Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HALLGRÍMSKIRKJA og Hall-
grímstorg verða vettvangur fjöl-
skrúðugra hátíðahalda í dag,
sunnudag, í tilefni af Jónsmessu,
hátíð Jóhannesar skírara. Marg-
breytileg dagskrá verður í boði
allt frá miðjum degi og til mið-
nættis. Hörður Áskelsson, kant-
or kirkjunnar og nýútnefndur
borgarlistamaður, hefur skipu-
lagt sérstaka tónlistardagskrá í
kirkjunni og Sigurbjörn Einars-
son biskup heldur fyrirlestur um
Jóhannes skírara, og kl. 23 hefst
miðnæturmessa.
Vinsældir miðnæturmessu á
Jónsmessunótt í Hallgrímskirkju
eru miklar. Undanfarin ár hefur
kirkjan verið full út úr dyrum við
þessar sumarbjörtu helgistundir
og nú í ár, þegar aðfaradag Jóns-
messu ber upp á sunnudag, þótti
tilvalið að slá upp allsherjar
veislu í kirkjunni og á torginu
fyrir framan hana af þessu tilefni.
Jónsmessuhátíð í Hallgríms-
kirkju verður því haldin í fyrsta
sinn á sunnudaginn kemur.
Hörður Áskelsson segir að
Mótettukór kirkjunnar hafi borið
hitann og þungann af skipulagn-
ingu og framkvæmd hátíðarinn-
ar, og sé um leið að safna fé til
kórstarfseminnar. „Það var kom-
in á þessi hefð að messa á Jónsmess-
unni, en það var herra Karl Sigur-
björnsson biskup sem kom þessum
sið á meðan hann var prestur hér. Frá
því að þessar messur hófust hefur sá
frasi lifað hér í kirkjunni að fara
syngjandi út í nóttina, en kórinn leiðir
söfnuðinn í söng út í nóttina í miðnæt-
urmessunum á Jónsmessu. Það hefur
nú oftast verið súld á þessu kvöldi, en
ekki miðnætursól eins og við erum
alltaf að bíða eftir, en við ætlum að
halda þessum sið áfram, alla vega þar
við upplifum hana. Við vildum nota
tækifærið til að halda þessa hátíð um
leið og kalla á fleira fólk og bjóða upp
á mat og tónlist, bæði í kirkjunni og í
safnaðarsal. Það verður andlegra efni
í kirkjunni sjálfri en léttara í salnum.“
Menn ættu að ganga saddir frá
kirkjunni, hvort sem þeir eru á hött-
unum eftir líkamlegri eða andlegri
fæðu og hvar svo sem þeir eru staddir
á lífsleiðinni. Hátíðardagskráin hefst
kl. 16.30 með klingjandi klukkuspili
frá Hallgrímskirkjuturni og síðan
verður boðið upp á allt það helsta sem
prýðir góða fjölskylduskemmtun, svo
sem andlitsmálun, hoppkastala,
krokket, ratleik og lúðrasveitar-
hljóma. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju og velunnarar kórsins
munu bjóða upp á gómsæta grillrétti
gegn vægu gjaldi.
Kl. 18 hefst málstofa um Jóhannes
skírara í norðursal kirkjunnar. Þá
mun Sigurbjörn Einarsson biskup
íhuga upphátt og deila með tilheyr-
endum hugsunum sínum um manninn
sem benti á Jesú og leið píslarvætti.
Hvert var hlutverk hans og hvert er
gildi hans tvö þúsund árum síðar?
Stjórnandi málstofunnar verður dr.
Sigurður Árni Þórðarson.
Klukkustund síðar hefst svo fjöl-
breytt tónlistardagskrá í kirkjunni.
Tveir af efnilegustu orgelleikurum
þjóðarinnar spila á hið glæsilega
Klaisorgel kirkjunnar, Mótettukór-
inn syngur og nokkrir félagar úr
kórnum láta ljós sitt skína í einsöng,
píanóleik og ljóðalestri. Hörður Ás-
kelsson, kantor kirkjunnar, sem var
útnefndur borgarlistamaður á
þjóðhátíðardaginn, stendur svo sann-
arlega í ströngu á Jónsmessuhátíð-
inni. Auk þess að stjórna Mótettu-
kórnum við nokkur tækifæri yfir
daginn leikur hann á orgelið með
trompetleikurunum Eiríki Erni Páls-
syni og Ásgeiri Steingrímssyni, en
þeir félagar hafa oft leikið saman í
Hallgrímskirkju.
Jónsmessuhátíð í Hallgrímskirkju
lýkur á viðeigandi hátt með miðnæt-
urmessu kl. 23. Sr. Jón Dalbú Hró-
bjartsson hefur hugvekju og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni
og sr. Guðnýju Hallgrímsdóttur og
leikmönnum. Mótettukór Hallgríms-
kirkju syngur undir stjórn Harðar
Áskelssonar. Að messu lokinni geng-
ur söfnuðurinn út í sumarnóttina og
ekki kæmi á óvart þótt Mótettukór-
inn byði upp á einn eða fleiri ættjarð-
arsöngva að skilnaði.
