Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 23. JÚNÍ 2002
145. TBL. 90. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
Það er víðar byggða-
röskun en á Íslandi. Í
Færeyjum flytur fólk
frá litlu byggðunum
til stóru þéttbýlis-
staðanna. Egill Ólafs-
son heimsótti fyrir
skömmu Færeyinga
sem búa í Svíney.
Hann ræddi við
„ungdóminn“ í
Svíney, sem nú er á
milli fertugs og fimm-
tugs, um framtíð eyj-
arinnar og fræddist
um Svíneyinga sem
fyrr á árum sóttu sjó-
inn á seglskútum við
Ísland. /B2
„Ungdómurinn“ í Svíney
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Sunnudagur
23. júní 2002
B
Ólíkar áherslur hafa
ekki úrslitaáhrif á
stjórnarsamstarfið
10
Jafnvígir á að beita
kúbeini og aðstoða lækna
18
Dyr að
fjármagnsmarkaði
14
FIMM hundruð manns að minnsta
kosti biðu bana þegar jarðskjálfti
reið yfir norður- og suðurhluta Írans
í fyrrinótt að íslenskum tíma. Talið
er að hátt á annað þúsund manns
hafi slasast. Jarðskjálftinn mældist 6
á Richter og er sá öflugasti, sem yfir
Íran hefur riðið um nokkurt skeið.
Majid Shalviri, fulltrúi Rauða hálf-
mánans í Qazvin-héraði í Norðvest-
ur-Íran, sagði að mannfallið væri að
mestu bundið við borgina Bouyn-
zahra í Qazvin en þar er talið að
skjálftinn hafi átt upptök sín. Fregn-
ir hafa hins vegar einnig borist um,
að þrír hafi dáið í Hamedan-héraði.
Skjálftinn reið yfir Bouynzahra
um hálfáttaleytið að írönskum tíma,
eða um þrjú að nóttu að íslenskum
tíma. Um hálftíma síðar reið annar
skjálfti yfir og var sá 4,8 á Richter.
Hundruð manna eru talin hafa
slasast og stóð björgunarstarf allan
daginn í gær. Starfsfólk Rauða hálf-
mánans stóð í ströngu og þá sendu
stjórnvöld þyrlur á vettvang til að
aðstoða við björgunarstarfið.
37 þúsund dóu í skjálfta 1990
Skjálftinn fannst vel í höfuðborg-
inni Teheran og víða skemmdist
innbú í húsum fólks og húsgögn
færðust til. Þustu margir út á götu til
að átta sig á hvað væri að gerast.
Mikil skjálftavirkni er í Íran og
minni háttar skjálftar ríða yfir nær
daglega. Í júní 1990 skók jarð-
skjálfti, sem mældist 7,6 á Richter,
Gilan-hérað í Norður-Íran og var
mannfall þá gífurlegt. Um 37 þúsund
manns biðu bana og meira en hundr-
að þúsund manns slösuðust. Þrjár
borgir og um 600 þorp voru nánast
lögð í eyði í skjálftanum 1990.
Mannskæður jarðskjálfti í Íran
Meira en 500
biðu bana
Teheran. AFP. SUÐUR-Kórea varð í gær fyrsta
Asíuþjóðin í sögu heimsmeist-
aramótsins í knattspyrnu til að
tryggja sér sæti í undanúrslitum
keppninnar en Suður-Kóreumenn
unnu þá Spánverja í vítaspyrnu-
keppni. Þá unnu Tyrkir Senegala
1-0 og fara því einnig í undanúrslit.
Fáir áttu von á því fyrir mótið að
Suður-Kóreumenn næðu þetta
langt í keppninni. Þarf því ekki að
fara mörgum orðum um þann fögn-
uð sem ríkti meðal þeirra í gær en
talið er að tvær milljónir manna
hafi komið saman í miðborg Seoul
til að fagna sigrinum. Lýsti Kim
Dae-Jung, forseti S-Kóreu, því yfir
að dagurinn í gær væri sá gleðileg-
asti í fimm þúsund ára sögu þjóð-
arinnar. Má á myndinni sjá hvar
hópur manna fylgist með leiknum í
miðborg Seoul en honum var þar
sjónvarpað á risaskjá.
Suður-Kóreumenn keppa við
Þjóðverja í undanúrslitunum nk.
þriðjudag en úrslitaleikurinn fer
fram í Yokohama í Japan eftir viku.
Í hinum undanúrslitaleiknum spila
Brasilíumenn við Tyrki sem, eins
og Suður-Kóreumenn, hafa aldrei
áður komist þetta langt á HM.
Reuters
Asíuþjóð
í undan-
úrslit í
fyrsta sinn
Suður -Kórea/15
ÞAÐ olli miklu uppnámi á árs-
fundi stjórnarflokksins í Malasíu
í gær þegar Mahathir Mohamad,
sem verið hefur forsætisráðherra
í landinu í næstum 21 ár, til-
kynnti að hann hygðist segja af
sér öllum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn.
Afsögn Mahathirs kom um tvö
þúsund fulltrúum á flokksþinginu
gjörsamlega í opna skjöldu.
Brugðust þeir hart við, tár
streymdu niður hvers manns
hvarma og hrópað var einum
rómi, „lengi lifi Mahathir“. Sjálf-
ur hafði Mahathir verið gráti
nær er hann tilkynnti ákvörðun
sína og ekki bætti úr skák þegar
flokksmenn báðu hann náðar-
samlegast að endurskoða ákvörð-
un sína. „En ég tók þessa
ákvörðun fyrir löngu síðan,“
sagði Mahathir.
Engu að síður tókst flokks-
bræðrum Mahathirs að telja hon-
um hughvarf því að um hádegið
tilkynnti Abdullah Badawi að-
stoðarforsætisráðherra að Mah-
athir væri hættur við að hætta.
Þeim tíðindum var fagnað vel og
lengi en því er nú spáð að Mah-
athir boði til þingkosninga
snemma á næsta ári.
Reuters
Mahathir lét tilfinningarnar
ná tökum á sér.
Hætti
við að
hætta
Kuala Lumpur. AFP.
LEIÐTOGAR Evrópusambandsins
lýstu því yfir í gær að tíu ríki, sem
sótt hafa um aðild að ESB, gætu
vænst þess að verða hleypt inn í
sambandið um mitt ár 2004. Getgát-
ur höfðu verið uppi um að seinka yrði
inntöku nýrra aðildarþjóða en for-
sætisráðherrar ESB-ríkjanna, sem
funduðu um helgina í Sevilla á Spáni,
hétu því að halda sig við þær áætl-
anir, sem gerðar hafa verið.
Stefnt er að því að Eystrasalts-
löndin þrjú, Kýpur, Malta, Ung-
verjaland, Pólland, Slóvakía, Tékk-
land og Slóvenía ljúki brátt
aðildarviðræðum. Ljóst er hins veg-
ar að Rúmenía, Búlgaría og Tyrk-
land fá ekki inngöngu í þessari lotu.
Fundurinn á Spáni var haldinn í
skugga sprengjutilræða Aðskilnað-
arhreyfingar Baska en tvær
sprengjur sprungu í gær, ein á Costa
del Sol og ein í Santander á N-Spáni.
Ákváðu forystumenn ESB að
tengja þróunaraðstoð við fátæk ríki
ekki tilraunum til að stemma stigu
við straumi ólöglegra innflytjenda.
Þeir urðu þó ásáttir um að herða
reglur um ólöglega innflytjendur.
Stækkun ESB
Halda sig
við fyrri
áætlanir
Sevilla, Malaga. AFP.