Spói frá Blesastöðum, eig.: Helga H.
Þorleifsdóttir, kn.: Játvarður J.
Ingvarsson, 7,72.
Unglingar.
1. Háfeti frá Þingnesi, eig.: Pétur J.
Hákonarson, kn.: Linda R. Péturs-
dóttir, 8,88.
2. Blátindur frá Hörgshóli, eig. og kn.:
Jana K. Knútsdóttir, 8,29.
3. Geisli frá Blesastöðum, eig. og kn.:
Sigríður S. Ingvarsdóttir, 8,26.
4. Glíma frá Árbakka, eig. og kn.:
Ragnhildur Haraldsdóttir, 8,24.
5. Védís frá Lækjarbotnum, eig.: Páll
H. Guðmundsson, kn.: Halldóra S.
Guðlaugsdóttir, 8,23.
Börn.
1. Léttir frá Hofsstöðum, eig. og kn.:
Brynhildur Sighvatsdóttir, 8,56.
2. Fasi frá Nýjabæ, eig.: Kolbrún
Ólafsdóttir, kn.: Sigurgeir Jóhanns-
son, 8,47.
3. Kuldi frá Grímsstöðum, eig. og kn.:
Þorvaldur A. Hauksson, 8,44.
4. Flóki frá Sigríðarstöðum, eig.: Guð-
ríður Gunnarsdóttir, kn.: María G.
Pétursdóttir, 8,32.
5. Darri frá Akureyri, eig. og kn.: Jó-
hanna Jónsdóttir, 4,33.
Unghross í tamningu.
1. Gustur frá Lækjarbakka, eig.: Guð-
laugur og Páll H. Guðmundsson, kn.:
Lena Zielensky.
2. Þór frá Þjóðólfshaga, eig. og kn.: Sig-
urður Sigurðarson.
3. Spes frá Dallandi, eig. og kn.: Hall-
dór Guðjónsson.
4. Víóla frá Varmadal. eig.: Jón Jóns-
son, kn. í fork.: Lena Zielensky, kn. í
úrsl.: Kristján Magnússon.
5. Kraftur frá Varmadal, eig.: Björgvin
Jónsson, kn.: Magnea R. Axelsdóttir.
6. Lögg frá Flekkudal, eig.: Kristján
Mikaelsson, Guðmar Þ. Pétursson.
7. Magni frá Mosfellsbæ, eig.: Erna
Arnardóttir og kn.: Hinrik Gylfason.
8. Vestri frá Hörgshóli, eig.: Þorkell
Traustason, kn.: Sölvi Sigurðarson.
Tölt, meistarar.
1. Sigurður Sigurðarson og Fífa frá
Brún, 7,74.
2. Ragnar Tómasson og Hegri frá
Glæsibæ, 7,69.
3. Tómas Ö. Snorrason og Skörungur
frá Birtingaholti, 6,75.
4. Barbara Meyer og Strengur frá
Hrafnkelsstöðum, 6,82.
Tölt fyrsti flokkur.
1. Lena Zielenski á Fífu, 6,72.
2. Sigurður Halldórsson á Rauð frá
Láguhlíð, 6,58.
3. Ásta Benediktsdóttir á Snót frá Ak-
ureyri, 6,34.
4. Hulda Gústafsdóttir á Hróa, 6,30 .
5. Kolbrún á Bjarka frá Hvoli, 6,22.
150 metra skeið.
1. Gráni frá Grund, eig. og kn.: Jóhann
Þ. Jóhannesson, 14,47 sek.
2. Kvistur frá Hofsstöðum, kn.: Guð-
mar Þ. Pétursson, 15,75 sek.
3. Eldur frá Vallanesi, kn.: Björgvin
Jónsson, 15,82 sek.
4. Sara frá Morastöðum, kn.: Orri
Snorrason, 15,85 sek.
5. Álfadís frá Skriðu, kn.: Jóhann Þ. Jó-
hannesson, 16,10 sek.
250 metra skeið.
1. Fölvi frá Hafsteinsstöðum, eig. og
kn.: Sigurður Sigurðarson, 23,15 sek.
2. Pæper frá Varmadal, eig.: Kristján
Magnússon, kn.: Björgvin Jónsson,
24,15 sek.
3. Dalla frá Dallandi, kn.: Halldór Guð-
jónsson, 24,45 sek.
Úrslit
GÆÐINGAMÓT Andvara var hald-
ið laugardag og sunnudag en Harð-
armenn byrjuðu á miðvikudags-
kvöld og dunduðu sér við
forkepppni fram eftir vikunni og
luku mótinu á laugardagskvöld.
Strekkingsvindur setti svip sinn á
mótin.
