Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 23 hátíð, keyrslan þétt og gítarfrasar skarpir, mjög skemmtilegir. Laugardaginn var samfelld dag- skrá í einum salnum sem kallaðist nýtt órafmagnað, en þar var að finna ýmislega flytjendur sem treystu á kassagítara og tilheyrandi lág- marksmögnun. Tíu tónlistarmenn/ hljómsveitir tróðu þar upp en ekki tókst að sjá alla. Mjög forvitnilegt var framlag hljómsveitarinnar Klon- dyke sem flutti sveitartónlistarskot- ið popp með þunglyndislegum dönskum textum. Góð sveit, en hún varð til í kringum söngvarann, laga- smiðinn og gítarleikarann Mikael Ryberg Kristensen. Þess má geta að fyrsta skífa Klondyke, Guld, kom út fyrir stuttu og er allgóð. Ein sveit til vakti athygli, The Bro- ken Beats, mjög sýrð og geggjuð út- gáfa af Júpíters með víruðum ofvirk- um söngvara. Annað var fulldauflegt, Zar og Labrador eins og lapþunnt ávaxtate, The Resisters of léttir (enn eitt hallærisnafnið), Kent leiðinlega vandaðir að vanda, Puddu Varano dauflegt en vel unnið framúrstefnupopp, Portland De- peche Mode frá helvíti, txture gleymdi sér í tilraunamennsku, Funclub gamaldags og þreytt og Jupiter Day Unun á slæmum degi. Hvernig hljómar Skandinavía? Fróðlegt var spjall Davids Frick- es, tónlistarblaðamanns hjá Rolling Stone sem er einn helsti tónlistar- blaðamaður Bandaríkjanna, en hann fjallaði um norræna tónlist. Spjallið var sett upp sem viðtal þar sem danskur spyrill ræddi við Fricke. Sá var aftur á móti ekki vanur viðtals- töku, því umræður fóru um víðan völl og því fékkst ekki svar við spurning- unni sem slegið var fram í yfirskrift spjallsins: Hvernig hljómar Skand- inavía?; reyndar varla hægt að svara því ef út í það er farið. Fricke lagði meðal annars áherslu á að mestu skipti fyrir hljómsveitir að reyna ekki að hljóma eins og aðrar hljómsveitir, að reyna ekki að vera alþjóðlegar til þess eins að selja. „Hvers vegna ætti ég að vilja kaupa eftirlíkingar af tónlist sem ég þekki og held jafnvel upp á?“ spurði hann og svaraði sjálfur: „Fyrir mér skiptir það eitt máli að menn séu sjálfum sér trúir, að hljómsveitir varðveiti það með sér sem geri þær sérstakar og það er ekki síst þjóðernið. Með þessu er ég ekki að segja að menn megi ekki syngja á öðru en sínu móður- máli, það er vitanlega val listamanns- ins og ég ber fulla virðingu fyrir því vali. Sá sem kýs að syngja á öðru máli en sínu eigin verður þó að búast við því að menn beini sjónum að því hvernig honum tekst upp með það ekki síður en hvernig honum tekst upp með tónlistina yfirleitt. Oft eru textar þess eðlis að engu skiptir á hvaða máli þeir eru, en ég veit ekki dæmi þess að menn hafi náð nokkr- um árangri af viti með því að syngja málfræðilega vitlausa enska texta og/eða með slæmum hreim.