Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ 23. júní 1992: „Augljóst er, að efnahagssamdrátturinn, sem mun fylgja í kjölfar aflanið- urskurðarins, sem fyrir dyr- um stendur, mun auka stór- lega kröfurnar á hendur ríkissjóði um hvers kyns fyr- irgreiðslu. Ríkisstjórnin ákveður ekki fyrr en í júlí, að hve miklu leyti hún muni fara að tillögum Hafrann- sóknastofnunar um nið- urskurð á þorskafla næstu þrjú árin. Þó verður að gera ráð fyrir því, að hann verði verulegur. Óljóst er því ennþá, hversu mikið áfallið verður og að hve miklu leyti unnt verður að draga úr því með veiðum vannýttra teg- unda, bættri nýtingu og ann- arri nýsköpun í atvinnulíf- inu.“ . . . . . . . . . . 23. júní 1982: „Tvö lítil atvik í ríkisfjölmiðlunum leiða hug- ann að misnotkun á aðstöðu. Pétur Pétursson, þulur, ákveður upp á sitt eindæmi að fella niður tvö orð úr aug- lýsingu. Segist hann hafa gert það, af því að hann hafi talið, að farið væri á svig við auglýsingareglur útvarpsins, þar sem auglýst væri, að rak- arastofa væri opin í verkfalli. Segist Pétur Pétursson líta á það sem skyldu sína „á við- sjárverðum tímum, eins og í verkföllum eða þegar deilur og æsingar eru uppi“ að vera með „opin augu og með öll skilningarvit vakandi“, þegar hann les auglýsingar. Í þess- ari árvekni felst það, að mati Péturs Péturssonar, að hann eigi að fella orð úr auglýs- ingum, þótt auglýsingastofa útvarpsins hafi samþykkt umræddan texta og látið borga fyrir hann. Páll Berg- þórsson, veðurfræðingur, notar tækifærið, þegar hann er að lýsa veðurhorfum í sjónvarpinu, til að láta í ljós þá skoðun sína, að vegna sól- arbirtu á Íslandi kynnu „stríðsglaðar konur úti í heimi“ að líta landið hýru auga „til að æfa sig á því í dásamlegri hernaðarárás og vinna sér lof og dýrð á ein- hverju öðru útskeri“. . . . . . . . . . . 23. júní 1972: „Um þessar mundir freista andstæðingar þátttöku Íslands í varn- arsamstarfi vestrænna ríkja þess enn einu sinni að koma á fót skipulögðum samtökum, sem að nafninu til eiga að vera óháð stjórnmálaflokk- um. Tilraunir af þessu tagi hafa verið gerðar áður, en án nokkurs árangurs, enda er það ekki vafa undirorpið, að mikill meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁBENDING VIÐSKIPTARÁÐHERRA JÁKVÆÐAR HORFUR Samkvæmt endurskoðaðri spáÞjóðhagsstofnunar eru horfur íþjóðarbúskapnum jákvæðar, þegar horft er til næstu missera. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur muni nema um 2,4% á næsta ári, samdráttur í þjóðarútgjöldum verði um 3,2% á þessu ári eða meiri en áður hafði ver- ið áætlað og að viðskiptajöfnuður verði hagstæðari en áður var talið. Hallinn muni nema um 8,1 milljarði eða um 1% af landsframleiðslu. Þá er gert ráð fyrir að verðbólgan á þessu ári verði um 2,3% og um 2,7% á milli áranna 2002 og 2003 en var 5% á milli áranna 2001 og 2002. Loks er áætlað að kaupmáttur launa muni aukast um 1,8% á milli ára. Allt eru þetta mjög jákvæðar vís- bendingar um að þjóðarbúskapurinn sé að ná sér á strik eftir samdrátt- artímabilið, sem hófst seint á árinu 2000 og stendur enn yfir. Það er ánægjulegt að allar líkur eru á að hagvöxtur aukist á ný á næsta ári. En af því tilefni er ástæða til að hvetja til þess að landsmenn gangi hægt um gleðinnar dyr, þegar birtir til á ný og þjóðin missi ekki taumhald á sjálfri sér, eins og hvað eftir annað hefur gerzt í góðæri. Samdráttarskeiðin sem fylgja miklu góðæri vegna ofþenslu í efna- hagslífinu eru þungbær fyrir marga, bæði fyrirtæki og einstaklinga. Þau leiða að vísu til þess að fyrirtæki og heimili eru knúin til að hreinsa til í eigin rekstri, draga úr eyðslu og auka hagræðingu. En þær umbætur eru dýru verði keyptar og eiga að geta verið reglulegur þáttur