Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 50
FÓLK Í FRÉTTUM
50 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
MAÐUR er búinn að bíða lengi eftir
henni þessari. Platan kom út í nóv-
ember á síðasta ári og það er fyrst
um þetta leyti sem henni skolar
hingað. Já, það getur stundum verið
erfitt að búa á lítilli eyju.
World of our Own er þriðja plata
Westlife á þremur
árum og hér halda
þeir áfram að fín-
pússa list sína:
pottþétt popplög
frá A–Ö þar sem
nóg er um stór-
brotnar epískar
ballöður, sem eru aðal sveitarinnar.
Styrkur þessarar frábæru stráka-
sveitar felst einkum í því að þeir hafa
ekki fundið þörf til að uppfæra sig
hvað ímynd eða tónlist varðar. Þvert
á móti halda þeir sínu striki á meðan
samkeppnisbönd falla í valinn, eitt af
öðru. Þá er skírskotunin víð og hver
sá sem hefur yndi af góðri popptón-
list ætti hæglega að geta metið af-
urðir þessara írsku hnokka. Hér er
það útpæld fágun sem gildir; án þess
að hjartahreinni túlkun fagurradd-
aðra meðlima sé fórnað.
Westlife er með sanni heimur út af
fyrir sig, eins og segir í titlinum.
Aðrar viðlíka sveitir komast einfald-
lega ekki með tærnar þar sem fé-
lagarnir fimm eru með hælana.
Tónlist
West’
er best!
Westlife
World Of Our Own
RCA/BMG
Westlife sýnir hér og sannar hverjir eru
kóngarnir í strákabandageiranum.
Arnar Eggert Thoroddsen
ÞETTA var búið spil. a-ha var hætt
og fáir virtust gráta það enda sýndi
hin pínlega Memorial Beach frá árinu
1992 að allt líf var úr samstarfinu. En
enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur og það hafa þeir Morten,
Magne og Pål örugglega upplifað því
eftir 8 ár þoldu þeir
ekki lengur aðskiln-
aðinn, þefuðu hver
annan uppi og tóku
upp þráðinn þar
sem frá var horfið.
Minor Earth Major
Sky kom út fyrir
tveimur árum og sýndi að þeir höfðu
haft gott af fríinu og þrátt fyrir að
hafa verið um margt gallaður þá voru
ýmis merki þess að krókurinn væri
kominn í gamla formið.
Og það er ýmislegt jákvætt við
nýju plötuna Lifeline. Hún fer vel af
stað, skotheld popplög á við þau sem
gerðu sveitina þá farsælustu sem
Norðurlönd höfðu átt síðan ABBA-
flokkurinn var og hét. Smáskífurnar
„Forever Not Yours“ og titillagið
sjaldheyrð völundarsmíði á þessum
síðustu og verstu tímum og „Time &
Again“ eitt besta lag sveitarinnar í
háa herrans tíð og hefði sómt sér vel
á bestu plötu hennar, Scoundral
Days.
Það er því hin mesta synd að botn-
inn skuli detta svona herfilega úr
annars vaxandi plötu strax um mið-
bik hennar. Fallið er hátt og skell-
urinn harkalegur og sár. Á endanum
reynist því bróðurparturinn hugmyn-
dasnautt, líflítið og hreint undarlega
klaufskt og gamaldags dollu-
danspopp fyrir svo reynda menn í
faginu. Og til að kóróna allt er „A
Little Bit“ svívirðilegasta stælingin
hingað til á U2-perlunni „One“.
Líflítið
a-ha
Lifelines
WEA
Norsku Vínarkórsdrengirnir eru enn að og
eiga nú þessa sjöundu plötu sína til að
sanna það.
