Morgunblaðið - 23.06.2002, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
komið fyrir víða á eynni og vöktu þau mikla
athygli í sérstöku umhverfi og fór svo að flest
verkin seldust á staðnum.
Hátíðin í Hvítabjarnarey tókst mjög vel og
heimsóttu um 400 gestir eynna, þakklátir
gestgjafanum Gesti Hólm.
HVÍTABJARNAREY á Breiðafirði var á
vörum manna fyrir 32 árum. Þá var hún vinn-
ingur í happdrætti til styrktar byggingu fé-
lagsheimilisins í Stykkishólmi. Voru miðarnir
auglýstir undir kjörorðinu „Kóngur í eigin
ríki“. Enginn náði því marki vegna þess að
vinningurinn kom á óseldan miða og eyjan
var áfram í eigu Stykkishólmsbæjar. Fyrir
ári síðan seldi Stykkishólmsbær eyjuna og
keyptu tveir Hólmarar hana og gerðust
kóngar í eign ríki.
Laugardaginn 15. júní bauð annar eigand-
inn, Gestur Hólm Kristinsson,
til veislu í ríki sínu. Voru allir
Hólmarar velkomnir sem og
ferðamenn sem áttu leið um
Hólminn þennan dag.
Hvítabjarnarey er skammt
undan Stykkishólmi og þurfti 7
hraðbáta til að ferja gesti til og
frá eynni. Í blíðskaparveðri í
Hvítabjarnarey var boðið upp
á dagskrá og veitingar. Á mat-
seðlinum var sjávarréttasúpa í
brauði og rituegg. Rúsínan í
pylsuendanum var sýning
Sjafnar Har, myndlistarmanns
og Hólmara, á glerverkum
hennar, sem nefndist „Lista-
hreiður“. Um var að ræða 25
verk og heiti þeirra allra end-
aði á -hreiður eins og t.d. Brúð-
kaupshreiður, Vinarhreiður,
Arnarhreiður og Sólskins-
hreiður. Listaverkunum var
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Hólmararnir Bjarni Lárusson og
Hallfreður Lárusson. Bjarni var í
heyskap í Hvítabjarnarey er hann
var ungur með foreldrum sínum.
Hrappsey og Klofningur í baksýn.
Gestur Hólm Kristinsson, eyjabóndi og gestgjafi, og Sjöfn Haraldsdóttir við
glerlistaverkið Víkingahreiður sem Sjöfn gaf síðan Stykkishólmsbæ.
Kóngur í eigin ríki
býður til veislu
Glatt á hjalla í Hvítabjarnarey
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
Það var nóg að gera við að fæða hátt í 400 manns.
SUMIR LÍKJA sögunni af Wilco og
nýrri plötu hennar, Yankee Hotel
Foxtrot, við grískan harmleik, í það
minnsta lýsti kvikmyndagerð-
armaður henni svo eftir að hafa eytt
síðasta ári í að gera heimildarmynd
um hljómsveitina. Hann samdi við
sveitina um að fá að taka myndir af
henni er hún tæki upp fjórðu breið-
skífu sína og átti ekki von á öðru en
úr yrði saga af glaðværum félögum
og meistaraverki þeirra. Rétt í þá
mund sem tökur hófust á myndinni í
æfingaplássi Wilco í Chicago var
trymbill sveitarinnar rekinn ófor-
varandis og það var bara byrjunin.
Sveitatónlist og grípandi rokk
Wilco á rætur í hljómsveitinni
Uncle Tupelo, sem er yfirleitt talin
upphafssveit nýsveitatónlistar, enda
var hreyfingin framan af kennd við
fyrstu breiðskífu Uncle Tupelo, No
Depression. Á henni tóku sveit-
armenn, með þá Jeff Tweedy og Jay
Farrar fremsta í flokki, þjóðlega
sveitatónlist af frumstæðari gerð-
inni og hrærðu saman við rokk með
góðum árangri. Hljómsvein náði
ekki að senda frá sér nema fjórar
plötur, gegnsýrðar sveitatónlist og
kryddaðar grípandi rokki og allar
afbragð, helst síðustu plöturnar;
March 16–20, 1992 og Anodyne.
Þegar Anodyne var tekin upp var
orðið grunnt á því góða milli Tweedy
og Farrar, eins og reyndar má
heyra á plötunni, og þeir skildu í
fullum fjandskap.
Farrar kallaði saman mannskap í
hljómsveitina Son Volt og hélt áfram
á sömu braut tónlistarlega en
Tweedy stofnaði Wilco með öðrum
Uncle Tupelo-meðlimum og breytti
fljótlega um kúrs. Fyrsta platan,
AM, er eins konar biðleikur en á
næstu skífu þar á eftir, tvöföldu
plötunni Being There, eru þeir
Wilco-félagar farnir að þreifa fyrir
sér í tilraunakenndari tónlist með
góðum árangri. Á Summer Teeth,
sem kom út fyrir þremur árum, voru
sveitartónlistaráhrifin síðan horfin
og eftir stóð ævintýralegt lagrænt
rokk, glaðvær og áferðarfalleg tón-
list með myrkum og fjölsnærðum
textum; framúrskarandi skífa.
Trymbillinn rekinn
Í janúar á síðasta ári hófst sveitin
handa við æfingar til að undirbúa
plötuna nýju. Æfingar voru í Chic-
ago og þangað kom kvikmyndatöku-
maðurinn Sam Jones sem sagt er
frá í upphafi. Daginn áður en tökur
áttu að hefjast kallaði Tweedy hann
afsíðis og sagði honum frá því að
trymbillinn Ken Coomer, sem leikið
hafði með sveitinni í áraraðir, hefði
verið rekinn. Þeg-
ar þetta spurðist út
og menn leituðu
skýringa vildi
Tweedy lítið segja
en innanbúð-
armenn hafa sagt
að það hafi einfald-
lega komið í ljós
þegar æfingar
byrjuðu að Coomer
var of einhæfur
trymbill til að geta
fylgt félögum sín-
um.
Eftir þetta
gengu upptökur
bráðvel. Þeir Jay
Bennett, sem hefur
verið næstráðandi
á skútunni Wilco,
var við takkana og einnig einn
merkasti tónlistarmaður Chicago nú
um stundir, fjöllistamaðurinn Jim
O’Rourke, sem gaf þeim sem þekkja
O’Rourke vísbendingu að eitthvað
nýstárlegt væri í aðsigi. Upptökum
lauk í júní fyrir ári og sveitin skilaði
plötunni inn til fyrirtækis síns,
Reprise, sem er undirmerki Warn-
er-útgáfurisans, en gefa átti hana út
ellefta september þá um haustið.
Ekkert heyrðist frá útgáfunni í tvær
vikur að því er kemur fram í mynd-
inni, en síðan hringdi einn frammá-
manna Reprise og óskaði eftir því að
sveitin myndi breyta plötunni, sagði
hana svo slæma að hún væri ósölu-
hæf og myndi skaða mannorð Wilco.
Það gat Tweedy ekki sætt sig við og
á endanum keypti hljómsveitin út-
gáfuréttinn af Reprise, fékk hann
fyrir lítið að því er sagt er, og var
þar með samningslaus.
Spenna milli Tweedy og Bennett
Deilurnar við Reprise urðu til að
auka spennu milli þeirra Jeff
Tweedy og Jay Bennett, sem verið
hafði hægri hönd Tweedys frá því
Wilco varð til. Bennett kunni ekki að
meta hvernig platan nýja, Yankee
Hotel Foxtrot, hafði breyst í með-
förum Jims O’Rourkes, sem ann-
aðist hljóðblöndun. Honum fannst
Tweedy gefa O’Rourke of frjálsan
tauminn og leiddi þetta til brott-
hvarfs Bennett úr sveitinni. Ólíkt
því sem var þegar þeim lenti saman
Tweedy og Farrar þá er Bennett
ekki síður ævintýragjarn en Tweedy
sem glöggt má heyra á skífunni Pal-
ace at 4 A.M. sem Bennett sendi frá
sér með félaga sínum Edward
Burch í síðasta mánuði.
Hvað sem Bennett líður þá skild-
um við við Jeff Tweedy þar sem
hann var með upptökur í höndunum
en engan útgefanda. Hann var þó
ekki af baki dottinn, setti plötuna á
Netið fyrir þá sem vildu heyra, og
þeir voru ekki fáir, og leitaði síðan
hófanna með útgefanda. Þeir voru
og nokkrir sem sýndu áhuga, meira
að segja kom allgott tilboð frá
Reprise, þar á bæ höfðu menn
greinilega séð sig um hönd, enda
hafði Wilco skaffað ágætlega fyrir
fyrirtækið fram að þessu, ævinlega
staðið undir sér og skilað meira að
segja hagnaði. Til gamans má geta
þess að í viðtali skömmu eftir að
slitnaði á milli Wilco og Reprise
sagðist Tweedy aldrei hafa fengið
greidd höfundalaun fyrir plötur
sveitarinnar, sem segir sitt um plöt-
umarkaðinn vestan hafs.
Hetjan snýr heim
Að gera mönnum kleift að hlusta
á nýju plötuna á Netinu reyndist
sveitinni vel við að auka áhuga
plötufyrirtækja, en ekki síst segir
Tweedy að það hafi aukið áhuga
manna á að heyra hana á tónleikum.
Að hans sögn þekktu mun fleiri lög-
in á tónleikum Wilco í kjölfarið en
var reyndin eftir að sveitin var búin
að fara um Bandaríkin þver og endi-
löng í hálft ár með Summer Teeth á
dagskránni á sínum tíma.
Á endanum samdi Tweedy við
Nonesuch, sem er reyndar und-
irmerki Warner líkt og Reprise, og
Nonesuch gaf Yankee Hotel Foxtrot
síðan út fyrir skemmstu. Plötunni
hefur yfirleitt verið vel tekið, ekki
síst af þeim sem ekki voru að bíða
eftir einni alt.country skífunni til,
enda frábær plata á ferðinni. Textar
eru enn betri en áður, tónlistin fjöl-
breyttari, tregafyllri og einlægari og
allt uppfullt af grípandi laglínum og
stefjum. Eins og nefnt var í upphafi
má líkja aðdraganda Yankee Hotel
Foxtrot við grískan harmleik, en
réttara að segja hana grátbroslegan
gleðileik sem endar vel; hetjan legg-
ur upp vongóð, lendir í hremm-
ingum og missir félaga, en snýr síð-
an heim að loknu þrekvirki með
fjársjóð í farteskinu.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Grátbroslegur
gleðileikur
Wilco má telja með helstu hljómsveitum vestan
hafs nú um stundir. Hún lenti í talsverðum æv-
intýrum við að gera fjórðu breiðskífu sína, Yankee
Hotel Foxtrot, sem kom út fyrir stuttu.