Hann á að vaxa, ég á að minnka
Fæðingardagur Jóhannesar skír-
ara, 24. júní, er ein af elstu hátíðum
kristinnar kirkju. Forsenda hátíðar-
innar er sótt til heilags Ágústínusar,
sem talinn er höfundur þessara orða:
Eins og dagarnir verða lengri
eftir fæðingardag Jesú Krists,
verða þeir skemmri eftir fæðing-
ardag Jóhannesar skírara.
Þannig minnir náttúran á orð
hans: Hann á að vaxa, ég að
minnka.
Jónsmessan er stundum köll-
uð ein af fjórum hátíðum Ljóss
Krists. Hinar eru jól og páskar
og Mikjálsmessa (29. sept). Þær
fella saman í eitt kirkjuárið og
almanaksárið, eða ár Krists og
ár náttúrunnar. Þannig helgar
Kristur allt árið. Á Jónsmessu er
ljósið skýrasta táknið. Jóns-
messan er þegar ríki ljóssins er
sterkast. Þá minnist kirkjan Jó-
hannesar, sem er fyrirrennari
Krists. Héðan af hnígur sól nátt-
úrunnar hægt og hægt til viðar.
Þannig á Jóhannes að minnka,
svo að Kristur megi vaxa. Að
fornri hefð er altarið og kirkjan
skreytt með mörgum ljósum og
rósum. Litúrgíiskur litur hátíð-
arinnar er hvítur.
Dagskrá hátíðarinnar
11.00 Messa
Sr. Jón Bjarman prédikar og
þjónar fyrir altari ásamt Jóni D.
Hróbjartssyni. Hópur úr Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur.
Orgelleikari: Hörður Áskelsson
16.30 Fjölskylduhátíð
Hátíðahöldin hefjast á klukknaspili
og ávarpi sr. Sigurðar Pálssonar. Á
Hallgrímstorgi verður ýmislegt í boði
fyrir börnin. Mótettukórinn verður
með grill á staðnum þar sem hægt
verður að kaupa veitingar.
18.00 Málstofa
Dr. theol. Sigurbjörn Einarsson
heldur fyrirlestur um Jóhannes skír-
ara í norðursal kirkjunnar. Stjórn-
andi málstofunnar verður dr. Sigurð-
ur Árni Þórðarson.
19.00 Orgelleikur
Guðný Einarsdóttir.
20.00 Orgelleikur
Ágúst Ingi Ágústsson.
20.30 Einsöngur í suðursal
Elmar Þór Gilbertson tenór, Guð-
mundur Vignir Karlsson tenór,
Sæberg Sigurðsson, bassi,
Brynhildur Ásgeirsdóttir, píanó.
21.00 Orgel og trompetar
Hörður Áskelsson, orgel,
Eiríkur Örn Pálsson og Ásgeir
Steingrímsson, trompet.
21.30 Píanóleikur í suðursal
Ragnheiður Bjarnadóttir,
Halldór Hauksson.
22.00 Kórsöngur
Mótettukór Hallgrímskirkju undir
stjórn Harðar Áskelssonar.
22.30 Ljóðalestur í suðursal
Silja Björk Huldudóttir,
Björn Thorarensen.
23.00 Miðnæturmessa
Gestir fara syngj-
andi út í nóttina
Úr Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Sverrir
Í HÚSI málaranna sýnir Ari Svav-
arsson 26 abstrakt expressjónísk
málverk unnin með akrýl á viðarplöt-
ur. Ari hefur starfað sem grafískur
hönnuður síðastliðin 15 ár og unnið að
myndlist samhliða því. Sýningin nefn-
ist „Augnablik“ og er fyrsta einkasýn-
ing listamannsins.
Abstrakt expressjónisminn á upp-
tök sín í Bandaríkjunum skömmu eft-
ir heimsstyrjöldina síðari. Hann
skiptist í tvo hluta. Annars vegar „At-
hafnamálverk“ (Action painting) og
hins vegar „Litaflæmismálverk“
(Colour Field painting). Vinnubrögð
Ara eru í anda athafnamálverksins,
en nálgun hans við myndflötinn er í
ætt við litaflæmismálverk, þ.e. opnir
fletir í takmörkuðum litum og jafnvel
tilbrigði við einn lit.
Yfirskrift sýningarinnar má sjá
sem tilvísun í hugmyndir litaflæmis-
málaranna um að málverk hafi hug-
leiðslugildi og geti lyft áhorfandanum
á æðra plan tilvistar í eitt augnablik ef
hann leyfir. Sú tilvísun er ekki endi-
lega ætlun listamannsins, en sam-
kvæmt fréttatilkynningu um sýn-
inguna er titill hennar skírskotun í
augnablikið þegar listamaðurinn veit
að málverk er fullunnið.