“ Glíman við pylsusalana Eins og nefnt er fyrir ofan er framtíð samtaka danskra rokktón- listarmanna, ROSA, í uppnámi því ný ríkisstjórn hyggst skera niður í menningarstarfi svo um munar. For- maður ROSA, Gunnar Madsen, vill þó ekki bara kenna nýrri stjórn um, hann segir að ekki megi gleyma því að sífelld togstreita innan embættis- mannakerfis séu slíkri starfsemi oft- ar en ekki fjötum um fót; ráðuneyti og stofnanir glími um að hafa þessa og hina starfsemina á sinni könnu til að tryggja fjárstreymi og áhrif og hann segist telja að ekki sé bara um að kenna að nýir stjórnarherrar vilji skera niður í styrktarkerfinu, heldur sjái ýmsir innan stjórnkerfisins tækifæri á að ná til sín fjármagni til að breyta um áherslur. Hann vill ekki afskrifa ROSA strax, en segir að vissulega bendi margt til þess að tveggja áratuga starfi ljúki um ára- mót ef svo fer fram sem horfir. „Væntanlega glíma menn við það sama á Íslandi og hér í Danmörku að tekist er á um það hvort tónlist eigi að flokka sem iðnað eða sem list, hvort pylsusalarnir eigi að ráða eða listamennirnir. Ég stend með lista- mönnunum, enda veit ég að ef þeir fá að ráða fá pylsusalarnir líka að dafna, en ef þeir síðarnefndu ná und- irtökunum er ekkert pláss fyrir lista- mennina.“ „Hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín, hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn“ Hendingarnar eru úr kvæðinu Sólskríkjan eftir Þorsteinn Erlings- son. Þótt skáldið sé í hugum fólks kennt við Hlíðarendakot í Fljótshlíð var Þorsteinn fæddur í Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum. Lengi var ekið gegnum hlaðið á leið í Þórsmörk. Nú er vegurinn inn Markarfljótsaura vestan við bæinn. Í Stóru-Mörk bjó Ketill Sigfússon tengdasonur Njáls á Bergþórshvoli. Bróðir hans var Þrá- inn Sigfússon sem Skarphéðinn Njálsson klauf í herðar niður, „Skarphéðinn bar nú upp að fyrr og höggur til Þráins með öxinni Rimmugýgi og kom í höfuðið og klauf ofan í jaxlana svo að þeir féllu niður á ísinn“. Sögusviðið er tignar- legt, Fljótshlíð og Tindfjallajökull og Eyjafjallajökull. Á milli fjalla rennur Markarfljót. Ís bráðnar ekki af efstu tindum. Undan íshettunum hafa komið ár og mótað landslagið. Und- irhlíð Eyjafjallajökuls að norðan- verðu er sundur skorin af ótalmörg- um giljum og gljúfrum, heitir á kortum Langanes en þeir er gleggst þekkja kalla Nes eða Merkurnes. Um þetta svæði ætlum við. Við stöndum á hlaðinu í Stóru-Mörk, innsta Merkurbænum. Hann stendur nálægt austan- verðum sporði jökulsins sem myndaði dalinn sem Markarfljót rennur eftir. Þetta er seint í júní. Sólin skín á brekkurnar ofan bæjarins og áberandi eru Bæjargil, Kúadalur og Kúadalshnúkur. Yfir gnæfa Rauðahraun og Dagmálafjall. Við göngum austur túnið í útjaðri slægjulanda. Í fyrsta áfanga inn á Hnausabjalla. Ægifögur sjón blasir við, innsti hluti Fljótshlíðar, Þórólfs- fell, Tindfjöll og Tindfjallajökull. Við göngum inn Seltungur og í Naut- húsagil sem óhikað má telja náttúru- perlu. Í þjóðsögu Þorsteins Erlings- sonar segir frá bænum Nauthúsum. Bjuggu þar þrír bræður, tveir ribb- aldar og drykkjumenn en sá þriðji góðmenni. Systur áttu þeir sem kippti í kynið til þriðja bróðurins. Hún var heitbundin bóndanum í Stóra-Dal. Ofstopi og slark bræðr- anna var mikið. Á endanum drepa þeir bróður sinn og sitja um líf mágs síns. En þegar fundum þeirra bar saman við Markarfljót biðu bræð- urnir lægri hlut, féllu í fljótið og drukknuðu. Þeir gengu aftur og riðu húsum en mági þeirra tókst að koma þeim fyrir. Síðan hefur enginn búið í Nauthúsum en þeir sem næmir eru finna þar enn hræringar. Til að sjá ofan í gilið er best