Morgunblaðið - 21.07.2002, Side 19

Morgunblaðið - 21.07.2002, Side 19
að gríðarleg eftirspurn er eftir þjónustu á sumrin á meðan stein- dautt er á veturna. Þarna þarf að brúa bil. Við þurfum að nýta betur þá fjárfestingu, sem til staðar er í Mývatnssveit og fjölga tilefnum fólks til að sækja sveitina heim. Hér eru hótel, veitingahús og síð- ast en ekki síst samgönguæðar, sem að mestu detta út yfir vetr- artímann. Með því að koma með spennandi aðdráttarafl inn á svæð- ið, verður vonandi meiri eftirspurn eftir samgöngum til og frá svæð- inu. Góðar samgöngur eru for- senda byggðar í landinu og margs- annað er að íslenskur heimamarkaður stendur ekki undir nútíma kröfum um samgöngur einn og sér.“ Jarðböð hafa, að sögn Péturs, verið hluti af tilveru Mývetninga allt frá 13. öld og síðar komu til þekktari fyrirbæri á borð við Grjótagjá og Stórugjá, sem voru vinsælir baðstaðir í áratugi. Grjótagjá, sem er í landi Voga skammt neðan við Bjarnarflag, hitnaði hins vegar svo samfara jarðraskstímabili sumarið 1977 að ekki var mönnum vært lengur í gjánni sökum hita. Hitinn í vatninu fór þá allt upp fyrir 50 gráður og hefur á síðustu árum haldist stöð- ugur í 47 gráðum. Stóragjá, sem er í bæjarhlaði Reykjahlíðar, hafði aftur á móti lengi vel haldist í 30 gráðum, en hitnaði upp í 40 gráður á sama tíma og Grjótagjá fór í 50 gráður. Baðgestir fóru þá að venja komur sínar í Stórugjá í staðinn fyrir Grjótagjá, en svo fór að Stóragjá kólnaði aftur og eyðilagð- ist þar með síðasta náttúrubaðið, sem Mývetningar gátu státað af. Affall af borholu við kjörhita í Bjarnarflagi „Sveitungar og gestir þeirra hér hafa getað baðað sig í heitri jarð- gufu í margar aldir, en eftir að þeir komust í samband við menn- inguna, hafa menn misst þráðinn í jarðböðum þessum, en fengu þess í stað nútíma sundlaug, eins og allar menningarborgir geta státað af. Í gamla daga byggðu menn svona böð í sjálfboðavinnu og fannst ekki tiltökumál, en í nútíma samfélagi þarf að greiða fyrir svona vinnu og starfsemin þarf auk þess að vera arðbær til að einhver fáist til að leggja fé í verkefnið. Við nokkrir félagar, sem ólumst upp við jarð- böð í sveitinni, ákváðum að gera athuganir á því hvort ekki væri til- valið að halda þessari gömlu hefð á lofti, hafandi blátt lón í Bjarnar- flagi sem er affall af borholu við 40 gráða kjörhita. Sem stendur fellur þetta vatn aðeins út í náttúruna og er ekkert notað meir. Ég geri mér vonir um að málið sé nú komið á það stig að það verði raunverulega að veruleika eftir að búið er að koma hugmyndinni um náttúruböð með lónum og gufuböðum í fjár- festingalegt form,“ segir Pétur. Teikningar gera ráð fyrir að uppbyggingin verði eins náttúru- tengd og framast er unnt og kem- ur grjót, gras og trjágróður til með að leika lykilhlutverk. „Mannvirki eiga að spila í takt við náttúruna og stál og gler á ekki að sjást á svæðinu. Í Bjarnarflagi upplifa menn svo persónulega kraftinn í jörðinni sem verður auðvitað stór hluti af náttúrutengingunni. Í ljós hefur komið að jarðgufan í Jarð- baðshólum í Bjarnarflagi er eina háhitajarðgufan á Íslandi sem hægt er að baða sig í. Víðast