Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 12
istasirkusinn“ og sagði hann bera
fulla ábyrgð á ofbeldinu.
Vegna uppþotanna í Gautaborg
hætti Alþjóðabankinn snarlega við
ráðstefnu um þróunarmál, sem halda
átti í Barcelona á Spáni viku síðar.
Ráðstefnan var þess í stað haldin á
Netinu.
Uppþotin í borginni Genúa á Ítalíu í
júlí í fyrra, þegar leiðtogar átta helstu
iðnríkja heims funduðu, voru enn
verri en sést höfðu í Gautaborg og
einn maður lá í valnum, fyrsta fórn-
arlamb slíkra mótmæla allt frá því
þau hófust í Seattle. Lögreglan barð-
ist við þúsundir mótmælenda og yf-
irvöld sögðu síðar að um 2.500 mót-
mælendanna hefðu komið frá
Bretlandi, Þýskalandi, Grikklandi,
Spáni og Bandaríkjunum gagngert til
að berjast á götum úti. Þar skutu því
svokallaðir „óeirðaflakkarar“ upp
kollinum enn á ný. Tuttugu þúsund
lögreglu- og hermenn dugðu ekki til
og sú ráðstöfun, að reyna að hindra
för mótmælenda til borgarinnar,
reyndist engan veginn fullnægjandi. Í
stærstu mótmælagöngunni voru um
eitt hundrað þúsund manns. Örygg-
isgæsla þótti fara úr böndunum og
lögreglan var gagnrýnd fyrir að fara
offari. Eftir sátu Ítalir með 11 millj-
arða króna reikning.
Í kjölfar þessara óeirða, sem virt-
ust orðnar óhjákvæmilegur fylgifisk-
ur fundahalda alþjóðastofnana, sér-
staklega þeirra sem fjalla um
alþjóðaviðskipti, varð mikil umræða
um hvernig yfirvöld ríkja gætu
brugðist við. Íslensk yfirvöld voru
farin að skipuleggja utanríkisráð-
herrafund NATO, sem haldinn var
hér á landi í maí, og huguðu sérstak-
lega að þessum þætti. Sem dæmi má
nefna að Sólveig Pétursdóttir, dóms-
málaráðherra, fundaði um öryggis-
mál vegna NATO fundarins með
Chryssochoidis, innanríkisráðherra
Grikklands, í september í fyrra.
Grikkir hafa mikla reynslu í að takast
á við mótmæli og óeirðir. Áður hafði
dómsmálaráðherra rætt Gautaborg-
aróeirðirnar við starfsfélaga sína á
Norðurlöndum.
Í nóvember sl. boðaði Ísland svo til
málþings um bætta lögreglusam-
vinnu með fulltrúum ESB ríkja, Nor-
egs og þeirra ríkja, sem sótt hafa um
aðild að ESB, auk fulltrúa fram-
kvæmdastjórnar og ráðherraráðs
ESB og Europol. Á málþinginu var
m.a. rætt hvort skipulagðar óeirðir á
alþjóðlegum fundum kölluðu á nýjar
og breyttar starfsaðferðir og vikið
sérstaklega að svæðisbundnu lög-
reglusamstarfi, t.d. á milli Norður-
landanna.
Að óbreyttu getur íslenskt lög-
reglulið ekki tekist á við fjöldaóeirðir,
sem fylgt hafa alþjóðlegum fundum
undanfarin misseri, jafnvel þótt aldrei
yrði um viðlíka fjölda mótmælenda að
ræða hér og í Bandaríkjunum eða á
meginlandi Evrópu. Þegar fundur ut-
anríkisráðherra NATO var haldinn
hér voru um 330 lögreglumenn á vakt
þegar flestir voru og var þá búið að
kalla til liðsauka úr öðrum lögreglu-
umdæmum á suðvesturhorni lands-
ins. Öryggisráðstafanir voru mjög
viðamiklar, m.a. var gripið til landa-
mæraeftirlits á innri landamærum
Schengen. Mótmælafundir voru hins
vegar smáir og friðsamlegir og ekki
þurfti að grípa til sérstaks óeirðabún-
aðar, hjálma, fatnaðar og hlífðar-
skjalda, sem keyptur var fyrir á
fjórða tug lögreglumanna vegna
fundarins.
Þegar forseti Kína kom í heimsókn
í júní var svipað upp á teningnum. Þá
var ætlunin að 160 lögreglumenn
sinntu öryggisgæslu. Daginn sem for-
setinn fór, og mótmælendur röðuðu
sér meðfram Reykjanesbraut, var
aftur gripið til þess ráðs að fá liðsauka
lögreglu á svæðinu frá Selfossi til
Akraness, auk þess sem lögreglu-
menn voru kallaðir úr fríi. Yfirvöld
höfðu áhyggjur af þessu, enda ljóst að
sinni allt tiltækt lögreglulið mótmæl-
um eða óeirðum er enginn til að sinna
venjubundnum öryggis- og eftirlits-
störfum lögreglu.
Lög um innra öryggi?
Ef stór alþjóðlegur fundur verður
haldinn hér á landi er ljóst að íslensk
yfirvöld munu afla sér upplýsinga um
óæskilega hópa og einstaklinga, sem
komið gætu til landsins. Upplýsinga-
kerfi Schengen nær til einstaklinga,
sem eftirlýstir eru í einhverju aðild-
arríkjanna. Þá eru þar einnig upplýs-
ingar um óæskilega einstaklinga, sem
eru ekki íbúar í ríki sem á aðild að
Schengen, en hefur verið vísað úr ein-
hverju ríkjanna, t.d. að lokinni afplán-
un refsidóms. Upplýsingakerfið býð-
ur hins vegar ekki upp á að þar séu
skráðir einstaklingar, sem eru til
vandræða í tengslum við opinbera
viðburði, eins og alþjóðlega fundi.
Töluverð umræða hefur verið innan
Schengen-svæðisins um hvernig
hægt sé að safna slíkum upplýsingum
á einn stað, sérstaklega eftir óeirð-
irnir í Gautaborg. Skiptar skoðanir
eru um hvort æskilegt sé að skrá mót-
mælendur og t.d. fótboltabullur í öfl-
ugt upplýsingakerfi Schengen og hef-
ur engin niðurstaða fengist enn.
Stæðu íslensk stjórnvöld frammi
fyrir því að hér yrði alþjóðlegur stór-
fundur væri því ekki á upplýsinga-
kerfi Schengen að treysta til að sía of-
beldisseggi frá friðsömum
mótmælendum og almennum ferða-
löngum. Hins vegar skiptast lög-
regluyfirvöld ríkja á ýmsum upplýs-
ingum um menn, sem þau hafa þurft
að hafa afskipti af vegna uppþota,
samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, þótt ekki sé á formlegan hátt inn-
an Schengen-kerfisins. Slíkar upplýs-
ingar fást jafnt frá
lögregluyfirvöldum í Evrópuríkjum
sem Bandaríkjunum.
Upplýsingasöfnun um einstaklinga
er viðkvæmt mál, þar sem hún getur
gengið í berhögg við lög um persónu-
vernd. Lögregluyfirvöld eiga því úr
vöndu að ráða, þar sem þessi starf-
semi nálgast fremur leyniþjónustu-
starfsemi en almenna löggæslu. Á
Norðurlöndum er í gildi löggjöf um
innra öryggi ríkisins, þar sem heim-
ilað er að safna ákveðnum upplýsing-
um um einstaklinga. Slík starfsemi er
undir eftirliti sérstakra þingnefnda.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins hefur þessi möguleiki verið rædd-
ur innan dómsmálaráðuneytisins. Sól-
veig Pétursdóttir,
dómsmálaráðherra, segir í viðtali hér
á síðunni að tímabært sé að huga að
því hvort ekki eigi að setja slíka lög-
gjöf hér á landi.
Réttur til mótmæla og réttur til
fundahalda
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð-
herra, sótti fund Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar, WTO, í Seattle árið
1999. Hann sagði, að friðsamlegu
mótmælin hefðu að mörgu leyti verið
af hinu góða. „Þau endurspegluðu
sjónarmið, sem mikilvægt var að
koma að,“ sagði ráðherrann, sem taldi
mótmælendur í Seattle reyndar ekki
hafa gert sér grein fyrir að mörg
stefnumála þeirra hefðu þegar verið
komin til umræðu innan WTO. Hall-
dór lýsti því líka yfir, að mikilvægt
væri að fá almenna þátttöku í um-
ræðum um mál, sem lúta að WTO, því
fólkið þyrfti að búa við þær ákvarð-
anir, sem lýðræðislega kjörnir fulltrú-
ar þeirra tækju.
Leiðtogar átta helstu iðnríkja
heims sögðu í sameiginlegri yfirlýs-
ingu að loknum Genúa fundinum í júlí
í fyrra, að fólk hefði rétt til að efna til
friðsamlegra mótmæla um leið og
þeir fordæmdu ofbeldið. Leiðtogarnir
lögðu hins vegar einnig áherslu á að
þeir myndu halda áfram að hittast á
fundum og sögðu afar mikilvægt að
lýðræðislega kjörnir leiðtogar, sem
væru með réttu fulltrúar milljóna
manna, gætu hist til að ræða mál sem
snertu alla.
Reuters
rsv@mbl.is
frá öryggissjónarmiðum?
„Það verður auðvitað að vega það og meta út frá því hvað slíkur
fundur hefur í för með sér. Ef ljóst er að fundur af slíku tagi mun
kalla á að mikill fjöldi mótmælenda myndi streyma hingað til lands
verður að velta þeirri spurningu fyrir sér hvort hægt sé að halda
slíkan fund, miðað við núverandi búnað lögreglu og tiltækan
mannafla. Önnur og fjölmennari ríki en Ísland hafa staðið frammi
fyrir slíkum vanda, ég nefni sem dæmi Ítalíu sem aflýsti fundi á
síðustu stundu vegna þess að ljóst var að ekki væri unnt að tryggja
öryggi fundarmanna og fleiri dæmi mætti nefna. Það er hins vegar
afleit staða fyrir sjálfstæð ríki að standa frammi fyrir því að hópur
manna geti stjórnað því hvort og hvar skuli halda stóra alþjóðlega
fundi. Ég veit til þess að Danir hafa aukið til muna viðbúnað lög-
reglu í tengslum við formennsku þeirra í ESB, en formennska í
ESB kallar á marga stóra fundi sem líklegt er að dragi að sér mót-
mælendur frá mörgum löndum.
Tjáningarfrelsi er ákaflega mikilvægt en þegar menn standa
frammi fyrir því að mótmælendur stjórni því hvort af fundi þjóð-
arleiðtoga verður eða ekki þá erum við komin út fyrir öll eðlileg
mörk.“
- Ber okkur skylda til að halda slíka fundi, sem og utanrík-
isráðherrafund NATO, ef við á annað borð tökum þátt í alþjóða-
samstarfi?
„Erlendu samstarfi fylgja bæði réttindi og skyldur og meðal
þess sem telja verður skyldur í erlendu samstarfi er að hýsa fundi
og annað sem tengist slíku samstarfi og deila kostnaði sem til fell-
ur í samræmi við þær reglur sem gilda. Í mörgum tilvikum er
skyldan ekki lagaleg eða bundin í þá samninga sem um ræðir,
heldur fremur byggð á hefðum og venjum í samskiptum ríkja. Ein
af meginreglunum í erlendu samstarfi er gagnkvæmni og því eðli-
legt að Ísland sé í hlutverki gestgjafans þegar það á við.“
- Ef við höldum slíka fundi yrðum við þá að loka landinu? Og
myndu slíkar ráðstafanir duga, að þínu mati?
„Gripið var til landamæraeftirlits á innri landamærum
Schengen í tilefni af NATO fundinum í maí og heimsókn for-
seta Kína í júní. Heimildir til þess að taka upp slíkt eftirlit er
að finna í Schengen-samningnum og slíkt hefur verið gert af
öðrum Schengen-ríkjum af svipuðum ástæðum. Það verður að
telja líklegt að stórir alþjóðlegir fundir muni kalla á slíkar að-
gerðir, en það fer þó ávallt eftir mati á aðstæðum hverju sinni.
Okkar möguleikar til að takmarka komu fólks hingað til lands
eru augljóslega mun meiri en annarra ríkja af landfræðilegum
ástæðum. Upptaka eftirlits er því stór liður í því að tryggja ör-
yggi í tengslum við slíka fundi.“
- Liggja fyrir tillögur frá ríkislögreglustjóra um hvernig
bregðast skuli við fjöldamótmælum og óeirðum? Hafa þær ver-
ið endurmetnar í kjölfar heimsóknar Kínaforseta? „Undanfarið
hefur dómsmálaráðuneytið staðið að eflingu lögreglunnar á
þessu sviði eftir tillögum frá ríkislögreglustjóranum. Þannig
hefur ríkislögreglustjórinn nýverið gefið út verklagsreglur og
leiðbeiningar um mannfjöldastjórnun sem eru trúnaðarmál og
ekki birtar almenningi. Starfsmenn embættisins hafa einnig
sótt fundi með lögregluyfirvöldum í öðrum löndum þar sem
þessi mál hafa verið til sérstakrar skoðunar. Þá hefur tækja-
búnaður lögreglu verið efldur á þessu sviði og hluti lög-
regluliðsins hlotið sérstaka þjálfun á þessu sviði. Ekki hefur
farið fram sérstakt endurmat á þessum þætti í kjölfar heim-
sóknar Kínaforseta. Þessi mál eins og önnur eru hins vegar í
stöðugri skoðun og framþróun hjá lögreglunni og ávallt hægt
að læra af viðburðum af þessum toga.“
- Telur þú að almenningur á Íslandi myndi hafa skilning á
öryggisráðstöfunum sem grípa þyrfti til vegna t.d. leiðtoga-
fundar af einhverju tagi hér? Hefur sá skilningur e.t.v. aukist
eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum?
