Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 35 Elsku amma. Núna ert þú komin á betri stað. Stað þar sem þér líður vel. Staðinn þar sem afi, Óli frændi og Inga bíða eftir þér. Þar verða án efa fagnaðarfundir. Við erum víst ekki eilíf og ferða- laginu verður að ljúka einhverntím- ann. Ég vil þakka þér fyrir þau ár sem ég fékk að þekkja þig og fyrir það, sem þú kenndir mér. Því mannsins hjarta er eins og umsetin borg, sem ár og dagar í vöku og svefni herja. Og jörðin á sér enga þá gleði og sorg, sem ást og minningum tekst til lengdar að verja. En hversu langt sem lífið haslar sér völl, í lokasókninni miklu þess viðnám bilar. Og dauðinn mun finna djásn okkar heil og öll þann dag, sem lífið herfangi sínu skilar. (Tómas Guðmundsson.) Guð geymi þig. Gunnhildur Árnadóttir. Það var bjartur morgunn nú í júní þegar Ásta kvaddi þetta líf. Heilsu hennar hafði hrakað síðustu misseri og þetta lokastríð stóð stutt. Það var ekki í hennar anda að gefast upp en nú var nóg komið, hún var sátt. Ég kynntist Ástu fyrir hartnær 20 árum þegar verðandi eiginkona mín, sonardóttir Ástu, kynnti mig fyrir henni. Hún hafði þá hætt störfum, var sest í helgan stein og bjó í lítilli íbúð sem bar vitni um hógværð og nægjusemi. Strit og átök fyrri ára höfðu sett mark sitt á hana en stutt var í glettni og bros. Hún las dagblöðin spjalda á milli, fylgdist með atburðum líðandi stundar og hafði skoðanir á öllu mögulegu og lá ekki á þeim. Hún var tónlistarunnandi, hafði yndi af blómum og tók þátt í félagslífi aldr- aðra á meðan heilsan leyfði. Ásta missti foreldra sína á ung- lingsaldri og sá sjálfri sér farborða eftir það eins og títt var um fólk af hennar kynslóð. Hún vann ýmis störf vítt um landið, þó aðallega í Reykjavík, og um tíma starfaði hún í Danmörku við saumaskap. Hún giftist Gunnari Stefánssyni sem lést í hörmulegu flugslysi árið 1951. Eftir stóð hún ekkja og móðir tveggja ungra barna þeirra Gunn- ars. Það er erfitt að gera sér í hug- arlund, nú á dögum allsnægta, að- stæður fjölskyldunnar á árunum sem í hönd fóru, en með seiglunni sem henni var í blóð borin og með aðstoð venslafólks tókst henni að koma börnum sínum til manns. Ég minnist Ástu á svölum íbúð- arinnar við Langholtsveginn, bað- andi sig í sólskininu á dögum eins og þessum nú í byrjun júnímán- aðar. Við kvöddum hana með blómum og tónlist. Guð blessi minningu Ástu Árna- dóttur. Rúnar.                               !" #   $ %                 ! "    #    $%   &'& & '   ()* +                          ! " #$# % &'#()                !    "#   # $     %  &'#   (  $ ) * $  # +"#",#     $   )%  -   $        *  )    .  /   0    % 1*22   '"" +,334# #* #!+,,' ") #!-  ! . *#+)# ( // 01  ! '2(, ( // ),01 "31 #*  ! %"#( ( // 4,5  ! 6#/(, #!+,/""# #1 *#/  ! #(+ #!+,/""#7                                              ! " # $$    " %             $ & $"  " '  '()                                 ! "#$    $    !"#$%%&   !"#$'  %%&  ' %() ' * %  %%&  +' ', () ' ' % #  %%&  -()' .)! %() ' /# - $'  %%&  0%(% 12 /#$() ' '  %%&  -" '(% - $'%() ' 3' 3 ' & 3' 3' 3 ' 2                           !     !"# ## $$      %#!!"# Elsku besti Elli frændi. Nú hefurðu kvatt okkur í bili og viljum við þakka þér fyrir allar ógleyman- legu stundirnar sem þú gafst okk- ur. Við munum geyma þær minn- ingar alla tíð. Þú varst okkur kærari en þú nokkurn tíma vissir, Elli minn. Slíkri góðmennsku og kærleik hafa fáir kynnst sem við fengum að kynnast hjá þér. Aldrei máttir þú aumt sjá hjá nokkrum manni og gafst þig allan í að hjálpa þeim sem í kringum þig voru. Bros þitt og hlátur lýsti best hvernig maður þú varst. Um- hyggjusamur og hjálpfús varst þú með eindæmum og alltaf varst þú til staðar þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur bræðrum. Við minnumst allra góðu gjafanna sem þú færðir okkur alltaf, hvort heldur sem það voru epli og appelsínur í kassavís á jólunum, stórar og fræðandi bækur eða risastór páskaegg. Alltaf kann- aðir þú vel hjá mömmu hvað hver vildi og skiptir alltaf jafnt á millri allra, því enginn mátti verða útund- an eða fá meira en hinn. Þú varst mikill göngugarpur og þér þótti vænt um landið þitt. Þú kenndir okkur líka að þykja vænt GUÐMUNDUR ELÍS GUÐMUNDSSON ✝ Guðmundur ElísGuðmundsson fæddist í Hafnarfirði 27. janúar 1942. Hann lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 11. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 18. júní. um landið okkar og tókst okkur oft með í hina ýmsu göngutúra, t.d. upp á Esjuna, en þar voru farnar fleiri en ein og fleiri en tvær gönguferðir með þér. Þá hringdir þú kannski kvöldið áður og spurðir hvort mað- ur vildi fara í fjallatúr, og passaðir svo vel upp á að maður væri með hlý föt, góða skó og nesti. Svo varstu náttúrulega alltaf með aukaeldsneyti ef vant- aði kraft, gamla góða síríussúkkul- aðið. Alltaf var gaman að heimsækja þig, og oftar en ekki var sögð saga, spilað á spil eða platan með Kaffi- brúsaköllunum eða Úllen dúllen doff sett á fóninn, því gamansamur varst þú og þótti þér þetta alveg jafngaman og okkur. Þú barst alltaf fyrst hag annarra fyrir brjósti og kappkostaðir að vera vinur vina þinna. Þess munu allir þeir sem þig þekktu alltaf minnast. Nú ert þú genginn, elsku vinur, frá okkur hér, en góðmennska þín mun lifa áfram þar sem þú ert og hjálpa öllum þar eins og hún hjálp- aði öllum hér. Þú ert í himnaríki og við vitum að þú hugsar hlýtt til okk- ar, eins og við hugsum til þín. Við söknum þín sárt, Elli frændi, og þú munt lifa í minningu okkar alla tíð. Þú varst besti frændi sem nokkur getur hugsað sér. Bræðurnir Hermann, Guðmundur Jón, Ísidór Hinrik og Elmar Daði. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.