Skarphéðinn Guðmundsson
VIÐ skulum hafa það alveg á hreinu
að The Cooper Temple Clause er
ekki stór sveit. Þetta eru ungir pilt-
ar, rétt skriðnir yfir tvítugt og er
sveitin, sem gaf út fyrstu breiðskífu
sína snemma á þessu ári, enn að
þreifa fyrir sér og stinga tám í hina
ýmsu polla bransans. Þeir – ólíkt
„stóru“ sveitunum – þurfa á umfjöll-
un að halda, hvaðan svo sem hún
kemur. Sem hlýtur að útskýra að
hluta hvers vegna blaðamaður frá
Íslandi fær góðfúslega viðtal með
sama og engum fyrirvara – og
meira að segja geisladisk og frétta-
tilkynningu að auki.
Það er hressandi að sjá að með-
limir „The Clause“ eru, ólíkt flest-
um þeim stórfiskum sem maður er
búinn að eltast við á hátíðinni,
hungraðir. Þeir eru ferskir, ungæð-
islegir og sýnilega til í að gera hvað
sem er fyrir frægðina. Þeir njóta at-
hyglinnar sem þeir fá í botn, alveg
tilbúnir að skella sér af fullum krafti
í rokklífernið, um leið og færi gefst.
Smáóöruggur
Ég sest niður með tveimur, frem-
ur ólíkum mönnum fyrir utan litla
en vistlega aðstöðu BMG-fyrirtæk-
isins, sem er inni á blaðamanna-
svæðinu. Ben Gautrey söngvari er
sýnilega leiðtoginn. Greinilega mik-
ið í mun að hlutirnir komist rétt til
skila og hann passar upp á að við-
talið fari svona nokkuð sómasam-
lega fram. Didz Hammond lætur
hins vegar trúðslega og er greini-
lega smáóöruggur. Hann breiðir
haganlega yfir stressið með tilbú-
inni værukærð og tilheyrandi
drykkjulátum. Hann er samt auð-
sýnilega vænsti drengur.
Þegar þeir félagar eru búnir að
sprella spyr ég þá hvernig sé nú að
vera meðlimur í The Cooper
Temple Clause. Didz svarar.
„Það er frábært. Maður getur
hangið með vinum sínum allan dag-
inn, skemmt sér og spilað tónlist
þess á milli.“
„Við erum vinahópur sem stofn-
aði hljómsveit,“ segir Gautrey alvar-
legur. „Og nú erum við orðnir óvin-
ir,“ bætir Didz við og rembist eins
og rjúpan við staurinn að skjóta að
fyndnum athugasemdum.
„Þar til fyrir þremur vikum var
ég í No way sis (þekktasta Oasis
ábreiðubandið),“ heldur Didz áfram
og ég tek hann svona hæfilega al-
varlega. „Ég spilaði á hryngítar fyr-
ir gítarleikarann þar, þar sem kær-
astan hans var í barnsfæðingum.“
Umræðan leiðist nú út í spurn-
ingar um íslenska tónlist. Þeir fé-
lagar þekkja Sigur Rós vel og gera
meira að segja góðlátlegt grín að
falsetturödd Jónsa, ýlfra upp yfir
sig og hlæja.
„The Leaves eru líka góðir,“ segir
Gautrey. „Og svo er Björk auðvitað
snillingur.“
Aftur inn á „alvarlegu“ brautina.
Umræðuefnið er hvort þeim finnist
þeir hafa náð markmiðum sínum
með fyrstu breiðskífu sinni, See
This Through And Leave. Innihald-
ið er tilraunakennt rokk, sem dreg-
ur dám af Primal Scream og vaðið
er úr einu í annað, oft innan sama
lagsins. Nokkrar stuttskífur liggja
þá eftir sveitina þar sem má heyra
sams konar stefnuflakk.
„Ja …,“ segir Gautrey. „Persónu-
lega finnst mér eins og við séum
komnir á þá braut sem við vorum að
leita að …“
Didz skýtur inn í.
„Flugvélin er bara svo helv …
lengi að komast á loft. En hún er á
uppleið engu að síður!“
Gautrey viðurkennir fúslega að
þeir beri mikla virðingu fyrir Primal
Scream og spyr blaðamann hvort
hann hafi séð þá spila í gær.
„Nei,“ svara ég.
„Af hverju ekki?“ segir Gautrey
með hneykslunartón.
„Þeir spiluðu svo seint, ég var
farinn að sofa.“
Þögn.
