Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 14
14 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÆSTKOMANDI föstu-dag verður lögð fyrirfund stofnfjáreigendaSPRON tillaga stjórn-ar sparisjóðsins um að
breyta SPRON í hlutafélag í sam-
ræmi við samþykkt síðasta aðalfund-
ar. Ef stofnfjáreigendur samþykkja
tillöguna verður hluthafafundur í
SPRON hf. haldinn í kjölfarið og bréf
hlutafélagsins að líkindum skráð á
Verðbréfaþing Íslands í haust, að af-
loknu útboði þar sem a.m.k. 25%
hlutafjárins fer í dreifða eignaraðild
skv. reglum VÞÍ. Það er því ekki rétt
sem fram kom í frétt Morgunblaðsins
fyrir rúmri viku að bréf SPRON hf.
yrðu skráð á VÞÍ 1. júlí nk.
Guðmundur Hauksson, sparisjóðs-
stjóri SPRON, hefur langa reynslu af
störfum á fjármálamarkaði. Hann er
formaður Sambands íslenskra spari-
sjóða, stjórnarformaður Kaupþings
og áður forstjóri þess fyrirtækis.
„Við teljum að sparisjóðirnir hafi
mjög mikilvægu hlutverki að gegna
og það skiptir miklu máli að standa
vörð um sérstöðu sparisjóðanna.
Þetta á ekki bara við um sparisjóðina
hér á Íslandi. Það er skemmtilegt að
geta þess að á nýafstöðnu Evrópu-
þingi sparisjóðanna, sem haldið var í
Finnlandi, var sérstaklega um það
rætt að sparisjóðirnir hefðu gegnt
stærra hlutverki við evruvæðinguna
heldur en nokkurn óraði fyrir. Það
kom í ljós að þeir stóðu í mun beinna
sambandi við almenning og einstak-
lingana í þessum löndum heldur en
viðskiptabankarnir og áttu þess
vegna mun stærri hlut í myntbreyt-
ingunni heldur en menn áður höfðu
gert sér grein fyrir. Einstaklingar
vilja gjarnan skipta við stofnun sem
stendur þeim nærri og þeir hafa yf-
irsýn yfir. Það er ein helsta skýringin
í okkar huga á því að sparisjóðirnir á
Íslandi koma best út úr könnun á
þjónustu meðal viðskiptavina fjár-
málastofnana hér á landi. Sparisjóð-
irnir munu reyna að standa vörð um
þetta.“
Sjálfseignarstofnunin skal
stuðla að góðri verðmyndun
Fyrirkomulagið á væntanlegri
breytingu SPRON í SPRON hf.
verður með þeim hætti að SPRON-
sjóðurinn ses (sjálfseignarstofnun)
mun eiga 88,5% í SPRON hf. og nú-
verandi 1.106 stofnfjáreigendur
verða hluthafar sem eiga samtals
11,5%. Þeim verður gefinn kostur á
að innleysa stofnfjárbréfin ef þeir
óska þess eða auka hlut sinn, jafnvel
tvöfalda, en nánari útfærslu á því er
að vænta eftir að hlutafjárvæðingin
er um garð gengin.
Samkvæmt lögum um viðskipta-
banka og sparisjóði er fyrirkomulagi
atkvæðisréttar hluthafa öðruvísi far-
ið hjá sparisjóði en viðskiptabanka. Í
37. grein þar sem kveðið er á um að
hlutafjárvæðing sé heimil kemur
fram að „einstökum hluthöfum er
aldrei heimilt, fyrir sjálfs sín hönd
eða annarra, að fara með meira en
5% af heildaratkvæðamagni í spari-
sjóði. Í samþykktum er þó heimilt að
kveða á um að sjálfseignarstofnun
skv. 37. gr. B geti farið með meira en
5% af heildaratkvæðamagni í spari-
sjóði. Á stofnfundi skal sjálfseignar-
stofnunin fara með atkvæði í sam-
ræmi við hlutafjáreign sína.“
Hlutverk sjálfseignarstofnunarinnar
er m.a. að stuðla að sem bestri verð-
myndun með hlutabréf SPRON hf.
og stuðla að vexti og viðgangi í starf-
seminni. SPRON-sjóðurinn ses eins
og sjálfseignarstofnunin nefnist
stefnir að því að minnka hlutfallslega
eign sína í SPRON hf. svo skilyrðum
skráningar á VÞÍ sé fullnægt og að
laða almenning og aðra fjárfesta að
félaginu.
