Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 48
K-19: The Widowmaker frumsýnd í Bandaríkjunum RÚSSNESKIR sérfræðingar eru þegar byrjaðir að gagnrýna kvik- myndina K-19: The Widowmaker sem frumsýnd verður í Bandaríkj- unum í vikunni þótt þeir hafi ekki séð myndina. Ingvar Sigurðsson er meðal leikara í myndinni sem fjallar um slys sem varð árið 1961 um borð í rússneskum kjarn- orkukafbáti og litlu munaði að af hlytist kjarnorkuslys á borð við Tsjernóbíl-slysið. Harrison Ford og Liam Neeson leika aðalhlutverkin í myndinni en Kathryn Bigelow leik- stýrir en Sigurjón Sighvatsson er meðal framleiðenda. Myndin fékk afbragðs dóma í bandarískum fjöl- miðlum. „Þessi mynd er ekki um Rússa heldur það hvernig Bandaríkja- menn líta á Rússa,“ segir Ígor Kúrdin, formaður sambands fyrr- verandi kafbátasjómanna í samtali við blaðið Izvestia. Uppgjafa kafbátasjómenn hafa hótað því að sækja kvikmyndagerð- armennina til saka vegna ýmissa rangfærslna sem þeir segja vera í myndinni, svo sem þá að kafbátaá- hafnir hafi drukkið stíft og einnig sé spennan milli yfirmanna kafbáts- ins, sem þeir Ford og Neeson leika, mjög ýkt. Vladislav Iljin, einn af yfirmönn- um rússneska sjóhersins, segir að handriti myndarinnar hafi verið breytt að minnsta kosti fimm sinn- um eftir ábendingar frá rúss- neskum sérfræðingum. Þá hafi nöfnum sögupersóna einnig verið breytt til að komast hjá því að valda aðstandendum þeirra óþægindum. Myndin verður frumsýnd í októ- ber í St. Pétursborg. Þeir sem dreifa myndinni í Rússlandi ætla að gefa 1% af ágóðanum til fjölskyldna áhafnarinnar í K-19. Slys um borð í kjarnorkukafbát- um eru viðkvæmt mál í Rússlandi, einkum eftir að kjarnorkukafbát- urinn Kúrsk sökk í ágúst 2000 og 118 manns létu lífið. Frábær frammistaða leikara Kvikmyndin K-19 fær góða dóma í bandarískum fjölmiðlum. Þannig segir á fréttavef sjónvarpsstöðv- arinnar CNN að frammistaða leik- aranna sé frábær og vel sé hugað að smáatriðum í þessari spennandi mynd. Hlutverkaskipunin sé góð og allir sjómennirnir séu sannfærandi og líti ekki út fyrir að vera penir bandarískir strákar með skjanna- hvítar tennur. Sumir hafi raunar austur-evrópskt yfirbragð og er Ingvar væntanlega í þeim hópi en hann leikur einn af yfirmönnunum um borð. Það sem hins vegar lyfti mynd- inni yfir venjulegar kafbátsmyndir sé leikur Fords og Neesons. Ford hafi sjaldan leikið betur og hann sé þungamiðja myndarinnar. Sam- leikur þeirra Neesons sé rafmagn- aður þegar þeir deila um örlög bátsins og heimsins. New York Times hrósar mynd- inni einnig þótt gagnrýnanda blaðs- ins þyki endirinn dragast heldur á langinn. NYT segir að leikstjórinn, Kathryn Bigelow, stýri myndinni í anda hefðbundinna bandarískra kafbátamynda en hún sé jafnframt einhver besti spennuleikstjóri sem nú starfi við kvikmyndir og hún hlaði upp hverju spennuþrungnu atriðinu ofan á annað, en á milli komi augnablik sem séu full af nán- ast yfirnáttúrlegri fegurð. Skiptar skoðanir Harrison Ford og Ingvar E. Sigurðsson í hlutverkum sínum í K-19. FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarhátíð í Reykholtskirkju 26.