Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 15
HM 2002
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 15
TILBOÐ ÓSKAST
í Dodge Durango SLT árgerð 2000
með 4,7 l. V-8 vél (ekinn 11 þús. mílur)
og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að
Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. júní kl. 12-15.
TORFÆRUBIFREIÐ
Tilboð óskast í Mercedes-Benz Unimog
torfærubifreið m/ dieselvél.
TJALDVAGN
Ennfremur óskast tilboð í Combi Camp Family
tjaldvagn árgerð 1992.
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16.
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666
og hjá umbo›smönnum um land allt
www.urvalutsyn.is
Stökk-
pallur
Allra
sí›ustu sætin …
*Innifali›: Flug, flugvallarskattar,
gisting, fer›ir til og frá flugvelli og
íslensk fararstjórn.
kr.48.467
m.v. tvo fullor›na og
tvö börn í viku.
Aukavika: 14.000 kr.
Ver›:
kr.59.900
m.v. tvo fullor›na í viku.
Aukavika: 18.000 kr.
Ver›:
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
81
37
06
/2
00
2
Sætin bóku› og uppl‡singar
gefnar um gistista› tveimur
dögum fyrir brottför.
Benidorm / Albir 17 sæti
Krít 19 sæti
Mallorca 22 sæti
Portúgal 27 sæti
*
*
í næstu ferðir
KNATTSPYRNA
ÁTTA LIÐA ÚRSLIT:
Suður-Kórea - Spánn 0:0
Suður-Kórea sigraði í vítaspyrnukeppni,
5:3.
Vítaspyrnur: 1:0 Hwang Sun-Hong, 1:1
Fernando Hierro, 2:1 Park Ji-Sung, 2:2
Ruben Baraja, 3:2 Seol Ki-Hyeon, 3:3 Xavi,
4:3 Ahn Jung-Hwan, Lee Won-Jae ver frá
Joaquin, 5:3 Hong Myung-Bo.
Markskot: Suður-Kórea 8 - Spánn 17.
Horn: Suður-Kórea 5 - Spánn 6.
Rangstöður: Suður-Kórea 2 - Spánn 5.
Gul spjöld: Yoo Sang-Chul, Suður-Kóreu
52., Javi de Pedro, Spáni 53.; Fernando
Morientes, Spáni 111.
Dómari: Gamal Ghandour, Egyptalandi.
Áhorfendur: 42.114.
Lið Suður-Kóreu: Lee Woon-Jae; Choi Jin-
Cheul, Kim Tae-Young (Hwang Sun-Hong
90.), Hong Myung-Bo, Kim Nam-Il (Lee
Eul-yong 32.); Yoo Sang-Chul (Lee Chun-
soo 60.), Lee Young-Pyo, Ahn Jung-Hwan,
Park Ji-Sung, Song Chong-Gug; Seol Ki-
Hyeon.
Lið Spánar: Iker Casillas; Carles Puyol,
Fernando Hierro, Enrique Romero, Mig-
uel Angel Nadal; Ruben Baraja, Ivan Helg-
uera (Xavi Hernandez 93.), Javi de Pedro
(Gaizka Mendieta 70.), Juan Carlos Valer-
on (Luis Enrique 80.), Joaquin Sanchez;
Fernando Morientes.
Suður-Kórea mætir Þýskalandi í undan-
úrslitum á þriðjudag kl. 11.30.
Tyrkland - Senegal 1:0
Mark Tyrklands: Ilhan Mansiz 94., gull-
mark í framlengingu.
Markskot: Tyrkland 5 - Senegal 7.
Horn: Tyrkland 7 - Senegal 1.
Rangstöður: Tyrkland 2 - Senegal 2.
Gul spjöld: Daf, Senegal 12., Emre, Tyrk-
landi 22., Cisse, Senegal 63., Ilhan Mansiz,
Tyrklandi 87.
Dómari: Oscar Ruiz, Kólumbíu.
Áhorfendur: 44.233.
Lið Tyrklands: Rüstü Recber; Fatih Akyel,
Bülent Korkmaz, Alpay Özalan, Ergun
Penbe; Ümit Davala, Emre Belözoglu (Arif
Erdem 91.), Tugay Kerimoglu, Yildiray
Basturk, Hakan Sas, Hakan Sükür (Ilhan
Mansiz 67.)
Lið Senegals: Tony Sylva Ferdinand Coly,
Papa Malick Diop, Lamine Diatta, Omar
Daf, Papa Bouba Diop, Salif Diao, Aliou
Cisse, Henri Camara, Khalilou Fadiga, El
Hadji Diouf.
Tyrkland mætir Brasilíu í undanúrslitum
á miðvikudag kl. 11.30.
ÚRSLIT
Suður-Kórea mætir Þýskalandi íundanúrslitunum á þriðjudag og
Tyrkland mætir Brasilíu, í annað
skiptið í keppninni, á miðvikudag.
Leikur Spánar og Suður-Kóreu
var bragðdaufur en Spánverjar voru
nær sigri. Þrjú mörk voru dæmd af
þeim og að minnsta kosti eitt þeirra
virtist fyllilega löglegt. Aðstoðar-
dómari veifaði þótt boltinn væri ekki
farinn úr leik áður en Joaquin sendi
hann fyrir mark Suður-Kóreu. Þá
átti Fernando Morientes skot í
stöngina á marki heimamanna í
framlengingunni.
Töpuðum á óréttmætan
hátt, segir Camacho
Jose Camacho, þjálfari Spánverja,
var afar ósáttur við dómgæsluna.
„Við bjuggumst við henni betri,
þetta var þó einu sinni leikur í átta
liða úrslitum. Ég er vonsvikinn því
mínir menn lögðu mjög hart að sér
og við töpuðum á óréttmætan hátt.
Ég bjóst við því að gerðar yrðu ráð-
stafanir til að bæta dómgæsluna eft-
ir umdeild atvik sem hafa bitnað á
liðum eins og Ítalíu, Mexíkó, Portú-
gal og Bandaríkjunum, en FIFA
virðist ekki hafa áhuga á því. Meiðsli
sterkra leikmanna gerðu okkur líka
erfitt fyrir. Við erum úr leik, en við
lögðum mjög hart að okkur. Leik-
menn Suður-Kóreu voru heppnari en
við og það réð úrslitum,“ sagði Jose
Camacho, þjálfari Spánverja, en
Raúl, Tristan og Albelda voru allir
frá vegna meiðsla.
„Ég get ekki útskýrt hvernig mér
líður en ég er innilega ánægður fyrir
hönd strákanna. Nú hefur draumur
okkar ræst fullkomlega. Gengi liðs-
ins er ótrúlegt, það er framar öllum
vonum. Ég er yfir mig stoltur af leik-
mönnunum og áhorfendurnir eru
stórkostlegir. Engin læti, ekkert of-
belti, bara stórkostlegir. Nú fáum
við okkur örlítið kampavín og hefj-
umst síðan handa við undirbúning
næsta leiks. Það er nægur tími til að
hugsa um morgundaginn,“ sagði
Guus Hiddink eftir sigurinn á Spán-
verjum.
„Skipulagið er ekki okkur í hag.
Við fengum tveimur dögum skemmri
hvíld milli leikja en Spánverjar, og
Þjóðverjar hvílast einum degi lengur
en við fyrir leikinn í undanúrslitun-
um. En við mætum til leiks á sama
hátt og áður, með fríska stráka sem
hafa engu að tapa. Við munum spila
þann leik eins og okkur hentar,“
sagði hollenski þjálfarinn.
Hann gaf lítið fyrir mótmæli
Spánverjanna. „Þeir sem tapa eiga
að líta í eigin barm og skoða hvað fór
úrskeiðis í stað þess að kenna dóm-
aranum um ófarir sínar,“ sagði
Hiddink.
Hiddink þjóðhetja í Suður-Kóreu
Hiddink er fyrsti þjálfarinn sem
kemur tveimur landsliðum í undan-
úrslit HM. Hann lék þann sama leik
með Holland í síðustu keppni. Hann
er nú þjóðhetja í Suður-Kóreu eftir
magnaðan árangur landsliðsins und-
ir hans stjórn. Hann var gagnrýndur
harkalega í þarlendum fjölmiðlum
skömmu fyrir mótið fyrir að leggja
of hart að leikmönnum sínum og
menn óttuðust að þeir væru yfir-
keyrðir af þreytu. Í keppninni hefur
hinsvegar komið á daginn að liðs-
menn Suður-Kóreu eru í betra út-
haldi en aðrir. Hiddink vissi að hann
væri með í höndunum leikmenn sem
gætu gert það sem þeir vildu við
boltann en þyrftu að bæta styrk og
úthald. Það tókst, og nú er spurn-
ingin hvort strákarnir hans ráða við
hina kröftugu leikmenn Þýskalands í
undanúrslitunum.
Verðskuldaður sigur Tyrkja
Tyrkir voru mun betri aðilinn
gegn Senegal og sýndu oft stórgóða
knattspyrnu en nýttu ekki góð mark-
tækifæri. Afríkuliðið var hinsvegar
ekki eins kraftmikið og í fyrri leikj-
um sínum í keppninni, en fékk samt
nokkur ágæt færi sem ekki nýttust.
„Þetta er afar sárt en við vissum
að það kæmi að því að við yrðum
slegnir út. Við vorum smeykir við að
fá á okkur mark en sama er að segja
um Tyrkina. Þeir unnu verðskuldað
og ég óska þeim alls hins besta gegn
Brasilíu. Við förum stoltir heim,“
sagði El Hadji Diouf, hinn snjalli
sóknarmaður Senegals.
Suður-Kórea og Tyrkland í
undanúrslit í fyrsta skipti
Reuters
Geysilegur fögnuður braust út í Suður-Kóreu, þegar ljóst var að gestgjafarnir væru komnir í undanúrslit HM. Hér fagna
þeir Lee Woon-Jae, markvörður, Song Chong-Gug og hollenski þjálfarinn Guus Hiddink, sem er þjóðhetja í Suður-Kóreu.
SUÐUR-KÓREA og Tyrkland eru komin í
undanúrslit heimsmeistarakeppninnar í
knattspyrnu í fyrsta skipti. Suður-Kórea
sigraði Spán í vítaspyrnukeppni eftir
markalausan leik og úrslitin réðust þegar
markvörður liðsins, Lee Won-Jae, varði
fjórðu spyrnu Spánverja frá Joaquin. Tyrk-
ir sigruðu Senegal, 1:0, en þar var heldur
ekkert mark skorað í venjulegum leiktíma.
Varamaðurinn Ilhan Mansiz skoraði sig-
urmarkið, gullmark, þegar fjórar mínútur
voru liðnar af framlengingu.