Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 41
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
✝ Davíð Hálfdán-arson fæddist í
Stykkishólmi 15.
nóvember 1918.
Hann lést 13. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Málmfríður
Valentínusardóttir
og Hálfdán Eiríks-
son. Davíð var
yngstur sjö bræðra.
Hann fór ungur að
heiman og réðst
fljótlega til lögregl-
unnar í Reykjavík
þar sem hann starfaði síðan.
Fyrri kona Davíðs var Aldís Eyj-
ólfsdóttir. Þau
skildu. Dóttir
þeirra er Sigrún, f.
9. júlí 1950. Síðari
kona var Rannveig
Jónsdóttir, f. 19.
ágúst 1932, d. 8.
nóv. 1969. Börn
þeirra eru Þóra, f.
16. september 1958,
og Karl, f. 26. sept-
ember 1961.
Útför Davíðs
verður gerð frá Bú-
staðakirkju á morg-
un, mánudaginn 24.
júní, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
„Nú fækkar þeim óðum sem
fremstir stóðu,“ því fallinn er í val-
inn Davíð Hálfdánarson. Hann lést
á Landspítalanum 13. júní í fangi
barna sinna, Þóru og Karls. Davíð
var yngstur sjö bræðra sem ólust
upp saman í Stykkishólmi, en 12 ára
gamall fór hann alfarinn úr föður-
húsum og þurfti upp frá því að sjá
um sig sjálfur.
Fyrst fór hann að Stóru-Tungu á
Fellsströnd og síðan að Núpstúni í
Hreppum. Þaðan fór hann á
Íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal og lagði sérstaklega
stund á glímu og vann til margra
verðlauna í þeirri íþrótt.
Davíð hafði svo mikla og sterka
persónutöfra að eftir var tekið hvar
sem hann fór. Hann lét ekki fara
mikið fyrir sér en var fastur fyrir
þegar það átti við. Ungur réðst hann
til lögreglunnar í Reykjavík og
starfaði þar í rúm 40 ár. Af því sést
að ekki var hann að hlaupa á milli
starfa, enda var hann alla tíð góður
lögreglumaður. Hann þurfti ekki að
beita afli eða glímukunnáttu til að
sinna starfi sínu því að persónu-
töfrar hans og meðfædd rósemi
voru allt sem með þurfti.
Davíð var tvígiftur. Með fyrri
konu sinni, Aldísi Eyjólfsdóttur, átti
hann eina dóttur, Sigrúnu. Aldís og
Davíð skildu eftir skamma sambúð.
31. ágúst 1958 giftist Davíð aftur.
Síðari kona hans var Rannveig
Jónsdóttir, glæsileg kona sem hann
missti eftir ellefu ára hjónaband frá
börnum þeirra ungum, Þóru ellefu
ára og Karli átta ára. Upp frá því sá
Davíð einn um uppeldi þeirra og
kom þeim vel til manns.
Hann var ekki mikið fyrir að bera
sín mál á torg, en talaði oft um
hvernig Helgu Mogensen liði og
hvað þau hefðu haft fyrir stafni, en
hana mat hann mjög mikils öll þau
ár sem þau áttu samleið sem nánir
vinir eftir að hann var orðinn ekkju-
maður.
Davíð kom mjög oft heim til okkar
Þóru og samverustundir urðu marg-
ar. Við horfðum saman á íþróttir og
annað sjónvarpsefni og gripum
stundum í spil, spiluðum Kana.
Hann var nákvæmur í hvívetna og
vildi hafa hlutina í röð og reglu og þó
nokkuð væri um liðið frá því að hann
lét af störfum bar hann alltaf lög-
reglumerki upp á vasann. Mér þótti
gaman að horfa á lögreglumyndir
með honum í sjónvarpi, sérstaklega
þegar lögreglunni tókst vel upp. Þá
kom fallegt bros og hann kinkaði
kolli. Þetta sýnir þá virðingu sem
hann bar fyrir starfinu.
Kæri vinur, nú kveð ég þig með
söknuði. Þú varst mér mikill vinur
og þegar ég var slæmur af Park-
insonsveikinni hafðir þú alltaf mikl-
ar áhyggjur af mér, vildir allt fyrir
mig gera, þó þú gengir sjálfur ekki
heill til skógar. Nú ert þú genginn
til grænni haga en hélst reisn þinni
til hinstu stundar. Mig langar að
kveðja þig og þakka fyrir samfylgd-
ina með tveimur erindum úr ljóði
eftir Davíð Stefánsson, skáldið sem
þú mast öðrum skáldum fremur:
Nú fækkar þeim óðum, sem fremstir
stóðu,
sem festu rætur í íslenskri jörð,
veggi og vörður hlóðu
og vegi ruddu um hraun og skörð,
börðust til þrautar með hnefa og hnúum
og höfðu sér ungir það takmark sett:
að bjargast af sínum búum
og breyta í öllu rétt.
Það lýsti þeim sama leiðarstjarnan,
en lítið er um þeirra ferðir spurt.
allir kusu þeir kjarnann,
en köstuðu hýðinu burt.
Þeir fræddu hver annan á förnum vegi
um forna reynslu og liðna stund
og döfnuðu á hverjum degi
af drengskap og hetjulund.
(Davíð Stefánsson.)
Með vinarkveðju
Þórarinn Guðlaugsson.