Textar eru stór þáttur í málverkum
Ara. Í því sambandi þykir mér ástæða
til að minnast á listamanninn Cy
Twombly sem hefur notað skrift til að
nálgast teikningu og málverk síðan á
sjöunda áratugnum. Twombly skrifar
ekki skiljanleg orð eða stafi heldur
notar hann óræða rithönd til að skapa
áhrifarík abstraktverk. Textar í verk-
um Ara hafa sjálfstæða merkingu en
lítið innihald. Þetta eru orð og setn-
ingar eins og „þolinmæði“ og „allt
hefur sinn gang“ sem listamaðurinn
ritar á myndflötinn með skrifstöfum.
Skriftin gefur textunum teiknigildi
frekar en tungumálagildi, en sam-
ræmist ekki efnistökum málarans né
brýtur þau upp. Textarnir og skriftin
gera málverkin „smart“ en skyggja á
þá dulúð sem býr í litunum. Ég hef
það á tilfinningunni að textarnir og
skriftin hafi meira með grafíska
hönnuðinn Ara Svavarsson að gera en
myndlistarmanninn.
Það er vissulega erfitt að meta
vægi hönnunar í málverki og halda
margir því fram að abstraktmálverk
sé ekkert annað en hönnun, þ.e. að
raða saman litum og formum á flöt.
Það sem hins vegar gerir abstrakt-
málverk að listaverki er hið ósýnilega
og ósnertanlega sem liggur handan
við yfirborð myndflatarins.
Morgunblaðið/Golli
Málverk Ara Svavarssonar: Hún ætlar að breyta heiminum.
Textar í litaflæmi
MYNDLIST
Málverk
Sýningarsalurinn er opinn fimmtudaga til
sunnudaga frá kl. 14–18. Sýningunni lýk-
ur 23. júní.
HÚS MÁLARANNA
ARI SVAVARSSON
Jón B.K. Ransu
ÞEGAR Margrét O. Leópoldsdótt-
ir ákvað að búa til heimagallerí í
gluggunum á húsi sínu á horni Vatns-
stígs og Veghúsastígs var það meðal
annars til að mæta þeim barlómi sem
hún taldi sig verða of oft vara við hjá
myndlistarmönnum og beindist gegn
skilningsleysi almennings. Til að
sanna að fólk væri ekki eins frábitið
óvenjulegri listsköpun og bölmóður-
inn vildi vera láta bauð hún kollegum
sínum að nýta gluggarými heimilis
síns undir heitinu Heima er best.
Gluggarnir vísa út að báðum stígum
gangandi vegfarendum til boða.
Rósa Sigrún Jónsdóttir hefur á
þeim stutta tíma sem liðinn er frá því
hún útskrifaðist fengist við stað-
bundna listsköpun, eða þá tegund
tækifærislistar sem sköpuð er fyrir
ákveðnar aðstæður. Gluggaverk
Rósu í Heima er best heita Sögur og
byggjast á frásögnum af hvers kyns
toga, mest þó fyndnum og fáránleg-
um, sem snerta húsið við Vatnsstíg
níu og íbúa þess forðum daga.
Sumt er í hreinum kjaftasögustíl en
annars staðar teygir sögusviðið sig út
og suður, upp í sveit, með tilheyrandi
lýsingum á húsbúnaði, húsdýrum og
öðrum ferfætlingum. Allur sá einka-
fróðleikur sem gjarnan er geymdur
bak við gluggatjöldin og varðveittur
sem helgasta leyndarmál er allt í einu
kominn á rúðurnar, vendilega skrif-
aður í prentstöfum með þykkum
merkipenna svo allir geti séð og lesið.
Þannig snýr Rósa Sigrún innhverf-
unni út og lokkar okkur gangandi
vegfarendur til að staldra við og lesa
það sem stendur á rúðunum.
Um leið og lesandinn stendur fram-
an við húsið og les veit hann ekki
nema einhver standi á gægjum bak-
við gluggatjöldin og fylgist með hon-
um. Njósnir hafa alltaf tilhneigingu til
að laða fram gagnnjósnir. Áður fyrr
lágu allir á línunni og fylgdust með
einkasamtölum fólks í símkerfi sem
bauð upp á hlerun. En sá sem hleraði
gat ekki komið í veg fyrir að einhver
fylgdist með hans eigin samtali.
Þannig endurspeglar þetta einfalda
verk aldagamlan tvískinnung, þar
sem allir kepptust við að fylgjast með
náunganum um leið og þeir reyndu að
halda sem mestu leyndu fyrir honum.
Gluggasögur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verk Rósu Sigrúnar í gluggum, Heima er best, við Vatnsstíg.
MYNDLIST
Heima er best, Vatnsstíg 9
Sýningin stendur til næstu mánaðamóta.
TEXTAVERK
RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson