Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 51

Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 51 DAGBÓK Opnun lögmannsstofu Við höfum opnað lögmannsstofu á þriðju hæð í Kirkjuhvoli, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík. Veitum alla almenna lögmannsþjónustu. HÞ Lögmenn Símar: 511 1812, 894 1813 og 892 1813. Netfang: logafl@logafl.is Þröstur Þórsson, héraðsdómslögmaður. Hanna Sigurðardóttir, lögfræðingur. HÞ Niðjamót í Þykkvabæ Afkomendur Guðrúnar Magnúsdóttur og Gísla Gestssonar frá Suður - Nýja bæ halda niðjamót í nýja samkomuhúsinu í Þykkvabæ 29. júni nk. Nánari upplýsingar veita Guðrún Gyða Sveinsdóttir, s. 849 7077, Kristín Auðunsdóttir, s. 567 1239 og Sigríður Ágústsdóttir, s. 487 5630. HLUTLAUS trompútspil koma helst til greina þegar mótherjarnir hafa skriðið í geim við knöpp kjör. En ef þeir virðast eiga nægan al- mennan styrk er viturlegra að spila hvasst út til sóknar. Svo hljóðar ein af ábendingum Lawrence og hann dregur upp þetta dæmi: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKG4 ♥ ÁG ♦ D10873 ♣96 Vestur Austur ♠ 87 ♠ 63 ♥ D753 ♥ K964 ♦ 952 ♦ KG4 ♣Á1074 ♣D832 Suður ♠ D10952 ♥ 1082 ♦ Á6 ♣KG5 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 spaði Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 spaðar Allir pass Með fjórum tíglum er suð- ur að gæla við slemmu og það segir vörninni þá sögu að fjór- ir spaðar séu sterkt spil. Eftir sagnir er líka vitað að norður á tígullit, sem gæti verið slagauppspretta fyrir sagn- hafa, svo hér duga engin vett- lingatök eins og þau að trompa út. Nei – það verður að taka á því og spila út hjarta! Með trompi út væri létt verk fyrir sagnhafa að fríspila tígulinn og henda niður tveim- ur hjörtum heima. En eftir hjartaútspil fær vörnin slag- inn sinn þar og suður þarf að hitta í laufið til að fá tíu slagi. Við höldum áfram með út- spilin eftir helgina, en beinum nú sjónum okkar að útspilsdo- blum af ýmsum toga. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur skýra stefnu og ert ákveðin/n. Sjálfstraust þitt byggist á sterkri trú á sjálf- an þig og hefur mikla þörf fyrir að takast á við nýjar áskoranir. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Verulega spennandi ein- staklingur gæti rætt við þig í dag. Áhrif hans munu hafa djúp áhrif á þig þrátt fyrir að nærvera hans end- ist ekki nema í skamma stund. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ákveðin tækifæri eru fyrir hendi. Þú skalt ekki láta þau ganga þér úr greipum. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt öðlast frelsi og brjótast undan oki annarra á vinnustað þínum í dag. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Óþekktur aðdáandi gæti sent þér blóm, kort eða gjafir. Leitaðu ráða hjá vini um hvað gera skuli í framhaldi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Notaðu daginn til þess að eiga samskipti við þína nánustu vini. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú vilt fara þínar eigin leiðir í starfi þínu í dag. Ekki taka áhættu þó að þú viljir vera sjálfstæður og teljir að þú þarfnist ekki leiðsagnar. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú hefur mikla þörf fyrir að bregða út af vananum og komast í annað um- hverfi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er nauðsynlegt að þú getir greint á milli stað- reyndar og staðleysu og sért snöggur að því. Ann- ars nærðu litlum eða eng- um árangri í starfi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Náinn vinur eða félagi kemur þér á óvart í dag. Þú mátt búast við því að þessi hegðun muni koma þér á óvart. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú verður að sýna þolin- mæði þegar nota þarf tækni á vinnustað þínum. Róm var ekki byggð á ein- um degi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Reyndu að skemmta þér í dag. Þú skalt bjóða nokkr- um vinum þínum í heim- sókn og eyða góðri stund saman yfir mat og drykk. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það er skynsamlegt að staldra við öðru hverju og velta hlutunum fyrir sér því oft koma þá upp atriði sem þér hafa yfirsést í erli dagsins. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT KVÖLD Á grunnsævi kvölds flæðir gullinn straumur um þéttriðin net nakinna trjánna og fyllir þau ljóskvikum fiskum. Bráðum kemur rökkrið undir brúnum seglum og vitjar um aflann. Snorri Hjartarson Árnað heilla 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Be3 Rg4 7. Bb5 Rxe3 8. fxe3 Bd7 9. O-O e6 10. Bxc6 bxc6 11. e5 Be7 12. Dh5 O-O 13. exd6 Bxd6 14. Had1 Dc7 15. Re4 Be7 16. Rb3 Be8 17. Rec5 Bd6 18. Dh4 De7 19. Dc4 Hb8 20. Hf3 Hb5 21. Rd3 Hh5 22. Rf4 Hh6 23. h3 e5 24. Re2 e4 25. Hf2 De5 26. Kf1 Bd7 27. Rc3 Dh2 28. Rxe4 Be6 29. Dxc6 Be5 30. Dc5 Hg6 31. Rd4 Hxg2 32. Rf3 Dxh3 33. Rxe5 Hg4+ 34. Ke2 Hxe4 Staðan kom upp á Sigeman mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Sví- þjóð. Emanuel Berg (2514) hafði hvítt gegn Hann- esi Hlífari Stef- ánssyni (2598). 35. Kd2?? Eins og Sigurbjörn Björnsson benti á gat hvítur tryggt sér sigur- inn með 35. Dxf8+! Kxf8 36. Hd8+ Ke7 37. Rc6#. Í framhaldinu stend- ur svartur til vinnings. 35...Hc8 36. Kc1 Dxe3+ 37. Dxe3 Hxe3 38. Rc6 Bg4 39. Rxa7 Ha8 40. Hg1 h5 41. Rb5 Hxa2 42. Rc3 Hxc3 43. Hxg4 hxg4 44. bxc3 Ha5 45. Kd2 f5 46. c4 g5 47. Hg2 Kf7 48. Kd3 Ke6 49. Kd4 He5 50. c5 He4+ 51. Kd3 Kd5 52. Hf2 f4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. SÍÐAST var minnst á samtengingarnar því að, af því að, svo að, sem dæmi um þá tilhneigingu í mæltu máli að sleppa úr þeim smáorðinu að og segja ein- ungis því, af því, svo o. s. frv. Voru sýnd dæmi um þetta til skýringar. Ef til vill hefur þessi þróun orðið vegna þess, að mönnum hafi þótt þjálla í tali að sleppa þessu að-i. Má það svo sem til sanns vegar færa, þegar grannt er skoðað. En svo er annað fyrirbæri, sem ber veru- lega á í tali og er alveg gagnstætt, það er að setja að með samtengingum, þar sem það átti ekki heima í upphafi. Þetta sést stundum á prenti, en hitt er miklu algengara, að þessu bregði fyrir í tali fólks og er ótrúlega al- gengt. Sem dæmi má taka málsgrein sem þessa: Ef að þú getur ekki komið á fundinn á morgun, getum við frestað honum um nokkra daga. Þeir eru áreiðanlega margir, sem kannast við þetta orðalag. Hér er þarflaust að bæta þessu smáorði við skilyrð- istenginguna ef og er sízt til málsbóta. Hér fer betur að segja sem svo: Ef þú getur ekki komið á fund- inn o.s.frv. Eins bregður fyrir að menn bæti þessu smáorði við viðurkenning- artenginguna þótt og segi. sem svo: Ekkert geri til, þótt að þetta dragist til morguns. Hér á að segja: þótt þetta dragist til morg- uns. Vafalítið er hér um að ræða áhrif frá annarri við- urkenningartengingu: þó að, þar sem að á einmitt heima, þótt margir sleppi því og segi einungis þó þetta dragist til morguns. Þá er einnig þekkt og eng- an veginn nýlegt fyrir- bæri, að menn bæti að við tilvísunarfornafnið sem. Mætti þá hugsa sér máls- grein, sem hljóðar svo: Ef að þú getur ekki gert þetta fyrir mig, get ég örugg- lega fundið einhvern ann- an, sem að vildi taka þetta að sér. Hér á smáorðið að engan veginn heima og er raunar til lýta í málinu. - J.A.J. ORÐABÓKIN Ef – ef að 80 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 24. júní, er áttræður Ragnar Edvardsson, Ár- skógum 6, Reykjavík. Ragnar tekur á móti ætt- ingjum og vinum í sam- komusalnum, Árskógum 6, á afmælisdaginn kl. 17-20. 70 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 23. júní, er sjötugur Jónatan Arnórsson, fyrrverandi úti- bússtjóri ÁTVR á Ísafirði, til heimilis í Ásgarði 24, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra Benediktsdóttir. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 24. júní, er sjötugur Jón Sigurðsson, Prestastíg 6, Reykjavík, áður til heimilis í Neskaupstað. Eiginkona hans er Rósa Skarphéðins- dóttir. Þau eru með heitt á könnunni í dag, sunnudag, á heimili sínu frá kl. 15. Malasia - BALI - Singapúr Algjört heimsklassa - Tækifæri Sími 56 20 400 Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA UNDRA-THAILANDSFERÐ 18. sept. Sími 56 20 400 - Tækifæri Heimsklúbbur Ingólfs-PRÍMA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.