Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SKAMMT sunnan við álveriðí Straumsvík stendur fal-lega uppgert bárujárnshússem nefnist Gerði, fyrrumhjáleiga frá Þorbjarnar-
stöðum í Hraunum.
Húsið er nú í eigu Ísals
en var eitt sinn sumar-
hús Ragnars Péturs-
sonar kaupfélagsstjóra
í Hafnarfirði og fjöl-
skyldu hans. Á meðan
Gerði var enn bújörð
bjuggu þar m.a. Guðjón
Jónsson frá Setbergi
og Stefanía kona hans,
ásamt tveimur sonum
og fóstursyni. Gerði fór
í eyði líkt og fleiri jarðir
í Hraunum um 1930.
Milli Gerðis og Þor-
bjarnarstaða eru ein-
stakar ferskvatnstjarn-
ir sem draga nafn sitt af kotunum
sem stóðu við þær. Gamlar leiðir
liggja suður í Almenning frá kotun-
um og hér verður greint frá einni
þeirra, Gerðisstíg, sem á upptök sín í
heimatúni Gerðis. Leiðin liggur upp
með Brunanum, sem margir kalla
Kapelluhraun, til suðurs að Efri-
Hellum og Gjáseli, þar sem hinn eig-
inlegi Gerðisstígur endar.
Upphaf Gerðisstígs er neðan bæj-
arhólsins og tófta gömlu gripahús-
anna. Hann liggur í gegnum gerðið,
sem er hlaðinn varnargarður heima-
túnsins og yfir Alfaraleiðina. Hægt
er að nálgast stíginn frá Þorbjarn-
arstöðum með því að ganga suðaust-
ur fyrir tjarnirnar. Alfaraleiðinni er
fylgt stuttan spöl til austurs í áttina
að Brunanum, að hraunhrygg þar
sem Gerðisstígur liggur til suðurs.
Hann hefur verið auðkenndur að
hluta með stikum sem merktar eru
Byggðasafni Hafnarfjarðar og því
auðvelt að feta sig eftir honum að
Efri-Hellum. Leiðin þangað tekur
um 1–2 tíma eftir því hve hratt er
farið og rétt að gera ráð fyrir öðrum
eins tíma til viðbótar ef
haldið er alla leið í Gjá-
sel.
Á vinstri hönd, aust-
an Gerðisstígs stendur
uppmjó varða sem vís-
ar á stíginn sem liggur
um Hólaskarð milli
vesturbrúnar Brunans
og nokkurra hraunhóla
á hægri hönd. Selja-
hraun, þunn hraun-
þekja sem var farar-
tálmi áður en gata var
rudd í gegnun hraunið
í fyrndinni, tekur næst
við. Handan þess er
Seljatún, lítil gróin flöt
sem varla er sjáanleg lengur. Þar
mun hafa verið dálítið slægjuland í
eina tíð. Áður fyrr stóð áberandi
kennileiti upp úr landinu framundan,
Þorbjarnarstaðarauðimelur. Meln-
um var mokað upp á vörubílspalla á
sjötta og sjöunda áratug 20. aldar og
efnið úr honum nýtt sem fyllingar-
efni í götur og húsgrunna. Norðan
Rauðamelsins eru Neðri-Hellar
skammt frá Rauðamelsklettum,
lágri klettaþyrpingu og vestan
þeirra eru brekkur sem kallast Enn-
in. Stígurinn liggur suður frá nám-
unni eða melnum eftir ruddri slóð að
Efri-Hellum og stefnir á klett sem
líkist stórri hraunhellu. Á leiðinni
þangað blasir hús Skotíþróttafélags
Hafnarfjarðar við á vinstri hönd rétt
ofan Brunabrúnarinnar, en neðan
þess er Rauðamelsrétt, fallega hlað-
in í skjólgóðum krika sem myndast
hefur við Brunabrúnina.
Þegar komið er að Efri-Hellum
sjást fjárhellarnir fyrir útigangsféð
frá Gerði og Þorbjarnarstöðum. Féð
hefur gengið inn í annan hellinn frá
suðri, en hinn úr norðurátt. Hægt er
að skríða í gegnum annan hellinn, en
hvorugur þeirra er manngengur
frekar en aðrir fjárhellar í Hraunum.
Nokkrir einkennandi stapar standa
upp úr Brunanum sem skiptir um
nafn á þessum slóðum og nefnist
Brenna, þar sem brunatungan geng-
ur til vesturs ofan Efri-Hella við
Brennuhól. Guðmundur Bergsveins-
son í Eyðikoti, hjáleigu frá Óttars-
stöðum, sótti sér hellugrjót í kvarn-
arsteina í Brennuna seint á nítjándu
öld. Setti hann mosa á bak sér til að
hlífa því er hann bar hellugrjótið
heim í Eyðikot.