Og svo springa báðir aðilar úr
hlátri. Örgeðja straumar og spenna
einkenndu upphaf spjallsins en eru
nú hægt og bítandi á útleið. Menn
eru að verða afslappaðri.
„Ég held að bransinn í Bretlandi
sé mun erfiðari en í litlum löndum
eins og á Íslandi,“ segir Gautrey
hugsandi. „Fólk er meira í vörn og
er hvassyrt. Maður þarf að púla og
púla til að redda sér samningi og
nánast grátbiðja fólk um að koma á
tónleika. Við erum búnir að eyða
miklum tíma í þannig barning. En
núna krossleggjum við fingur og
vonum að eitthvað verði úr þessu.“
Strákunum er nú vingsað í
myndatöku og þeir ærslast fyrir
framan myndavélina um leið og þeir
reyna að vera eins svalir og hægt
er. Það þýðir víst ekkert ann-
að … enda er þetta harður bransi.
Krossleggjum fingur
Spjallað við The Cooper Temple Clause
Bretar eru vongóðir um
að hin skrýtilega nefnda
sveit The Cooper
Temple Clause sé nýj-
asta stórfréttin í þar-
lendri dægurlagatónlist.
Arnar Eggert Thor-
oddsen hitti sveitina á
Hróarskeldu og tók tvo
meðlimi undir sex augu.
Morgunblaðið/Arnar Eggert
Útlitið vefst ekki fyrir Cooper Temple Clause eins og sjá má.
arnart@mbl.is
... Elvis hefur yfirgefið toppinn. Það
var ungstirnið Garreth Gates sem
velti rokkkóngnum úr toppsæti
breska vinsældalistans. Nýja topp-
lagið er „Anyone Of Us (Stupid
Mistakes)“. Oasis féll síðan af toppi
breið-
skífu-
listans eft-
ir að hafa
setið þar í
einungis
eina viku.
Það voru
Red Hot Chili Peppers sem gerðu
þeim skráveifu með hinni nýju
plötu sinni By The Way … Kross-
ferðin sem Michael Jackson virð-
ist hafa lagt upp í af sjálfsdáðum
gegn meintu misrétti gegn svörtum
tónlistarmönnum virðist hafa fengið
lítinn hljómgrunn meðal „bræðra“
hans, að því er kemur fram í Bil-
board. Í samtali við blaðið fullyrðir
háttsettur svartur útgáfustjóri:
„Það væri hægt að kasta pílu á
R&B-lista vikunnar og lenda nær
örugglega á listamanni sem ætti
auðveldara með að vinna menn á
sitt band í slíkri baráttu“ … Í byrj-
un október kemur út ný tvöföld
safnplata Rolling Stones í tilefni
af 40 ára afmæli rokkaranna eilífu.
Platan, sem hefur fengið nafnið 40
Licks, mun eins og nafnið bendir til
innihalda 40 vinsælustu lög sveit-
arinnar en þetta er í fyrsta sinn
sem gefin er út safnplata sem
spannar allan ferilinn … Queens
of the Stone Age gefur út nýja
plötu 27. ágúst næstkomandi. Plat-
an heitir Songs for the Deaf og
verður ekki einasta hvalreki fyrir
unnendur Queens heldur einnig
Foo Fighters fíkla því sjálfur Dave
Grohl lemur húðirnar á plötunni, en
hann hefur vart sest við settið síðan
hann hélt Kurt Cobain og Kris
Novoselic við efnið í Nirvana.