„Almenningur á Íslandi hefur í gegnum árin haft skilning á
þeim öryggisráðstöfunum sem gripið hefur verið til vegna
slíkra stórviðburða. Má sem dæmi nefna leiðtogafundinn 1986
og NATÓ fundinn sl. vor. Gerð var skoðanakönnun þar sem af-
staða almennings til öryggisráðstafana lögreglu var könnuð og
kom fram að 86% þeirra sem afstöðu tóku töldu lögreglu hafa
staðið vel að öryggisgæslunni og 62% töldu viðbúnað lögreglu
hæfilegan. Afstaða almennings til lögreglunnar almennt er
einnig athyglisverð, en í skoðanakönnun Gallup fyrr á þessu
ári kom fram að 71% landsmanna ber traust til lögreglunnar
og er það einungis Háskóli Íslands sem nýtur meira trausts.
Þessi sterka staða lögreglunnar í landinu er gleðileg og má
segja að gríðarlegur áhugi á námi við Lögregluskóla ríkisins
nú í sumar hafi enn frekar undirstrikað þessa sterku stöðu.
Hryðjuverkin í Bandaríkjunum hafa breytt landslaginu í
þessum málaflokki í heild og á það meðal annars við um af-
stöðu almennings til nauðsynlegra öryggisráðstafana. Fólk
hefur meiri skilning á aðgerðum lögreglu og þeim örygg-
isráðstöfunum sem nauðsynlegt er að grípa til í tilefni af t.d.
stórum fundum. Nefna má sem dæmi hertar öryggisráðstaf-
anir á öllum flugvöllum, þar á meðal á Keflavíkurflugvelli, og
ég fæ ekki betur séð en að fólk hafi fullan skilning á þessum
hlutum. Það er jafnframt mikilvægt að þessu trausti sé við-
haldið og um leið sé gætt að stöðu hins almenna borgara gagn-
vart heimildum lögreglu til aðgerða,“ segir Sólveig Péturs-
dóttir, dómsmálaráðherra.
endurvakin?
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 11
ÞEGAR fundir alþjóðastofn-
ana eru í bígerð skjóta ávallt
upp kollinum heimasíður mót-
mælenda. Á síðum þessum er
að finna upplýsingar um hvar
fundirnir eru, hverjir ætli að
taka þátt í mótmælum, hve-
nær og hvar, hvernig mót-
mælendur geti pantað far-
gjöld og gistingu, hvaða
áletranir sé æskilegt að hafa á
kröfuspjöldum og raunar allar
þær upplýsingar sem mót-
mælendur þurfa á að halda.
Sem dæmi um slíka heima-
síðu má nefna síðuna g8.
activist.ca, sem sett var á
laggirnar í Kanada til að
skipuleggja mótmæli í
tengslum við fund leiðtoga
átta helstu iðnríkja heims nú í
lok júní. Á heimasíðunni var
að finna upplýsingar um
kröfugöngur, tjaldstæði,
sjúkrahús, lögfræðiaðstoð,
fargjöld með almenningsvögn-
um í Calgary og sérstakar
upplýsingar fyrir þá sem
fremur kusu að mótmæla í
Ottawa. Veðurspá var líka
þarna að finna. Þá var tekið
fram hvenær haldnir væru
fundir til að skipuleggja
næstu mótmæli, hvernig bæri
að tryggja eigið öryggi og
hvernig væri best að verjast.
Bent var á, að þeir sem
gengju með einhver vopn
yrðu að vera reiðubúnir að
nota þau, því ella væru meiri
líkur á að þau yrðu af þeim
tekin og notuð gegn þeim.
Þar sem heimasíðugerð af
þessu tagi er regla fremur en
undantekning nú til dags eiga
stjórnvöld auðveldara en oft
áður með að átta sig á hvort
líklegt sé að til mótmæla komi
og hversu umfangsmikil þau
verða. Lögregluyfirvöld hér á
landi munu hafa fylgst vel
með Netinu vikurnar áður en
utanríkisráðherrafundur
NATO var haldinn hér á
landi, en aldrei sáust nein
merki þess að „óeirða-túrist-
ar“ ætluðu að koma hingað til
lands vegna fundarins.
Mótmæli
skipu-
lögð á
Netinu