Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 11
hafa að engu ráðleggingar þeirra og álit sem
best þekkja til,“ bætir hann við.
Getum ekki liðið að gerð séu hróp
að opinberum gestum
Viðbrögð við þessum atburðum voru með
miklum ólíkindum, að mati Davíðs. ,,Það var
eins og menn hafi ekki áttað sig á út á hvað
þetta gekk og talið að þarna væri bara einhver
leikfimihópur á ferðinni, sem væri hingað kom-
inn til að teygja úr sér. Það er auðvitað alveg
fráleitt. Þetta fólk gengur eins langt eins og
það getur og það sýndi sig. Hvað svo sem
mönnum finnst um forseta Kína og það stjórn-
arfar sem hann stendur fyrir þá getum við ekki
leyft öðrum gestum hér í landinu að haga sér
með þeim hætti að þeir geri hróp að opinberum
gestum ríkisstjórnarinnar. Við myndum aldrei
líða nokkrum manni að gera hróp að okkar
gestum heima hjá okkur.
Þetta hefur svo smitast út í það að þegar
þjóðin heldur upp á eigin þjóðhátíð á Aust-
urvelli eru menn orðnir svo ruglaðir í ríminu,
að þeir halda því fram að það sé skerðing á
tjáningarfrelsinu ef fólki leyfist ekki að
skemma hana. Þeir sem höfðu mótmælt hér
fyrir utan stjórnarráðið, fyrir utan kínverska
sendiráðið og á Austurvelli, áttu að fá að
skemma hátíðarstund þjóðarinnar á Austur-
velli. Meira að segja formaður dagskrárnefnd-
arinnar, sem á að gera grein fyrir dagskránni,
hóf stórpólitíska árás á forseta og ríkisstjórn í
viðurvist tuga erlendra sendimanna og dylgj-
aði um að stjórnvöld á Íslandi væru kynþátta-
hatarar. Ég hef heyrt einhverja sjálfskipaða
umræðusnillinga halda því fram, að það væri
bara sjálfsagt mál. Viðkomandi hefði að öðrum
kosti ekki getað verið þarna. Gat þá ekki alveg
eins stjórnandi lúðrasveitarinnar líka tjáð sig
um þetta? Ráðist á ríkisstjórnina og forsetann
fyrir framan 50 erlenda sendiherra eins og for-
maður dagskrárnefndarinnar tekur allt í einu
upp hjá sér að gera? Þetta er einhver vitleysa
sem grípur fólk svo það missir allan þráð,“ seg-
ir Davíð.
Kompásinn snýst í hringi
við smávegis öldufall
– Nú er þetta í fyrsta skipti sem skipulagður
hópur fólks kemur hingað í þeim erindagjörð-
um að hafa í frammi mótmæli. Má ekki ætla að
ísinn sé þar með brotinn og að búast megi við
atburðum af þessu tagi í framtíðinni?
,,Það er hvergi liðið annars staðar að að-
komufólk og gestir fari að taka rás atburða í
sínar hendur. Það er í raun alveg furðulegt að
sumir telji að það sé bæði sjálfsagt og eðlilegt
að menn komi hingað frá öðrum löndum og
eyðileggi ákvarðanir réttkjörinna stjórnvalda
á Íslandi. Virðast sumir stjórnmálamenn meira
að segja taka undir þetta, að vísu í einhverju
dómgreindarleysi, sem gerir að verkum að
maður fer að velta því fyrir sér, hvort þeir sem
missa svona allan þráð af litlu tilefni séu yf-
irleitt hæfir til að vera kosnir til trúnaðar-
starfa. Við smávegis öldufall snýst kompásinn í
hringi hjá þessu fólki.“
– Ríkistjórnin er sökuð um að ganga erinda
kommúnistastjórnar vegna framgöngu sinnar í
þessu máli.
