Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 6

Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 16/6 – 22/6 ERLENT INNLENT  FIMM létust í tveimur bílslysum á mánudag. Í öðru slysinu lést kona eftir að jeppi, sem hún var far- þegi í, féll í Finnafjarðará. Í hinu slysinu létust barn á fyrsta ári, móðir þess og tengdaforeldrar hennar þegar jeppi sem þau voru farþegar í lenti í Blöndu- lóni. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur.  ÁKVEÐIÐ var að slátra á fimmta hundrað fjár á bænum Ríp í Skagafirði eftir að tugir áa af bænum drápust af völdum salmon- ellusýkingar. Segir hér- aðsdýralæknir þetta skæð- ustu salmonellusýkingu sem komið hefur upp í sauðfé hérlendis.  GERT er ráð fyrir 0,8% samdrætti landsfram- leiðslu á árinu 2002. Fyrsta áætlun um árið 2003 gerir ráð fyrir að samdráttarskeiðið verði stutt og hagvöxtur nemi 2,4%. Þetta kemur fram í endurskoðaðri þjóð- hagsspá, sem birt var á föstudag.  EINS hreyfils einka- flugvél nauðlenti við bæ- inn Á á Skarðströnd á föstudagskvöld. Tveir menn voru um borð í vél- inni en þá sakaði ekki.  VON er á 10-15 tonnum af hrefnukjöti til Íslands á næstu vikum. Norðmenn hafa lýst því yfir að þeir hyggist virða að vettugi bann við hvalveiðum í hagnaðarskyni og hefja út- flutning á hvalkjöti til Ís- lands eftir fjórtán ára hlé. Guðrún Gísladóttir KE-15 sökk við strendur Noregs EITT stærsta skip íslenska fiskiflot- ans, Guðrún Gísladóttir KE 15, sökk skammt frá Lofoten í Noregi aðfara- nótt miðvikudags eftir að hafa strand- að á skeri morguninn á undan. Við sjó- próf kom fram að skerið sem togarinn strandaði á var ekki merkt inn á sjó- kort. Skipið var á leið til löndunar í Leknesi á Lofoten með tæplega 900 tonn af frystri síld og átti um þrjár sjó- mílur ófarnar þegar það steytti á skeri með fyrrgreindum afleiðingum. Tutt- ugu manna áhöfn togarans sakaði ekki. Gerð var tilraun til að koma skipinu á flot á þriðjudagskvöld sem ekki tókst og sökk það í morgunsárið næsta dag. Fyrir utan síldina hafði togarinn um 300 tonn af hráolíu og 2 tonn af smur- olíu innanborðs og óttast norsk yfir- völd mjög mengun af þessum sökum. Hefur útgerðin lofað að hreinsa olíu úr flakinu sem fyrst. Vændi til framfærslu verði ekki refsivert NEFND á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hegningarlögum verði breytt þannig að ekki verði lengur refsivert að stunda vændi í framfærslu- skyni. Jafnframt vill nefndin að tryggt verði að sektir liggi við því að bjóða sölu á kynlífsþjónustu á almannafæri. Meðal annarra tillagna nefndarinnar er að það skuli varða allt að 12 ára fang- elsi ef einstaklingur eldri en 18 ára hef- ur mök við barn yngra en 15 ára. Þá vill nefndin að bann við dreifingu og birt- ingu á klámi „af vægara tagi“ verði af- létt en gróft klámefni verði áfram bannað. Dómsmálaráðherra býst við að sumar tillagna nefndarinnar verði í lagafrumvarpi sem gert er ráð fyrir að leggja fram á Alþingi í haust. Tvær sjálfsmorðs- árásir í Jerúsalem TUGIR Ísraela fórust í sprengjutil- ræðum sem öfgahópar Palestínu- manna stóðu fyrir í vikunni. Ísraelsher svaraði árásunum með hernaðarað- gerðum á heimastjórnarsvæðum Pal- estínumanna og er ljóst að atburðir vikunnar hafa haft afar neikvæð áhrif á friðarumleitanir í heimshlutanum. Nítján manns biðu bana þegar Pal- estínumaður sprengdi sjálfan sig í loft upp í strætisvagni í Jerúsalem á þriðjudagsmorgun og sjö til viðbótar létust í svipuðu ódæðisverki á stræt- isvagnabiðstöð í sömu borg á miðviku- dagsmorgun. Þá voru fimm Ísraelar myrtir á fimmtudagskvöld í landnema- byggð gyðinga á Vesturbakkanum. Hamas-samtökin lýstu á hendur sér ábyrgð á sprengjutilræðinu á þriðju- dag en al-Aqsa hersveitirnar á því síð- ara, en al-Aqsa hefur tengsl við Fatah- hreyfingu Yassers Arafats. Skoraði Arafat á herskáa Palestínumenn að hætta árásum á óbreytta borgara í Ísrael en stjórnmálaskýrendur