Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
AÐ ER bjart framundan í efna-
hagslífi þjóðarinnar, að mati
Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra, sem tók svo sterkt til
orða í þjóðhátíðarávarpi sínu á
Austurvelli 17. júní, að flest
benti til að nýtt framfaraskeið í
sögu þjóðarinnar væri í burðarliðnum.
Forsætisráðherra segir Íslendinga hafa tek-
ið stórt stökk inn í nútímann á undanförnum
árum. ,,Þetta gerðist svo hratt að sumir töldu
að við værum að fara í gamalkunna niður-
sveiflu eftir velgengiskafla þegar við fórum í
gegnum stutt erfiðleikaskeið. Við héldum því
hins vegar fram að efnahagsumgjörðin og að-
lögunarhæfnin hefði breyst svo mikið undan-
farin tíu ár að það myndi ekki gerast að þessu
sinni. Gömlu formúlurnar ættu ekki lengur við.
Sumir hagfræðingar voru því miður enn með
gamla forritið sitt í tölvunni, sem átti að vera
fyrir löngu komið á haugana,“ segir Davíð.
Viðskiptahalli minnkar ört
,,Þjóðfélagið er miklu hreyfanlegra en áður
var,“ segir forsætisráðherra. ,,Bankakerfið,
viðskiptin við útlönd, tilfærsla á vinnuafli, o.fl.,
allt er þetta nú á valdi einstaklinganna og fyr-
irtækjanna, en ekki hins opinbera. Það gerði
útslagið. Okkar mat reyndist því vera rétt.
Efnahagslífið hægði á sér, en hikstaði þó varla
og því síður bræddi það úr sér.
Viðskiptahallinn minnkar ört, verðbólga fer
hratt lækkandi og vextir lækka jafnt og örugg-
lega í kjölfarið, eins og við höfðum spáð. Kjara-
samningar stóðust sem fæstir trúðu á um síð-
ustu áramót. Þrátt fyrir að við höfum orðið að
skera niður þorskveiðar, að hluta til vegna of-
mats fiskifræðinga á stofninum, hafa vernd-
araðgerðir og föst og fumlaus tök í þeim mál-
um haft í för með sér að nú má binda vonir við
vaxandi þorskafla á næstu árum og aðrar teg-
undir virðast vera í góðu ástandi.
,Þessu til viðbótar bendir flest til að við séum
nær því að erlendir og innlendir aðilar festi hér
fé í álveri og virkjunum í stærri stíl en nokkru
sinni fyrr. Það er að vísu ekki alveg komið fyrir
vind en mér hafa aldrei þótt líkindin jafn góð
og nú.
Við munum fá niðurstöðu í því máli innan
mánaðar. Það er því margt sem bendir til þess
að það sé mjög gott skeið framundan, ef vel er
á haldið,“ segir Davíð.
Landsbankasalan sýnir að rík trú
er á efnahagskerfinu
Forsætisráðherra bendir einnig á að mark-
aðurinn hafi trú á efnahagsþróuninni og vísar
til eftirspurnar eftir hlutafé í Landsbankanum
í útboðinu á dögunum, þegar allt hlutaféð, sem
gert hafði verið ráð fyrir að seldist á einum
mánuði, rann út á aðeins 15 mínútum.
,,Spár manna um að einkavæðingaráform
væru úr sögunni hafa því heldur betur klikkað.
Landsbankasalan sýnir að rík trú er á efna-
hagskerfinu.
Ef allt þetta gengur eftir og við skulum ekki
gleyma ,,efinu“, þá gætum við verið að upplifa
á nokkrum árum mestu uppsveiflu sem við höf-
um fengið og er þá horft til lengdar hennar frá
1994 til 2005-6, svo ekki sé reynt að geta lengra
inn í eyður framtíðar. Ég er því afskaplega
bjartsýnn á þessa þróun,“ segir hann.
Davíð kveðst einnig eiga von á að gengi
krónunnar muni halda áfram að styrkjast á
næstunni og að vextir lækki í takt við minni
verðbólgu. ,,Það þýðir að verðbólgan verður
mjög lág og vextir geta lækkað af þeim ástæð-
um. Á hinn bóginn þarf ekki að vera æskilegt
að gengið styrkist of mikið. Við verðum einnig
að gæta okkar í tengslum við þá miklu innspýt-
ingu sem kann að verða á næstu árum. Mikil
fjárfesting vegna álvers og virkjana og aukin
eftirspurn vegna sterkar stöðu krónunnar og
ríkur framkvæmdavilji gæti líka leitt til þess
að Seðlabankinn teldi nauðsynlegt að fara var-
legar í vaxtaákvörðunum sínum til að spyrna
við ofþenslu,“ segir Davíð ennfremur.
Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin
verði einnig að gæta þess mjög vel við fjár-
lagagerðina fyrir næsta ár að skila myndarleg-
um afgangi hjá ríkissjóði. ,,Það er afar þýðing-
armikið, sérstaklega á kosningaári, að okkur
takist að halda þannig á málum að ríkissjóður
verði rekinn með verulegum afgangi. Við höf-
um nýtt aukið fjárhagslegt svigrúm ríkisins til
að byggja upp eiginfjárstöðu Seðlabankans
jafnt og þétt. Ný lög gera ráð fyrir að eiginfjár-
staða bankans verði aukin og skattálagning
bankans mun taka mið af því, þar til tilteknu
lágmarki verður náð. Bankinn getur því rækt
hlutverk sitt enn betur en nú er, þegar trúverð-
ugleiki hans styrkist,“ segir hann.
Huga að sölu bankanna og ÍA
en Síminn fái að jafna sig
– Gefur reynslan af sölu hlutabréfanna í
Landsbankanum tilefni til að hraða áformum
um frekari sölu ríkisfyrirtækja?
,,Ég tel að menn eigi að hugleiða frekari
skref í Landsbankanum. Viðskiptaráðherra
benti á það í viðtali fyrir fáeinum dögum að rétt
væri að huga að því sem áður hefur verið
ákveðið að fá öflugan stofnfjárfesti að Lands-
bankanum og eins þarf að huga að málefnum
Búnaðarbankans og síðan að Íslenskum aðal-
verktökum. Það er hins vegar eðlilegt að Sím-
inn fái að jafna sig eftir þá orrahríð sem hann
gekk í gegnum,“ segir Davíð.
Hann kveðst þó aðspurður ekki vilja útiloka
að haldið verði áfram sölu Landsímans á þessu
ári. ,,En menn eru með fullar hendur í þessum
verkefnum núna,“ segir hann.
Ákvörðun ekki verið tekin um
ríkisábyrgð til handa deCODE
– Þrátt fyrir árangur á þessum sviðum hafa
undanfarnir mánuðir reynst ríkisstjórninni
erfiðir af ýmsum ástæðum og ólíkustu mál
komið upp sem vakið hafa deilur og gagnrýni í
þjóðfélaginu. Meðal umdeildra mála er ríkis-
ábyrgð til handa deCODE Genetics, móður-
félagi Íslenskrar erfðagreiningar. Ertu sann-
færður um að það hafi verið rétt ákvörðun?
,,Þarna er um tvíþætt mál að ræða. Í fyrsta
lagi urðum við að ganga úr skugga um það fyr-
ir þinglok, hvort þingið vildi veita ríkisstjórn-
inni heimild til að veita þessa ábyrgð, ef rík-
isstjórnin teldi það æskilegt og réttlætanlegt.
Fyrsta skrefið var því stigið þegar fjármála-
ráðherra fékk heimild þingsins. Næsta skref
hefur hins vegar ekki verið ákveðið. Nú er ver-
ið að fara yfir þá þætti. Verið er að leggja mat á
fyrirtækið, framtíðaráform þess og hvað í því
felst fyrir íslenskt efnahagslíf til lengri tíma lit-
ið og jafnframt að meta áhættuna og svo fram-
vegis. Við erum því í fullri alvöru að skoða þessi
mál en eins og við sögðum alltaf í þinginu, þá
fólust ekki fyrirmæli um ábyrgð í ákvörðun
þingsins heldur aðeins heimild til ríkisins að
veita hana ef það teldi það rétt. Viðkomandi
ráðherra verður að fara mjög nákvæmlega yfir
málið í framhaldinu og taka svo ákvörðun af
eða á í samráði við ríkisstjórn.
