Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 24

Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 24
24 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AF MYNDINNI sem hérbirtist af viðmælandablaðsins munu margirþekkja Ingu Þóru úrGettu betur spurninga- þáttum Ríkissjónvarpsins þar sem hún var framtakssöm í keppnisliði Menntaskólans við Hamrahlíð. Inga lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og réðist í verkefni sem margur hefði væntanlega ekki leikið eftir. Yfir- skrift verksins er Frelsi frá óhóflegri frjósemi og blaðamanni lék forvitni á hvernig Inga fékk áhuga á umræddu verkefni. „Vorið 2001 var ég í námskeiði í sagnfræðinni sem heitir Íslands- og Norðurlandasaga 3 hjá Gunnari Karlssyni. Þar átti m.a. að skrifa rit- gerð og meðal ritgerðarverkefnanna sem Gunnar stakk upp á var tilfinn- ingaréttur, sem fól í sér athugun á lögum og slíku sem settu takmörk á einkalíf fólks. Einnig hafði Gunnar áhuga á að athuga hvernig upphafinu að fræðslu um getnaðarvarnir hafi verið háttað. Mér þótti þetta spenn- andi ritgerðarefni og fór að vinna í því. Þegar ég fór að athuga upphaf fræðslunnar um getnaðarvarnirnar sá ég að þarna var mikið óathugað og það gæti orðið forvitnilegt að athuga betur sögu getnaðarvarna á Íslandi. Og þegar ég fór að huga að því hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur í BA-verkefninu, þá þótti mér fýsilegt að velja sögu getnaðarvarnanna sem efni.“ Fræðslurit um getnaðarvarnir Um inntak ritgerðarinnar segir Inga Þóra þetta: „Megininntakið er umfjöllun um hin ýmsu fræðslurit um getnaðarvarnir sem komu út frá þriðja áratugnum til áttunda áratug- arins, elsta ritið frá 1928 og það yngsta frá 1971, og þau rök sem þar koma fram fyrir notkun getnaðar- varna. Einnig tala ég svolítið um hlutina erlendis, ennfremur um laga- setningu 1935 sem m.a. fjallaði um fræðslu um þungunarvarnir. Ég tek fyrir umræðu lækna um getnaðar- varnir á fjórða áratugnum og svo kem ég inn á skort á heimildum. Rit- gerðin er að nokkru leyti ekki heil- steypt og má segja að undirtitillinn lýsi henni mjög vel, Þættir úr sögu getnaðarvarna og fræðslu um þær.“ Var þetta skemmtilegt verkefni og e.t.v. margslungnara en þú hugðir í fyrstu? „Þetta var skemmtilegt verkefni að því leyti að það sýndi mér fram á hversu sjálfsagðar við teljum getn- aðarvarnir vera í dag. Okkur finnst sjálfsagt að við getum sjálf stjórnað eigin barneignum. Við eigum ekki að þurfa að hafa þær áhyggjur að heilsu og fjárhag sé ógnað með of tíðum barneignum. Og þó. Verkefnið opn- aði líka augu mín fyrir því að margt sem hafi áunnist varðandi getnaðar- varnir mætti alveg betur gera vegna þeirrar miklu stjórnar sem getnaðar- varnir leyfa okkur að hafa á barn- eignum. Þetta er e.t.v. það sem ég lærði hvað mest á þessu verkefni og í raun kom mér þetta á óvart að verk- efnið skyldi kveikja hugsjónir. Ég verð líka að viðurkenna að mörg þau fræðslurit sem ég gluggaði í voru bráðskemmtileg aflestrar og ég átti bágt með að skella ekki upp úr þegar ég var að lesa sum þeirra á þjóðdeild Landsbókasafnsins. Auðvitað var þetta margslungnara en ég bjóst við og ég vona að fleiri sagnfræðingar eigi eftir að skoða þennan þátt Íslandssögunnar. Í haust verður víst námskeið á MA- stiginu sem fjallar um tilfinningarétt- inn og vonandi beinast sjónir þátttak- enda þar að getnaðarvörnum. Það er mörgum spurningum ósvarað og það væri rannsóknum á fyrirbærinu hollt að fleiri tækju það fyrir. Það eru mörg sjónarhorn sem hafa ekki verið athuguð og það er fullvíst að ein- hverjar heimildir hafi legið óbættar hjá garði í rannsókninni minni. Ég viðurkenni fúslega að ég krafsaði rétt svo í yfirborðið á þessu efni í ritgerð- inni minni.