hafa takmarkaða trú á að tilmæli hans skili tilætluðum árangri. Ísraelar lögðu undir sig borgir Palestínumanna í kjölfar ódæðisverkanna og á föstudag felldu ísraelskir hermenn fjóra Palest- ínumenn fyrir mistök í borginni Jenín. Sama dag viðurkenndi Binyahim Ben Eliezer, varnarmálaráðherra Ísraels, að sú eymd og það vonleysi sem ein- kenndi hina stríðshrjáðu, palestínsku þjóð orsakaði tíðar sjálfsmorðsárásir. Saddam verði rutt úr vegi BANDARÍSK dagblöð sögðu frá því um síðustu helgi að George W. Bush Bandaríkjaforseti hefði veitt leyni- þjónustu Bandaríkjanna (CIA) víð- tækt umboð til að binda enda á valda- skeið Saddams Husseins í Írak. Mun Bush hafa skrifað undir tilskipun í þessa veru í mars en hún felur m.a. í sér heimild til að ráða Saddam af dög- um við tilteknar aðstæður.  TUTTUGU og fjórir kínverskir námsmenn létu lífið er eldur kom upp í netkaffihúsi í Peking. Á miðvikudag voru tveir drengir, 13 og 14 ára, handteknir vegna gruns um að þeir hefðu valdið brunanum.  HÆGRI menn unnu stórsigur í þingkosning- unum sem fóru fram í Frakklandi um síðustu helgi og verður Jean- Pierre Raffarin því áfram forsætisráðherra. Stjórn hans verður að mestu óbreytt.  HAMID Karzai sór í vikunni embættiseið sem forseti Afganistans en þá hafði afganska þjóð- arráðið, Loya Jirga, lagt blessun sína yfir skipan nýrrar ríkisstjórnar.  UNGVERSKI forsætis- ráðherrann, Peter Med- gyessy, viðurkenndi að hafa starfað við gagn- njósnir í fjármálaráðu- neyti landsins á árunum 1977-1982 þegar komm- únistar voru við völd.  HÆSTIRÉTTUR Bandaríkjanna úrskurð- aði á fimmtudag að af- taka þroskahefts fólks gengi í berhögg við ákvæði bandarísku stjórn- arskrárinnar.  MAKIKO Tanaka, fyrr- um utanríkisráðherra Japans, hefur verið vikið tímabundið úr flokki sín- um, Frjálslynda lýðræð- isflokknum, sem heldur um stjórnartaumana í Japan. Hún er ásökuð um að hafa misfarið með al- mannafé. HINN 13. júní síðast- liðinn lést Valgerður Briem myndlistarkenn- ari. Valgerður Briem kenndi um langt árabil við Austurbæjarskól- ann og Myndlista- og handíðaskólann. Hún bjó alla starfsævi sína í Reykjavík með eigin- manni sínum Bergi G. Pálssyni, deildarstjóra í fjármálaráðuneyti og síðar í dóms- og kirkju- málaráðuneyti, en hann lést 1984. Útför Val- gerðar Briem hefur að hennar ósk farið fram í kyrrþey. Valgerður var fædd 16. júní 1914 á Hrafnagili í Eyjafirði. Foreldrar Valgerðar voru Þorsteinn Briem prestur, síðar prófastur, alþingis- maður og ráðherra, og kona hans Valgerður Lárusdóttir. Valgerður ólst upp á Akranesi en fór ung til náms við Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1934. Hún hóf sama ár myndlistarkennslu við Austurbæjar- skóla og kenndi þar samfleytt til 1959. Valgerður stundaði nám í ýms- um listgreinum á árunum 1933–1940. Má þar nefna listvefnað hjá Vigdísi Kristjánsdóttur og myndlist hjá Birni Björnssyni og Þorvaldi Skúlasyni. Árin 1945 til 1947 stundaði hún nám í myndlist og kennslu við Konstfack-skólann í Stokkhólmi. Frá heimkomu árið 1947 til 1972 kenndi Valgerður við Myndlista- og handíðaskólann og var stundakennari við Kennaraskóla Íslands 1963–1965 og 1967– 1968. Hún kenndi einn- ig hjá Heimilisiðnaðar- félagi Íslands 1968– 1970. Valgerður gegndi margs kyns trúnaðarstörfum, var skipuð próf- dómari í sjónlistum við Kennara- skóla Íslands og víðar, var formaður teiknikennarafélagsins um skeið eft- ir stofnun þess 1934 og m.a. skipuð í nefnd af menntamálaráðherra og skólarannsóknadeild er fjallaði um tengsl mynd- og handmennta við aðrar námsgreinar í skólum árin 1971–1973. Valgerður flutti erindi í útvarp og skrifaði greinar í blöð og tímarit, mest um myndlist barna, sem var hennar sérsvið. Valgerður og Bergur eignuðust 3 börn, Pál Ólaf, Valgerði og Þorstein. Andlát VALGERÐUR BRIEM ÞRÁTT fyrir að tiltölulega einföld lögmál ráði flugi loftbelgja er ekki þar með sagt að það sé einfalt