Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 23.06.2002, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 57 ÓKRÝNDUR kon- ungur söngleikjanna, Andrew Lloyd Webb- er, var á dögunum við- staddur frumsýningu nýjasta verks síns, Bombay Dreams, í Victoria Apollo leik- húsinu í London. Söngleikurinn segir frá ást og örlögum ind- verskra kvikmynda- stjarna í draumasmiðj- unni Bollywood á Indlandi. Webber sat þó ekki einn við stjórnvölinn í uppfærslunni því tónlistarstjórinn AR Rahman og gamanleikkonan Meera Syal lögðu hendur á plóg. Rahman á að baki tónlistarstjórn í yfir 50 söng- leikjum í Bollywood sjálfri. Fjöldi þekktra einstaklinga var viðstaddur frumsýninguna, þeirra á meðal leikkonan Denise Van Out- en og leikarinn sir Michael Caine. Bombay Dreams var klappað lof í lófa að sýningu lokinni og kepptust viðstaddir við að lofa hana í hástert. Reyndar hefur miða- salan verið heldur dræm og er til dæmis enn talsvert eftir af miðum á sýningarnar í vikunni en Webber er þó hvergi banginn: „Þetta er bara eins og þegar við frumsýndum Cats,“ sagði hann. „Það gekk ekki vel í fyrstu því enginn vissi á hverju var von.“ Cats er langlífasti söngleikur sem settur hefur verið upp, bæði á West End í London og á Broadway í Bandaríkjunum svo Webber og fé- lagar þurfa trúlega ekkert að ótt- ast þótt sýningin fari hægt af stað. Webber frumsýnir nýjan söngleik Indverskur draumur Andrew Lloyd Webber ásamt Preeya Kalidas. Reuters ÍSLENSKA sakamálaskáldsagan hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin. Arnaldur Indriðason, Árni Þór- arinsson og Hrafn Jökulsson, svo ein- hverjir séu nefndir, hafa gefið út prýðilega krimma á undanförnum ár- um sem glætt hafa áhuga lesenda á þessu skáldsöguformi. Spekúlantar hafa sagt að íslenskir höfundar af þessum meiði bindi trúss sitt við nor- ræna sakamálasöguhefð og tek ég orð þeirra gild í þeim efnum. Það er nú samt þannig að þegar hugsað er til glæpasagna þá kemur nafn Banda- ríkjanna, nánar til tekið stórborgar- stræti Bandaríkjanna, fyrst upp í hugann. Bandaríkin eru fyrirheitna land glæpasögunnar enda virðist allt geta gerst þar og því endalausir möguleikar til leikfléttna í slíkum sögum. Það sem skiptir þó kannski meira máli í þeim efnum er orðfærið sem notað er. Hvort sem um er að ræða mafíudrama, eiturlyfjaæfintýri eða einkaspæjaraspennu virðist am- erískan eiga einstaklega vel við. Myndasöguheimurinn hefur nú hlotið nýjar hetjur á þessu sviði. Tvíeykið Azzarello og Risso hefur náð að hala glæpasöguna upp á verð- skuldaðan sess. Undanfarin þrjú ár hafa þeir rakað til sín verðlaunum og almennu lofi fyrir 100 Bullets seríuna sem verður bara betri með hverju blaðinu sem gefið er út. Áður en þeir tóku til við 100 Bullets gerðu þeir eina sögu saman sem kallaðist Jonny Double og er fyrst núna búið að gefa út í bók. Söguhetjan, einka- spæjarinn Jonny, er eins og viðfangsefninu sæmir andhetja af bestu gerð. Hann er misheppnaður fyrr- verandi lögreglumað- ur, andfélagslegur drykkjurútur og í al- mennu óstuði gagn- vart öllu og öllum. Þar sem hann situr einu sinni sem oftar á hverfisbarnum sínum og sníkir brennivín verður á vegi hans þessi líka svaka skutla (nema hvað?) og upphefst þá sögu- þráður með öllu tilheyrandi; morðum, glás af peningum, kynlífi, skotbardög- um og svikum. Allt á sínum stað og engu ofaukið og að sjálfsögðu er Jonny hið besta skinn þegar á reynir. Azzarello hefur augljóslega sökkt sér í allra handa reyfara og bíó áður en hann hóf myndasöguskriftir. Ég vona alla vega að næmi hans fyrir glæp- samlegu orðfærinu byggist ekki á eig- in reynsluheimi því þá væri hann stórhættulegur maður og best að koma honum umsvifalaust í vitna- vernd. Kaldranaleg fimmauratilsvör- in eru eins og klippt út úr „bara það besta“ og sögufléttan verður flóknari eftir því sem á líður. Teikningar Risso eru einnig framúrskarandi. Svip- brigði persónanna eru margslungin og frábærlega útfærð þannig að les- andinn er aldrei í vafa um hvað sé á seyði. Hver blaðsíða er hlaðin texta og myndefni en Risso tekst að raða römmunum saman þannig að lestrar- flæðinu er aldrei hamlað. Það er reyndar eitt af höfuðeinkennum góðra höfunda að þeir láta verk- in tala og eru ekki að fylla blaðsíðurnar af óþarfa skrauti. Minna er stundum meira og á það sérstaklega við í sögum af þessu tagi. Ekki má gleyma hlutverki litarans, Grant Goleash. Hann not- ar sterka og hvella liti í framsetningunni en deyfir þá síðan undir brúngráu yf- irborði sem gefur sögunni alveg hárrétta áferð. Jonny Double er frábær- lega skemmtilegt verk og góður inngangur fyrir þá sem vilja kynna sér verk þeirra fé- laga í 100 Bullets. Nú vantar bara íslenskan myndasögukrimma þó ég viti ekki alveg hvernig íslenskar aðstæður færu með efnið. ,,Baldur Benónísson, einkaspæjari, flettir upp frakkakraganum til að skýla sér fyrir norðanslyddunni. Reykjavík, borg glæpanna, opnar kaldan faðm sinn og býður hann velkominn.“ Nú er bara að láta á það reyna. MYNDASAGA VIKUNNAR Krimminn lifir Myndasaga vikunnar er Jonny Double eft- ir þá Brian Azzarello og Eduardo Risso. Bókin er gefin út af Vertigo/DC Comics 2002 og fæst í myndasöguversluninni Nexus. Heimir Snorrason ,,Er tannlæknir í húsinu?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.