Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 38
FRÉTTIR
38 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810
Rúmgóð, vel skipulögð og
mikið endurn. 3ja herbergja
74 fm íbúð á miðhæð í þríbýli
með sérinngangi. Parket á
gólfum, baðherbergi algjörlega
endurnýjað, nýleg innrétting í
eldhúsi. Endurídregið rafmagn
og ný tafla. Verð 10,7 millj. Áhv.
6,2 millj.
Verið velkomin á milli kl. 14 og 16 í dag.
OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16
LANGHOLTSVEGUR 79
– miðhæð og sérinngangur
Til sölu/leigu
Verslunarhúsnæði, samt. 665 fm við Smiðjuveg, Kóp.
Verslun 470 fm ásamt millilofti, 195 fm. Húsið er staðsett á
einum besta stað í alfaraleið við Smiðjuveg. Áhv. 48 millj.
Verðtilboð.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 899 9271
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050
www.hofdi.is
Í dag býðst ykkur að skoða þessa
gullfallegu og vel skipulögðu 106
fm 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð.
Íbúðin er í nýlegu fjölbýli á þessum
barnvæna stað. Sérinngangur er í
íbúðina. Frábært útsýni. Stór garður
fyrir börnin. Verð 13 millj. Trausti og
Steinunn bjóða ykkur velkomin.
(2557)
Í dag býðst þér og þínum að skoða
þessa glæsilegu 4ra herbergja íbúð
sem er á efstu hæð í þessu fallega
húsi. Hér er gott að búa og öll þjón-
usta við hendina. Vandaðar innrétt-
ingar og gólfefni. Verð 14,5 millj.
Laufengi 28 – íbúð 201
Gullsmári 1 – íbúð 301
Jónas býður ykkur að skoða þessa
fallegu og mikið endurnýjuðu 77 fm
2-3ja herbergja íbúð. Íbúðin er í
góðu þríbýlishúsi á þessum vin-
sæla stað. Sérinngangur. Verð
10,4 millj. Brunabótamat er 10,5
millj. Áhv. húsbr. 6,6 millj. (2624)
Eskihlíð 11 – kjallari
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17
EINBÝLI
Vesturberg -
einb. með aukaíbúð
Gott einbýlish., um 205 fm, ásamt 30 fm
bílskúr sem stendur í enda botnlanga rétt
við óbyggt svæði. Húsið er í mjög góðu
ástandi og getur losnað fljótlega. Á jarðh.
er lítil íb. með sérinng. V. 22,9 m. 2536
HÆÐIR
Hraunholt Gbæ -
neðri sérhæð í nýlegu
Erum með í einkasölu fallega og bjarta
u.þ.b. 136 fm neðri sérhæð (jarðhæð) í
steinsteyptu tvíbýlishúsi sem er byggt
árið 1983. Íbúðin er öll sér, með sérinn-
gangi, þvottahúsi, verönd, rúmgóðu eld-
húsi og stofum. Þrjú svefnherb. Flísalagt
baðh. með sturtu og baðkari. Lóðin er
gróin með grasflöt og hrauni. Hús og
íbúð í toppstandi. V. 16,3 m. 2538
4RA-6 HERB.
Unufell - laus strax
Falleg 98 fm 4ra herbergja íbúð á 4. hæð
með yfirbyggðum svölum í blokk sem
búið er að taka alla í gegn að utan. Íbúð-
in er mikið endurnýjuð að innan, m.a.
nýtt eldhús, hurðir, skápar, gólfefni o.fl.
Sérþvottahús í íb. Lyklar á skrifst. V.
10,7 m. 2534
3JA HERB.
Hringbraut
Falleg mikið endurnýjuð 72,4 fm íbúð á
4. hæð í blokk sem hefur verið standsett
á myndarlegan hátt ásamt aukaherbergi
í risi sem er með aðgangi að snyrtingu.