,,Það er alveg fráleitt. Við hefðum orðið að
gera hið sama ef hingað hefðu komið eitt þús-
und Tíbetar. Ég ber mikla virðingu fyrir þeirra
málstað en ef þúsund Tíbetar hefðu hingað
komið og ætlað að stöðva heimsókn Kínafor-
seta, þá hefðum við ekki getað unað því heldur.
Það hefði engin þjóð gert,“ svarar Davíð.
,,Það er fundið að því að forseti Íslands og
ríkisstjórn geri hið sama og önnur vestræn ríki
og bjóði þjóðhöfðingja Kína hingað. En hvað
gera Eystrasaltslöndin? Þau eru fyrir skömmu
sloppin undan oki og kúgun kommúnista. Á
þeim hefur eldurinn brunnið – en aldrei okkur.
Þar er það ekki gagnrýnt að stjórnvöld telji
rétt að eiga eðlileg viðskiptaleg, menningarleg
og stjórnmálaleg samskipti við Kína. En að
mati kjaftaþáttaspjallara gildir eitthvað allt
annað um Ísland,“ segir hann.
Borgarstjóri lifir í mjög pólitískt
vernduðu umhverfi
– Víkjum að sveitarstjórnarkosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn lagði mikla áherslu á að
ná meirihluta í borgarstjórn og gekk svo langt
að einn af þremur helstu forystumönnum
flokksins sagði af sér ráðherraembætti til að
taka við forystu framboðslistans. Útkoman
hlýtur að vekja margvíslegar spurningar með-
al sjálfstæðismanna, þar sem Reykjavík var
áratugum saman höfuðvígi Sjálfstæðisflokks-
ins. Er að verða einhver grundvallarbreyting á
stöðu flokksins í Reykjavík?
,,Nei, það sýnist mér ekki. Þótt þetta gengi
ekki núna tel ég að okkar málflutningur hafi
komist mjög vel til skila og ég held að þrátt fyr-
ir þessa niðurstöðu, þá séu vaxandi efasemdir
um með hvaða hætti borginni er stjórnað.
Skuldir hafa hlaðist upp í því mikla góðæri sem
verið hefur og lítið hefur gerst borgarbúum til
heilla þrátt fyrir eyðslu og sóun fjár á bæði
borð.
Á hinn bóginn býst ég við að staða borg-
arstjórans, sem lifir í mjög pólitískt vernduðu
umhverfi, hafi enn um sinn náð að breiða yfir
hin stjórnunarlegu afglöp. Ég hef ekki séð aðra
stjórnmálamenn fá aðra eins silkihanskameð-
ferð eins og núverandi borgarstjóri fær hjá
fjölmiðlum,“ segir Davíð.
Flokkurinn í reynd að vinna á
Davíð segir að ef litið sé á kosningaútkomu
Sjálfstæðisflokksins í heild komi í ljós að á
landsvísu hafi flokkurinn aðeins tapað um einu
og hálfu prósenti, þrátt fyrir að hann hafi ekki
fengið meira fylgi í Reykjavík en raun beri
vitni. ,,Í rauninni er flokkurinn að vinna á ann-
ars staðar og ef þú skoðar landslagið núna, þá
uppgang í efnahagslífinu, kosningar og umdeilda atburði í tengslum við opinbera heimsókn forseta Kína
itaáhrif á stjórnarsamstarfið
Morgunblaðið/RAX
,,Halldór, minn ágæti vinur, getur ekki átt við
mig í þessu sambandi, því ég barðist fyrir því að
við færum inn í EES-samstarfið, sem hann treysti
sér nú ekki til að styðja á sínum tíma.“
,,Vinstri stjórn gæti ekki haft á sinni könnu að
fara inn í Evrópusambandið. Framsóknarflokk-
urinn sem heild er ekki inn á því. Ekki heldur
Vinstri grænir. Og það er mikill ágreiningur um
Evrópumálin innan Samfylkingarinnar.“