“ Var eitthvað sem kom þér skemmtilega, eða leiðinlega, á óvart við gagnasöfnun og úrvinnslu? „Eins og ég gat um áðan þá var mjög skemmtilegt að fara í gegnum öll fræðsluritin og í raun fróðlegra en ég bjóst við. Mörg ritanna frá þriðja og fjórða áratugnum eru mjög merki- leg og ættu stærri sess skilinn meðal gamalla fræðibóka á íslensku eins og Frjálsar ástir eftir Katrínu Thorodd- sen, útgefin 1931. En hins vegar var það miður að ég skyldi ekkert finna um það hvenær byrjað var að flytja inn getnaðarvarnir til Íslands. Það mætti e.t.v. reyna að rannsaka það betur til að komast að einhverri nið- urstöðu um það og þá væri e.t.v. hægt að bera þróunina á Íslandi betur saman við það sem gerðist erlendis.“ Skref í jafnréttisbaráttunni Inga Þóra er spurð um lærdóm sem draga mætti af ritgerðarsmíð- inni. Hún segir: „Ég fjalla eitthvað um það hér að framan en það er ekk- ert að því að leggja meiri áherslu á það að tilkoma getnaðarvarna hér á Íslandi var skref fram á við í jafnrétt- isbaráttunni. Það að vera ekki lengur upp á náð og miskunn móður náttúru komin með barneignir hefur haft sitt að segja um hefðbundið hlutverk konunnar. Og kannski skín það í gegn í ritgerðinni að það þarf mikið til að fræðsla um getnaðarvarnir geti talist viðeigandi.“ Hversu mikils virði er þetta frelsi sem nefnt er í yfirskrift ritgerðarinn- ar? „Frelsið frá óhóflegri frjósemi? Þetta er fengið úr grein, sem ég vitna í, eftir Reyni Tómas Geirsson, deild- arforseta Læknadeildar og forstöðu- lækni Kvennadeildar Landsspítal- ans-Háskólasjúkrahúss. Greinin heitir Pillan fertug og birtist í Læknablaðinu 11. tbl, 87. árg 2001, en þar segir Reynir eftir Sir Douglas Baird að frelsi frá óhóflegri frjósemi sé jafn mikilvægt og tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi. Ég er sam- mála þessu. Fyrir mér eru það sjálf- sögð mannréttindi að eiga þess kost, að eiga ekki á hættu að barn komi undir í hvert skipti sem karl og kona hafa samfarir. Í dag viðurkennum við kinnroðalaust að kynlíf er sjaldan stundað í því augnamiði til þess að geta börn og því er það meira en sjálfsagt að fólk viti hvernig megi komast hjá því sem og hafi nægan að- gang að úrræðum sem koma í veg fyrir það.“ En hvað með helstu kosti og galla frá ýmsum sjónarhornum? „Kostir þess að fólk njóti frelsis frá óhóflegri frjósemi eru ótvíræðir. Það sem flestir þeirra, sem voru í upphafi að hvetja til notkunar getnaðarvarna, bentu á var að það er slítandi fyrir kvenlíkamann að þurfa að þola hverja þungunina á fætur annarri. Á þeim tíma var það líka ofarlega í hug- um fólks að það að eiga mörg börn hafi oft í för með sér fátækt, svo að getnaðarvarnir voru, og eru e.t.v. enn, efnahagsúrræði. Í dag er það að hafa frelsi frá óhóf- legum barneignum frelsi frá því að eignast börn áður en maður