Íbúðin hefur öll verið standsett í upp-
runalegum stíl. Blokkin hefur öll verið
standsett að utan. Húsið var allt steinað,
skipt um þak og glugga. Sérbílastæði á
baklóð. Svalir og fallegt útsýni. Sjá
myndir á netinu. V. 9,2 m. 9492
Skerjafjörður -
hæð m. bílskúr
Hæðin er rúmgóð og björt 3ja herb.
h. með samliggjandi aukarými í kjall-
ara, samtals 104 fm, auk 26 fm bíl-
skúrs sem er í útleigu. Íb. er í góðu
ástandi og er laus. V. 12,9 m. 1971
Kötlufell
3ja herbergja 82,5 fm íbúð á 2. hæð
með yfirbyggðum svölum í blokk sem
nýlega er búið að klæða að utan. Íbúðin
skiptist m.a. í hol, eldhús, baðherbergi,
tvö svefnherbergi og stofu með útgangi
út á svalirnar. Fallegt útsýni. V. 9,1 m.
2533
Stóragerði
Björt og falleg 3ja herbergja 83 fm íbúð
á annarri hæð í Stóragerði ásamt bílskúr.
Parket og flísar á gólfum. Suðursvalir. V.
12,3 m. 2543
Ástún
Falleg 3ja herbergja 79 fm íbúð á 3. hæð
í Ástúni. Íbúðin skiptist í forstofu, hol,
eldhús, stofu og tvö herbergi. Stórar
svalir meðfram íbúðinni. V. 10,7 m. 2541
Bollagata
Rúmgóð og björt 3ja herb. kjallaraíbúð.
Nýleg innr. í eldhúsi. Parket. Flísalagt
bað. Góð eign á eftirsóttum stað. Laus
1. sept. nk. V. 9,7 m. 2547
2JA HERB.
Ljósheimar
Falleg og björt 67 fm íbúð á 7. hæð í
þessu glæsilega lyftuhúsi sem hefur ný-
lega verið endurnýjað. Glæsilegt útsýni
og svalir meðfram íbúðinni. Parket á
gólfum. Húsvörður sér um þrif. V. 8,9 m.
2542
Vel staðsett 135 fm tvílyft parhús
ásamt baðstofulofti og 23 fm bílskúr.
Húsið skiptist í stofu/borðstofu, 3
svefnherbergi, eldhús og stórt baðher-
bergi. Falleg hellulögn er fyrir framan
inng. og suðurgarður er fyrir framan
stofu með sólpalli. Parket á gólfum og
flísar á baði. Allt sér. Laust fljótlega.
Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag,
milli kl. 13 og 15. V. 16,9 m. 2539
Kögursel 36 - opið hús milli kl. 13 og 15
SKIPULEGGJENDUR útihátíða
segja að flestar þær tillögur um
framkvæmd útihátíða, sem starfs-
hópur á vegum dómsmálaráðuneyt-
isins kynnti á miðvikudag, séu þegar
komnar til framkvæmda. Þeir segja
nauðsynlegt að gera greinarmun á
„bæjarhátíðum“ og hefðbundnum
útihátíðum og að skýra þurfi þessi
hugtök nánar. Erfitt gæti þó reynst
að framkvæma einstaka tillögur
starfshópsins eins og um hámarks-
fjölda gesta og tveggja metra bil milli
stakra tjalda. Tillögurnar fara til um-
fjöllunar innan ráðuneytanna, en
starfshópurinn leggur m.a. til að lög
um skemmtanahald verði sett þar
sem lagaumhverfi útihátíða sé flókið.
Forsvarsmenn þjóðhátíðarinnar í
Vestmannaeyjum, Kántrýhátíðar-
innar á Skagaströnd, Bindismótsins í
Galtalækjarskógi og Einnar með öllu
á Akureyri, sem Morgunblaðið ræddi
við, segja að þegar sé í öllum grund-
vallaratriðum starfað í anda tillagn-
anna. Þannig er á öllum þessum stöð-
um fundað á undirbúningstímanum,
eins og tillögurnar gera ráð fyrir,
með lögreglu, sýslumanni og öðrum
sem koma að hátíðinni og haldnir
samráðsfundir á hverjum sólarhring
meðan á hátíð stendur. Einnig eru
sérstakar ráðstafanir gerðar varð-
andi hreinsun hátíðarsvæða og ör-
yggi mótsgesta haft að leiðarljósi.
Magnús Jónsson, sveitarstjóri
Höfðahrepps, þar sem Kántrýhátíð
er haldin, segist sammála því að
heppilegt sé að semja heildstæð lög
um skemmtanahald. Hann segir
nauðsynlegt að skilgreina hvað sé
„skemmtun“ og hvað „útihátíð“ og
segir hugtakabrengl rugla um-
ræðuna talsvert. Magnús segir að
ekki sé hægt að líkja því saman að
halda hátíð í bæ þar sem öll aðstaða
eins og heilsugæsla og lögregla sé
þegar til staðar og að stefna fólki á
Vindheimamela eða í Húnaver, svo
dæmi séu tekin.
Bragi Bergmann hjá fyrirtækinu
Fremri, sem annast skipulagningu
hátíðarinnar á Akureyri, bendir á að
á Akureyri sé boðið upp á skemmti-
dagskrá yfir daginn og á kvöldin, en
að eftir miðnætti séu gestir á eigin
vegum. Margir fari þá á skemmti-
staði bæjarins, en engin skemmtun
sé í boði undir berum himni. Bragi
segist telja að tilgangur tillagnanna
sé fyrst og fremst að koma í veg fyrir
tækifærishátíðir á borð við Eldborg-
arhátíðina í fyrra, „að menn fái þá
hugdettu að setja upp útihátíð, kosta
sem minnstu til og græða sem mest á
kostnað þess að sjá almennilega um
hlutina,“ segir Bragi.
Tveir metrar milli tjalda
óraunhæft skilyrði
Starfshópurinn leggur til að tjöld
verði „sett upp á skipulegan máta
með tveggja metra millibili“. Magnús
segir að sér finnist þetta svolítið
barnalegt. Ómögulegt sé að mæla
fjarlægðina og skipa mönnum að
færa tjöldin ef þau eru of nálægt
hverju öðru. Hvað varðar aðskilnað
bílastæða og tjaldstæða segir Magn-
ús þetta erfitt á Kántrýhátíð þar sem
margir komi þangað með tjaldvagna
og fellihýsi. Setjist drukkinn maður
undir stýri á annað borð geti hann
allt eins keyrt inn á tjaldstæði þótt
það sé bannað að keyra þangað.
Guðni Björnsson, framkvæmda-
stjóri bindindishátíðarinnar í Galta-
læk, er sammála því að fellihýsum og
tjaldvögnum fylgi bílar. Það sé það
eina við framkvæmd Galtalækjarhá-
tíðarinnar sem ekki sé í anda tillagn-
anna, erfitt sé að banna bíla og því
megi bílarnir áfram vera á tjaldstæð-
unum. „Við erum með skipulagða
gönguslóða og aðkomu fyrir sjúkra-
bíla ef eitthvað kemur upp. Tjald-
svæðin eru afmörkuð þannig að okk-
ar starfshættir standast þokkalega
tillögurnar,“ segir Guðni.
Birgir Guðjónsson, framkvæmda-
stjóri þjóðhátíðarinnar í Vestmanna-
eyjum, segir að áratuga hefð sé kom-
in á þjóðhátíðina og skipulagningu
hennar. Vestmannaeyjar séu mjög
vel í stakk búnar til að halda fjöl-
menna útihátíð, stutt sé í alla þjón-
ustu og þar starfi gott lögreglu,
sjúkragæslu- og hjúkrunarlið. „Við
erum reiðubúin að laga okkur að að-
stæðum, höfum alltaf gert það og er-
um að reyna að bæta okkur og hefur
tekist vel upp,“ segir Birgir. Hann
segir að bætt hafi verið við ljósköst-
urum í fyrra, til að lýsa upp tjald-
svæðið og í ár verði áfram unnið að
því að bæta lýsinguna.
Guðni segir að í Galtalækjarskógi
sé mikil gæsla og öryggi. „Okkur
finnst að þegar þú ert kominn í skóg
sé það ákveðin stemning að hafa gul,
rauð og græn ljós en ekki stóra kast-
Bróðurpartur tillagnanna þeg-
ar kominn til framkvæmda
Viðbrögð mótshaldara við nýjum reglum um útihátíðir
FÓLK Í FRÉTTUM