Morgunblaðið - 21.07.2002, Side 18

Morgunblaðið - 21.07.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í MÝVATNSSVEIT eru uppihugmyndir um að reisamyndarlega baðaðstöðu íanda gamla tímans og hillirundir að þær vangaveltur áhugamanna um jarðböð gangi nú eftir. Upphafið má rekja aftur til ársins 1995 þegar nokkrir heima- menn í sveitinni fengu þá grillu í kollinn að koma í sveitinni upp náttúrlegu gufubaði, eins og tíðk- aðist hér á árum áður. Ári síðar var byggt tilraunagufubað, sem reynst hefur mjög vel og rómað er af öllum þeim, sem reynt hafa, að sögn Péturs Snæbjörnssonar, for- seta Baðfélags Mývatnssveitar, sem stofnað var árið 1998 og er hlutafélag í eigu áhugamanna um jarðböð í Mývatnssveit. Hluthafar eru um 35 talsins, en stærsti ein- staki hluthafinn er ríkisvaldið, sem lagði hluta af söluandvirði Kísiliðj- unnar í félagið svo koma mætti til móts við atvinnuuppbyggingu í sveitinni. „Björtustu vonir gera ráð fyrir að hægt verði að hefjast handa með haustinu og að aðstaðan verði tilbúin næsta vor. Ef á hinn bóginn kemur í ljós að framkvæmdin þarf að undirgangast umhverfismat munu allar áætlanir tefjast sem þeim ferli nemur, svo ekki sé nú talað um kostnaðaraukann sem einn og sér gæti leitt til þess að verkefnið falli dautt niður,“ segir Pétur. Landið, sem baðaðstaðan mun rísa á, er í eigu Voga í Mý- vatnssveit og er nú verið að ganga frá landleigusamningi við eigendur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í svokölluðum Jarðbaðshólum. Lóð- in er mjög eftirsóknarverð enda eru nægjanleg náttúruleg gufuupp- streymi þar. Hún er næsta lóð við fyrirhugaða Bjarnarflagsvirkjun og á henni eru túfstabbar, móg- bergssetlög sem urðu til í Hver- fjallsgosinu, sem okkur finnst mjög mikilvægt að gera aðgengileg fyrir gesti sveitarinnar. Nokkrar at- hugasemdir bárust þegar Skútu- staðahreppur auglýsti breytingar á aðal- og deiliskipulagi svæðisins, en frestur til að gera athugasemdir rann út í júnílok. Beðið er afstöðu Skipulags ríkisins til athugasemd- anna ogum hvort verkefnið þurfi að fara í umhverfismat eða ekki. Á meðan er unnið að því að teikna mannvirki, sem ætlunin er að rísi á svæðinu. Arkitekt er Halldór Gíslason í Mosfellsbæ sem jafn- framt er deildarstjóri hönnunar- deildar Listaháskólans. Vonir bundnar við norðlenska burðarása Gert er ráð fyrir að verkefnið muni í heild kosta 100 til 130 millj- ónir króna. Búið er að leggja fram 15 milljóna króna byrjunarhlutafé og binda félagsmenn vonir við að norðlenskir sjóðir og stofnanir komi inn sem burðarásar. Stefnt er að því að kynna hugmyndina fyrir fjárfestum á næstu vikum. „Það eru nokkrir burðugir aðilar á Norðurlandi tilbúnir til að leggja fé í þetta skemmtilega verkefni og komum við til með að kynna ít- arlegar hugmyndir og útreikninga fyrir þeim á næstunni. Við ætlum okkur að fjármagna alla uppbygg- inguna fyrir eigið fé. Helsta vanda- málið við mörg ferðamannaverk- efni hefur verið að svigrúm er lítið sem ekkert þegar kemur að sjálf- um rekstrinum vegna ónógs eigin fjár og of mikillar skuldasöfnunar við fjárfestingar og ónógs undir- búningsstarfs. Við höfum því ákveðið að byggja upp aðstöðuna fyrir eigið fé og eiga inni svigrúm í bankakerfinu fyrir reksturinn þeg- ar þar að kemur. Það koma um 200 þúsund er- lendir ferðamenn til Íslands yfir sumartímann og við vitum að í Mý- vatnssveit koma 56% þeirra. Sam- an með innanlandsmarkaði gerir þetta um 200 þúsund manns sem koma á svæðið þegar í dag og fer sá fjöldi vaxandi. Af öllum þessum fjölda erlendra ferðamanna fara um 67% í bað í Bláa lóninu og líkar harla vel. Við teljum því að þau 56% erlendra ferðamanna, sem heimsækja Mývatnssveit, væru tilbúin að kaupa aðgang að nátt- úrubaði hér í sveitinni þar sem gestir komast hvað næst tengingu við sjálf náttúruöflin á ferð sinni um landið. Ekki myndi það nú skemma fyrir ef gestir gætu keypt sér far norður um leið og lent væri á landinu. Væri það mögulegt myndi landslag á íslenskum ferða- markaði umsnúast á örfáum árum. Það þýðir að markaðsleg staða sveitarinnar til að byggja hér upp baðaðstöðu er mjög sterk auk þess sem við þyrftum ekki að leggja út í eins mikla markaðssetningu er- lendis og ella því Bláa lónið á Reykjanesi er búið að ryðja þá braut fyrir okkur. Við njótum þess. Þá er ég að meina þá ímynd, sem þeim fyrir sunnan hefur tekist að skapa Íslandi sem áfangastað til náttúrubaða. Baðaðstaðan mun jafnframt gera það að verkum að fyrirtækin hér munu eiga auðveld- ara með að markaðssetja aðra árs- tíma en blásumarið,“ segir Pétur. Nýta þarf fjárfestinguna árið um kring „Hugmyndin með þessum fram- kvæmdum er ekki síst sú að lengja nýtingartíma fjárfestinga í ferða- þjónustu í sveitinni, en hér eins og víða annars staðar á landsbyggð- inni blasir það stóra vandamál viðFramtíðarsýn Halldórs Gíslasonar um uppbyggingu náttúrubaðstaðar í Mývatnssveit. Teikning/Halldór Gíslason Hugmyndin er að baðstaðurinn verði í svonefndum Jarðbaðshólum, sem eru í landi Voga. Morgunblaðið/Þorkell Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri og forseti Baðfélags Mývatnssveitar. Baðfélag Mývatns- sveitar hefur uppi stór áform um uppbyggingu náttúrubaða með lón- um og gufuböðum í sveitinni í anda gamla tímans. Jóhanna Ingvarsdóttir spurði Pétur Snæbjörnsson, forseta félagsins, út í hugmyndirnar, sem nú hillir loks undir að verði að veruleika. Jarðböð hluti af mývetnskri menningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.