Morgunblaðið - 23.06.2002, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM
54 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!"#$#% &
HORNBY er orðinn meist-ari í opinberun karl-mennskunnar. Hann skrifar um hrifn-
ingu og ástríðu karlmanns fyrir dauð-
um hlutum og fyrirbærum, undarleg-
um staðreyndum, fótboltaliðinu sínu,
plötusafninu sínu, bílnum sínum.
Atferlis sem alltof gjarnan hefur
verið bendlað við karlrembu.
Hann skrifar óhræddur um tilfinn-
ingalíf og -leysi nútímakarlmanna og
þykir hafa dregið upp raunsannari
mynd af viðhorfi þeirra til mannlegra
samskipta, við kvenfólk, börn og aðra
karlmenn – til vináttunnar, hjóna-
bandsins og lífsins almennt.
Hann skrifar um það sem er að ger-
ast í hausnum á karlmönnum. Sumar
konur hafa lýst yfir að það sé verra en
þær óraði fyrir á meðan öðrum létti
við að fá vitneskju um að þar væri yfir
höfuð eitthvað að gerast.
Stíll Hornbys er svo áreynslulítill
og efnisvalið svo augljóst að lesandinn
spyr sig gjarnan hvers vegna honum
datt þetta ekki í hug á undan. En þar
liggur snilligáfan, að skrifa um hið
augljósa í stað stað hins fjarstæðu-
kennda, að benda á fegurð þess sem
þvælist fyrir nefi karlmannsins alla
daga án þess að hann taki eftir því;
fótboltaleiksins, bíóferðarinnar, plöt-
unnar á fóninum, bjórsins eftir vinnu,
bullsins með félögunum, einlæga
sjónarmiðs barnsins og konunnar
sem liggur við hlið hans.
Það gerist ekkert í bókunum mín-
um ... Ég skapa persónur sem eiga
ekki að vera í neinu frábrugðnar þeim
sem lesa bækurnar.
Nick Hornby er Lundúnabúi í húð
og hár, fæddur fyrir 45 árum síðan.
Áður en rithöfundarferillinn hófst
fyrir alvöru starfaði hann sem ensku-
kennari og blaðamaður en upphaflega
dreymdi hann um að skrifa kvik-
myndahandrit. Sá draumur rættist
þegar hann fékk það verk að skrifa
handrit eftir fyrstu bók sinni, met-
sölubókinni Fever Pitch, sem kom
fyrst út árið 1992. Bókin sú þykir um
margt vera tímamótaverk því þar er í
fyrsta sinn reynt að varpa skýrara
ljósi á hvers vegna karlmenn virðast á
stundum elska heitar ellefu aðra karl-
menn sem sparka í tuðru, en sína eig-
in konu. Hornby byggir bókina á eigin
endurminningum frá því er hann fékk
fótboltabakteríuna fyrst og hvernig
ást hans á Arsenal-liðinu hefur á
stundum stjórnað lífi hans, tilfinning-
um og háttalagi í garð hans nánustu.
Og karlmenn um heim allan vissu ná-
kvæmlega hvað hann var að fara,
fannst eins og hann væri að lýsa
þeirra eigin reynsluheimi. Og konur
urðu forvitnar, eygðu loksins mögu-
leikann á að skilja fárið. Fever Pitch
gerði það loksins að „eðlilegri“ hegð-
un að sjá ekki sólina fyrir fótbolta-
liðinu sínu.
Í Englandi er almennt talið að Fe-
ver Pitch hafi ekki átt svo lítinn þátt í
að gera fótboltann að því tískufyrir-
bæri sem hann er í dag. Og ekki nóg
með það, heldur varð þessi ástarjátn-
ing menntaða millistéttarmannsins ef
til vill til þess að afmá endanlega líf-
seigan lágstéttarstimpil sem verið
hafði í Englandi á íþróttinni. Spark-
sjúkir úr efri stéttum komu í það
minnsta hver af öðrum út úr skápnum
um það leyti sem sögur Hornbys af
vellinum voru á allra vörum, Major
reyndist Chelsea-unnandi (en ekki
hvað?), Mellor líka. Stjörnurnar fóru
að klæðast fótboltatreyjum, sparka í
góðgerðarskyni og daðra við krydd-
drengi.
Það kom fáum á óvart þegar kvik-
mynd gerð eftir Fever Pitch var
frumsýnd 1997. Myndin skartaði Col-
in Firth í aðalhlutverki og skrifaði
Hornby handritið sjálfur og notaði þá
tækifærið til þess að draga skýrari
línur undir þau vandamál sem komið
geta upp í samskiptum kynjanna
vegna hinnar óskiptu ástar karl-
mannsins á boltanum.
