Morgunblaðið - 11.06.2002, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 49
DAGBÓK
LJÓÐABROT
STÖKUR
Drottin einn þér veldu að vin,
vin þinn skaltu hylla,
þá mun indælt aftanskin
ævikvöldið gylla.
– – –
Ómar færast inn til mín,
af því nærist þráin,
ég vil læra ljóðin þín,
litla, tæra áin.
Guðjón Þorsteinsson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir miklu hugrekki.
Þú hræðist ekki að ganga
þvert á hefðbundin gildi.
Fólk hrífst af dirfsku þinni.
Komandi ár verður eitt það
hagstæðasta fyrir þig
síðastliðinn áratug.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú skalt hafa það markmið
þennan mánuðinn að vera
skýr í samskiptum. Ekki gera
ráð fyrir því að fóllk heyri það
sem þú heldur að þú sért að
segja.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ígrundaðu samband þitt við
peninga. Sumir þéna vel en
eru alltaf blankir. Aðrir hafa
mjög litlar tekjur en eru sátt-
ir við sitt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú skalt gefa þér tíma til að
íhuga hvað þig langar í á
komandi ári. Núna er tími
fyrir nýtt upphaf.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er sífellt erfiðara að vera
í góðu sambandi við andlegu
hliðina á sér eins og sam-
félagið er orðið neysluknúið.
Við verjum fé til að þroska
hugann og líkamann en hvað
um hjartað?
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hugsaðu um það fólk sem þú
umgengst daglega – sérstak-
lega vini þína. Þetta fólk mun
hafa áhrif á val þitt í framtíð-
inni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Með nýju tungli í dag er kjör-
ið að ígrunda hvert líf þitt
stefnir. Ef þú hefur ekki sett
þér ákveðið takmark, hvernig
veistu þá þegar þú nærð því?
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Með nýrri tækni er líkt og
heimurinn hafi skroppið sam-
an. Veldu þér land eða menn-
ingarhóp sem þig langar að
fræðast um og láttu verða af
því.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nýtt tungl í dag verður þér
hvatning til að finna nýja leið
til að losa þig við skuldirnar.
Ekki bera óþarfa byrðar úr
fortíðinni.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Íhugaðu hvernig þú getur
bætt nánustu sambönd þín.
Svo að samband sé gott þá
þarft þú að vera jafngóður
maki maka þínum og hann er
þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fólk fætt í þessu merki lifir
jafnan til hárrar elli og virðist
yngjast með árunum. Þú
skalt láta af einhverjum ósið
næsta mánuðinn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er mikilvægt að finna
sköpunarþránni útrás. Takist
þér þetta mun bæði andleg og
líkamleg heilsa þín batna.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ígrundaðu á hvern hátt þú
getur bætt samskipti þín við
ættingja og fjölskyldu. Vendu
þig á góðverk við skyldmenni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. Rc3 c5
4. e4 d6 5. Be2 a6 6. O-O
Rbd7 7. d4 cxd4 8. Rxd4 Dc7
9. Be3 Be7 10. f3 O-O 11.
Dd2 b6 12. Hfc1 Bb7 13. a4
Hfe8 14. a5 bxa5 15. Rb3
Hab8 16. Rxa5 Ba8 17. Bf1
Rc5 18. b4 Rb7 19. Rb3 d5
20. Bf4 Db6+ 21. c5 Dxb4
22. Ha4 Dxb3 23. Hb1 Rxc5
24. Bxb8 Dxb1 25. Rxb1
Rxa4 26. Ba7 dxe4 27. fxe4
Bxe4 28. Dd4 Ha8 29. Dxa4
Hxa7 30. Rc3 Ba8 31. h3 g6
32. Bxa6 Kg7 33. Dc4 Hd7
34. Bb5 Hd2
35. Bc6 Bxc6
36. Dxc6 Hc2
37. Df3 Bc5+
38. Kh2 Bd4
39. Re4 Be5+
40. Kg1 Rxe4
41. Dxe4
Hc1+ 42. Kf2
Bf6 43. Dd3
h5 44. g4 Hc5
45. De4 Hd5
46. Kf3 hxg4+
47. hxg4 Hd4
48. De3 g5 49.
Db3 e5 50.
