Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR rúmum 300 árum létenskur sendiherra, RobertMolesworth, þau orð fallaum Dani að hann hafi aldreikynnst eins jafnlyndri og sviplíkri þjóð, þeir séu eiginlega allir eins. Þeir sem hlustað hafa á danska rokktónlist síðustu ár, eða í það minnsta þá dönsku rokktónlist sem náð hefur inn í útvarpsstöðvar hér á landi, taka sjálfsagt undir þessa skoðun Molesworths, enda hefur það litla sem hér hefur heyrst einkennst af því að vera eins og allt annað, að hljóma að segja nákvæmlega eins og allt það popp sem á eyrum manna dynur. Ekki er þó bara við Dani að sakast í þessu, annað eins hefur heyrst af íslenskri tónlist sem hljóm- ar ófrumleg, ekki síður en tónlist frá öðrum löndum. Þrátt fyrir það hafa Íslendingar gjarnan litið niður á ná- granna sína á hinum Norðurlöndun- um fyrir það hvað þeir eru gjarnir á að fara troðnar slóðir, hve þeim er ósýnt að taka áhættu, og gleyma því þá að sú tónlist sem helst berst hing- að til lands er varla dæmigerð fyrir það sem markvert er á seyði í hverju landi, eða hvað halda þeir um ís- lenska tónlist sem heyra bara í Svölu en ekki Sigur Rós? Hátíð fimmtíu hljómsveita Fyrstu helgina í maí var haldin í Árósum árleg rokkhátíð þar sem stefnt var saman hljómsveitum af Norðurlöndunum öllum, um fimmtíu hljómsveitir alls, flestar frá Dan- mörku en sex voru frá Noregi, fjórar sænskar, tvær finnskar, einn lista- maður frá Færeyjum og ein hljóm- sveit var frá Íslandi, Fídel. Hátíðin hefur verið haldin að undirlagi sam- taka danskra rokktónlistarmanna, ROSA, undanfarin ár, en nú vill svo til að hugsanlega verður þessi átt- unda hátíð sú síðasta því blikur eru á lofti um framtíð ROSA; eftir tuttugu ára starf bendir margt til þess að ný stjórnvöld í Danmörku muni skrúfa fyrir fjárveitingar. Meira um það síð- ar. Spot 08 var haldið í Musikhuset í Árósum, heljarmikilli tónlistarhöll skammt frá miðbænum. Tónlist var flutt á fimm sviðum, einu í hinum svo- nefnda stórasal, annað í minni sal, það þriðja var í bakherbergi að segja undir stóra sviðinu, fjórða í litlu húsi sambyggðu stórasalnum og síðan var svið sett upp í anddyrinu. Þó nokkr- um fjölda mátti koma fyrir í húsinu en þó tekin ákvörðun um að selja ekki meira en 2.000 miða, enda ljóst að ekki kæmust allir í einu að í hverj- um sal fyrir sig. Það gekk líka vand- ræðalaust þótt iðulega þyrfti að bíða í röð, sérstaklega ef eitthvað var spunnið i viðkomandi hljómsveit, enda má ekki gleyma því að talsvert var af boðsgestum, blaðamönnum og spæjurum útgáfufyrirtækja. Áhrif frá Björk Skipuleggjendur Spot leggja sig eftir því að velja á hátíðina helst hljómsveitir sem eru allt að því óþekktar, en inn á milli fljóta síðan sveitir sem hafa náð að skapa sér nafn. Stærsta nafnið á Spot 08 að þessu sinni var sænska rokksveitin Kent, en einnig var greinilega mikil eftirvænting eftir einni danskri sveit, Saybia, sem var að segja óþekkt þeg- ar samið var við hana að hún myndi spila á Spot 08, en frá því að sá samn- ingur var undirritaður hefur Saybia orðið ein vinsælasta hljómsveit Dan- merkur og seldi meðal annars um 44.000 eintök af fyrstu breiðskífu sinni sem er gríðarlega góður árang- ur. Aðrar hljómsveitir þekkja eflaust einhverjir, til að mynda finnsku sveitirnar The Crash og Puddu Var- ano, norsku breakbítboltana í Xplod- ing Plastix, færeyska söngvarann Teit og danska tónlistarmanninn Marcus Winther-John sem áður söng með dönsku hljómsveitinni Whale. Hann var reyndar fyrsti tónlistar- maðurinn sem lét í sér heyra á hátíð- inni, lék í stóra salnum strax að lok- inni setningarathöfn og var vægast sagt afskaplega leiðinlegur. Meira stuð var í bakherberginu sem áður er nefnt því þar tróð upp unglingasveit- in Lampshade og var býsna efnileg, á að vísu eftir að spila sig betur saman og slípa af sér tilgerð, en lofar svo sannarlega góðu. Þess má geta að söngkona sveitarinnar beitti rödd- inni býsna frumlega og minnti ekki lítið á Björk Guðmundsdóttur. Þriðja hátíðarsveitin, Under byen, var síðan sannkölluð opinberun, afskaplega forvitnileg hljómsveit, frumleg og ævintýraleg í senn með framúrskar- andi söngkonu sem