Hér sleppir stikunum og þeir sem
ætla að halda förinni áfram verða að
treysta á hyggjuvitið. Framundan er
Kolbeinshæð með Kolbeinshæðar-
vörðu, en áður en komið er á þennan
lága hraunhrygg er gengið framhjá
annarri vörðu sem vísar á ágætis
haglendi. Hraunið á milli Rauðamels
og Kolbeinshæðar nefnist Gráhellu-
hraun. Það er vel gróið umhverfis
Kolbeinshæð og sunnan í hæðinni
vestanverðri er Kolbeinshæðarskjól,
forn smalaskúti. Það mótar enn fyrir
föllnum hleðslum framan við skút-
ann sem reft var yfir áður fyrr, en
þekjan er löngu fallin. Stígurinn er
óglöggur þar sem hann liggur til
suðurs um skarð í áttina að Lauf-
höfðahrauni. Kjarrið þéttist eftir því
sem nær Laufhöfða dregur. Frá hon-
um er stuttust spölur suður í Gjásel
sem stendur á Gjáselshæð, lágri gró-
inni hraunhæð. Norðan hæðarinnar
er gömul kví í litlu jarðfalli og þegar
komið er upp á hæðina sjást tóftir
selsins, sem hefur líklega farið í eyði
á síðari hluta 19. aldar. Við selið er
niðurgrafið vatnsból, sem er fremur
lítið og slæmt enda þornar í því bæði
að vetri og sumri.
Þegar horft er í suðvestur blasir
Litlaholt við milli Straumssels og
Hafurbjarnarholts, en svo nefnist
hæðin sem hæst rís og þekkist á því
að þar er steyptur landmælinga-
stólpi. Þar var áður landamerkja-
varða, Hafurbjarnarholtsvarða sem
markaði skilin milli Þorbjarnar-
staða- og Straumslands.
Óttarssel auðkennt með selsvörðu
Hinn eiginlegi Gerðisstígur endar
í Gjáseli, en hægt er að halda áfram
og fylgja Hrauntungustíg til suðurs í
áttina að Sveifluhálsi allt til Krýsu-
víkur. Einnig er hægt að fara í vest-
ur og freista þess að rekast á
Straumssel, sem þekkist m.a. á
hlöðnu gerði og Straumsselsvörðu
efst á Straumsselshöfða og þaðan
áfram í Óttarsstaðasel sem er einnig
auðkennt með selsvörðu.
Þeir sem eru búnir að fá nóg halda
frá Gjáseli til norðausturs út á
Krýsuvíkurveg. Þá er stefnan tekin á
Ásfjall ofan Hafnarfjarðar og gengið
norðan skógræktargirðingar sem
umlykur 50 hektara landsvæði sem
Björn Þorsteinsson, Broddi Jóhann-
esson, Þorbjörn Sigurgeirsson og
Marteinn Björnsson fengu til rækt-
unar og girtu 1955. Fljótlega er kom-
ið í Hrauntunguna sem Hrauntungu-
stígur liggur um og honum fylgt að
námasvæðin í Háabruna norðan
Rallýkrossbrautarinnar. Fyrrum lá
ruddur vegaslóði í gegnum úfið
hraunið í áttina að bænum Ási, en
þegar Skógrækt ríkisins leyfði efn-
istöku í landi sínu á níunda áratugn-
um var þessi forni slóði eyðilagður á
stórum kafla. Sjálf Hrauntungan
vestan Háabruna er vaxin birki-
trjám, víðikjarri, einibrúskum og
lyngi á milli efri og neðri skolta
hrauntungukjafts. Hrauntungustíg-
ur liggur annarsvegar í áttina að
Hamranesi, um Helludal og Ásflatir
að bænum Ási sem stóð undir Ás-
fjalli, og hinsvegar framhjá Forna-
seli og Fjallinu eina, yfir Sveifluháls
um Ketilstíg til Krýsuvíkur.
Á slóðum Ferðafélags Íslands
Ferðafélag Íslands og Umhverfis- og útivistarfélag
Hafnarfjarðar hafa átt með sér samstarf um
gönguferðir á síðustu árum og hefur Jónatan
Garðarsson verið fararstjóri. Hér lýsir hann einni
slíkri ferð um Gerðisstíg sem er gömul smalaleið
við Kapelluhraun.
!
#
$
!
" #
$
#
#
% # '
(
!
"
$
$
)#
!
"
!
' *
Höfundur er formaður Umhverfis- og
útivistarfélags Hafnarfjarðar.
Gerðisstígur hefst við túngarð Gerðis, gamla býlisins skammt sunnan álversins í Straumsvík, sem
sómir sér vel eftir að húsið var gert upp.
Ljósmynd/ Gerður Steinþórsdóttir
Birkikjarrið í Almenningi hefur tekið við sér eftir að beit lagðist að mestu af í Hraunum. Horft í áttina að Helgafelli ofan
Hafnarfjarðar, Lönguhlíða og Þríhnúka.
Það eru um 3 km að Gjáseli sem Gerðisstígur liggur að. Selhóllinn er greinilegur þegar komið er að
honum og við seltóftirnar er gott að hvíla lúin bein og njóta útsýnisins.
Gerðisstígur í
Hraunum við
Straumsvík