Db5 Hf4+ 51.
Kg3 e4 52.
Dd5 e3 53.
Dd3 Be5 54. Kh3 Hf3+ 55.
Kg2 Hf2+ 56. Kg1 Hd2 57.
Df5 Bf4 58. Kf1
Staðan kom upp á Stiga-
móti Taflfélagsins Hellis
sem stendur nú yfir. Stefán
Kristjánsson (2432) hafði
svart gegn Ingvari Jóhann-
essyni (2293). 58...e2+??
Eftir þetta á svartur ekki
vinning í stöðunni þar sem í
framhaldinu leynast patt-
möguleikar fyrir hvítan.
58...Hf2+ 59. Ke1 Hh2 hefði
unnið auðveldlega. 59. Kf2
Bg3+ 60. Kf3 e1=D Hvorki
60...f6 61. Da5 né 60...Bh4
61. De5+ Kh7 62. De4+ Kh6
63. De8 hefði leitt til sigurs.
61. Dxf7+! Kxf7 patt.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Árnað heilla
SUÐUR vekur á alkröfu
með allan heiminn og
verður á endanum sagn-
hafi í sex laufum. Útspil
vesturs er tígulgosi:
Suður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 97
♥ 9752
♦ KD72
♣1043
Suður
♠ ÁG6
♥ ÁKD
♦ Á
♣ÁKG865
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 3 lauf
Pass 3 tíglar Pass 4 lauf
Pass 6 lauf Allir pass
Hvernig myndi lesand-
inn spila?
Það er gott að vestur
hitti ekki á spaða út, því þá
hefði drottningin í trompi
þurft að koma í ÁK. En nú
er svigrúm til að henda
niður tveimur spöðum
heima í KD í tígli. Og besta
byrjunin er að spila
trompgosa í öðrum slag.
Norður
♠ 97
♥ 9752
♦ KD72
♣1043
Vestur Austur
♠ K1042 ♠ D853
♥ G863 ♥ 104
♦ G1094 ♦ 8653
♣2 ♣D97
Suður
♠ ÁG6
♥ ÁKD
♦ Á
♣ÁKG865
Ef austur tekur slaginn
og spilar spaða, drepur
suður, tekur laufás, spilar
laufi á tíuna og hendir
tveimur spöðum niður í
tígulhjónin. En austur
gæti auðvitað neitað að
taka slaginn, því hann veit
sem er að gjafmildi sagn-
hafa er sprottin af annar-
legum hvötum. Í því tilfelli
spilar suður strax spaðaás
og spaða til að búa í haginn
fyrir spaðastungu í borði.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Reyndar drápust
allar hvítu mýsnar
eftir að hafa fengið
nýja lyfið okkar, en
þær drápust með
bros á vör.Það er mamma þín ... !
Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. maí sl. í Bessa-
staðakirkju af sr. Friðriki
Hjartar þau Arnheiður El-
ísa Ingjaldsdóttir og Júlíus
Helgi Scopka. Heimili
þeirra er í Reykjavík.
Mynd, Hafnarfirði
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 2. mars sl. í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði af sr. Ein-
ari Eyjólfssyni þau Erla
Halldórsdóttir og Heimir
Sverrisson. Heimili þeirra
er í Reykjavík.
Með morgunkaffinu
Toppar
ný sending
Mörkinni 6, sími 588 5518
Fyrir 17. júní
Fallegar yfirhafnir í úrvali
20-50%
Opnum kl. 9
virka daga
laugardaga
frá kl. 10-15
afsláttur
Ég þakka öllum þeim mörgu, sem glöddu mig
með margvíslegum hætti á 90 ára afmæli mínu
þann 3. júní 2002.
Ég bið ykkur allrar Guðs blessunar nú og um
alla framtíð.
Þorkell G. Sigurbjörnsson.
Barnaföt í miklu úrvali
fyrir 17 júní
frá 0 - 4ra ára.
Barnavöruverslun - www.oo.is