Ég hélt að ég væri að skrifa bækur
fyrir hönd karla fyrir konur en hef
komist að öðru. Konur hafa nefnilega
brugðist við þeim eins og ég hélt að
karlar myndu gera.
Önnur bók Hornbys, High Fidelity,
var einnig kvikmynduð, en þar fjallaði
hann um aðra ástríðu sína og annarra
karlmanna, plötusafnið, og kannaði
dýpra hversu erfitt karlpeningurinn á
með að hleypa konunni inn fyrir frið-
helgi sína, inn fyrir landamæri sín og
deila með henni öllum sínum stundum
og eigum. Kvikmynda-
útgáfan var ólíkt Fever
Pitch staðfærð frá
Lundúnum alla leið yf-
ir Atlantshafið til Chic-
ago og það þrátt fyrir
að leikstjóri hennar,
Stephen Frears, sé
breskur. John Cusack
fór með aðalhlutverk
eiganda lítillar plötu-
búðar, náunga sem líkt
og Arsenal-aðdáandinn
í Fever Pitch á í mest-
um erfiðleikum með að
stofna til varanlegra
tilfinningatengsla við
hitt kynið. Það var
kannski fyrst og síðast
vegna þess að myndin
var bandarísk og skart-
aði Hollywood-stjörnu
sem High Fidelity náði frekari út-
breiðslu en Fever Pitch, enda fengu
báðar fínustu dóma og juku ef eitt-
hvað er hróður Hornbys. Og sjálfur
var hann hæstánægður með hvernig
til tókst að færa þær á hvíta tjaldið.
Allir sem eiga barn fá sig fullsadda
eitt augnablik á hverjum einasta degi
og flýgur í hug: „Fjandinn! Ég vildi að
ég ætti heima í stúdíóíbúð þar sem
geislaplötusafnið væri í röð og reglu
og enginn að fikta í græjunum.“
Skáldsaga er vettvangur til að teygja
úr slíkum hugarórum. Á einum degi
hugsar maður milljón hluti sem
stangast á. Þú horfir á konu og hugs-
ar, í þessu augnabliki vildi ég að ég
væri ekki giftur. Maður getur ekki
stjórnað þankagangi sínum, ólíkt að-
gerðunum.
About a Boy er af öðrum meiði en
fyrstu tvær bækur Hornbys. Hún er
reyndar líkt og þær sögð frá sjónar-
hóli einhleyps karlmanns á fertugs-
aldrinum sem á í erfiðleikum með að
festa ráð sitt en Will er hvorki búinn
að selja sálu sína boltanum né tónlist-
inni. Það sem amar að honum er að
dægurmenningin hefur lamað hann,
gert hann að tilfinningasljóum
neyslusjúklingi sem
heldur sig fá lífsfyll-
ingu úr því að eiga
nógu mikið af merkja-
vörum, glápa á réttu
sjónvarpsþættina, hafa
rétta útlitið og gamna
sér með réttu fegurð-
ardísunum. Kápa bók-
arinnar segir kannski
allt sem segja þarf.
Hún er rauð og hvít –
Arsenal-litirnir – og
stafirnir eru klipptir út
úr kunnum vörumerkj-
um, B úr Budweiser, O
úr Rolo súkkulaði og Y
úr Yves Saint Laurent.
Neyslukeðja karl-
mannsins, takk fyrir!
Will er samt vorkun,
hann er fórnarlamb
umhverfisins, hefur aldrei þurft að
hafa fyrir neinu eða sjá um annað en
sjálfan sig. Ekki fyrr en hann kynnist
hinum 12 ára gamla Marcusi, sérvitr-
um syni einstæðrar móður, þunglynd-
issjúklings og vinkonu annarrar ein-
stæðrar móður sem Will reyndi
árangurslítið að gera hosur sínar
grænar fyrir.
Þannig verður kjarni sögunnar
samband manns og drengs, hvernig
piparsveinn á fertugsaldri upplifir allt
í einu uppeldishlutverkið og hvernig
12 ára drengur sem aldrei hefur um-
gengist fullvaxta karlmann bregst við
föðurímyndinni.
Sjálfur er Nick Hornby hamingju-
samlega giftur fjölskyldumaður, faðir
hins 9 ára gamla Danny sem greindist
með einhverfu 3 ára gamall. Því fer
því fjarri að Hornby lifi einhvers kon-
ar rómantísku bóhemalífi eins og
halda mætti um rithöfund sem skrifar
sögur um piparsveina í tilvistar-
kreppu.
Hornby segist vissulega byggja
About A Boy á eigin reynslu af því að
vera uppalandi – og í reynd barn líka.