-28. júlí 2002 Opnunartónleikar föstudaginn 26. júlí kl. 21.00. Flutt verður tónlist eftir Mozart, þ. á m. píanókvartett í Es-dúr. Miðdegistónleikar laugardaginn 27. júlí kl. 15.00. Petteri Salomaa bariton syngur ljóð eftir Schubert, Sibelius o.fl. Kvöldtónleikar laugardaginn 27. júlí kl. 21.00. Flutt verða verk eftir Debussy, Chopin, Ravel o.fl. Lokatónleikar sunnudaginn 28. júlí kl. 16.00. Flutt verður m.a. Trío e. Rachmaninov og Silungurinn e. Schubert. Lau. 27. júlí kl. 17: "Fyrirlestrar í héraði". Dagskrá á vegum Snorrastofu í Hátíðarsal í Héraðsskólanum. Dr. Guðrún Sveinbjarnardóttir flytur erindi um stöðu fornleifarannsókna í Reykholti. Sun. 28. júlí kl. 14: Hátíðarmessa. Nýr skírnarfontur vígður; gjöf Norðmanna. Miðapantanir í símum 435 1490 og 552 3208. Sjá einnig www.vortex.is/festival og www.reykholt.is SNORRASTOFA - HEIMSKRINGLA - SAMHLJÓMUR MYND Ágústs Guðmundssonar, Mávahlátur (The Seagull’s Laught- er) var vel tekið á kvikmyndahátíð- inni í Karlovy Vary og eins og fram hefur komið var leikkonan Ugla Eg- ilsdóttir valin besta leikkonan þar. Nú hafa hin virtu kvikmyndablöð Screen og Variety tekið myndina undir dóm og hér á eftir fara helstu niðurstöðu þeirra. Rýnir Screen, Dan Fainaru, lýsir Margréti Vilhjálmdóttur (Freyja) sem eins konar hrárri Nicole Kid- man en sér Uglu sem Christinu Ricci, er hún var ung. Hann segir Uglu jafnframt hafa átt verðlaunin að fullu skilin. Variety fer öllu nánar í saumana og segir myndina þá bestu sem kom- ið hafi frá Íslandi síðan 101 Reykja- vik. Myndin sé ánægjuleg gaman- mynd sem sé borin uppi af frábærri frammistöðu leikkvennanna. Þá sé sjálf kvikmyndatakan mikilfengleg og sumir rammarnir séu einkar myndrænir. Auk þess er Ágústi hrósað fyrir að missa ekki tökin á framvindunni, hann passi að myndin verði aldrei of alvarleg og sjái til þess að kaldhæðin undiralda streymi með atburðarásinni. Söguþráðurinn sé glúrinn og um- lykjandi tvíræðnin sé henni mikill styrkur. Myndin sé þá vel leikin og beri Ugla þá af sem hin fjörlega Agga. Mávahlátur til umfjöllunar í erlendum blöðum Vel leikin og vel gerð Ugla Egilsdóttir og Ágúst Guðmundsson við störf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kári Gunnarsson segist hafateiknað frá því hann maneftir sér og getur nú á full- orðinsárum státað af bæði náms- og starfsferli í iðn sinni. Hann stundaði nám í Animation Workshop-skólan- um í Viborg í Danmörku í tvö ár. Hann gefur skólanum ágætisein- kunn og segir hann henta mjög vel fólki sem hyggst læra teiknimynda- gerð. „Þangað komu stundakennarar frá fyrirtækjum á borð við Disney og Dreamworks,“ segir Kári. „Ég fékk mikið út úr náminu og þroskaðist mikið sem teiknari. Ég útskrifast ekki með neina gráðu beinlínis úr skólanum, það er bara kunnáttan og reynslan sem nýtist manni vel,“ segir Kári en bætir við að skólinn sé einkarekinn og ekki námslánahæfur og nám í honum þessvegna mjög dýrt. Það er greinilega ekki á færi hvers manns að komast inn í skólann því á hverju ári sækja þar um 300 manns en einungis 17 þeirra hljóta skóla- vist. Kári var einn þeirra en það var á þessum námsárum hans sem hon- um stóð til boða að vinna að teikn- ingu myndarinnar Hjálp ég er fisk- ur. „Fyrirtækið A-Film í Danmörku var að leita að sumarstarfsfólki til að vinna að myndinni og leitaði til skól- ans. Allur bekkurinn fór í prufu en við vorum tveir sem fengum vinn- una,“ segir Kári sem fékk að vinna í tvo mánuði að myndinni. „Þetta var svona lærlingastaða. Það var mjög gaman að fá að vinna að myndinni og kynnast þessum heimi.