mál að fljúgja þeim, hvað þá að komast á loft. Það fengu þeir Thomas Seiz og félagar að reyna þegar þeir hugðust fljúga loftbelg frá Klepp- járnsreykjum í Borgarfirði á föstu- dagskvöld. Á íslenskan mælikvarða var veðrið alveg ágætt en vind- urinn reyndist of mikill fyrir belg- inn og því var fyrsta fluginu frestað til laugardagsmorguns, eftir tvær misheppnaðar tilraunir. Svisslendingurinn Thomas Seiz kom hingað fyrst árið 1994 og hef- ur síðan heimsótt landið á hverju ári, yfirleitt oftar en einu sinni. Undirbúningur fyrir loftbelgjaflug yfir Íslandi hefur staðið í um tvö ár og hann vissi því vel við hverju mátti búast. Að hans sögn eru að- stæður á Íslandi erfiðar til loft- belgjaflugs. „Vindáttin breytist ört, jafnvel frá einni mínútu til ann- arrar, þannig að það er næstum ómögulegt að reikna út hvar maður lendir,“ segir hann. Þegar tekið er á loft má vindur ekki vera meiri en um 6-7 m/sek. og ekki er hægt að lenda á öruggan hátt ef vindur er meiri en 16-17 m/sek. Þá eru svipti- vindar afar varasamir og það má helst ekki rigna á loftbelginn. Við bætist að hér á landi eru vegir til- tölulega strjálir sem gerir það erf- iðara en ella að ná í belginn þegar hann er lentur. Það er því ekki of- sagt hjá Seiz að halda því fram að aðstæður hér á landi séu erfiðar til loftbelgjaflugs en hann er samt bjartsýnn á að flugið gangi vel. Dúnalogn, en aðeins um stund Samkvæmt áætlun átti að fljúga belgnum í fyrsta sinn á fimmtudag en af því varð ekki vegna ýmissa ástæðna, m.a. þurfti Seiz að ræða við fulltrúa Eimskips þar sem myndavélum og öðrum ljós- myndabúnaði hans, að verðmæti um 2,5 milljónir króna, var stolið úr jeppa sem hann flutti með Goða- fossi frá Hamborg til Íslands. Á föstudag var allt til reiðu, veð- urspáin var hagstæð og birtan næg enda bjartasti sólarhringur ársins. Vindurinn var þó heldur meiri en menn bjuggust við og það var ekki fyrr en talsvert var liðið á kvöldið að fyrsta tilraun var gerð. Byrjað var á að blása lofti inn í belginn með viftu og þegar hann hafði belgst svolítið út kveikti Seiz á tveimur öflugum gasbrennurum. Um leið og loftið í belgnum hitnaði lyftist hann frá jörðu og allt virtist ætla að ganga upp. Sviptivindarnir voru þó meiri en svo að við væri ráðið og eftir að loftbelgjakarfan hafði kastast til og frá í nokkrar mínútur var ákveðið að hætta við. Loftinu var hleypt úr belgnum og ákveðið að bíða betri tíma. Um klukkustund síðar datt allt skyndi- lega í dúnalogn. Seiz lét flug- málastjórn þegar vita að hann yrði kominn í loftið eftir tutt- ugu mínútur. Þeir voru ný- búnir að kveikja á viftunni þegar tók að blása á ný og að þessu sinni úr gagn- stæðri átt. Aftur varð að hætta við enda ómögulegt að setja belginn á loft á móti vindi. Fyrsta loft- belgjafluginu var því frest- að til morguns. Næstu dagana verða Seiz og félagar á sveimi í nágrenni Reykholts í Borgarfirði, þaðan verður haldið að Blönduósi, síðan að Mývatni og loks á Suð- vesturhornið. Flugið í ná- grenni Mývatns verður varasamast enda eru þar víðáttumiklar hraunbreiður sem yrðu belgnum skeinuhættar færi svo illa að Seiz myndi neyðast til að lenda þar. Ef vindur er meiri en um 5 m/sek. er hætt við að belgurinn leggist á hliðina og þá er næsta víst að hann muni rifna á hvössum hraunnibbunum. Fyrsta tilraun til loftbelgjaflugs gekk brösulega „Ómögulegt að reikna út hvar maður lendir“ Morgunblaðið/Jim Smart Illa gekk að hemja loftbelgs- körfuna í sviptivindunum á föstudagskvöld. Rafeinda- og tölvubúnaður er notaður til að fylgjast með veðri og öllum ferðum loftbelgsins. Hér kannar Thomas Seiz stöðuna fyrir tilraun til flugtaks. Morgunblaðið/Jim Smart Loftbelgurinn fyllti vel út í tjaldstæðið við Björk á Kleppjárnsreykjum. Meðan verið var fylla belginn af lofti var hann bundinn við öflugan Hummer-jeppa sem haggaðist ekki við átökin. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.