Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 23.06.2002, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 55 Helber sannleikurinn (Bare Witness) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Skífan VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Kelley Cauthen. Aðalhlutverk: Angie Everhart og Daniel Baldwin. DULARFULLT morðmál teygir anga sína á ýmsa staði í mynd þessari þar sem meiri áhersla er þó lögð á að skapa tækifæri fyrir aðal- og aukapersónur að fækka fötum og stunda villt kynlíf en að byggja upp sannfærandi sögu. En svo virðist sem seinheppinn leigu- morðingi hafi orð- ið fyrir þeirri ógæfu að stund hans með vændis- konu er kvik- mynduð og á myndbandinu reynast síðan leynast vísbend- ingar um fyrirhugað morð á stjórnmálamanni. Vændiskonan er myrt, myndbandið týnist, en eins og áður segir dregur hlykkjóttur söguþráðurinn ekkert úr kynhvöt þeirra sem að málinu koma. „Spennumynd“ þessi (ef það er ekki of hátíðlegt nafn fyrir mynd af þessu tagi) er því einungis ætl- uð þeim sem fylgdust reglulega með miðnætursýningum á sjón- varpsstöðinni Sýn fyrir nokkrum árum en öðrum ekki. Myndbönd Svik og prettir Heiða Jóhannsdóttir Sálumorðinginn (Soul Assassin) Spennumynd Holland 2001. Skífan VHS. (98 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og hand- rit Laurence Malkin. Aðalhlutverk Skeet Ulrich, Kristy Swanson. Í ÞESSARI litlu hollensku spennumynd leikur Skeet Ulrich (Scream) ungan mann á uppleið. Hann er við það að gerast einn sá hæst setti hjá alþjóðlegri fjármála- stofnun í Rotterdam og forstjórinn lítur á hann sem sinn eigin son. Ekki nóg með það, heldur hefur hann líka fundið þá einu réttu. En þegar hann er við það að bera upp bónorðið skellur myrkrið yfir er hann verður vitni að því að unnust- an er myrt með köldu blóði. Hann einsetur sér að komast til botns í því hver stóð að baki þessu kaldrifjaða morði og kemst brátt að því að hann þarf ef til vill að líta sér nær en hann hélt í fyrstu. Þetta er sannarlega nýmóðins spennumynd, allt á fleygiferð, tökuvélin, litirnir, leikararnir og – því miður – fléttan. Í þessari fyrstu mynd sinni ætlar hinn sprenglærði leikstjóri tónlistar- myndbanda og auglýsinga, Malkin, sér einfaldlega um of. Í ljósi þess að hann ku einnig vera nokkuð eft- irsóttur háskólafyrirlesari í fræð- um handrits- og kvikmyndagerðar þá ætti hann að geta notað mynd sína sem dæmi um að mikið þurfi ekkert endilega að þýða betra. En samt er þessi mynd um margt áhugaverð. Tilraunir eru margar og býsna ferskar, litanotkunin at- hyglisverð og þráðurinn heldur manni alveg. Skarphéðinn Guðmundsson Martröð í Rotterdam UNDANFARIN ár hefur lesendum Morgunblaðsins gefist tækifæri til að taka þátt í brúðkaupsleik, sem mark- aðsdeild blaðsins hefur staðið fyrir í til- efni af útkomu brúðkaupsblaðauka blaðsins. Að vanda voru veglegir vinn- ingar í boði og í ár fengu sigurveg- ararnir gjafabréf frá Smáralindinni og Kringlunni, hvort að verðmæti 20 þús- und krónur. Að þessu sinni voru það brúðhjónin tilvonandi, Þórhildur Halldórsdóttir og Þórður Þórarinn Þórðarson, sem höfðu heppnina með sér í leiknum. Þau munu láta gefa sig saman í Viðey í byrjun júlí. Um leið og Morgunblaðið óskar til- vonandi brúðhjónunum til hamingju, þakkar það lesendum fyrir góða þátt- töku í leiknum. Morgunblaðið/Arnaldur Sesselja Magnúsdóttir, stjórnandi þjónustuborðs Kringlunnar (t.v.), og Sigurjón A. Friðjónsson, for- stöðumaður Vetragarðs Smáralindar (t.h.), afhentu brúðhjónunum tilvonandi, Þórhildi Halldórsdóttur og Þórði Þórarni Þórðarsyni, gjafabréfin. Lánsöm brúðhjón
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.