Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ er Sjálfstæðisflokkurinn á langflestum stöðum á landinu annaðhvort einn í meirihluta eða í meirihlutasamstarfi við aðra flokka. Hér í höf- uðborginni er hann svo með fleiri bæjarfulltrúa en nokkur annar flokkur eða sex fulltrúa. Við erum með sömu stöðu og við vorum fyrir kosn- ingarnar, því þá vorum við komnir niður í sex borgarfulltrúa eftir að Ólafur Magnússon yf- irgaf flokkinn. Hinir flokkarnir þrír sem eru í meirihluta hafa þá því sem næst tvo og hálfan fulltrúa hver. Þetta sýnir yfirburða stöðu Sjálfstæðis- flokksins sem stjórnmálaflokks í Reykjavík sem annars staðar, þrátt fyrir þetta samkrull hinna flokkanna, sem aldrei endist til lengdar, því það skaðar þá. Ingibjörg, Össur og annað samfylkingarfólk eignar sér R-listann og gefa samstarfsflokkunum langt nef, nema þennan eina mánuð fyrir kosningar, sem það situr á sér. Við sjáum að R-listinn er strax eftir kosning- arnar kominn í sama farið og áður, þ.e. að vera Samfylkingarflokkur. Þeir sjást þar hvorki framsóknarmennirnir eða Vinstri grænir. Þess vegna hikar dagskrárformaður R-listans á þjóðhátíð ekki við að ráðast af hörku á rík- isstjórnina og utanríkisráðherrann, sem var m.a. í forsvari fyrir heimsókn forseta Kína, ásamt forsætisráðuneytinu, dómsmálaráðu- neytinu og forsetaembættinu. Þetta er allt með ráðum gert og í samráði við borgarstjórann. Það dettur engum annað í hug. Þarna er bara Samfylkingin að ráðast á ríkisstjórnina og R- listinn er gleymdur hálfum mánuði eftir kosn- ingar,“ segir Davíð. Hef enga trú á að þjóðin vilji gera Evrópumál að kosningamáli – Ágreiningur milli forystumanna stjórnar- flokkanna um Evrópumál hefur orðið sífellt meira áberandi upp á síðkastið. Halldór Ás- grímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur hvað eftir annað dregið fram kosti aðildar að Evrópusamband- inu á undanförnum misserum. Hefur þetta haft truflandi áhrif á stjórnarsamstarfið? ,,Ekki vil ég nú segja það. Ég er reyndar ekkert ánægður með þetta, vegna þess að rík- isstjórnin hefur ákveðna stefnu sem samkomu- lag var gert um á þá leið að ekki væri stefnt að aðild að Evrópusambandinu. Mér finnst að á meðan svo er eigi menn ekki að vera með mik- inn einhliða áróður fyrir aðild að Evópusam- bandinu. En minn ágæti utanríkisráðherra virðist algerlega ónæmur fyrir öllum göllum þess, en hver rispa sem sést í stækkunargleri á EES-samningnum virðist virka sem illyfirstíg- anleg gjá. Ég hef enga trú á að þjóðin muni hafa áhuga á að gera Evrópumálin að kosningamáli. Það munu sjálfsagt einhverjir reyna það en ég tel að það séu mörg brýnni mál sem ræða þarf í kosningum en þetta. Ég hef þó ekkert á móti því að menn reyni að fara fram með þetta mál sem kosningamál. Ég þykist skynja lífið í land- inu það vel, að þeir sem hafi ekki brýnni mál að ræða við fólkið en Evrópusambandið muni ekki lengi halda uppi samræðum. Slíkur kosninga- slagur yrði ekki kvíðvænlegur fyrir Sjálfstæð- isflokkinn,“ segir hann. Þá kemur bara á daginn að það má ekki ræða þetta Yfirlýsingar Davíðs gegn Evrópusambands- aðild á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í byrj- un maí vöktu mikla athygli og mörkuðu að margra mati ákveðin þáttaskil í pólitískri um- ræðu um Evrópumál, þar sem forsætisráð- herra hefði loks ákveðið að svara fyrir sig svo eftir yrði tekið og hefja sókn gegn málflutningi Evrópubandalagssinna. Sjálfur segist Davíð oft hafa rætt þessi mál ,,en ég hef mátt búa við það að alls konar fólk hefur haldið því fram aftur og aftur að ég banni hér alla umræðu um Evrópumál, rétt eins og ég geti það eða hafi til þess vilja. Um leið og ég reyni að fá einhverja efnisumræðu um málið, aðra en þá að við eigum bara að vera þarna og ,,hafa áhrif“, og spyr hvað menn eru þá tilbúnir að gefa eftir, t.d. í