minnti jafnvel meira á Björk í raddbeitingu og söngstíl en áðurnefnd Lampshade. Lög sveitarinnar eru sambland af framúrstefnurafpoppi, lágstemmdu síðrokki og hreinræktaðri tilrauna- mennsku. Til viðbótar við Bjarkar- áhrifin, sem var gaman að heyra, má geta þess að aðdáendur Under byen voru að stórum hluta, ef ekki stærst- um, ungar stúlkur sem söfnuðust í hnapp fyrir framan sviðið, en sveitin er frá Árósum og sendi frá sér sína aðra breiðskífu fyrir skemmstu. Kæruleysisleg rokkkeyrsla Fleira gott var í boði þennan upp- hafsdag hátíðarinnar, nefni The Rav- eonettes sem minnti um margt á Jes- us and Mary Chain, en þó með eigin hljóm; skemmtilega kæruleysisleg rokkkeyrsla og vel rödduð. Sænska rokksveitin Mopeds kom líka skemmtilega á óvart, glaðbeittir stuðrokkarar með tilbrigðum; bættu við sig gítarleikara til að skreyta nokkur lög með smá sýru og líka blásaradúó sem setti sinn svip á allt klabbið. Prýðilegt bílskúrsrokk. Finnska hljómsveitin The Crash er til alls líkleg á Skandinavíumarkaði, rokksveit með afbragðs söngvara og grípandi viðlögum, ekki ósvipuð Suede, en ekki ýkja frumleg. Einnig vakti athygli mína færeyski tónlist- armaðurinn Teitur Lassen sem syngur við eigin undirleik á gítar. Hann er framúrskarandi söngvari, góður gítarleikari og lögin sem hann flutti vel samin. Teitur, sem á ættir að rekja hingað til lands, gæti sem best náð árangri víða, til að mynda vestan hafs, en hann er víst kominn með samning þar. Norðmenn hafa sannað sig sem hugmyndaríka dans- tónlistarsmiði og Xploding Plastix stóð undir væntingum. Lögin voru uppfull af skemmtilegum hugmynd- um og gríðarlega þéttum bassabotni. Spái því að Xploding Plastix eigi eftir að birtast hér á landi áður en langt um líður. Annað sem bar fyrir augu og eyru föstudaginn 10. maí var ekki gæfu- legt. Kröyt vakti einna helst athygli mína fyrir að þar fór þriðja sveit kvöldsins sem var undir sterkum áhrifum af Björk Guðmundsdóttur í söngstíl, en tónlistin lágstemmt raf- eindapopp, Ida Kristin var þokkaleg, Briskeby, norsk útgáfa af Garbage, var hreint afleit og enn verra danska tvíeykið Sparkling. MIGO flutti dauflegt kassagítarpopp, Universal Funk stirðbusalegt bossanova og Polkageist kletzmer-tónlist. Ógetið er síðan aðalsveitar þessa kvölds, Saybia, sem er ein vinsælasta hljóm- sveit Danmerkur nú um stundir. Danir fagna því mjög að komin sé fram á sjónarsviðið vinsæl rokksveit þar í landi og ræða um rokkbylgju. Saybia leikur vandaða tónlist með góðri keyrslu á köflum, en ekki þótti mér mikið fara fyrir rokkinu. Danskt hiphop og Fídel Seinni dagur Spot hátíðarinnar byrjaði ekki vel, líkt og sá fyrri; Fyrsta hljómsveit, sem var frá Árós- um, hét sérdeilis aulalegu nafni, Carpark North, „norðurbílastæðið“, og spilaði gelt amrískt háskólarokk. Það var þó fyndið að heyra dönsk ungmenni syngja með miklum hreim illa orta enska texta um það að vera „cruising through Utah“, eins og söngvarinn kynnti eitt lagið. Af því sem á eftir kom var Moon Gringo þokkaleg sveit undir sterkum Jesus and Mary Chain áhrifum sem fer hljómsveitum yfirleitt vel. Einnig var gaman að heyra danskt hiphop frá þeim U$O og L.O.C., en þeir voru báðir fantagóðir, L.O.C. hrár með letilegt flæði og grófa texta á meðan U$O rappaði á tvöföldum hraða með mjög skemmtilegan stíl. Fídel rokkar Íslenskar sveitir hafa áður leikið á Spot-hátíð, síðast Botnleðja, að þessu sinni Fídel, en skammt er síðan Fídel sendi frá sér fyrstu breiðskífuna. Fídelfélagar voru mjög öflugir, keyrðu í gegnum prógrammið af yf- irveguðu öryggi en létu sig líka hafa það að taka lög sem voru ekki eins vel æfð inn á milli. Þeir voru eina eig- inlega alvöru rokksveitin á þessari Af norrænu rokki Klondyke með Mikael Ryberg Kristensen lengst til hægri. Raveonettes spila hráslagalegt rokk. Sænsku grallararnir í Mopeds. Under byen frá Árósum, efnilegasta hljómsveit Dana. Norsku dansboltarnir í Xploding Plastik. Furðulítil samskipti eru milli Norðurlandaþjóða þegar rokktónlist er annars vegar. Árni Matthíasson sótti norræna rokkhátíð í Árósum og sá og heyrði á fjórða tug hljómsveita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.