Morgunblaðið - 21.07.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 21.07.2002, Síða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐAMIKIL bandarísk rannsókn á áhrifum hormóna, sem margar konur nota við og eftir tíðahvörf, var stöðvuð þegar niðurstöður bentu til þess að hættan af sam- felldri, samsettri hormónameðferð (SHM) væri meiri en ávinningur- inn, að mati stjórnenda rannsókn- arinnar. Fyrirhugað hafði verið að halda rannsókninni áfram í átta og hálft ár, en þegar í ljós kom, eftir rúm fimm ár, að hætta á hjarta- og æða- sjúkdómi, heilaáfalli, brjósta- krabbameini og blóðtappa var auk- in hjá konum í hormónameðferðinni var rannsóknin stöðvuð. Rannsókninni var stýrt af Wom- en’s Health Initiative (WHI-rann- sóknin) í Bandaríkjunum með stuðningi bandarískra heilbrigðis- yfirvalda. Hún náði til 16.608 kvenna á aldrinum 50 til 79 ára sem ekki höfðu gengist undir aðgerð þar sem leg er fjarlægt. Rúmlega helmingur þeirra fékk samsetta hormónameðferð með estrógeni og prógesteróni, en hinar fengu lyf- leysu. Meta átti áhrif langtímanotkunar á m.a. tíðni hjarta- og æðasjúk- dóma, heilaáfalla, blóðtappa, bein- þynningar og ýmissa krabbameina auk heildardánartíðni. Algeng meðferð hér á landi Sigurður Guðmundsson land- læknir segir að umrædd meðferð sé mjög algeng hér á Íslandi, sem og reyndar í flestum vestrænum lönd- um. Hann segist þó ekki hafa ná- kvæmt yfirlit yfir hversu stórt hlut- fall íslenskra kvenna noti þessi lyf, en hann giskar á meira en helming kvenna 45 ára og eldri. Hann segir samsettu hormóna- meðferðina gefna til að draga úr beinþynningu og áhrifum hennar, en einnig dragi hún úr einkennum tíðahvarfa líkt og svitakófum og skapgerðarbreytingum. Hann legg- ur áherslu á að rannsóknin hafi ekki beinst að þessum atriðum. „Það sem líka vekur athygli og við þurfum að hafa varnagla á er að þessi rannsókn beinist eingöngu að tilteknum afbrigðum þessara lyfja, estrógens og prógesteróns, en hér á landi og í ýmsum öðrum löndum eru ýmis önnur afbrigði á markaði. Þannig að það er ekki alveg víst að þau myndu hafa þessar sömu af- leiðingar í för með sér, þó svo HERS-rannsóknin sem birtist fyrir fáeinum mánuðum gefi vísbending- ar um þetta sama,“ bætir hann við. Sigurður bendir á að eingöngu samsetta meðferðin valdi þessum áhyggjum og þess vegna leggi Landlæknisembættið fram ráð- leggingar á heimasíðu sinni. „Í fyrsta lagi ættu þær konur sem hafa áhuga á hormónameðferð til að draga úr hættu á hjarta- og æða- sjúkdómum augljóslega ekki að gera það. Í öðru lagi eru til margar aðrar einfaldari og hættuminni leiðir til þess að draga úr beinþynn- ingu en að nota hormóna,“ undir- strikar Sigurður og nefnir hreyf- ingu og mataræði í því sambandi. Þarf að vega og meta ávinning og áhættu Hann segir að þær konur sem vilja draga úr beinþynningu ættu að ræða kostina af meðferðinni við lækni. Það geti verið að ávinning- urinn af því að draga úr broti á mjöðm eða úlnlið hjá konu með svona meðferð sé miklu meiri fyrir langtímaheilsu hennar en hættan á hinum vandamálunum. Hann legg- ur áherslu á að einnig þurfi að vega og meta ávinning og áhættu þegar kemur að hormónameðferð vegna hitakófs og skapgerðarbreytinga. „Þannig að lengra viljum við nú ekki ganga í þessum ráðleggingum til fólks. Við gerum ekki ráð fyrir að bregðast við þessum rannsókn- um á annan hátt á þessu stigi,“ seg- ir Sigurður. Hann ítrekar að athuga þurfi að rannsóknin sé sett upp með tiltekn- um afbrigðum