Mér kom mjög á óvart snögglegt
andlát míns góða vinar, Davíðs
Hálfdánarsonar. Hann hafði að vísu
fyrir skömmu lent í að slasa sig á
mjöðm og þurfti í nokkurn tíma að
dvelja á sjúkrahúsi vegna skurðað-
gerðar. Hann var þó smám saman
að ná sér eftir þetta og kominn aftur
til síns fallega heimilis í Gullsmára.
En hinsta stund hans var upprunn-
in. Hjartað hætti að slá og hann leið
frá þessu jarðlífi í sátt og friði. Eftir
geymum við ljúfar og góðar minn-
ingar um Davíð.
Ég kynntist Davíð fyrir fjölmörg-
um árum þegar myndaðist djúp og
einlæg vinátta milli hans og Helgu
S. Mogensen. Hún var ekkja og
hann hafði verið fráskilinn alllengi.
Kona mín, Helga Sigfúsdóttir, Erna
Jónsdóttir og Helga Mogensen voru
allar fæddar seint á árinu 1923 á Ak-
ureyri. Þær urðu allar strax sem
börn nánar vinkonur og sú vinátta
hefur enst yndislega allt fram á
þennan dag. Og þar kom Davíð inn í
það samband sem góður gleðigjafi.
Þegar Davíð kom inn í líf Helgu
Mogensen þá kom hann til hennar
sem sólargeisli og síðan sem traust-
ur lífsförunautur. Davíð unni Helgu
og reyndist henni alla tíð ákaflega
vel, tillitssamur og ástúðlegur. Vin-
átta þeirra var djúp og einlæg og
þau nutu lífsins saman með virðingu
og hugulsemi hvort til annars. Öll-
um þótti vænt um Davíð. Ég get
ekki að því gert, en oft þegar ég var
með Davíð hér áður fyrr þá skaut
upp í huga minn mynd af persónu
Gunnars á Hlíðarenda eins og
greint er frá í Njálu, það er að segja
eðliskostir beggja. Davíð var ljós-
hærður, hár og þrekinn, sterkur,
fríður sýnum, háttvís og frómur í
máli og drengur góður. Þetta er
hverju orði sannara, en þar að auki
var hann oft mjög skemmtilegur,
glaður á góðri stund og söngelskur.
Hann hafði fallega tenórrödd og
hafði gaman af að taka lagið í góðra
vina hópi. Ljúfar minningar hrann-
ast upp – allar ánægjulegu heim-
sóknirnar hvert til annars, fé-
lagsskemmtanir og ferðalög út um
land, ekki síst norður í Eyjafjörð.
Og eftirtektarvert var hve Davíð
var fróður um landið okkar og minn-
ugur á sögustaði og atburði úr Ís-
landssögunni.
Á yngri árum var Davíð hraustur
og íþróttagarpur og hlaut verðlaun
fyrir afrek sín. Hann kom fyrr á ár-
um víða við í störfum sínum til sjós
og lands, en lífsstarf hans var þó hjá
Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þar
starfaði hann lengi, vinsæll og virt-
ur af samstarfs- og yfirmönnum sín-
um fyrir heiðarleika, dugnað og
drengilega framkomu.
Þegar ég heimsótti hann á spít-
alann skömmu áður en hann dó var
hann brosmildur og ljúfur eins og
ævinlega og leit björtum augum
fram á við, en nú veit ég að hann býr
í dýrðarbirtu almættisins. Og þá
kemur mér að lokum í hug það sem
Jónas kvað.
Flýt þér, vinur, í fegra heim.
Krjúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
Elsku Helga, ég bið guð að blessa
þig og sefa söknuð þinn. Og ég votta
þér og afkomendum Davíðs innilega
samúð mína.
Már Jóhannsson.
Elsku Davíð. Mig langar að minn-
ast þín með nokkrum orðum. Ég var
um 10 ára þegar mamma fór að læra
á bíl hjá þér og upp frá því hófust
ykkar kynni.
Ekki gekk nú alltaf vel hjá okkur
systrum með þennan nýja mann en
það breyttist fljótt þegar við kynnt-
umst þér betur. Alltaf varstu svo
góður og þolinmóður við okkur,
sama hvað gekk á. Ég minnist allra
ferðana okkar í Kaldbaksvík og
fleiri staða, ef stoppað var í sjoppu
keyptir þú alltaf litla kók í gleri, það
var best.
Samband ykkar mömmu var mjög
sérstakt, þið voruð bestu vinir, fé-
lagar og svo miklu meira. Söknuður
hennar er mikill. Stelpunum mínum
tókst þú eins og þínum eigin, alltaf
svo blíður og góður við þær.
Nú er afi Davíð dáinn.
Ég kveð þig með söknuði.
Guðrún.
DAVÍÐ
HÁLFDÁNARSON
!
" # $%%&
# $%! ' (
%%&
!
$" )*%' %%&
+ !" !
' %!
' (
!" "##$
"# % "#& '$ (# )#$
!*+ "##$ !,$ !$&
- ) . "#& !/#$
! 0!# "##$ ! 0 &
0&! 0
!"
!
# $ %#& '(&
)* + #& '', -&) $ '(&
# . -"#& '(&
, / "
!"#$
!
"# $%
&
' (!
)
)&
*
*%
*
*
*%
!"#$ %& '$ ( )*
*%+)* ,"+-)* .-" (%