Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 37 ✝ Gróa Steinsdótt-ir fæddist á Ísa- firði 8. janúar 1918. Hún lést 15. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ólöf Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 24. október 1975 á Hóli í Önundarfirði, d. 23. júlí 1929 á Ísafirði, og Steinn Sigurðs- son, f. 26. október 1879 í Neðrihúsum í Önundarfirði, d. 2. desember 1940. Systkin Gróu voru: Guðmundur, f. 1903, dáinn sama ár; Sigurður Ottó, f. 13.10. 1904, d. 1.10. 1979; Steinar, f. 4.10. 1905, d. 10.8. 1968; Guðrún, f. 30.9. 1907, d. 13.1. 1953; Ingi- mundur Magnús, f. 24.9. 1910, d. 19.7. 1982; Sigurbergur, f. 3.4. 1913, lést af slysförum 10.9. 1944; Ólöf Kristín, f. 18.12. 1915, d. 11.3. 1996, og Brynjólfur Ön- fjörð, f. 20.1. 1921, d. 1.3. 1981. Gróa giftist 6.11. 1943 Halldóri Bjarna Jakobssyni, f. 1.1. 1917. Foreldrar hans voru Guðrún Sesselja Ármannsdóttir hús- freyja, f. 20.9. 1884, d. 13.9. 1959, og Jakob Guðjón Bjarnason vél- stjóri, f. 24.2. 1888, fórst með Skúla fógeta 10.4. 1933. Börn þeirra fimm og fósturdóttir eru: 1) Sigurbjörg, gift Magnúsi Har- aldssyni. Börn þeirra eru: A) Inga Brynja; B) Halldór, kvæntur Evu Björk Sveinsdóttur og eiga þau tvær dætur, þær Sigurbjörgu og Heiðdísi Ingu. C) Sigrún Gróa, í sambúð með Garðari Má Jóns- syni Newman. 2) Jakob, kvæntur Sús- önnu Kjartansdótt- ur. Börn þeirra eru: A) Alida, gift Helga Bjarnasyni og eiga þau þrjár dætur, þær Súsönnu, Svövu og Sunnevu. B) Gróa Björk, f. 30.10. 1971, d. 26.9. 1972. C) Jakob, f. 6.2. 1974, d. 5.3. 1975. D) Elsa, gift Heiðari Erni Stefánssyni og eiga þau soninn Jak- ob Örn. 3) Steinn, kvæntur Guðlaugu Hafsteins- dóttur. Börn þeirra eru: A) Jó- hanna, gift Ívari Arnórssyni sem lést af slysförum 30.4. 1994. Börn þeirra eru: Katrín, Eva Karen og Arnór Steinn. Dóttir Ívars er Silja. B) Helga, gift Arnari Guð- mundssyni. Synir þeirra eru: Þorri og Óðinn. C) Halldór, í sambúð með Camillu Mortensen. D) Hafsteinn. E) Heiða Rún, í sambúð með Grétari Níelsen. 4) Guðrún. 5) Ólöf, gift Jóni Hjalta- syni. Dóttir þeirra er Guðrún Björk. Auk þeirra ól Gróa upp sonardóttur sína, Jóhönnu. Gróa flutti til Reykjavíkur 1934 og vann ýmis störf, lengst af í Gamla bíói. Hún bjó fyrstu hjú- skaparár sín á Skólavörðustíg 23, árin 1950 til 1963 á Bústaðavegi 49 og flutti þá aftur á Skóla- vörðustíginn. Útför Gróu fer fram frá Hall- grímskirkju á morgun, mánudag- inn 22. júlí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Gróa, mín kæra tengdamóðir, er látin 84 ára gömul. Hún lést á heimili sínu eins og hún kaus sjálf, en heima vildi hún helst vera og hvergi annars staðar. Hún var heilsuhraust lengst af ævinnar en veiktist á síðasta ári og eftir slæmt áfall um síðustu áramót var hún naumast svipurinn af sjálfri sér. Gróa fæddist á Ísafirði og ólst þar upp. Hún var næstyngst í hópi átta systkina og kveður síðust þeirra þennan heim. Hún fluttist til Reykja- víkur ung kona og fann þar manninn sinn Halldór B. Jakobsson, og giftu þau sig árið 1943. Hafa þau nánast leiðst í gegnum lífið síðan, afar sam- rýnd og samtaka. Þau eignuðust stóra fjölskyldu, fimm börn, 11 barna- börn og 12 barnabarnabörn, allt myndarfólk. Hafa þau haldið fjöl- skyldunni einstaklega vel saman. Gróa var nett kona og svipmikil með fallegt liðað hár, ennið bjart, augun geislandi af fjöri og sterkan munnsvip. Gróa vann alla tíð heima eftir að hún gifti sig. Heimilið var hennar staður og hún, húsmóðirin, stjórnaði því af lipurð og ákveðni. Þau bjuggu lengst af á Skólavörðustíg 23, Halldór og hún. Það var niðri í bæ og því gest- kvæmt á heimilinu alla tíð. Frá fyrstu kynnum mínum af heimili Gróu fyrir 35 árum man ég tæpast ekki eftir að hafa komið þar án þess að þar væri einhver gestkomandi. Þannig vildi hún helst hafa það, húsið fullt af fólki og lífi. Ætíð voru einhverjar góðgerð- ir á borðum og ég lærði fljótt að hætta að segja nei takk, því á það var ekki hlustað. Þá vildi hún helst hafa alla fjölskyldu sína nálægt sér og flest tækifæri voru notuð til að halda fjöl- skylduboð. Þá var Gróa kát og glað- værðin réð ríkjum. Gróa hafði gaman af fólki og það beinlínis sogaðist að henni. Hún var vinur barnanna sinna, þeirra vinir voru hennar vinir og litu ósjaldan inn til að hitta hana. Tengdabörn sín um- gekkst hún eins og sín eigin frá fyrstu kynnum. Hún var glettin og brá stundum á leik og var 1. apríl hennar sérstaki hátíðardagur. Hún var forvitin um ættfræði las ættfræðibækur og rakti úr fólki garn- irnar þegar hún komst í tæri við það og fann oftar en ekki skyldleika eða kunningjatengsl sem hægt var að ræða frekar. Hana þraut aldrei um- ræðuefni og það var gott að vera ná- lægt henni. Barnabörnin áttu í henni góða ömmu og áhuga hennar óskipt- an. Hún fylgdist vel með þeim öllum alla tíð og var vel með á því hvað þau voru að gera og hvernig þeim gekk, hvort sem það var í skólanum, í leik eða starfi. Hún var ekki feimin við símann, hringdi oft og talaði stundum lengi og var þannig í góðu sambandi við fjölskyldu sína. Oft þegar hún hringdi og hitti á mig ræddi hún sam- eiginlegt áhugamál okkar fótboltann, sem hún fylgdist vel með. Hennar lið var Fylkir en hjarta henna sló einnig með Keflavíkurliðinu, okkar vegna. Hún fylgdist einnig með enska fót- boltanum og tippaði lengi vel. Hún mátti ekkert aumt sjá, vildi öllum gott gera. Hún var ein þeirra sem vildi öllum gefa og öllum þjóna og ætlaðist aldrei til þakklætis eða endurgjalds. Hún var mikill dýravin- ur og var hundur á heimilinu frá því ég fyrst kom þar, einn og stundum tveir. Þeir fengu gott atlæti ekki síður en heimilisfólkið. Það var oft unun að sjá gagnkvæma skilninginn milli hennar og dýranna. Gróa var góður fulltrúi sinnar kyn- slóðar, kynslóðarinnar sem fæddist með fullveldinu, ólst upp í kreppunni milli stríða og kynntist skortinum. Það var kynslóðin sem stóð að hinum miklu þjóðfélagsbreytingum sem hóf- ust með stofnun lýðveldisins og ól upp kynslóðina sem nú hefur stýrt skút- unni um sinn. Gróa unni landinu sínu og fólkinu og tók þátt í lífinu og starf- inu af öllum kröftum með sínum manni og sínu fólki. Ég hef hér með nokkrum orðum reynt að bregða upp mynd af tengda- móður minni nú þegar leiðir hafa skil- ið um sinn. Vil ég með þessum orðum þakka henni alla hlýjuna og væntum- þykjuna sem hún lét mig og mína fjöl- skyldu finna svo sterkt fyrir. Halldór, tengdafaðir minn, sér nú á bak sínum lífsförunaut sem hann mat svo mikils. Ég veit að fjölskyldan mun þjappa sér saman og hugsa vel um hann og reyna að láta honum líða sem best. Hann á mína bestu samúð. Blessuð sé minningin um Gróu Steinsdóttur. Magnús Haraldsson. Elskuleg amma hefur nú kvatt okkur og við sitjum og brosum í gegn- um tárin. Söknuðurinn er mikill en gleðin er í hjörtum okkar yfir ljúfum minningum um góða, hlýja og sér- staka ömmu. Amma var lágvaxin og falleg kona en með stórt hjarta þar sem alltaf var pláss fyrir okkur barnabörnin. Hún skildi eftir sig stór- an minnisvarða á Skólavörðustígnum þar sem hún bjó, Hallgrímskirkju eða ömmu Gróu kirkju eins og við höfum alltaf kallað kirkjuna því við vorum viss um að amma ætti þessa kirkju. Í hvert skipti sem við heyrum klukkur hennar slá minnumst við ömmu. Hún átti við veikindi að stríða síðusta ár og alltaf var hún að þakka fyrir hvað allir væru góðir við hana en eina hugsunin hjá okkur var hvað hún hefði alla tíð tekið okkar velferð fram yfir sína. Þannig var amma, alltaf að hugsa um aðra. Hún átti til góð ráð ef eitthvað amaði að, þá var hún búin að hringja og ráðleggja eitthvað sem var kannski ekki mjög sannfærandi í byrjun en virkaði samt vel, sennilega var það hennar góði hugur sem lækn- aði okkur. Þegar við fórum öll fjölskyldan saman í útilegur þá var amma með mesta farangurinn því hún pakkaði líka niður dóti fyrir alla aðra. Við gát- um líka treyst því ef okkur var kalt þá fórum við til ömmu og hún var með auka teppi eða svefnpoka og jafnvel auka gærur og húfur. Amma var ótrúlega dugleg að koma með allt sem við fórum, í útilegur, sumarbústaði og fjallgöngur. Það eru ekki nema nokk- ur ár síðan hún hætti að koma með í fjallgöngur og þá gaf hún okkur hin- um ekkert eftir. Fyrstu helgina í júlí núna í sumar fóru mæður okkar sam- an í fjallgöngu og auðvitað mætti amma í grillið til þeirra eftir gönguna, hún vildi aldrei missa af neinu sem var að gerast í fjölskyldunni. Fótbolti átti hug hennar og afa og það voru fáir deildarleikir hjá Fylki sem þau misstu af í áraraðir. Þau eiga nú mjög marga afkomendur og þá voru það auðvitað mörg félagslið sem amma hélt með og henni leið alltaf vel ef leikirnir enduðu með jafntefli, þá tapaði enginn og allir voru sáttir. Síð- asti leikurinn sem hún og afi horfðu á saman var bein útsending í sjónvarp- inu frá Keflavík-Fram daginn áður en hún kvaddi, hann endaði með jafn- tefli. Amma var nú ekki mikið fyrir að bjóða okkur barnabörnunum sælgæti þegar við vorum lítil. Þá var Náttúru- lækningafélagið hennar uppáhalds- búð og þaðan fengum við ýmislegt góðgæti. Minnisstæðastar eru þara- töflurnar sem okkur þótti miklu betri en Smarties. Ef við vorum að suða um nammi þá gaf hún okkur mysing í te- skeið og það var hinn besti sleiki- brjóstsykur. En alltaf átti hún til suðusúkkulaði uppi í skáp og enn þann dag í dag laumumst við í skáp- inn að leita að suðusúkkulaði þó að við séum öll orðin fullorðin. Amma og afi voru einstaklega sam- rýnd hjón og góðir vinir og lík að svo mörgu leyti. Réttlætiskenndin og samheldni þeirra er eitt það besta veganesti sem við höfum fengið að njóta. Elsku afi, þinn missir er mestur, amma var þinn besti vinur í meira en 60 ár, við erum með þér. Barnabörnin. Elsku amma mín. Pabbi hringdi í mig snemma mánudagsmorguns og tilkynnti mér að þú værir farin. Ég í Danmörku, mér fannst ég tóm og orð- laus. Ég á eftir að sakna þín mikið en innst í hjarta mér veit ég að þetta var þér fyrir bestu vegna veikinda þinna. Þess vegna get ég brosað í dag, vit- andi að þér líður vel þar sem þú ert. Það verður tómlegt að koma niður á Skólavörðustíg á heimili þitt þar sem þú tókst alltaf á móti mér og vinum mínum með opnum örmum, en í mínu hjarta á ég margar og góðar minn- ingar um þig. Ég get alltaf litið til baka á og glaðst yfir þeim. Takk fyrir alla þá hlýju og ást sem þú hefur veitt mér alla tíð, elsku amma mín. Ástar- og saknaðarkveðjur. Litla fjölskyldan í Danmörku, Elsa, Heiðar og Jakob Örn. Elsku amma mín er látin 84 ára að aldri. Þegar ég hugsa til baka minnist ég góðu stundanna sem ég átti með henni. Ég man hve það var alltaf gott að koma til hennar á Skóló og hvað mér leið vel hjá henni. Amma Gróa hafði alltaf nægan tíma fyrir okkur barnabörnin og brölluðum við margt heima hjá henni. Við vorum mörg á svipuðum aldri og gistum oft öll sam- an hjá henni. Þannig vildi hún hafa það, helst hafa alla saman. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu og ég kveð hana með söknuð í hjarta. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Þýð. S. E.) Alida Jakobsdóttir. Elsku Amma Gróa. Þú ert mín langa amma, ég læt mynd af þér í ramma. Ég man alltaf hvað þú varst góð, þess vegna skrifaði ég þetta ljóð. Ég man þig alltaf í blíðu og stríðu. Bestu kveðjur ,,upp“. Súsanna Helgadóttir. Gróa langamma mín átti 5 börn. Guð hlýjar þeim. Hún fæddist 1918 og varð 84 ára. Nú er komin stundin sem þú fórst til Guðs. Guð verndar þig. Svava Helgadóttir. Nú er fallinn frá einn af máttar- stólpum félagsins okkar Fylkis sem okkur er bæði ljúft og skylt að kveðja með þakklæti fyrir áratuga frábært starf og stuðning við félagið. Það hefur ekki farið framhjá nein- um sem komið hafa á leiki félagsins undanfara áratugi að meðal helstu stuðningsmanna liðs okkar hafa verið eldri hjón, Gróa og Halldór Jakobs- son. Þau hjón hafa gert meira en bara að styðja strákana sína. Þau hafa get- ið af sér marga afkomendur sem allir sem einn hafa starfað að meira eða minna leyti fyrir Fylki og gera enn. Gróa og hennar fjölskylda hafa svo sannarlega sett mark sitt á íþrótta- félagið Fylki. Án þeirra liðstyrks væri félagið ekki það sem það er í dag. Við Fylkismenn þökkum Gróu samfylgd- ina gegnum árin og það sem hún hef- ur lagt til félagsins. Halldóri og fjöl- skyldu hans allri vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Fylkir áfram njóta krafta barna og barnabarna Gróu sem hingað til og hennar andi svífa yfir verkum okkar. Rúnar Geirmundsson, fyrrv. formaður íþróttafélagsins Fylkis. GRÓA STEINSDÓTTIR                                      !          "   #"  $ $$   &   $       ! "                                                   !" # $ %% &' !'(           !  "   $$  ) )** )"$$+ ,- ., )** / "$$+ --.+,,.-.(                                       !"#$% "" &'   !"#$$& ($ )" #* !"#  + $$& ,   + $$& & -+ + $$& . /  $0   $$& 1"2  &' $$&                        ! ! " ! # !$   %##   ! "#  ! $$%&' ( $)* '$$(
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.