Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 64

Morgunblaðið - 23.06.2002, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. hér sérðu debetkort, skólaskírteini, afsláttarkort og alþjóðlegt stúdentaskírteini. 4kort F í t o n / S Í A SKOSKA strandgæslan kom íslenska skútueig- andanum Gesti Gestssyni og tveimur írskum fé- lögum hans til bjargar 17. júní en ofsaveður brast á eins og hendi væri veifað þar sem Gestur og félagar hans voru á ferð um 200 mílur norður af Írlandi. Gestur segir í samtali við Morgunblaðið að bæði hann og áhöfn skútunnar, sem ber nafnið Delis, hafi margra ára reynslu í að sigla á þessum slóðum. Þeir hafi verið búnir að vera í þrjá daga á sjónum á milli Norður-Írlands og Skotlands. Veðurspáin hafi verið góð en að kvöldi 16. júní hafi skyndilega komið mikil vindhviða og stormur brostið á. Gestur segir enga viðvörun hafa verið gefna í veðurfréttum en hefði hann haft grun um óveðrið hefði hann snúið við eða reynt að sigla skútunni burt. Veðrið hafi hins vegar komið öllum í opna skjöldu og nokkrar skemmdir hafi orðið á nálægum eyjum. „Ölduhæðin minnti mig helst á tólf hæða blokk. Það er í raun erfitt að lýsa þessu þar sem það var eng- inn fyrirvari og við höfðum eng- an tíma til þess að undirbúa okk- ur en við náðum að halda ró okkar,“ segir Gestur. Gátu ekki kallað sín á milli Að sögn Gests var stormurinn það versta sem þeir hafa lent í og sökum mikillar vindhæðar og hávaða í rokinu gátu þeir ekki kallað sín á milli og notuðust því um tíma við fingramál. Þeir ósk- uðu eftir aðstoð og heyrði norsk- ur togari kallið en komst ekki að skútunni fyrr en sex klukkutím- um síðar þar sem hann var langt í burtu. Togarinn var við hlið skútunn- ar en áhöfn hans gat ekkert gert. Tólf tímum eftir að kallað hafði verið eftir aðstoð kom þyrla frá skosku strandgæslunni sem tók við björgunaraðgerðun- um en áhöfnin hafði einungis tíu mínútur til þess að koma sér um borð í þyrluna. Í heildina stóðu þeir í baráttu við veðrið í tæpan sólarhring. Íslenskur skútueigandi og félagar hans á leið til Íslands Bjargað úr sjávarháska Ljósmynd/Stornoway-strandgæslan Áhöfn skútunnar Delis, Gestur Gests- son, Paul Hich og David McGlowgh- lin, komnir í örugga höfn um borð í þyrlu skosku strandgæslunnar sem vann frækilegt björgunarafrek.  Ölduhæðin/4 DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segist enga trú hafa á að þjóðin muni hafa áhuga á að gera Evrópu- málin að kosningamáli í komandi al- þingiskosningum. Hann segir einnig að allir sjái í hendi sér að engin rík- isstjórn verði mynduð um þetta mál eftir næstu alþingiskosningar. Forsætisráðherra ræðir m.a. um ágreining milli forystumanna stjórnarflokkanna um Evrópusam- bandið í viðtali sem birt er í Morg- unblaðinu í dag. Fram kemur að for- sætisráðherra er ekki ánægður með endurteknar yfirlýsingar Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um kosti aðildar að ESB, vegna þess að ríkisstjórnin fylgi ákveðinni stefnu sem samkomulag var gert um á þá leið að ekki væri stefnt að aðild að ESB. „Minn ágæti utanríkisráðherra virðist algerlega ónæmur fyrir öll- um göllum þess en hver rispa sem sést í stækkunargleri á EES-samn- ingnum virðist virka sem illyfirstíg- anleg gjá,“ segir Davíð. Vinstri stjórn gæti ekki haft aðild að ESB á sinni könnu Í viðtalinu er Davíð spurður hvort það geti haldið svona áfram næstu mánuði og út kjörtímabilið þar sem oddvitar stjórnarflokkanna eru á öndverðum meiði. „Það vita allir í dag að næsta ríkisstjórn verður ekki mynduð um Evrópusamstarfið. Þeg- ar menn fara með svona nokkrum mánuðum fyrir kosningar þá vita þeir vel að ekki er verið að efna til raunverulegrar umræðu, sem mun ráða því hvers konar stjórn verður mynduð eftir kosningar. Næsta rík- isstjórn verður ekki mynduð um inngöngu í Evrópusambandið. Eng- um dettur það í hug. Hvers vegna er þá verið að taka þetta mál upp með þessum hætti fyrir kosningarnar? Er verið að rugla kjósendur í rím- inu? Ef svo er, afhverju?