er tilbú- inn að eignast börn, en þó tilbúinn að lifa kynlífi, enn fremur er það frelsi til að ráða fjölskyldustærðinni og hvenær á maður að eignast börn, ef maður hyggur á slíkt. Gallarnir? Hmmmmm.....já, með tilkomu áhrifaríkra getnaðarvarna, en þær hafa verið notaðar frá örófi alda án þess þó að teljast beint áhrifaríkar, hefur fólk meiri tækifæri til að stofna til skyndikynna, það get- ur byrjað að stunda kynlíf mjög ungt, stuðlað að fólksfækkun á svæðum þar sem þess má ekki við og svo framvegis. En ég vil nú halda fram að getnaðarvarnir, frelsið frá óhóflegum barneignum, séu ekki frumorsaka- valdurinn í þeim tilfellum. Getnaðar- varnir eru sjálfsagður hluti nútíma- lífstíls og það er öllum hollt að leggja áherslu á kostina fremur en gallana.“ Hollt að leggja áherslu á kostina fremur en gallana Inga Þóra Ingvarsdóttir lauk nýverið BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Lokaverkefni hennar var nokkurs konar saga getnaðarvarna í heimi hér. Guðmundur Guðjónsson guðm@mbl.is VIRK VÍSINDI Gunnar Karlsson prófessor í sagn- fræði var leiðbeinandi Ingu Þóru Ingvarsdóttur við gerð lokaverkefnis á BA-stigi. „Ég kenndi Ingu Þóru inngangs- námskeið í Íslandsögu 19. og 20. ald- ar í fyrravetur. Í námskeiðinu valdi hún sem ritgerðarefni það sem við kölluðum „tilfinningarétt“ á Íslandi á fyrri hluta 20.aldar. Þar kynntist hún spurningunni um hvenær getn- aðarvarnir hefðu orðið þekktar hér á landi, því það er vissulega hluti af réttinum til að fá að njóta tilfinninga sinna að þurfa ekki að forðast kynlíf af ótta við þungun. Ingu langaði að leita lengra að svörum við þeirri spurningu, það var algerlega hennar hugmynd,“ segir Gunnar. En sem leiðbeinandi, hvernig leið- beindirðu henni? „Ég gerði ekki mikið annað en að benda henni á hugsanlegar heimildir. Sumt af því bar lítinn árangur, svo sem eins og að leita að getn- aðarvarnartækjum í innflutningsskýrslum og vitnisburðum í skjala- safni landlæknis í Þjóð- skjalasafni. Það reynd- ist býsna snúið að finna heimildir um þetta efni. Svo las ég auðvitað uppkast að ritgerðinni og benti þá á það sem mér þótti enn einkum vanta.“ Kom útkoman þér á einhvern hátt skemmti- lega á óvart? „Af einstökum atriðum fannst mér skemmtilegast það svar í safni Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns að ráðið til að koma í veg fyrir getnað væri að láta heita nöfnum foreldra sinna. Ég hafði aldrei heyrt þetta og fannst það koma skemmti- lega þvert á þær klín- ísku getnaðarvarnir sem læknar voru að reyna að kenna fólki að nota. Sjálfur er ég alinn upp af fólki sem var fætt um aldamótin 1900, og það hafði, held ég, afar ófull- komnar hugmyndir um getnaðarvarnir. Og á þeim tíma þegar ég var að alast upp, um miðja 20.öld, voru hjón í sveitinni enn að eignast upp í 16 börn. Mér kom því ekki á óvart þó að það yrði djúpt á heimildum um getn- aðarvarnir í heimildum.“ Að láta heita nöfnum foreldra sinna Gunnar Karlsson NAFN: Inga Þóra Ingvarsdóttir, f. 23. júní 1979. FÆÐINGARSTAÐUR: Reykjavík. FORELDRAR: Gíslína Björns- dóttir og Ingvar Christiansen. MENNTUN: Stúdent af fé- lagsfræðibraut MH 1999. BA- gráða í sagnfræði frá HÍ. ATVINNA: Starfar við Bókasafn Kópavogs. Fræðimaðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.