Grohl mun þó ekki tromma í vænt-
anlegum túr Queens til að fylgja
plötunni eftir … Scarlet’s Walk er
nafnið á væntanlegri plötu Tori
Amos en það mun vera fyrsta plata
hennar fyrir Epic-útgáfuna eftir að
hafa bundið enda á 13 ára samstarf
með Atlantic. Platan kemur út 15.
október og leggur Amos upp í tón-
leikaferð um heiminn næsta vor …
Supergrass svamlaði í Miðjarð-
arhafinu og lét gylltan volgan sand
Frönsku Rívíer-
unnar leika ljúf-
lega milli tánna á
milli þess sem
þeir sömdu
fjórðu plötu sína,
þá fyrstu í þrjú
ár. Gripurinn
hefur fengið
nafnið Life On
Other Planets og
kemur út í haust. Hann munu
prýða alls 12 lög sem tekin voru
upp af Tony Hoffer, sem unnið hef-
ur m.a. með Air og Beck. Fyrsta
smáskífan „Grace a paean to Chris
Difford’s daughter“ kemur út í
septemberbyrjun …
POPPkorn
Fimm sekúndur eftir
(Five Seconds to Spare)
Spennudrama
Bretland 1999. Skífan VHS. (103 mín.)
Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn og hand-
rit Tom Connolly. Aðalhlutverk Max
Beesley, Ray Winstone.
EFNILEGUR tónlistarmaður
kemur til Lundúna í þeim tilgangi
að reyna að slá í gegn. Hann er í
hljómsveitinni Alaska Factory og
býr til tónlist sem virðist ætla að
ná til eyrna fólks og það sem
meira er um vert hljómplötuútgef-
enda. En fé-
lagarnir í bandinu
hafa litla sjálfs-
virðingu og eru
tilbúnir að gera
allt fyrir frægð-
ina. Það fellur
unga hugsjóna-
manninum illa og
hægt og bítandi
fara hlutirnir úr böndunum. En
þegar halda mætti að botninum
væri náð verður hann vitni að
hrottafengnu morði á kengruglaðri
rokkstjörnu sem honum sýnist
vera myrt af dvergum. Sogast
hann þá inn í myrkan músíkheim
þar sem miðpunkturinn er hin dul-
arfulla sveit The Dwarves of
Death sem gaf út löngu gleymda
plötu á níunda áratugnum.
Þetta er söguþáðurinn sem
a.m.k. mér tókst með herkjum að
greina út úr þessari mjög svo und-
arlegu mynd, sem í besta falli er
djúp og dulræn martröð en í því
versta algjör þvæla, fer bara eftir
því hvernig maður horfir á hana.
Mér fannst hún nær því að vera
þvæla, og það tilgerðarleg, vegna
þess að mér finnst einfaldlega eins
og framvindan hafi verið flækt
óþarflega mikið og það bitni á
gæðum myndarinnar sem klárlega
er byggð á forvitnilegri skáldsögu
Jonathans Cole, The Dwarves of
Death. Skarphéðinn Guðmundsson
Dvergar
dauðans
Á núllpunkti
(Ground Zero)
Spennumynd
Bandaríkin, 2001. Góðar stundir VHS.
(97 mín.) Bönnuð innan 12 ára. Leik-
stjórn: Simon Hunter. Aðalhlutverk: Jan-
et Gunn, Jack Scalia, Scott Terra.
ÞAÐ er ýmislegt sem getur farið
úrskeiðis þegar einstæð móðir sem
jafnframt er jarðskjálftasérfræðing-
ur ákveður að taka son sinn með í
rannsóknarferð á afskekktu skjálfta-
svæði. Þar geta til dæmis slæðst inn
hryðjuverkamenn sem hyggjast
fremja stórglæp
sem felur það m.a. í
sér að framkalla
jarðskjálfta með
sprengingu,
hryðjuverkamenn
sem vilja eyða öll-
um óæskilegum
vitnum af svæðinu.
Sömuleiðis getur
fallið vöðvastæltur karlmaður af
himnum ofan og komið mæðginun-
um til hjálpar. Margt fleira getur
hugsanlega komið upp á eins og sést
í þessari ódýru afþreyingarmynd.
Þar eru í senn handrit og tækni-
vinnsla á einstaklega lágu plani,
reyndar svo lágu að það kæmi mér
ekki á óvart að tökumaðurinn hefði
einfaldlega hrist tökuvélina til að
„framkalla“ jarðskjálfta. Ef til vill
eru það ýkjur en góð er myndin að
minnsta kosti ekki. ½
Heiða Jóhannsdóttir
Myndbönd
Hristur
hasar