“ Kári segir gríðarlega vinnu liggja á bakvið teiknimyndir á borð við þessa. Til að glöggva sig betur á tímafrekjunni sem einkennir þessa vinnu má nefna að ein sekúnda í teiknimyndum á borð við þessar inniheldur 12 til 24 teiknaða ramma en einn rammi er ein teikning. „Maður er að basla við kannski sjö teikningar á dag svo fólk getur ímyndað sér vinnuna sem liggur á bakvið teiknimyndir af þessu tagi,“ segir Kári. Frábær skóli „Það voru þrjú fyrirtæki sem unnu að gerð myndarinnar, eitt í Danmörku, eitt í Þýskalandi og eitt á Írlandi. Ég held að allt í allt hafi um þúsund manns komið að gerð mynd- arinnar og þar af um helmingurinn teiknarar. Það tók um þrjú ár að gera þessa mynd en hún inniheldur margar milljónir teikninga,“ segir Kári. Hann segist auðveldlega geta komið auga á sínar eigin teikningar í myndinni og segir einnig gaman að sjá nafnið sitt á þakkalistanum í lok myndarinnar. Hjálp ég er fiskur hefur fengið mjög góða dóma og hefur stíll mynd- arinnar vakið athygli en þar er blandað saman fríhendis- og tölvu- teikningum. „Þrívíddin er mjög sterk í þessum iðnaði eins og maður sér hjá Pixar- fyrirtækinu og fleirum. Það sem ég held er að þetta sé svo mikið að sam- einast, það er þrívíddarteikningin og það handteiknaða. Það er verið að vinna í þrívídd en allt látið líta út eins og það sé handteiknað. Tölvan er framtíðin í þessum bransa og er í raun þegar orðin það þar sem við vinnum flest okkar efni á tölvum,“ segir Kári. Eftir tveggja ára nám í Danmörku og vinnuna við myndina settist Kári að í Flórans í þrjú ár þar sem hann vann að ýmsum verkefnum tengdum teiknimyndagerð. „Ég er því að koma heim núna eft- ir fimm ár erlendis og er svona smám saman að koma mér fyrir hér heima,“ segir Kári en meðal þess sem hann starfar við þessa dagana er að hanna útlitið á Aurapúka Landsbankans og nýtt útlit á Lató- hagkerfi Latabæjar. „Það er alveg nóg að gera hjá mér,“ segir Kári og segir það sama vera upp á teningnum hjá flestum kollegum sínum hérlendis. „Teiknimyndagerðin er þó sama og engin hér heima. Það er helst bara svona verkefni og teikningar fyrir hin ýmsu fyrirtæki sem við fáum. Það verður samt skemmtilegt að sjá hvað gerist í íslenskri teikni- myndagerð á næstu árum.“ Ástæðuna fyrir íslenska teikni- myndaleysinu segir Kári einfaldlega vera skort á fjármagni. „Teiknimyndabransinn í heild sinni er líka kannski aðeins í lægð núna því það er að koma svo mikið af ódýru efni frá Asíu. Það verður því aðeins minna að gera í hinum vest- ræna heimi,“ segir Kári. Að lokum vill Kári hvetja alla þá sem hafa áhuga á teiknimyndagerð að kynna sér skólann sem hann nam við og er netfang skólans látið fylgja með hér að neðan fyrir áhugasama. „Þetta er frábær skóli. Ég veit að margir vilja fara út í þetta nám en vita kannski ekki hvert þeir eiga að leita,“ segir Kári. Gaman að sjá nafnið sitt í lokin Kári Gunnarsson er einn þeirra teiknara sem unnu að dönsku myndinni Hjálp ég er fiskur. Birta Björns- dóttir hitti Kára og fékk að fræðast um myndina og ýmislegt annað tengt teikningu og teikni- myndum. TENGLAR ..................................................... www.animwork.dk Morgunblaðið/Arnaldur Kári Gunnarsson umkringdur furðuverum úr eigin smiðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.