“ spyr hann. Davíð segir einnig að vinstri stjórn gæti ekki haft á sinni könnu að fara inn í Evrópusambandið. Framsóknarflokkurinn sem heild sé ekki inni á því. Ekki heldur Vinstri- hreyfingin – grænt framboð og mik- ill ágreiningur sé um Evrópumál innan Samfylkingarinnar. Davíð segir stjórnarsamstarfið gott og að þótt menn horfi upp á mismunandi áhuga hans og utanrík- isráðherra í Evrópumálum hafi það ekki úrslitaáhrif á stjórnarsamstarf- ið, að hans mati. „Það verður síðan að ráðast hvað gerist eftir kosning- ar. Líklegast er að flokkarnir gangi óbundnir til kosninga eins og þeir gerðu fyrir síðustu kosningar. Að vísu höfðu þeir uppi góð orð þá um að gæfu kosningaúrslitin tilefni til, þá myndu þeir ræða saman fyrst áð- ur en þeir ræddu við aðra flokka og þannig gekk það eftir. Engar slíkar viðræður hafa átt sér stað að þessu sinni, enda fóru þær umræður ekki fram fyrr en á síðari stigum fyrir síðustu kosningar. Það er þó ekkert óeðlilegt að stjórnmálaflokkar hugsi sinn gang og líti til allra átta í kring- um kosningar. Það er eðlileg lýðræðisleg þróun og ekki hægt að finna að því,“ segir Davíð. Forsætisráðherra telur að þjóðin vilji ekki gera Evrópumálin að kosningamáli Næsta ríkisstjórn verður ekki mynduð um inngöngu í ESB  Ólíkar/10–12 FYRSTA loftbelgjaflug Svisslend- inganna Thomasar Seiz og Urs Mattle yfir landinu tókst með ágæt- um snemma í gærmorgun. Vindur var hægur og sól skein í heiði þegar þeir hófu sig á loft frá tjaldstæði við Kleppjárnsreyki og rúmlega klukkustund síðar lentu þeir mjúklega skammt frá Reyk- holti í Borgarfirði. Þeir náðu mest 10 km hraða á klukkustund en eins og flestir aðrir loftbelgjafarar voru þeir væntanlega ekkert að flýta sér sérstaklega. Það er líka vindurinn sem ræður flestu, jafnt hraða sem stefnu. Ljósmynd/Kuederli Fyrsta flugið tókst með ágætum  Ómögulegt að/6 MENGUNARVARNIR norska rík- isins og fulltrúar útgerðarfélagsins Festar hf. funduðu í gær um aðgerð- ir til þess að koma í veg fyrir mengun af völdum frystitogarans Guðrúnar Gísladóttur KE-15, sem sökk við Noregsstrendur á miðvikudag. Að sögn Trond Eilertsen, lög- manns íslensku útgerðarinnar, voru viðræður aðila á fundinum góðar og gagnmerkar en ekki var komist að neinni niðurstöðu í málinu að svo stöddu. Segir hann að vænta megi frekari tíðinda eftir helgi. Engin niður- staða á fundi útgerðar og stjórnvalda LÖGREGLAN á Selfossi hefur tek- ið um 1.000 ökumenn fyrir of hrað- an akstur í umdæmi sínu það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra höfðu um 600 ökumenn verið teknir fyrir hraðakstur í umdæm- inu. Að sögn Ólafs Íshólms, varð- stjóra á Selfossi, eru hugsanlegar ástæður fyrir þessari aukningu góð tíð í vetur sem leitt hefur til betri akstursskilyrða en auk þess hefur myndavélaeftirlit verið meira en fyrr og lögreglan almennt reynt að fylgjast vel með umferð í umdæm- inu. Lögreglan á Selfossi Um 1.000 tekn- ir fyrir hrað- akstur á árinu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SAMKVÆMT upplýsingum frá Veð- urstofu Íslands verður hiti á landinu yfirleitt á bilinu 10 til 15 stig næstu daga en misjafnt er eftir landshlutum hversu þurrt verður í veðri. Í dag er gert ráð fyrir hægri suðlægri átt og að smám saman þykkni upp sunnan- og vestanlands, en annars verði skýj- að með köflum. Gert er ráð fyrir rign- ingu á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Hiti verður á bilinu 8 til 17 stig og hlýjast í innsveitum á Norðurlandi. Á mánudag er gert ráð fyrir rigningu austan til á landinu en skúrum suð- vestanlands. Á Norðurlandi verður rigning með köflum í norðanátt á þriðjudag og miðvikudag en annars skýjað með köflum. Á fimmtudag er hins vegar gert ráð fyrir hægu og björtu veðri. Á föstudaginn er gert ráð fyrir suðlægum áttum með rign- ingu sunnan- og vestanlands en ann- ars verður úrkomulaust. Hlýtt um landið næstu daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.