Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 46

Morgunblaðið - 11.06.2002, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UPP á síðkastið hef ég lesið reglu- lega um ráðherra frá Íslandi sem eru að ferðast utan á kostnað skattgreið- enda til þess eins að láta fjalla um sig, nú síðast Halldór Ásgrímsson sem flaug til Ramallah til að fá að tala við Arafat. Halldóri er náttúru- lega sama hvað þetta kostar, hann fær að hitta Arafat. Þótt staðið hafi stórum stöfum í blöðum Íslands að friður sé vilji Arafats og að samskipti landanna muni nú batna sé ég enn enga ástæðu til þess að Halldór fari rándýra reisu til Ramallah til þess eins að fá að heyra þetta, ég per- sónulega hef enga trú á því að sam- skipti Íslands og Palestínu verði eitt- hvað betri þó að tveir menn frá þessum þjóðernum hafi hist einu sinni … í klukkutíma. Á sínum tíma þegar Windows 98 stýrikerfið var þýtt á íslensku sáu íslenskir embætt- ismenn ekki annað í stöðunni en að senda einhvern ráðherra utan, Björn Bjarnason menntamálaráðherra. Nú velti ég því fyrir mér hvað íslenskur ráðherra eða hin íslenska ríkisstjórn komi því eitthvað við hvort Microsoft ætli að þýða vöru sína á íslensku. Persónulega finnst mér þeim koma það nákvæmlega ekkert við. Svo sýnist mér sem íslenskir ráðherrar vaði í peningum, og ef eitthvað sem viðkemur Íslandi kemur upp annars staðar en á Fróni sjálfu þá er einhver embættismaður látinn koma sér á framfæri, og vart það þegar Halldór okkar fór utan með allt sitt föruneyti á kostnað skattborgara fyrir eina skitna klukkustund með Arafat! Með mínum skrifum vona ég að fólk líti þetta sömu augum og ég, sjái hvern- ig íslenskir embættismenn smána þjóð sína með endalausum ferðalög- um á kostnað hins opinbera. NATO fundir og annað þvíumlíkt finnst mér hið besta mál því þá er fólk ekki bara þar upp á sýndarmennskuna eina. Nú óska ég Halldóri og öðrum eyðslusömum ráðherrum þess eins að fara betur með peninga vora og hugsa aðeins betur um það sem þeir eru að fara að gera, þeir eru ekki of ríkir til að lenda í vandræðum. REYNIR SMÁRI ATLASON, nemi í Menntaskólanum á Akureyri. Eyðslusemi embætta Frá Reyni Smára Atlasyni nema: FORRÁÐAMENN Fréttablaðsins hafa alllengi haft áhyggjur af erfiðri fjárhagsstöðu Norðurljósa og efa- semdir um hvort fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar, eins og oft hefur komið fram í fréttum blaðsins. Í Fréttablaðinu 4. júní sl. segir Sigurður G. Guðjónsson for- stjóri Norðurljósa hins vegar: „Hér eru útborguð laun um hver mánaða- mót, öllum virðisaukaskatti og tryggingagjöldum er skilað, lífeyris- iðgjöld eru greidd. Öllum birgjum er greitt í samræmi við samkomulag sem og kröfuhöfum.“ Þetta ætti að létta nokkuð á áhyggjum útgefenda Fréttablaðsins vegna stöðu Norðurljósa. Hins vegar væri ekki úr vegi að blaðið leitaði upplýsinga hjá öðrum fyrirtækjum sem eiga við rekstrarvanda að etja og kannaði hvort þau stæðu skil á launum og lögboðnum gjöldum. Einnig hvort dæmi er um að fyrir- tæki hafi starfað í meira en eitt ár með þeim hætti að taka vaxtalaus lán í launum starfsmanna að þeim for- spurðum eða jafnvel svíkja greiðslur alfarið. Það þarf varla mikla vinnu rannsóknarblaðamanna til að kanna mál sem þetta. SÆMUNDUR GUÐVINSSON, blaðamaður. Norðurljós og Fréttablaðið Frá Sæmundi Guðvinssyni: MIG langar til að koma fram þeirri áskorun til þeirra sem héldu skemmtunina með Kaffibrúsakörlun- um að halda fleiri skemmtanir með þeim sem allra fyrst. Ég hef verið aðdáandi Kaffibrúsakarlanna frá upphafi og tel þá eitt allra fyndnasta skemmtiatriði sem komið hefur fram hér á landi. Og þegar ég frétti að þeir ætluðu að koma saman aftur þá hugs- aði ég mér aldeilis gott til glóðarinn- ar. En af óviðráðanlegum ástæðum komst ég ekki á þær tvær skemmt- anir sem auglýstar voru, en frétti frá kunningjum mínum sem fóru að það hefði verið fullt hús í Gamla bíói og hláturinn slíkur að þakið hefði bók- staflega ætlað að rifna af húsinu. Þessir kunningjar mínir sögðu að stemmningin hefði verið slík að þessi sýning yrði á fjölunum í allt sumar og ég varð því strax róleg og taldi öruggt að ég fengi að berja gömlu góðu Kaffibrúsana augum. En það olli mér miklum vonbrigð- um þegar mér var sagt að fleiri sýn- ingar mundu ekki verða. Hver er ástæðan fyrir því að ekki verða fleiri sýningar? Ég veit um fjölda manns sem ætlaði að fara og fékk ekki miða eða komst ekki af öðrum ástæðum og dauðlangar til að sjá sýninguna. Ég hélt í heimsku minni að ef sýning gengi vel og mikil aðsókn væri þá væri sjálfsagt mál að halda áfram meðan aðsókn entist. En í þessu til- felli þá er bara hætt fyrir fullu húsi. Ég skora enn og aftur á þá sem stóðu fyrir þessari Kaffibrúsasýningu að koma til móts við allan þann fjölda sem ekki komst á sýningarnar tvær og halda fleiri. VALBORG ELÍN JÚLÍUSDÓTTIR, Garðhúsum 4, 112 Reykjavík. Kaffibrúsakarlar Frá Valborgu Elínu Júlíusdóttur:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.