sjávarútvegsmálum, hvað þeir vilji kosta miklu til vegna aðildar o.s.frv., þá bregðast menn ókvæða við. Þá kemur bara á daginn að það má ekki ræða þetta, vegna þess að umræðan þolir ekki dagsins ljós, hún þolir ekki efnislega skoðun. Því er einnig haldið fram að EES-samning- urinn sé að veikjast. Ég spyr hvernig og eina sem ég fæ á móti er bara eitthvert tal um að samningurinn sé farinn að veikjast rétt eins og hann hafi fengið flensu. En aldrei er komið fram með dæmi um mikilvæga íslenska hags- muni sem séu í hættu eða hafi glatast vegna þess að samningurinn virki ekki eins og til var ætlast. Svona umræða er ekki marktæk.“ Halldór hlýtur fyrr eða síðar að skýra frá því við hvern hann á – Í hátíðarræðu sinni á Hrafnseyri sagði Halldór Ásgrímsson, að það væri óábyrgt að útiloka að hagsmunum okkar sé betur borgið innan ESB en utan þess. Hverju svarar þú? ,,Það hefur enginn útilokað slíkt. Menn vilja bara fá umræður um það. Hann sagði líka eitt- hvað á þá leið að það væri líka vont ef menn höfnuðu öllu samstarfi við Evrópu. Halldór, minn ágæti vinur, getur ekki átt við mig í þessu sambandi, því ég barðist fyrir því að við færum inn í EES-samstarfið, sem hann treysti sér nú ekki til að styðja á sínum tíma. Hann hlýtur fyrr eða síðar að skýra frá því við hvern hann á þegar hann nefnir svona hluti til sögunnar,“ segir Davíð. – Getur þetta haldið svona áfram næstu mánuði og það sem eftir lifir af kjörtímabilinu, þar sem oddvitar stjórnarflokkanna eru á sitt hvorum meiði? ,,Það vita það allir í dag að næsta ríkisstjórn verður ekki mynduð um Evrópusamstarfið. Þegar menn fara með svona nokkrum mán- uðum fyrir kosningar þá vita þeir vel að ekki er verið að efna til raunverulegrar umræðu, sem mun ráða því hvers konar stjórn verður mynd- uð eftir kosningar. Næsta ríkisstjórn verður ekki mynduð um inngöngu í Evrópusamband- ið. Það dettur engum það til hugar. Hvers vegna er þá verið að taka þetta mál upp með þessum hætti fyrir kosningarnar? Er verið að rugla kjósendur í ríminu? Ef svo er, af hverju?“ Vinstri stjórn gæti ekki haft á sinni könnu að fara inn í ESB – Er hið pólitíska landslag að þínum dómi að leggjast með þeim hætti að þetta sé að verða spurning um að annars vegar taki hér við stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eða vinstri stjórn? ,,Vinstri stjórn gæti ekki haft á sinni könnu að fara inn í Evrópusambandið. Framsóknar- flokkurinn sem heild er ekki inn á því. Ekki heldur Vinstri grænir. Og það er mikill ágrein- ingur um Evrópumálin innan Samfylkingar- innar. Það er því fráleitt að tala um að þetta verði aðalkosningamálið, vegna þess að það sjá allir í hendi sér að það verður engin ríkisstjórn mynduð um þetta mál eftir kosningarnar. Menn eiga ekki að vera með neinn leikaraskap í þessu sambandi,“ segir Davíð. – Ef Evrópusambandsdeilurnar færast enn í aukana og harðna á komandi mánuðum mun það ekki óhjákvæmilega takmarka svigrúm flokka til samstarfs um stjórnarmyndun eftir næstu kosningar? ,,Það má vel vera að það gerist. Ég held þó að deilurnar muni ekkert harðna. Ég mun hins vegar ekki sitja hjá ef menn ætla að ræða þetta mál án þess að hafa sem réttastar upplýsingar á borðinu. Menn munu ekki komast upp með að banna mér að koma fram með réttar upplýs- ingar, af því að sannleikurinn sé óþægilegur og léttara að ræða þetta allt í hálfkveðnum vísum og slá endalaust úr og í. Það er engin umræða, heldur bara vitleysa.