lyfjanna, það þýðir ekki endilega að sömu vandamál tengist öðrum afbrigðum. Hann tel- ur það flækja málið og gera afdrátt- arlausar ákvarðanir erfiðari að fyr- ir fáeinum vikum hafi birst rannsókn sem skoðaði getnaðar- varnarpillur, samsettar úr sömu efnum og hormónalyfin, og þar hafi komið hið gagnstæða í ljós. „Það mældist ekki aukin tíðni á brjósta- krabbameini hjá konum sem höfðu tekið þessi lyf fyrir tíðahvörf þann- ig að við getum velt því fyrir okkur hvort öll kurl séu komin til grafar. Því finnst okkur ekki ástæða til að ganga lengra en að koma svona ráð- leggingum á framfæri við almenn- ing og lækna,“ segir hann. Rannsókn stöðvuð á hormónameðferð Hættan talin meiri en ávinningurinn GUNNAR Jóhann Birgisson, hæstaréttarlög- maður og stjórnarmaður í Fjölmiðlafélaginu ehf., segir það ekki rétt sem fram kemur í kæru Norð- urljósa til Fjármálaeftirlitsins á hendur Bún- aðarbankanum, að forráðamenn félagsins vilji knýja Norðurljós í gjaldþrot. Gunnar Jóhann segir markmiðið með stofnun Fjölmiðlafélagsins hafa verið að endurfjármagna starfsemi Skjás 1 og stuðla að sameiningu við Norðurljós. Fjöl- miðlafélagið hafi engan áhuga á að knýja Norður- ljós í gjaldþrot. Hann segir að kæran hafi komið sér á óvart, hún sé byggð á yfirlýsingu sem sé ákveðið rannsóknarefni hvernig Norðurljós hafi komist yfir. „Við höfum hins vegar haft áhuga á að skapa grundvöll til að sameina þessi tvö félög. Tilgang- urinn með stofnun Fjölmiðlafélagsins er að end- urfjármagna Skjá 1, sem við ætlum að klára í sumar, og ef tækifæri skapast á markaðnum til þess að koma á einhverju samstarfi við önnur fjölmiðlafyrirtæki eða ná að sameina Norðurljós og Skjá 1 er þetta félag kjörinn vettvangur til þess,“ segir Gunnar Jóhann. Í kæru Norðurljósa segir að Búnaðarbankinn, „eða í það minnsta einhverjir starfsmenn hans“, hafi tekið að sér fyrir „óstofnað“ Fjölmiðlafélag að knýja Norðurljós í gjaldþrot. Auk Gunnars Jó- hanns eru nefndir til sögunnar Árni Samúelsson, Björgólfur Guðmundsson, Einar Sigurðsson, Hjörtur Nilsen, Jón Pálmason, Sigurður Gísli Pálmason og Tryggingarmiðstöðin hf. Gunnar Jóhann segir að búið sé að stofna Fjölmiðla- félagið sem einkahlutafélag, það hafi verið gert í vor í þeim tilgangi einkanlega að endurfjármagna starfsemi Skjás 1. „Eina vitið“ að sameinast Hann segir óformlegar þreifingar hafa á sínum tíma átt sér stað milli forráðamanna Norðurljósa og Skjás 1 um sameiningu félaganna. Þær þreif- ingar hafi hins vegar gengið treglega þar sem að- aleigandi Norðurljósa hafi ofmetið verðmæti fé- lagsins. Öllum sé samt ljóst að ekki sé rými fyrir bæði félögin á markaðnum og verði ekki að óbreyttu. „Eina vitið í málinu er að stuðla að sameiningu félaganna. Við teljum að það sé ósk- astaða þeirra sem hafa sett fjármagn í félögin,“ segir Gunnar Jóhann. Stjórnarmaður í Fjölmiðlafélaginu ehf. um kæru Norðurljósa Höfum engan áhuga á að knýja Norðurljós í gjaldþrot ÞAÐ er eins gott að njóta leiktækj- anna í tívolíinu við Miðbakka í Reykjavík til hins ýtrasta nú síð- ustu helgina sem það er opið. Þessi ungi tívolígestur var búinn að spenna beltin og klár í hressilega flugferð í einu tækinu og beið þess að komast af stað. Kannski hefur biðin verið svona löng að ekki varð hjá geispa komist. Morgunblaðið/Ómar Beðið í sætunum ENGAR ákveðnar reglur gilda um tilkynningaskyldu stjórn- enda skráðra fyrirtækja hér á landi vegna viðskipta einkafyr- irtækja stjórnendanna við skráðu fyrirtækin. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, segir að engin þörf sé á þeim. Í viðtali Morgunblaðsins við Tryggva Jónsson, forstjóra Baugs, á föstudag kom fram að samkvæmt lögum í Delaware bæri forstjóra að fá fyrirfram heimild stjórnar ef hann hygð- ist eiga viðskipti við eigin fyr- irtæki eða tengd. Stjórnendur Baugs saka Jim Schafer og Courtney Brick, fyrrverandi stjórnendur Bonus Stores og Bonus Florida, um að hafa látið Bonus Stores kaupa innrétting- ar á of háu verði af fyrirtæki þeirra. Vilhjálmur segir að almennt séð reyni menn í íslensku við- skiptalífi, í samræmi við al- mennt viðskiptasiðferði, að láta viðskipti tengdra fyrirtækja ganga fyrir sig eins og um óskylda aðila væri að ræða. „Hér er mikið um tengd fyrir- tæki, dótturfélög og svo fram- vegis. Ef menn telja að hags- munir skarist á er í flestum tilfellum gengið úr skugga um að viðskipti hafi átt sér stað eins og verða myndi milli óskyldra fyrirtækja,“ segir hann. Almennar lagareglur gilda Að sögn Vilhjálms kveða lög ekki á um neinar sérstakar skyldur til að upplýsa stjórn eða hluthafa um viðskipti af þessu tagi. „Um þetta gilda náttúrlega almennar lagaregl- ur, um skyldu til að upplýsa at- riði sem skipta máli og almennt viðskiptasiðferði. Það væri mjög erfitt um vik að setja um þetta sérstakar reglur og reyna þannig að steypa alla í sama mót, vegna þess að tilvikin eru afar mörg hér á landi. Þarfir og aðstæður eru mjög mismunandi eftir tilvikum. Ef upp koma svik og blekkingar á íslenskt réttar- kerfi að vera fullfært um að taka á þeim málum,“ segir hann. Ekki þörf á ákveðnum reglum Vilhjálmur Egilsson um stjórnendur skráðra fyrirtækja GUNNAR Felixson, forstjóri Trygg- ingamiðstöðvarinnar, segir að frétt um kæru Norðurljósa í Morgun- blaðinu í gær hafi komið sér mjög í opna skjöldu. Í kæru Norðurljósa til Fjármálaeftirlitsins segir að Búnað- arbankinn, eða í það minnsta ein- hverjir starfsmenn hans, hafi tekið að sér fyrir nokkra aðila, Tryggingamið- stöðina meðal annarra, að „knýja Norðurljós í gjaldþrot.“ Gunnar segist hvorki skilja né vita af hverju þarna sé minnst á Trygg- ingamiðstöðina. „Ég kannast ekki við að fyrirtækið hafi komið nálægt þessu máli á nokkurn hátt,“ segir hann. Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar Kannast ekki við aðild að Norðurljósamáli Í LÖGUM um viðskiptabanka og sparisjóði er kveðið á um að viðurlög við broti á þeim geti verið fangelsi, allt að tveimur árum. 43. grein lag- anna fjallar um brot á bankaleynd. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær hefur forstjóri Norðurljósa kært Búnaðarbankann til Fjármála- eftirlitsins fyrir brot á þeirri grein. Þess er krafist að Fjármálaeftir- litið greini ríkislögreglustjóra frá niðurstöðum sínum að aflokinni rannsókn. Í 43. grein laganna segir: „Bankaráðsmenn, stjórnarmenn sparisjóðs, bankastjórar og spari- sjóðsstjórar, endurskoðendur og aðrir starfsmenn viðskiptabanka eða sparisjóðs eru bundnir þagnar- skyldu um allt það er varðar hagi viðskiptamanna hlutaðeigandi stofn- unar og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli máls nema dómari úrskurði að upp- lýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi.“ Í 101. gr segir: „Fyrir brot á lögum þessum skal refsað með sekt- um eða fangelsi allt að 2 árum liggi ekki þyngri refsing við broti sam- kvæmt öðrum lögum.“ Sektir eða allt að 2 ára fangelsi fyrir brot á bankaleynd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.