ann- ars staðar er hún svo brennisteins- menguð að hún er hættuleg til baða. Af einhverjum óþekktum or- sökum er ekki brennistein að finna í þeirri gufu, sem kemur upp í Jarðbaðshólum, en kenningin er sú að þarna séu hitakærar örverur í gjallinu sem éti upp brennistein- inn. Segja má að affallsvatnið í Bjarnarflagi sé skylt Bláa lóninu að því leytinu til að hvort tveggja kemur upp um manngerðar borhol- ur tengdar orkumannvirkjum. Hins vegar er um ólíkar efnasam- setningar að ræða, en í okkar vatni hafa fundist 26 nýjar örveruteg- undir auk þess sem í vatninu er að finna bæði steinefni og kísil.“ Heilsutengd ferða- þjónusta í hæsta gæðaflokki Að sögn Péturs eru ekki uppi hugmyndir um að Baðfélag Mý- vatnssveitar sem slíkt fari út á þá braut að stunda heilsutengda ferðaþjónustu eða svokallaðan meðferðar-túrisma. „Við ætlum að láta það öðrum eftir, ef einhverjir sýna því áhuga, en í mínum huga er ekki spurning um að hér væri hægt að reka „spa“-miðstöð af hæsta gæðaflokki ef okkur tekst að halda vel á spilunum enda höfum við áhuga á raunverulegum gæðum og skemmtilegri upplifun. Það væri hins vegar kjörið fyrir framsækna stofnun á borð við Heilbrigðis- stofnun Þingeyinga að sinna heilsutengdri ferðaþjónustu og vinnur Atvinnuþróunarfélag Þing- eyinga nú að því að kanna hugs- anlega möguleika á því sviði. Það er ekkert flóknara að selja nafla- skoðun en Dettifosstúr, hvort tveggja er tilefni til að koma á svæðið og njóta eiginleika þess til eigin sálubótar, en mikilvægt er að okkar góða heilbrigðiskerfi fái þá að leika lykilhlutverkið. Með þessu móti mætti gera starfsemi Heil- brigðisstofnununar Þingeyinga bæði meira spennandi og fram- sæknari en ella þar sem fram færi frjótt forvarnarstarf á sviði heilsu- tengdrar ferðaþjónustu. Starfs- menn stofnunarinnar fengju auk þess tækifæri til að selja sína sér- fræðiþekkingu til gesta, sem væru gagngert að koma inn á svæðið til að kaupa sér sérfræðiþekkingu og ákveðinn lífsstíl. Við gætum nýtt vannýtta afkastagetu ferðaþjónust- unnar á lágönninni þar sem hér er ekki um eins veðurháða þjónustu að ræða og mörg önnur, en þegar upp er staðið, yrðu það fjárfest- ingar Baðfélagsins sem lékju lyk- ilhlutverkið. Það má til sanns veg- ar færa að með tilkomu aðstöðu Baðfélagsins eflist bæði menning- artengd og heilsutengd ferðaþjón- usta í Mývatnssveit. Markhópurinn er alveg klár þegar kemur að heilsutengdri ferðaþjónustu á þessu svæði. Við ætlum að höfða til fólks, sem vill leita sér að bættum lífsstíl. Það liggur því alveg fyrir hverja á að sækja. Á hinn bóginn á eftir að þróa framleiðsluna mjög vel til að vita hvað við getum raun- verulega boðið upp á. Að auki þurf- um við að geta tryggt öryggi svo að menn vilji kaupa þjónustuna því ég geri ráð fyrir að fólk vilji ekki láta gera tilraunir á sér,“ segir Pétur Snæbjörnsson, forseti Bað- félags Mývatnssveitar. Vonast er til að náttúrubaðstaður í Mývatnssveit dragi að marga ferðamenn og auki umferð utan hefðbundins ferða- mannatíma. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 19 Verð frá 1.990.000 kr .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.