Sagan er um hvernig það er að þurfa
að fullorðnast of fljótt, að fá ekki tæki-
færið til þess að hegða sér barnalega
og hafa gaman af sömu hlutum og
önnur börn. „Hún veltir einnig fram
þeirri fullyrðingu að til þess að lifa
barnæskuna af þá þarf maður að upp-
lifa hana nákvæmlega eins og öll önn-
ur börn,“ skýrir hann. „Allt sem gerir
Marcus sérstakan, öðruvísi, er ná-
kvæmlega það sem er að skaða hann.
Ekki mjög upplífgandi staðreynd en
sönn þó.“
Hornby skrifaði About A Boy eftir
að kvikmyndagerðarmenn voru farn-
ir að sýna sögum hans áhuga og því
segir hann vart hafa getað komist hjá
að skrifa hana með það í huga, djúpt
undir niðri, að hugsanlega myndi hún
endað á hvíta tjaldinu, enda hafði Tri-
BeCa, fyrirtæki Roberts De Niro,
keypt réttinn áður en Hornby byrjaði
á henni. Kannski þess vegna þykir
About A Boy best heppnuð af mynd-
unum þremur og segir hann það
hugsanlega geta verið vegna þess að
hún innihaldi ólíkt hinum ákveðna
fléttu sem megi fanga, sé um margt
meðfærilegri og meira blátt áfram
saga. Hornby segist samt aldrei geta
búið til persónur með einhverja leik-
ara í huga, þannig hafi Hugh Grant
aldrei læðst í hugarskot hans þegar
Will í About A Boy - eða Saga um
dreng eins og kvikmyndin hefur verið
skírð á íslensku - varð til. „Mér leist
samt strax vel á að hann tæki að sér
hlutverkið. Hann sóttist mjög
snemma eftir því, sem mér þótti góðs
viti. Svo skemmdi frammistaða hans í
hlutverki skúrksins í Bridget Jones’s
Diary ekki fyrir áliti mínu á honum.“
Og það var í raun höfundur tónlist-
arinnar í About A Boy, Badly Drawn
Boy, sem var örlagavaldurinn í því að
Hornby fól myndina í hendur banda-
rísku Weitz-bræðrunum – þeim er
gerðu fyrstu American Pie myndina.
„Ég var löngu búinn að bíta í mig að
Badly Drawn Boy ætti að semja tón-
listina í myndinni, yrði hún einhvern
tímann gerð. Það fór því um mig á
fyrsta fundinum með bræðrunum
þegar þeir tilkynntu mér af fyrra
bragði að þeir vildu fá Badly Drawn
Boy til að sjá um tónlistina. Þá rann
upp fyrir mér að þeir væru hinir einu
réttu.“
Það er ofsaleg pressa á okkur og al-
ið á sektarkenndinni að við elskum og
verði að líka við foreldra okkar, börn,
bræður og systur, nokkuð sem rök-
rétt séð er bara ekki hægt að ætlast
til. Fyrir mér er sú hugmynd fáránleg
að maður þurfi að vera náinn ættingj-
um sínum.
Í fyrra kom fjórða bók Hornbys út.
Nefnist hún How To Be Good en í
henni kveður við nýjan tón því þar
setur hann sig í fyrsta sinn í spor
kvenmanns. Auðvitað hefur kvik-
myndarétturinn þegar verið seldur að
henni en engar fregnir hafa þó borist
af því hvort eða hvenær hún birtist á
hvíta tjaldinu. Hornby vann nýverið
að sínu fyrsta kvikmyndahandriti, í
félagi við Óskarsverðlaunaleikkonuna
Emmu Thompson, handrit sem Uni-
versal kvikmyndarisinn hefur þegar
tryggt sér.
Saga um rithöfund
Hann þykir kærkominn
málsvari nútímakarl-
mannsins en um leið
bera einstakt skynbragð
á venjulegu hlutina, feg-
urð hins hversdagslega í
lífi okkar. Skarphéðinn
Guðmundsson kynnti
sér nánar höfund bók-
anna og síðar myndanna
Fever Pitch, High Fid-
elity og About A Boy –
Arsenal-aðdáandann,
plötusafnarann, blaða-
manninn og kennarann
Nick Hornby.
Boltinn eða konan? Colin Firth er a.m.k. í réttu treyjunni í Fever Pitch.
skarpi@mbl.is
Pilturinn og piparsveinninn: Hugh Grant sýnir Nicholas Hoult hvernig vera á svalur strákur í Sögu um dreng.
Nick Hornby: Málsvari
nútíma karlmannsins.
Nick Hornby er höfundur bókarinnar sem kvikmyndin Saga um dreng er gerð eftir