Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 17

Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 17
tekið tæp þrjú ár, en upphaflega var áætlað að afhendingartími yrði 1. júlí 2000. „Í raun má segja að ýmsar ástæður hafi verið fyrir þeirri töf sem varð á verkinu, en á endanum fengum við mjög gott skip. Skipa- smíðastöðin hefur við verksamning örugglega ekki gert sér fullkomlega grein fyrir hversu flókin þessi smíði reyndist, enda þurftu Kínverjarnir að fá alla hluti teiknaða – allt niður í minnstu skrúfur. Svo urðum við fyr- ir því óláni að skipið sökk í mars á síðasta ári við bryggju ytra vegna stöðugleikavandamáls og var þá gerður nýr samningur við Huangpu-skipasmíðastöðina um að lengja skipið um tólf metra til að uppfylla stöðugleikann. Í lenging- unni var m.a. bætt við fjórum tveggja manna klefum auk sjúkra- klefa og gert ráð fyrir rými fyrir frystipressur ef skipinu yrði breytt í frystiskip.“ Þegar Þorsteinn er spurður út í útgerðarmynstur nýja skipsins, svarar hann því til að stefnt yrði að því að vera sem mest við karfaveið- ar á Reykjaneshrygg. „Við komum svo til með að sigla með karfa á markað í Bremerhaven og þorsk, ýsu og kola á markað í Hull. Með þessu útgerðarmynstri náum við að minnka kostnað þar sem m.a. olía er mun ódýrari erlendis en á innan- landsmarkaði. Á hinn bóginn vitum við að umhverfið í sjávarútveginum er fljótt að breytast. Það verður því að haga seglum eftir vindi hverju sinni.“ Sérútbúnaður til túnfiskveiða Skipið er jafnframt með sérstak- an útbúnað um borð fyrir túnfisk- veiðar sem snýr m.a. að hraðfrysti- blásurum og frystilest sem er með –65°C. „Til að halda á túnfiskveiðar, á bara eftir að kaupa smokkfisk í beitu, en við sjáum ekki fram á að stunda þær veiðar þetta árið. Tún- fiskaflabrögð hafa verið mjög döpur síðan við ákváðum að fara út í smíði skipsins, en hugmyndin með bún- aðinum er sú að nýta hluta úr ári ef með þyrfti í veiðiskap, sem er utan kvóta. Útgerðarmenn Byrs VE, sem gert hafa út á túnfiskveiðar nokkur undanfarin ár, gáfust nýlega upp við Íslandsstrendur og urðu sér úti um veiðileyfi við Brasilíu þar sem skipið er nú í sinni fyrstu veiðiferð. Við erum svolítið að renna blint í sjóinn með þetta nýja kraftmikla skip, en ætlum að reyna að skipta bolfiskkvótanum okkar að einhverju leyti út fyrir karfa og gera út á hann á ársgrundvelli. Þannig sjáum við rekstrinum best borgið. Það eru hinsvegar engin áform uppi um frekari kvótakaup, en síðast keypt- um við kvóta um áramótin 1999/ 2000, m.a. 129 tonna þorskkvóta. Skerðingin, sem við urðum fyrir ár- ið eftir, var upp á nákvæmlega 130 tonn í þorskinum. Það eina sem þessi viðskipti skildu eftir sig var 100 milljóna króna skuld á efna- hagsreikningi. Í þessu samhengi er það dapurt þegar ráðherra tekur upp á því að lækka aflahlutdeildarprósentuna, sem var jú grunnurinn að sáttinni þegar kvótakerfið var sett á. Við förum ekki út á markaðinn og náum í fjármagn eins og stóru fyrirtækin gera sem eru á hlutabréfamarkaði,“ segir Þorsteinn og bætir við að stefna eigenda Stíganda sé að hafa fyrirtækið áfram í eigu fjölskyld- unnar. „Það er ekkert launungar- mál að við finnum fyrir þrýstingi í þá veru að gera einingarnar stærri og öflugri enda hefur hér í Eyjum orðið mikil samþjöppun í sjávarút- vegi á undanförnum árum, eins og þróunin hefur orðið víða annars staðar á landinu. Við höfum hins- vegar náð að halda veiðiheimildun- um að mestu leyti í bænum, en störfum hefur óneitanlega fækkað í sjávarútvegsgeiranum hér í Eyj- um.“ Þorsteinn segir að sá grunnur, sem úthlutun aflamarks á skip felur í sér, sé greininni nauðsynlegur, en honum hugnaðist lítt sú hugmynd að hafa aflaheimildirnar á uppboðs- markaði á einhverju óvissuverði. „Ég hef hinsvegar verið þeirrar skoðunar að auðlindagjald hefði átt að vera komið á fyrir löngu, sé það í raun og veru vilji þjóðarinnar að setja á útgerðina í landinu auknar álögur umfram það sem fyrir er. Það má bara ekki vera það hátt að útgerðin geti ekki lifað með því. Fyrir mig og okkur, sem starfa í þessum geira, skiptir vinnufriður- inn mestu máli. Það er ekki hægt að lifa í tómri óvissu og endalausu karpi. Ljóst er að engar „patent“- lausnir eru á málinu og er ég sann- færður um að það mun aldrei verða sátt um neitt fiskveiðistjórnunar- kerfi hér á landi. Sérstaklega ekki á meðan ákveðnir stjórnmálamenn vinna leynt og ljóst fyrir sín byggð- arlög með eigin hagsmuni að leið- arljósi við að ná til sín aflaheimild- um á kostnað hinna í kerfinu. Auðlindagjald í einhverri mynd yrði kannski til þess að þjóðin yrði sátt- ari og hætti að líta útgerðarmenn hornauga þrátt fyrir að þeir séu að skaffa hæstu launin í landinu,“ segir Þorsteinn og spyr hvort ekki sé þá eðlilegt að leggja auðlindagjald á allar takmarkaðar auðlindir þjóðar- innar. Þegar Þorsteinn er spurður hvort hann hafi verið alinn upp til að taka við fjölskyldufyrirtækinu, svarar hann af og frá. „Foreldrar mínir, sem eru um og innan við sextugt, hafa aldrei ýtt mér út í eitt eða neitt. Ég hef tekið mínar ákvarðanir sjálf- ur. Á unglingsárum ákvað ég að læra rafvirkjun í fiskimjölsverk- smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem ég var í tíu ár með sportinu og fór svo til sjós í tæpt ár. Auðvitað hafði ég fylgst með þessu útgerð- arbrölti foreldra minna öll uppvaxt- arárin. Svo ákvað ég um áramótin 1991/1992 að fara í þriggja ára nám á útvegssviði Tækniskólans, en var á sjónum sem óbreyttur háseti á sumrin með námi.“ Venjulegt fólk í djúpri laug Innan fjölskyldunnar bera út- gerðarmálin hvað hæst þegar menn taka tal saman, að sögn Þorsteins, en auk þess er mikið rætt um hand- bolta, fótbolta og golf, enda hefur íþróttaandinn fylgt fjölskyldunni alla tíð. Viktor Helgason þótti á sín- um tíma til að mynda mjög efnilegur á vellinum. Hann spilaði knatt- spyrnu með ÍBV og gerði þá síðan að Íslands- og bikarmeisturum sem þjálfari liðsins. Þorsteinn sonur hans æfði sömuleiðis bæði fótbolta og handbolta, færði sig svo alfarið yfir í handboltann og spilaði bæði með ÍBV og Aftureldingu í Mos- fellsbæ. „Ég stæði varla í þessari útgerð öðruvísi en að hafa gaman af því, þó stundum komi tímar sem fela í sér stöðugt áreiti og mikið neikvæði, en það er einmitt það sem er leiðinleg- ast við þetta starf,“ segir Þorsteinn, sem tók við daglegum rekstri fjöl- skyldufyrirtækisins á haustmánuð- um 1998. „Maður kemur inn í þetta umhverfi fullur af orku, en opnar svo varla fyrir útvarp eða sjónvarp án þess að einhver sé að bölsótast út í fiskveiðistjórnunarkerfið og níða það niður. Allir útgerðarmenn eru settir undir einn hatt og þeir dæmd- ir sem hálfgerðir glæpamenn. Mín skoðun er sú að það sé ennþá þörf fyrir okkur Íslendinga að hafa fólk, sem vill starfa í kjarnagreininni okkar. Við erum hinsvegar bara venjulegt fólk svamlandi í djúpri laug að reyna að gera okkar besta.“ gang join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.