“ segir forsætisráðherra. Mörg verkefni framundan Davíð segir mörg verkefni framundan þó stutt sé eftir af kjörtímabilinu. ,,Við erum að huga að fjárlögum fyrir næsta ár og þar þurf- um við að gæta okkar að þau verði afgreidd með afgangi, sérstaklega þar sem margt bend- ir til að það hefjist töluverðar fjárfestingar strax á þessu ári og í enn ríkari mæli á næsta ári. Þá þarf að gæta að því að gleyma sér ekki þótt kosningar séu framundan. Í annan stað þurfum við að ljúka áfanga í einkavæðingu sem hefur staðið yfir. Þá erum við mjög langt komnir með megin þætti einka- væðingarinnar. Við þurfum að huga að mörg- um öðrum mikilvægum þáttum. Við þurfum að fara yfir aðstöðu og skilyrði eldra fólksins, huga að framtíðarhorfum lífeyriskerfisins og samspili þess við tryggingakerfið. Það þurfum við að gera í góðu samkomulagi við forystu- menn í málefnum aldraðra. Þetta eru þættir sem við þurfum að taka á. Það kom fram í stefnuræðu ríkisstjórnarinn- ar fyrir þetta ár að það væri einnig þýðing- armikið að gera átak í málefnum þeirra sem eiga við geðræna sjúkdóma að stríða og hafa stundum staðið utangarðs. Það er fullur vilji til þess að gera það. Heilbrigðisráðherra hefur lagt áherslu á það og við höfum tekið undir það. Það eru því margir mikilvægir málaflokkar sem við þurfum að huga að.“ Fylgjumst vel með stækkun NATO og ESB „Í utanríkismálum þurfum við að fylgjast með okkar málum varðandi stækkun NATO, sem við höfum verið fylgjandi. Við erum einnig fylgjandi stækkun Evrópusambandsins, þó í þeirri von að það verði ekki gert án þess að auka þar lýðræði. Evrópusambandið er eitt- hvert ólýðræðislegasta skriffinnskubákn, sem menn hafa fundið upp, og það er mjög þýðing- armikið að reyna að breyta því þegar banda- lagið stækkar. Við munum fá aukinn markað í gegnum EES-samninginn við þessa stækkun, sem er hagstætt fyrir okkur, og þurfum við að fylgjast mjög vel með þeim málum. Við þurfum líka að huga að því hvernig okkar samningar standa við stækkunina. Þeir eiga að geta staðið vel. Við þurfum auðvitað að leggja í það vinnu og fylgja því eftir. Það er ástæðulaust að gefast upp í því máli fyrirfram,“ segir Davíð. Ekkert óeðlilegt að stjórn- málaflokkar líti til allra átta – Hefurðu trú á að stjórnarsamstarfið hald- ist út kjörtímabilið svo ríkisstjórninni takist að hrinda þessum verkefnum í framkvæmd? ,,Já, stjórnarsamstarfið er gott. Þó að menn horfi upp á mismunandi áhuga okkar utanrík- isráðherra í Evrópumálunum hefur það ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarfið að mínu mati. Það verður síðan að ráðast hvað gerist eftir kosningar. Líklegast er að flokkarnir gangi óbundnir til kosninga eins og þeir gerðu fyrir seinustu kosningar. Að vísu höfðu þeir uppi góð orð þá að gæfu kosningaúrslitin tilefni til myndu þeir ræða saman fyrst áður en þeir ræddu við aðra flokka og þannig gekk það eftir. Engar slíkar við- ræður hafa átt sér stað að þessu sinni, enda fóru þær umræður ekki fram fyrr en á síðari stigum fyrir síðustu kosningar. En það er ekk- ert óeðlilegt að stjórnmálaflokkar hugsi sinn gang og líti til allra átta í kringum kosningar. Það er eðlileg lýðræðisleg þróun og það er ekki hægt að finna að því,“ segir Davíð Oddsson að lokum. ,,Ég þykist skynja lífið í landinu það vel, að þeir sem hafi ekki brýnni mál að ræða við fólkið en Evr- ópusambandið muni ekki lengi halda uppi samræðum. Slíkur kosningaslagur yrði ekki kvíðvænlegur fyrir Sjálfstæðisflokkinn.“ ,,Þessu til viðbótar bendir flest til að við séum nær því að erlendir og innlendir aðilar festi hér fé í álveri og virkjunum í stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Það er að vísu ekki alveg komið fyrir vind en mér hafa aldrei þótt líkindin jafn góð og nú.“ ,,En það er ekkert óeðlilegt að stjórnmálaflokkar hugsi sinn gang og líti til allra átta í kringum kosningar. Það er eðlileg lýðræðisleg þróun og það er ekki hægt að finna að því.“ ,,Meira að segja formaður dagskrárnefndarinnar, sem á að gera grein fyrir dagskránni, hóf stór- pólitíska árás á forseta og ríkisstjórn í viðurvist tuga erlendra sendimanna og dylgjaði um að stjórnvöld á Íslandi væru kynþáttahatarar.“ omfr@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.