í rekstri fyr- irtækja og heimila en ekki björgunar- aðgerðir með óreglulegum hætti, þegar herðir að. Batnandi horfur eru jafnframt ánægjuleg vísbending um að þau hagstjórnartæki, sem stjórnvöld hafa yfir að ráða virka. Batinn sem horft er til byggist nefnilega ekki á ein- hverjum happdrættisvinningum, sem þjóðarbúinu hafa áskotnast, því að þeir eru engir. Spá Þjóðhagsstofnun- ar byggist ekki á því að stórfram- kvæmdir hefjist við virkjanir og álver vegna þess, að engar slíkar ákvarð- anir hafa verið teknar. Hún byggist heldur ekki á því að einhver stórkost- leg umskipti hafi orðið í sjávarútvegi vegna mikillar aflaaukningar. Það er því ljóst að batnandi tíð byggist fyrst og fremst á því, að grunnur þjóðarbúskaparins er traustari en áður og sú staðreynd gefur tilefni til bjartsýni, þegar til lengri tíma er litið. Í ræðu á ársfundi Byggðastofnunarí fyrradag sagði Valgerður Sverr- isdóttir, viðskiptaráðherra, m.a.: „Í fjármálafyrirtækjum er meginreglan sú, að afgreiðsla einstakra erinda eða lánveitingar eru á könnu fram- kvæmdastjóra/bankastjóra, en stjórn sinnir almennri stefnumótun, t.d. setningu almennra útlánareglna. Með setningu núgildandi laga um Byggða- stofnun var að nokkru leyti komið á hliðstæðri verkaskiptingu, þar eð heimild var sett inn í 11. gr. laganna þess efnis, að stjórn stofnunarinnar getur falið forstjóra að taka ákvarð- anir um einstakar lánveitingar. E.t.v. mætti ganga lengra í þessum efnum.“ Þetta er augljóslega rétt ábending hjá viðskiptaráðherra og vonandi fylgir Valgerður Sverrisdóttir þess- um hugmyndum eftir gagnvart nýrri stjórn Byggðastofnunar. Þessi stofnun er að verulegu leyti fjármálafyrirtæki og eðlilegt að þar sé fylgt svipuðum reglum og þróaðar hafa verið í bönkum og sparisjóðum, þar sem svonefndar lánanefndir gegna mikilvægu hlutverki. Breyttir starfshættir Byggðastofn- unar að þessu leyti mundu auka traust til þessarar stofnunar og stuðla að því að draga úr þeirri ímynd hennar að hér sé á ferðinni gamal- dags fyrirgreiðslustofnun, sem ástundi vinnubrögð, sem í raun til- heyri liðinni tíð. F réttir um að George Bush Bandaríkjaforseti hafi í upp- hafi þessa árs skrifað undir fyrirmæli til bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, um að steypa Saddam Hussein, for- seta Íraks, á laun hafa kunn- uglegan hljóm. Með skipun sinni heimilaði Bush leyniþjónustunni meðal ann- ars að beita valdi til þess að ná Hussein. Einnig var kveðið á um aukinn stuðning við andstæðinga Husseins bæði utan og innan Íraks í formi bein- harðra peninga, vopna, búnaðar, þjálfunar og upp- lýsinga. Aukin áhersla skyldi lögð á að safna sam- an upplýsingum í Írak, jafnt í stjórnkerfinu sem í þeim hópum samfélagsins, sem eru andvígir Huss- ein. Í skipuninni er að sögn kveðið á um að beita CIA og bandarískum sérsveitum á borð við þær, sem hafa verið að verki í Afganistan eftir hryðju- verkin, sem voru framin í Bandaríkjunum 11. sept- ember, og hefðu þær leyfi til þess að vega Hussein í sjálfsvörn. Þetta bar reyndar embættismaður til baka og sagði að bannið við að myrða erlenda leið- toga stæði. Það vekur athygli að gamli fréttahaukurinn Bob Woodward, sem flestir tengja afhjúpun Water- gate-hneykslisins á sínum tíma, fletti ofan af þess- um fyrirætlunum Bandaríkjamanna á síðum dag- blaðsins Washington Post. Woodward segir að þegar hafi tugir milljóna dollara verið veittir í hina leynilegu áætlun. Nýrri stefnu í varnarmálum þegar fylgt gagnvart Írak Bush hefur undanfarið verið að leggja drögin að nýrri stefnu í varn- armálum, sem kölluð hefur verið Bush- kenningin og felst í því að vera fyrri til að láta til skarar skríða. Hann lagði áherslu á þetta atriði í ræðu, sem hann flutti á þýska þinginu í maí, og út- listaði stefnuna með nákvæmari hætti í ræðu í West Point-herskólanum í upphafi þessa mánaðar. Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi forset- ans, sagði nýlega í viðtali að þarna væri um það að ræða að afstýra aðgerðum andstæðingsins og bætti við að sú staða gæti komið upp að ráðast þyrfti á andstæðinginn áður en andstæðingurinn réðist á þig. Rice nefndi hvorki einstök ríki né hryðjuverkasamtök í þessu sambandi, en ljóst er að þegar er verið að fylgja hinni nýju stefnu varð- andi Írak og ræður sú sannfæring Bandaríkja- forseta að Hussein sé að koma sér upp gereyðing- arvopnum mestu um það. Í samtali við breska blaðamanninn Trevor McDonald í apríl sagði Bush að það „versta sem gæti gerst væri að þjóð eins og Írak undir forustu Saddams Husseins yrði leyft að þróa gereyðingarvopn og slást í lið með hryðjuverkasamtökum þannig að hægt yrði að beita heiminn kúgun. Ég ætla ekki að láta það ger- ast“. Þegar Bush var spurður hvernig hann ætlaði að koma því til leiðar var svarið stutt: „Við skulum bíða og sjá.“ Afgerandi stuðningur er við skipun forsetans meðal forustumanna beggja flokka á Bandaríkja- þingi, þótt sumir segðu að Bandaríkjastjórn yrði að vera reiðubúin að grípa til víðtækari aðgerða ef ekki tækist að steypa Hussein á laun. Ekki er heldur sannfæring fyrir því innan Bandaríkja- stjórnar að þessar aðgerðir dugi til. Woodward segir að skipunin sýni að Bandaríkjastjórn sé nú tilbúin að setja peninga í stefnu, sem hingað til hafi aðeins verið fylgt eftir með afdráttarlausum yf- irlýsingum og málflutningi, og hefur eftir heim- ildum að aðgerðir CIA séu hluti af víðtækari áætl- unum um að steypa Hussein, þar á meðal að beita efnahagslegum þrýstingi og utanríkisráðuneytinu og víðtæk hernaðaríhlutun muni að lokum fylgja. Hann segir að í varnarmálaráðuneytinu sé verið að skoða ýmsa möguleika, þar á meðal innrás þar sem beitt yrði 200 til 250 þúsund hermönnum, en hún yrði ekki gerð fyrr en á næsta ári. Einn heim- ildarmaður hans segir að aðgerðir CIA séu eink- um til þess að undirbúa árás hersins. Markmiðið sé að átta sig á því hvar eigi að láta til skarar skríða og koma á tengslum við hina ýmsu framtíð- arleiðtoga og hópa, sem kynnu að taka við þegar Hussein væri á braut. Deilt um aðferðir til að koma Saddam Hussein frá Dagblaðið The New York Times birti í vik- unni fréttaskýringu þar sem því var haldið fram að menn væru ekki á eitt sáttir um hvernig ætti að fara að því að bola Hussein frá völdum. Eining væri um að láta á það reyna á næstu mánuðum hvort þær að- ferðir, sem fyrirskipaðar voru fyrr á árinu dugi til að koma honum frá, en margir í stjórninni ættu von á því að þær tilraunir muni misheppnast og ágreiningur væri um framhaldið. Blaðið hefur heimildir fyrir því að meðal borgaralegra embætt- ismanna í varnarmálaráðuneytinu, þjóðaröryggis- ráðinu og innan stjórnarinnar sjálfrar sé öflugur stuðningur við það að beita takmörkuðu hervaldi, það er nota sérsveitir sem starfi með andófshóp- um, sem fyrir eru í Írak, líkt og gert var í Afganist- an. Bandaríska herráðið, sem í sitja yfirmenn flug- hers, landhers og sjóhers Bandaríkjanna ásamt yfirmanni herráðsins, mun hins vegar vera þeirrar hyggju að munurinn á Írak og Afganistan sé slíkur að það sé barnalegt að ætla að slíkar aðgerðir dugi til. Þeir munu vera fylgjandi því að beita afgerandi hervaldi ef til þess komi að gerð verði árás og til þess þurfi minnst 200 þúsund hermenn. Þeir hafa hins vegar þungar áhyggjur af því að Írakar muni nota sýkla- eða efnavopn og óttast einnig að íhlut- un myndi hafa í för með sér að herinn yrði bundinn í Írak næstu árin eftir að Hussein yrði steypt. Í blaðinu segir að rætt sé um þrjár leiðir til að koma Hussein frá, í fyrsta lagi að veita óvinum hans gögn og upplýsingar í því skyni að innsti kjarninn í hernum geri uppreisn, í öðru lagi að styðja árás andstöðuhópa úr lofti og með takmörkuðum hætti á jörðu niðri og í þriðja lagi að Bandaríkjamenn geri innrás. Þessar þrjár leiðir útiloki hins vegar ekki hver aðra og til greina komi að byrja á þeim kostum, sem feli í sér takmarkaðri afskipti, áður en gengið verði svo langt að gera innrás. Ólíklegt talið að yfirmenn geri uppreisn Litlar líkur eru taldar á að fyrsti kosturinn, að yfirmenn í hernum geri uppreisn, gangi eftir, þótt hann kynni að vera vænlegastur. Reynt hefur verið að fara þá leið frá því að Persa- flóastríðinu lauk án þess að það bæri árangur. Þeir, sem styðja annan kostinn, sem snýst um það að sérsveitir komi sér fyrir í suðurhluta Íraks, lýsi yfir frísvæði þar og Bandaríkjamenn styðji síðan árás á Bagdad úr lofti, líta svo á að Hussein sé mun veikari fyrir nú en hann var í Persaflóastríðinu og andstæðingar hans geti treyst á það að liðsmenn í íraska hernum muni unnvörpum hlaupast undan merkjum. Þeir, sem efast um gagnsemi þess að fara þessa leið, segja að það sé óskhyggja að ætla að endurtaka sama leikinn og í Afganistan og benda á að mun meira jafnræði hafi verið með Norðurbandalaginu, sem Bandaríkjamenn studdu, og herafla talibana. Embættismenn segja líklegast að þriðji kosturinn verði á endanum ofan á og þá myndi bandaríski herinn og hugsanlega sá breski gera innrás í Írak. Umfang þeirrar aðgerð- ar yrði þó helmingi minna en í Persaflóastríðinu fyrir áratug. Samkvæmt The New York Times er enginn ágreiningur um það að skipuleggja verði eftirleikinn. Herráðið leggur áherslu á að nauð- synlegt sé að skilgreina hvað teljist sigur í Írak og ákveða hver eða hvað eigi að taka við af stjórn Husseins. Um leið verði að meta hvaða áhrif að- gerðir gegn Saddam Hussein hafi á stöðuna í Persaflóa og fyrir botni Miðjarðarhafs. Einu andstæðingar Husseins sem hafa yfirráð yfir landi og herafla eru Kúrdar. Stjórn Bush hef- ur verið að biðla til þeirra í tilraun sinni til þess að mynda bandalag andstæðinga Husseins. Í frétt í dagblaðinu USA Today í vikunni kemur fram að tvær fylkingar Kúrda, KDP og PUK, sem lengi hafa deilt, hafi fyrr í þessum mánuði ákveðið að starfa saman og nota 1,3 milljóna dollara styrk frá Bandaríkjamönnum til að efla heilsugæslu á yf- irráðasvæði sínu í Norður-Írak, en þessi öfl hafa sagt að þau séu andvíg hernaðarlegri íhlutun Bandaríkjamanna. Hingað til hafa Bandaríkja- menn látið peninga sem renna eiga til átaksins til að steypa Saddam Hussein í hendur hins svokall- aða Íraska þjóðarráðs (INC) sem hefur aðsetur í London og nýtur stuðnings í varnarmálaráðuneyt- inu og á Bandaríkjaþingi. INC er í raun sköpunarverk Bandaríkjamanna. Leiðtogi þess er Ahmed Chalabi, bankamaður, sem nam í Massachusetts Institute of Technology og hefur búið á Vesturlöndum undanfarin 20 ár. Á Bandaríkjaþingi heyrast þær raddir að Chalabi njóti ekki mikils stuðnings innan Íraks og fyrir vikið féllst Jesse Helms, þingmaður repúblikana og hæst setti fulltrúi þeirra í utanríkismálanefnd öldungadeildarinnar, á að hleypa fjárveitingu til Kúrdanna í gegn eftir að hafa staðið í vegi fyrir henni síðan í haust. Í grein í blaðinu Jordan Times í Jórdaníu var í vikunni sagt að INC hefði engan trúverðugleika í Írak, enda væru samtökin ekkert annað en leppur CIA. Það varð ljóst fljótlega eftir hryðjuverkin 11. september að Bandaríkjamenn hygðust beina sjónum sínum að Saddam Hussein. Írakar hafa nú verið beittir víðtækum efnahagsþvingunum í rúm tíu ár án þess að það hafi borið annan árangur en

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.