Stofnfjáreigendur munu skipa full-
trúaráð SPRON og tilnefna fimm
fulltrúaráðsmenn í stjórn SPRON-
sjóðsins ses. Sjálfseignarstofnunin
mun endurmeta hlutverk sjóðsins,
markmið og stefnu með reglulegu
millibili.
Áfram sparisjóður með djúpar rætur
Af hverju þarf að breyta SPRON í
hlutafélag?
„Markmið okkar hjá SPRON með
því að færa okkur inn í hlutafélags-
formið er einmitt að vera í aðstöðu til
að halda áfram að efla sparisjóðinn
en lokast ekki inni á grundvelli þeirra
þröngu laga sem um sparisjóðina
hafa gilt. Við viljum því ekki fórna
þeirri sérstöðu sem við höfum haft og
SPRON verður áfram sparisjóður
með djúpar rætur í því samfélagi sem
við erum sprottin úr. Það er lykilat-
riði hjá okkur að SPRON er og verð-
ur áfram sparisjóður og við breytum
rekstrinum ekkert í grundvallarat-
riðum.
Formbreytingin á SPRON yfir í
hlutafélag er að opna okkur dyr inn í
það umhverfi sem við störfum í á
fjármagnsmarkaði. Nú eru ýmsar
dyr lokaðar og við eigum takmark-
aðan aðgang að eigin fé. Þar með eru
vexti okkar og samkeppnishæfni
settar skorður. Ef við finnum ekki
svör við þessum þætti munum við
verða undir í harðnandi samkeppni.
Með því að fara yfir í hlutafélags-
formið verður t.d. sameining spari-
sjóða auðveldari, við getum náð meiri
stærðarhagkvæmni á fjármálamark-
aði og tekið þátt í endurskipulagn-
ingu á markaðnum, svo eitthvað sé
nefnt. Það sem háir okkur mikið í dag
er hin viðamikla þátttaka okkar í
ýmsum hlutdeildar- og dótturfélög-
um vegna þess að fjárfestingar í slík-
um félögum dragast frá eiginfjár-
grunni sparisjóðanna.
Hingað til hefur okkur ekki verið
unnt að sameinast slíkum félögum ef
vilji hefur verið fyrir því, eins og t.d.
viðskiptabankarnir hafa gert, en það
kemur mun léttar út þegar verið er
að reikna út eiginfjárgrunninn.“
Hlutdeildarfélög SPRON eru t.d.
Tölvumiðstöð sparisjóðanna, Spari-
sjóðabanki Íslands, SP- fjármögnun
og Alþjóða líftryggingafélagið.
„Breyting í hlutafélag mun auðvelda
okkur að taka þátt í víðtækara þjón-
ustuneti með því að fjárfesta í ýms-
um fyrirtækjum sem snerta okkar
starfsemi.“
Stendur til að sameina SPRON
öðrum sparisjóðum eða peninga-
stofnunum?
„Það eru engin áform uppi um það
í dag. Það verður síðan að koma í ljós
hvernig markaðsaðstæður þróast
eða hvaða kostir verða í boði þegar
SPRON tekur þátt í endurskipulagn-
ingu á fjármagnsmarkaði. Ég hef
orðið var við dálítinn misskilning sem
er fólginn í því að á undanförnum ár-
um hef ég verið stjórnarformaður
Kaupþings og var áður forstjóri fyr-
irtækisins. Það eru margir sem telja
að þessi formbreyting SPRON í
hlutafélag sé beinlínis áfangi í því að
sameina SPRON og Kaupþing. Þó
það væri rangt að útiloka þann mögu-
leika verður slíkt að teljast harla ólík-
legt, vegna þess að það stangast á við
grundvallarstefnu þessara tveggja
fyrirtækja í dag. Kaupþing er að
hasla sér völl sem norrænn fjárfest-
ingarbanki á meðan SPRON er og
verður staðbundinn sparisjóður með
starfsemi sína í Reykjavík og hefur
engin áform um að breyta því. Það er
alveg klárlega ekki markmið
SPRON að verða einhver deild eða
lítill angi af stórum banka. Við mun-
um halda áfram að rækta garðinn
með þeim hætti sem við höfum gert á
undanförnum árum.“
Ekki ógn af hlutafjárvæðingu
Nú hyggja fleiri sparisjóðir á
hlutafjárvæðingu, kemur sameining
við einhvern þeirra til greina?
„Það hafa ekki átt sér stað neinar
viðræður um sameiningu einhverra
af þessum sparisjóðum. En auðvitað
er sá möguleiki opinn, rétt eins og
það er opinn möguleiki að sparisjóðir
sameinist innbyrðis án þess að það
komi til hlutafélagavæðingar.“
En er ekki hætta á að SPRON
verði gleyptur af stærri fjármála-
stofnun í framtíðinni?
„Til þess eru einmitt sett í lög
ákveðin ákvæði til að hindra það að
sparisjóðir við breytingu yfir í hluta-
félagsform verði gleyptir. Það er alls
ekki markmið löggjafans að spari-
sjóðunum standi ógn af hlutafjár-
væðingu. Ákvæði varðandi atkvæða-
vægi hluthafa eru til að tryggja að
sparisjóðurinn geti náð að fara í
gegnum þessa breytingu en um leið
haldið sérstöðu sinni.“
Lagaákvæðin sem Guðmundur
vísar til eru fyrrnefnd ákvæði um há-
markshlutfall atkvæða sem hluthafi
má fara með.
Tveir stofnfjáreigendur SPRON,
Benedikt Jóhannesson og Ingimar
Jóhannsson, hafa sett fram gagnrýni
á tillögu stjórnar SPRON um hluta-
fjárvæðinguna og hafa lagt til að
henni verði hafnað. Í bréfi til stjórnar
SPRON settu þeir einnig fram til-
lögu þess efnis að ef af hlutafjárvæð-
ingu SPRON yrði skyldi vægi at-
kvæða sem sjálfseignarstofnunin fer
með einnig vera 5% en ekki um 90%
eins og nú horfir.
Hver er afstaða þín til tillögunnar
um að atkvæðavægi sjálfseignar-
stofnunarinnar verði aðeins 5%?
„Að mínu mati horfa þeir algjör-
lega framhjá því grundvallaratriði að
við breytingu yfir í hlutafélagsform
myndast ákveðin yfirtökuhætta.
Ákvæðið í lögunum um að sjálfseign-
arstofnun megi fara með allt þetta at-
kvæðamagn er til þess að koma í veg
fyrir að nokkurt slys eigi sér stað við
yfirfærslu úr einu rekstrarformi yfir
í annað. Ef við myndum fara eftir
þessari tillögu, væri búið að galopna
fyrir að SPRON yrði yfirtekið af ann-
arri fjármálastofnun, strax í kjölfar
þess að fyrirtækinu væri breytt í
hlutafélag.“
Kom gagnrýni stofnfjáreigend-
anna stjórnendum SPRON á óvart?
„Nei, það er svo að þegar stofnfjár-
eigendur eru liðlega 1.100 talsins fer
aldrei hjá því að uppi séu mismun-
andi skoðanir. Við virðum þær. En
við höfum reynt að svara öllum
spurningum sem upp hafa komið og
upplýsa fólk um hlutina. Hvað varðar
gagnrýnina á að ekki hafi verið nægi-
lega vel staðið að undirbúningi þess
að gera SPRON að hlutafélagi vil ég
segja að það er ótrúlegt að Benedikt
skuli láta hafa slíkt eftir sér. Um
þetta mál hefur verið fjallað á fjórum
síðustu aðalfundum SPRON. Við höf-
um kynnt þetta ítarlega í fréttabréf-
um og viðtölum og nú síðast hefur
stofnfjáreigendum verið gefinn kost-
ur á að sækja sérstaka kynningar-
fundi vegna þessa þar sem ýmsum
þáttum sem Benedikt misskilur var
svarað.
Ég fullyrði að undirbúningur
þessa máls og kynning af hálfu
stjórnar og stjórnenda SPRON er
eins góð og frekast verður á kosið.
Við skulum hafa í huga að á síðasta
aðalfundi var samþykkt samhljóða
ályktun þess efnis að stjórn og spari-
sjóðsstjóri undirbyggi þá breytingu
sem við erum að framkvæma núna.“
Stofnfé ekki ígildi hlutafjár
Bera stofnfjáreigendur ekki minna
úr býtum eftir hlutafjárvæðinguna?
„Nei þeir eiga sömu verðmæti
áfram. Þeir fá þá hlutabréf sem eru
að áætluðu markaðsgildi hin sömu og
stofnfjárbréfin eru. Það er rétt að
benda á að ef mönnum líður illa með
þetta eru ákvæði um að stofnfjáreig-
endur geti innleyst bréf sín og fengið
greitt út. Þeim er ekki gert að taka
þá áhættu sem hlutabréf óhjákvæmi-
lega fela í sér. Það getur auðvitað
enginn gefið tryggingu fyrir því að
hlutabréfin verði mjög arðsöm. Það
er eðli hlutafélaga að verðgildi þeirra
þróast með því hvernig til tekst í
rekstri. Það hefur gengið mjög vel
mörg undanfarin ár en við erum að
benda á að til að renna stoðum undir
að svo geti orðið í framtíðinni þurfum
við meira eigið fé og að breyta
SPRON í hlutafélag. Við erum að
reyna að gera það sem við getum til
að tryggja framtíð sparisjóðsins með
þessari formbreytingu og það er í
okkar huga skylda stofnfjáreigenda
að hugsa um þau málefni miklu frem-
ur en það nákvæmlega hvernig þetta
snýr að þeirra eigin buddu.