Við utanríkisráðherra vorum sammála um
að við vildum ekki glata niður þessu tækifæri
að óathuguðu máli. Út á það gekk þetta mál og
nú höfum við svigrúm til að skoða það vegna
þeirrar heimildar sem við höfum fengið frá
þinginu. En ákvörðun af eða á hefur ekki verið
tekin og hún lá aldrei fyrir, eins og sumir gáfu í
skyn,“ segir Davíð.
Enginn vafi leikur á því að mati hans að
áhættan af ríkisábyrgðinni sé umtalsverð ,,en
ávinningurinn er einnig mikill og jafnvel þó allt
fari á versta veg er áhættan þó minni en þeir
sem dæmdu þetta hvað harðast vilja vera láta.
En þetta eru það stórar upphæðir að það þarf
að fara að öllu með gát,“ segir Davíð ennfrem-
ur.
Skipuleggjendur Falun Gong
völdu Ísland úr af ásettu ráði
– Nýafstaðin opinber heimsókn Jiang Zem-
in, forseta Kína, og aðgerðir vegna komu
áhangenda Falun Gong vekja ýmsar spurning-
ar, m.a. þá hvort Íslendingar hafi nægilegt bol-
magn til að taka á móti umdeildum erlendum
gestum?
,,Það er alveg rétt. Þetta hefur vakið spurn-
ingar í mínum huga og ekki eingöngu vegna
viðbragðanna, sem voru sérstök og undarleg
hjá ýmsum. Til að mynda fóru sumir fjölmiðl-
arnir alveg úr sambandi og misstu ráð og
rænu, þegar þetta mál kom upp og er það und-
arlegt að tilfinningahiti og pólitísk afstaða ein-
stakra fréttamanna getur svipt þá allri dóm-
greind á augabragði.
En það er auðvitað umhugsunarefni að 500
til 600 manna vel skipulagður hópur útlendinga
geti ákveðið að sækja landið heim í þeim eina
tilgangi að breyta eða skaða verulega ákvarð-
anir sem rétt kjörin stjórnvöld hafa tekið og
sett hér allt á annan endann. Við eigum þess
ekki kost að ráða við slíkan hóp, sem hingað
kemur með tiltekin markmið, eins og þarna var
um að ræða, að trufla eða hnekkja ákvörðun að
bjóða hingað forseta Kína. Ég er ekki í vafa um
að Ísland var valið úr af ásettu ráði af þeim sem
skipulögðu þetta, til þess að vinna sigur, sem
þeir hefðu líka unnið ef þeim hefði tekist að
koma í veg fyrir að forseti Kína kæmi hingað.
Þar með hefðu þeir tekið völdin af lýðræðislega
kjörinni ríkisstjórn og náð fram sínum mark-
miðum.
Þetta má líka sjá af því að þeir fara í hung-
urverkfall í París þegar þeim er meinað að
koma hingað á föstudegi, en á sunnudegi hélt
kínverski forsetinn til Litháen. Af hverju elta
þeir hann ekki þangað? Skýringin er auðvitað
sú að það var ekki á dagskrá, heldur var mark-
miðið að taka yfir hér. Þeir hafa bersýnilega
reiknað með að við gætum ekki haft vald á
þessu og myndum gefast upp, eins og fjöldi
manna vildi að við gerðum. Við áttum bara að
láta undan og láta þetta aðkomufólk, með fullri
virðingu fyrir því, stjórna hér málum og taka
sér ríkari rétt en Íslendingar hafa sjálfir,“ seg-
ir Davíð.
,,En í öllu þessu máli skiptir mestu að það
var mat lögregluyfirvalda að lögreglan treysti
sér ekki til að tryggja öryggi forseta Kína og
sendinefndar hans nema fylgjendum Falun
Gong yrði meinuð landganga hér. Það hefði
verið ábyrgðarlaust af hálfu stjórnvalda að
Davíð Oddsson forsætisráðherra í Morgunblaðsviðtali um ágreining formanna stjórnarflokkanna um Evrópumál,
Ólíkar áherslur hafa ekki úrsl
Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki vera ánægður með
yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um kosti
aðildar að ESB. Ágreiningur þeirra hefur þó ekki úrslitaáhrif á
stjórnarsamstarfið að hans mati. Forsætisráðherra ræðir við
Ómar Friðriksson um uppsveiflu í efnahagslífinu, deilurnar um
ESB, stjórnarsamstarf og kosningar og hinar umdeildu aðgerðir
í tengslum við opinbera heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína.