Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 19
ember í samstarfi við slökkviliðin í landinu, þar sem samræmd fræðsla um eldvarnir fer fram. Síðustu ár hafa slökkviliðsmenn farið árlega í yfir 190 grunnskóla víðs vegar um land þar sem „við erum með beinan boðskap fyrir yfir 5000 þriðju bekkinga, á landsbyggðinni erum við reyndar með fræðslu fyrir alla sem vilja auk þess sem við dreifum almennum forvarnarboðskap með Morgunblaðinu inn á heimili einu sinni á ári.“ Hann segir mikið starf að skipu- leggja og vinna að fræðslu skóla- barnanna, sem LSS heldur utan um í samstarfi við slökkviliðin á hverjum stað, en það sé mjög gef- andi. „Svo erum við með sérstaka for- varna- og fræðsludeild LSS vegna þess að mikil þörf var á því að fyr- irtæki og stofnanir fengju slíka þjónustu og við vissum að menn vildu fá slökkviliðsmann með bæði reynslu og þekkingu í heimsókn til að fara með eldvarnafræðslu.“ LSS byrjaði með forvarnar- og fræðsludeildina 1991 í samstarfi við Slökkvilið Reykjavíkur, þegar tveir menn sinntu verkefninu, en leið- beinendur eru nú sex. „Við höfðum mjög samstæða sýn á það að kröf- urnar væru að aukast svo mikið varðandi forvarnir í fyrirtækjum að full ástæða væri til þess að styrkja starfið hér á þessu svæði og hvetja menn til að koma að starfi lands- sambandsins í þessum efnum, utan síns reglubundna vinnutíma.“ Um 3000 manns taka nú þátt í námskeiðum þessum í fyrirtækjum og stofnunum árlega. Þá sér LSS um fræðslumál í leikskólum í Reykjavík; kennslu, rýmingaræf- ingar og gefur út efni sem dreift er jafnhliða. Vert er að geta þess að formaður LSS er jafnframt framkvæmda- stjóri þess í fullu starfi, einn fulltrúi á skrifstofu er í tæplega heilu starfi og einn umsjónarmaður er með forvarnardeildinni. Þessir þrír eru launaðir starfsmenn lands- sambandsins, en félagar vinna að auki mikið sjálfboðaliðastarf. Góð viðbrögð Félagsvísindastofnun Háskólans gerði könnun fyrir LSS árið 1999 um viðhorf almennings til eldvarna og til starfa landssambandsins að forvarnarmálum og „þótt ég sé bjartsýnn að eðlisfari komu nið- urstöðurnar mér á óvart,“ segir Guðmundur Vignir. „Yfir 90% landsmanna þekktu til dæmis forvarnarstarfið og jafn- framt kom fram hvatning um að við héldum áfram á sömu braut. Ég átti von á 50-60% en niðurstaðan var ótrúleg og kom okkur þægilega á óvart.“ Fráfarandi formaður og fram- kvæmdastjóri LSS segir margt hafa breyst við starf slökkviliðs- mannsins á síðustu árum. „Þegar ég kem inn í liðið 1976 voru launa- kjör mjög léleg og menn þurftu að bæta sér það upp með annarri vinnu. Iðnmenntun er grunnkrafa í starfinu og menn voru eitthvað að vinna við sín störf til hliðar, það er ekkert launungarmál. Þetta um- hverfi er gjörbreytt. Menn eiga fullt í fangi með að standast allar þær kröfur sem gerðar eru til starfsins í dag. Þetta er mjög ánægjuleg þróun, sem við höfum hvatt til og staðið að með stjórn- endum slökkviliðanna og viðsemj- endum okkar.“ Á nýafstöðu þingi LSS í Mun- aðarnesi, þar sem stofnfundurinn var líka haldinn fyrir 10 árum, voru samþykktar ýmsar ályktanir og samþykktir varðandi brunavarnir, björgunarþjónustuna í landinu, sjúkraflutninga og umferðarörygg- ismál og fleira í þeim dúr. Þar var nýr formaður LSS kjörinn í stað Guðmundar Vignis, Vernharð Guðnason úr Slökkviliði höfuðborg- arsvæðisins bs. Starf slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingamannsins er þess eðlis að við- komandi óskar þess ætíð að hafa sem minnst að gera. „Við höfum verið við mörg dánarbeð, erum oft með fólki undir alls kyns viðkvæm- um kringumstæðum. Starfið veitir okkur því mikla innsýn í líf fólksins í landinu, bæði á gleði- og sorg- arstundum.“ Guðmundur bendir á að þjónusta slökkviliðanna hafi breyst mjög mikið í áranna rás. Starfið snúist ekki einvörðungu um að slökkva eld og flytja sjúka. „Þetta er orðið mjög alhliða björgunarþjónusta og bara það að halda sér við, eins og við höfum lagt metnað í, er mikil vinna. Slökkviliðsmenn eru í raun afar uppteknir í verkefnum við sí- og endurmenntun, auk margvís- legra þjónustuverkefna.“ Sem dæmi eru ríflega 20 menn á vakt hverju sinni á höfuðborgar- svæðinu. Hann nefnir að á hverjum sólarhring sjái þeir auk slökkvi- og björgunarstarfa um 40 til 50 sjúkra- og neyðarflutninga, þ.m.t. flutning fólks milli sjúkrastofnana - sem eru um 20 þúsund flutningar á ári „en þessi mannskapur sinnir jafnframt móttöku, úrvinnslu, við- haldi á tækjum og búnaði og þrif- um, auk endurmenntunar sem áður er getið, þannig að í raun og veru eru ekki margar hvíldarstundirnar sem menn eiga. Enda eru menn ekki í þessu starfi til þess að hvíla sig.“ Guðmundur gengur sáttur frá formennsku í LSS. „Ég leit alltaf á þetta starf mitt sem sérstakt verk- efni og það hefur verið mjög gaman að vinna að því í rúm 10 ár. Það er mikið af dyggum og metnaðarfull- um mönnum víðs vegar í sveitar- félögum, slökkviliðsstjórum, slökkviliðs- og sjúkraflutninga- mönnum, menn, sem hefur verið gefandi að fá að vinna með, sem hafa sterkan félagslegan og fagleg- an metnað og það hefur verið mikil eindrægni og samstaða í því ferli sem 10 ára brautarganga LSS hef- ur verið. Nú lít ég svo á að við séum að skipta svolítið um gír. Uppbygging félagsins er að baki og bjart framundan og nú getur ný forysta einbeitt sér enn frekar að fjölmörgum spennandi úrlausnar- efnum m.a. í menntunar- og fag- málum starfstéttarinnar.“ skapti@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 19 Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is HÁGÆÐI Á ÓTRÚLEGU VERÐI! ÁRANGUR SÍÐUSTU SAMNINGAFERÐAR HEIMSKLÚBBSINS BARCELONA FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST. PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400 Ein fallegasta borg Evrópu og mörgum finnst hún skemmtilegasta borgin. Lifandi, iðandi af mannlífi víðs vegar að, götumarkaðir, tískuhús, leikhús götunnar á Römblunni ótrúlegra en orð fá lýst, kaffihúsin, fjölþjóðlegir veitingastaðir, listsýningar, ópera, tónleikar, leikhús, frábær skemmtun og listræn upplifun í senn. Þú stendur augliti til auglits við verk snillinganna Gaudis, Miro og Picasso í byggingarlist og myndlist. Þetta er borg nútímans og hvers kyns lystisemda - í mátulega langri ferð. TILBOÐSVERÐ: SÆLUVIKA Í BARCELONA 14. SEPT. BEINT FLUG, VIKUDVÖL Á VÖNDUÐU HÓTELI Í MIÐBORGINNI FYRIR ÁÐUR, ÓÞEKKT TILBOÐSVERÐ KR. 98.600.- (innif. beint flug, toppgisting m. morgunv. 7 nætur, þjónustugj., flugvallarsk., íslensk fararstjórn) TAKMARKAÐUR SÆTAFJÖLDI. TRYGGDU ÞÉR SÆTI STRAX Í FERÐ, SEM STENDUR UPPÚR! GALLERY HÓTEL Mjög glæsilegt 4* hótel í klassískum stíl, rétt við Rambla Catalunia. Öll þægindi eða HILTON/MERIDIEN VEIÐIÞJÓNUSTAN Strengir, sem hefur m.a. Hrútafjarðará, Hvolsá/Staðarhólsá, Breiðdalsá, Minnivallalæk og Seglbúðasvæði Grenilækjar á leigu eða í umboðs- sölu, hefur bryddað upp á nýrri þjónustu í veiðihúsum sínum. Í veiðihúsum allra svæðanna, að Breiðdalsá undanskilinni, hefur verið komið upp fluguhnýtinga- hornum með önglum og öllum öðrum grundvallarbúnaði. Um er að ræða sérhönnuð hnýtingaborð með skrúfstykki. Að sögn Þrastar Elliðasonar, eig- anda Strengs, er þetta þjónusta við veiðimenn og þeim að kostn- aðarlausu. „Við gerum þetta í samvinnu við verslunina Veiði- hornið sem leggur til efni, tól og tæki. Þetta hefur mælst vel fyrir, t.d. í Minnivallalæk þar sem veitt hefur verið síðan 1. maí. Menn hafa setið við borðið og hnýtt og hnýtt,“ sagði Þröstur. Veiðidagur fjölskyldunnar Veiðidagur fjölskyldunnar er í dag, sunnudaginn 23. júní. Lands- samband stangaveiðifélaga stend- ur fyrir deginum í samvinnu við veiðiréttarhafa. Að sögn Ragnars Hólm Ragnarssonar hjá LS er markmið Veiðidags fjölskyldunn- ar „að hvetja fólk til að drífa sig af stað saman í veiðitúr, njóta þess í eina dagstund að renna fyrir góm- sætan vatnafisk í hinni stórbrotnu íslensku náttúru og kynnast um leið þeirri skemmtilegu tóm- stundaiðju sem stangaveiðin er.“ Þau vötn þar sem endurgjalds- laus veiði verður leyfð eru: Elliða- vatn, Meðalfellsvatn, Geitabergs- vatn, Þórisstaðavatn, Eyrarvatn, Langavatn á Mýrum, Hítarvatn, Vatnasvæði Lýsu, Haukadals- vatn, Hnausatjörn, Höfðavatn, Vestmannsvatn, Botnsvatn, Langavatn í Reykjahverfi og Kringluvatn, Urriðavatn í Fellum, Langavatn, Krókavatn, Víkurflóð, Höfðabrekkutjarnir, Heiðarvatn, Þingvallavatn fyrir landi þjóð- garðsins og Kleifarvatn. Í flestum veiðibúðum og á bensínstöðvum Olís má finna sérstakan kynning- arbækling um Veiðidag fjölskyld- unnar. Veiðimaður við hnýtingarborðið í veiðihúsi Minnivallalækjar. Morgunblaðið/Golli Veiðidagur fjölskyldunnar er í dag. Þingvallavatn er einn af þeim stöðum þar sem leyft verður að veiða endurgjaldslaust. Frítt að veiða í 23 vötnum ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.