Misskilningurinn er fólginn í því að
líta á stofnfé sem ígildi hlutafjár. Það
hefur allt annað gildi í lögum og það
er ekki fyrr en einmitt með breytingu
sparisjóðs í hlutafélag að þau sjón-
armið eiga við. Þá eiga stofnfjáreig-
endur sem hluthafar tilkall til hluta
og vaxtar eigin fjár eins og í öllum
öðrum hlutafélögum. Það hefur ekki
verið hingað til og menn mega ekki
rugla þessu tvennu saman.“
Verður þetta nógu spennandi fjár-
festingarkostur þar sem sjálfseign-
arstofnunin á svo stóran hlut?
„Það hefur komið mjög ítarlega
fram í kynningum okkar að það er
markmið að skrá hlutabréf SPRON á
Verðbréfaþing Íslands, sem þá verð-
ur reyndar orðin Kauphöll Íslands.
Til þess að það verði hægt verða
a.m.k. 25% hlutafjárins að vera í
dreifðri eignaraðild. Þetta þýðir að
sjálfsögðu að sjálfseignarstofnunin
mun minnka sína eignaraðild. Stjórn
SPRON hefur líka lýst því yfir að
sjálfseignarstofnunin muni taka sér
stöðu kjölfestufjárfestis í SPRON
sem þýðir að hún verður öflugur bak-
hjarl fyrir rekstur sparisjóðsins en
hefur alls ekki að markmiði að verða
allsráðandi í rekstri. Stjórn sjálfs-
eignarstofnunarinnar mun huga að
verðmætum hlutabréfanna og ef það
getur stuðlað að auknu verðmæti
bréfanna að selja stærri hlut af þeim
og minnka eignarhlutinn niður fyrir
75% verður það skoðað. Spurningin
er hins vegar hve hratt á að fara og
það verður tíminn að leiða í ljós. Það
fer eftir aðstæðum því auðvitað er
markmið sjálfseignarstofnunarinnar
að standa vörð um velferð sparisjóðs-
ins.“
Hvernig er lagaákvæðið um að
hver hluthafi fari að hámarki með 5%
atkvæða tilkomið?
„Þetta ákvæði er í lögum um spari-
sjóði og mun jafnframt gilda um
sparisjóði sem verða hlutafélög.
Þetta stafar af því að sparisjóðirnir
eru stofnaðir sem nokkurs konar
grasrótarhreyfing í byrjun og það
var vilji fyrir dreifðri eignaraðild.
Það fer mjög vel heim og saman við
að hjá okkur eru yfir 1.100 stofnfjár-
eigendur og við höfum reynt að halda
þannig á málum að dreifð eignaraðild
haldist. Með nákvæmlega sama hætti
var ákveðið að í kjölfar þess að sjálfs-
eignarstofnunin taki við ákveðnum
þáttum sem áður tilheyrðu SPRON
mun hver og einn fulltrúi í fulltrúa-
ráðinu hafa eitt atkvæði þannig að
þar hafa allir jafnan atkvæðisrétt,“
segir Guðmundur Hauksson.
Í lok vikunnar verður lögð fyrir stofnfjáreigendur SPRON tillaga um að breyta SPRON í hlutafélag
Dyr að fjármagnsmarkaði
Það er ekki markmið SPRON að verða angi af
banka og harla ólíklegt að af sameiningu við
Kaupþing verði í kjölfar hlutafjárvæðingar
SPRON sem nú stendur fyrir dyrum, að sögn
Guðmundar Haukssonar sparisjóðsstjóra.
Steingerður Ólafsdóttir ræddi við hann m.a. um
ástæður fyrir hlutafjárvæðingunni og gagnrýni
tveggja stofnfjáreigenda.
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. „Við teljum að sparisjóðirnir hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna og
það skiptir miklu máli að standa vörð um sérstöðu sparisjóðanna.“
steingerdur@mbl.is
’ Nú eru ýmsar dyrlokaðar og við eigum
takmarkaðan aðgang
að eigin fé. Þar með
eru vexti okkar og
samkeppnishæfni
settar skorður. ‘