Einkunnir voru nokkuð svipaðar
á báðum stöðum fyrir utan það að
Adam frá Ásmundarstöðum fór í
8,92 í úrslitum og er hann til alls lík-
legur á landsmótinu. Hið sama má
segja um Hugin frá Haga sem mætti
ekki í úrslitin hjá Herði. Knapinn
Atli Guðmundsson lét forkeppnina
duga að þessu sinni en klárinn var
illa múkkaður og því ekki vel upp-
lagður til stórra átaka. Sömuleiðis
var Gnótt frá Skollagróf hlíft við úr-
slitum í B-flokki hjá Andvara eftir
að hafa verið efst ásamt Kára frá
Búlandi með 8,44. Gnótt hafði átt
við veikindi að stríða og því talið
best að halda henni til hlés. En það
var hinn áhugaverði Adam frá Ket-
ilsstöðum sem skaust í efsta sætið í
B-flokknum hjá Andvara. Athygli
vekur að það skuli vera nafnar sem
standa uppi sem sigurvegarar hjá
Andvara.
Einnig urðu sætaskipti í B-
flokknum hjá Herði og má segja að
þar hafi verið um bræðrabyltu að
ræða. Sölvi Sigurðarson var með
hinn glæsilega Silfurtopp frá
Lækjamóti efstan eftir forkeppni en
bróðir hans, Sigurður, sótti stíft á
fyrsta sætið með Fífu frá Brún og
linnti ekki látum fyrr en það var í
höfn. Þarna stóð valið um glæstan
myndarklár eða flugrúma og ösku-
viljuga hryssu þar sem á köflum var
riðið á kostnað fegurðar í reið.
Bæði félögin hafa rétt til að senda
fimm keppendur í hverjum flokki.
Linda Rún Pétursdóttir fer með hæstu einkunn Harðarfélaga á lands-
mót. Hlaut hún ásamt Háfeta frá Þingnesi 8,87 í einkunn í forkeppni í
unglingaflokki og Háfeti var valinn glæsilegasti gæðingur mótsins.
Nafnar á
toppnum hjá
Andvara
Andvari og Hörður héldu sín árlegu gæð-
ingamót um helgina og völdu um leið þátttak-
endur sína sem keppa fyrir hönd félaganna á
landsmótinu í sumar. Valdimar Kristinsson
fjallar hér um þessi mót.
Morgunblaðið/Vakri
Fjórir úr klárhestasveit Harðar sem fer á landsmót, frá vinsri Fífa og Sig-
urður, Silfurtoppur og Sölvi, Sólon og Vignir og Trostan og Friðdóra.
Kristján Magnússon sigldi lygnan sjó í fyrsta sætið í ungmennaflokki og
mætir ásamt Hrafnari frá Hindisvík á landsmótið.
NÝTT landsmótsmerki var nýlega
kynnt á blaðamannafundi og veitt
verðlaun fyrir hönnun merkisins.
Þá voru á fundinum kynntir helstu
styrktaraðilar landsmótsins á
Vindheimamelum í sumar sem eru
Flugleiðir, Íslandsbanki, Toyota-
umboðið og Vífilfell.
Tillaga Björns H. Jónssonar um
merki landsmóta framtíðarinnar
var einróma valin til fyrstu verð-
launa sem voru krónur 200 þúsund
auk þess sem 50 þúsund krónum
skyldi varið til að fullhanna merk-
ið. Fram kom í máli Sveinbjörns
Sveinbjörnssonar formanns stjórn-
ar Landsmóta hestamanna sem
stóð fyrir fundinum að leitað var til
viðskipta- og iðnaðarráðherra Val-
gerðar Sverrisdóttur um að ráðu-
neytin veittu félaginu styrk vegna
þessa og brást hún vel við og veitti
hálfa milljón króna í verkefnið.
Var einnig leitað til Félags ís-
lenskra teiknara um aðstoð vegna
samkeppni um gerð merkisins og
voru í dómnefnd skipaðir þrír að-
ilar af hálfu teiknara og tveir frá
Landsmóti hestamanna e.h.f.
Nýja merkið verður notað á
landsmótum framtíðarinnar án til-
lits til þess hvar mótin verða hald-
in.
Í stjórn Landsmóts hestmanna
e.h.f. sitja, auk Sveinbjörns, Pétur
Eiríksson framkvæmdastjóri dótt-
urfélags Flugleiða og Sigurgeir
Þorgeirsson framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands en fram-
kvæmdastjóri félagsins er Lárus
Dagur Pálsson.
Nýtt merki
fyrir lands-
mót fram-
tíðarinnar
Morgunblaðið/Kristinn
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhendir Lár-
usi Degi Pálssyni, framkvæmdastjóra Landsmóts hestamanna ehf.,
styrk frá ráðuneytunum, í baksýn má sjá hið nýja merki landsmótanna.