að ganga með því að vestan. Reyniviðarhrísla vex út úr klettaveggnum. Talið er að skógarreitur- inn í Múlakoti í Fljótshlíð sé að mestu upprunninn úr Nauthúsagili. Lengra upp með er foss umvafinn gróðri. Við förum inn eftir gilinu og vöð- um eða stiklum þar sem áin rennur upp við klettavegginn. Framhjá litlum fallegum fossi verður að nota bæði hendur og fætur til að komast, þó detta menn sjaldan í hylinn. Eftir stutta göngu frá fossbrúninni er miklu hærri foss og þar snúum við tilbaka. Þegar út úr gilinu kemur eru framundan Stóru-Merkurengjarnar að næsta gili, Hellisseli. Upp af heitir Brött og Brattidalur með efsta foss- inn í Nauthúsaánni. Nú gerast fjöllin hrikaleg, Framhamrar og Innhamr- ar. Á milli er Grettisskarð. Furðu vekur klettur eins og burst á bæ. Upp af er Framheiði eða Merkur- heiði inn að Illagili (sjá síðar). Smal- ar þurfa að fara niður Innhamra. Það ekki á færi lofthræddra. Merkurker lætur lítið yfir sér, en á vart sinn líka. Þetta er ker eða skál og endinn á Illagili. Skálin er eins og hún hafi verið glennt sundur í djúpa og þrönga gjá sem áin rennur eftir. Ekki er hún árennileg. Smali á að hafa stokkið þar yfir. Innan við Merkurker er Nón- hnúkur og Selgil og uppaf Hrossa- vallaheiði. Nú verður grófara undir fæti, meiri aur og grjót af framburði úr jöklinum. Innan við Selgil heitir Kaplaskarð, Aksstaðagilin tvö og milli þeirra Aksstaðahryggur. Talið er að þar hafi staðið bær, Aksstaðir. Engin merki sjást um það. Innan við Innra-Aksstaðagil eru Loftin. Næst eru Grýtugilin tvö. Á milli Grýtuhryggur og Grýtutindur. Upp hrygginn er styst á Goðastein, hæsta tind Eyjafjallajökuls. Í Fremra- Grýtugili er foss sem hægt er að ganga á bakvið. Þar er fjárrétt sem Stóru-Merkurbændur rúðu í fé fram undir 1960. Ofan við blasir geysihár móbergsklettur flatur að ofan og heitir Steðji. Þá Steðjagil, Árnagil og Árnahryggur og niður undan Breiðaskriða. Undirlendið frá Grýtu og inn að Breiðuskriðu heitir Steinaskógalágar, þar átti Steina- kirkja undir Eyjafjöllum skógar- högg. Fyrir innan Breiðuskriðu sjást Kýlisgilin. Við það fremra er hóllinn, Kýlir. Best er að ganga upp með honum vestantil og niður að austan og fá yfirlit yfir gilin. Inn af eru smá- gil og lækirnir Smérgil og Innstu- hausar. Láglendið innan við Kýlisgil- in að Gígjökli heitir Jökultungur. Neðan Smérgiljanna er Áslákshóll. Fornminjafundur bendir til búsetu fólks þar til forna. Jökulsá kemur undan Gígjökli. Eldgos úr tindinum varð á árunum 1821–23. Áður er talið að jökullinn hafi náð lengra norður og lón myndast eftir gos. Hér endar Merkurnesið og ferðin.                                                                                                "    "       #     #   $   % ! #    #   !&          "         ! "# $      '    %   (  &    )(         "  *  % *     ' )   % '  Norðurhlíðar Eyjafjallajökuls Ljósmynd/Leifur Þorsteinsson Horft af Stóra-Dímon til Stóru-Merkur. Dagmálafjall og Eyjafjallajökull í baksýn. Undirhlíð Eyjafjallajökuls að norðanverðu er sundur skorin af ótalmörgum giljum og gljúfrum, skrifar Leifur Þorsteinsson í lýsingu á þessum slóðum. Á slóðum Ferðafélags Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.