Morgunblaðið - 21.07.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Kristín ElínTheodórsdóttir
fæddist á Brávöllum í
Stokkseyrarhreppi
10. september 1914.
Hún lést 14. júlí síð-
astliðinn. Kristín var
yngst fimm barna
Steinunnar Þórðar-
dóttur frá Mýrum í
Villingaholtshreppi
(f. 7. júlí 1872, d. 25.
okt. 1953) og Theo-
dórs Jónssonar frá
Álfsstöðum á Skeið-
um (f. 14. sept. 1872,
d. 3. maí 1930).
Kristín giftist 24. feb. 1934 Kára
Þórðarsyni frá Króktúni í Land-
sveit, f. 3. nóv. 1911, d. 30. jan.
1998, syni Katrínar Pálsdóttur og
Þórðar Þórðarsonar. Kári og
Kristín eignuðust átta börn sem
öll eru á lífi. Þau eru: 1) Katrín, f.
9. ág. 1933, gift Eiríki Svavari Ei-
ríkssyni. Þau eiga þrjár dætur og
sjö barnabörn. 2) Theodóra Stein-
unn, f. 31. mars 1935, gift Guð-
mundi Haukssyni (látinn). Þau
áttu fjögur börn, níu
barnabörn og eitt
langömmubarn. 3)
Elín Káradóttir, f.
23. júlí 1942, gift
Hilmari Braga Jóns-
syni. Þau eiga tvö
börn og þrjú barna-
börn. 4) Hlíf Kára-
dóttir, f. 28. okt.
1943, var gift Sig-
urði Kristinssyni.
Þau eiga þrjú börn
og sjö barnabörn. 5)
Þórunn, f. 1. júlí
1945. Var gift Ro-
bert van Laecke. Þau
eiga tvo syni. 6) Kristín Rut, f. 21.
des. 1950, gift Scott Klempan. Þau
eiga tvær dætur. 7) Þórður, f. 1.
apríl 1955, kvæntur Hólmfríði Sig-
tryggsdóttur. Þau eiga þrjú börn.
8) Theodór, f. 4. júní 1957, kvænt-
ur Láru Bjarnadóttur. Theodór á
tvö börn og eitt barnabarn.
Útför Kristínar verður gerð frá
Keflavíkurkirkju á morgun,
mánudaginn 22. júlí, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Lítil telpa stendur við hornið á
gamla kirkjugarðinum í Reykjavík
og gægist fyrir hornið. Í garðinum
sér hún föður sinn og föðurbróður
taka gröf. Hún veit að hún á ekki
að vera þarna. Föðurbróðir henn-
ar, Hafliði, ekur líkvagninum og
oft hefur hún fengið að klappa fal-
legu svörtu hestunum sem draga
vagninn. En þennan vetur er
óvenju mikið að gera og Theodór
faðir hennar fær vinnu við að
hjálpa bróður sínum. Veturinn er
1918 og telpan er fjögurra ára.
Áttatíu og þremur árum seinna
liggur þessi sama telpa í sjúkra-
rúmi og upplifir þennan atburð aft-
ur og aftur. Hún er með Alzheimer
og er aftur orðin fjögurra ára.
Móðir mín Kristín Elín var fædd
á Brávöllum í Stokkseyrarhreppi,
en fyrir fjögurra ára aldur flyst
telpan til Reykjavíkur með foreldr-
um sínum og systkinum, einum
bróður og þremur systrum á lífi.
Bestu minningar hennar frá æsku
eru tengdar Bollagörðum á Sel-
tjarnarnesi og Nesstofu en þar bjó
fjölskyldan um tíma og engin kona
í víðri veröld var eins góð við hana
og Kristín í Bollagörðum, að sögn
litlu telpunnar.
Tíu ára aldursmunur var á milli
elstu systur mömmu og hennar og
alla ævi var mamma litla systirin,
stundum krakkinn, í munni eldri
systkinanna. Mömmu þótti mjög
vænt um systur sínar og stóra
bróður sinn tilbað hún. Theodór afi
dó þegar mamma var innan við
fermingu og hún saknaði hans mik-
ið. Hún átti duglega og yndislega
móður, það get ég vottað, því eng-
inn var mér eins kær og Steinunn
móðuramma mín, en á milli
mömmu, föður hennar og bróður
voru sérstök tilfinningabönd og
þegar óminnisblæja Alzheimer-
sjúkdómsins lagðist yfir mömmu
voru þeir alltaf hjá henni.
Móðir mín gekk í Barnaskóla
Reykjavíkur (seinna Miðbæjar-
skólinn) og uppáhaldskennarinn
hennar þar dró stundum fyrir
glugga skólastofunnar, að ósk
nemenda sinna, settist með kross-
lagða fætur uppá kennaraborðið og
sagði börnunum draugasögur.
Þessi kennari hét Þórbergur Þórð-
arson og entist ekki lengi í kenn-
arastarfinu. Mömmu gekk ágæt-
lega í skóla en best naut hún sín í
teikningu. Enginn skyggði eins vel
og mamma, fannst mér, og enn
finnst mér að hún hefði getað náð
langt á listabrautinni ef aðstæður
hefðu verið aðrar.
Tveimur dögum eftir að afi deyr
úr lungnabólgu eftir botnlangaupp-
skurð deyr Hafliði bróðir hans og
bræðurnir eru jarðsettir saman og
hvíla nú hlið við hlið í gamla
kirkjugarðinum.
Sextán ára er mamma farin að
vinna í eldhúsinu á elliheimilinu
Grund. Þar er ungur rafvirkjalær-
lingur að nafni Kári Þórðarson að
dytta að hinu og þessu og bæði
verða ástfangin upp fyrir haus.
Þau eru gefin saman hjá borg-
arfógeta 24. febrúar 1934 og
mamma þarf konungsleyfi til að
giftast.
Rúmum 60 árum seinna eru þau
enn jafnástfangin. Öll þessi ár hef-
ur pabbi borið mömmu á örmum
sínum. Ekkert hefur honum fund-
ist vera of gott fyrir konuna hans.
Fyrstu árin búa ungu hjónin í
skjóli föðurömmu minnar, Katrín-
ar, og mamma sagði mér að þau
hefðu alltaf verið að flytja. Um
1940 eru pabbi og mamma, nú með
tvær dætur, flutt til Hafnarfjarðar
og pabbi kaupir hús við Strandgöt-
una undir raftækjaverslun sína og
verkstæði og síðar annað hús undir
fjölskylduna við Hverfisgötu í
sama bæ. Á nokkrum árum er
pabbi orðinn stærsti rafverktakinn
í Hafnarfirði, með marga lærlinga.
Hann gerir við á Bessastöðum og í
Sparisjóðnum og á sumrin vinnur
hann sem vélstjóri við síldarverk-
smiðjuna á Hjalteyri, en pabbi
hafði, auk rafvirkjanámsins, einnig
stundað nám í Vélstjóraskólanum.
Okkur börnunum fannst hann allt-
af vera að vinna en handa mömmu
kaupir hann pels og hvert einasta
nýtt heimilistæki sem flutt er til
landsins, meira að segja strauvél
sem ekki var til á mörgum heim-
ilum. Sumrin á Hjalteyri voru ynd-
islegustu ár móður minnar og í
minningunni er hún alltaf hlæj-
andi.
Um 1950 kaupir pabbi Stekk
fyrir ofan Hafnarfjörð og fjölskyld-
an flytur þangað í burt frá hættu-
legu umferðinni við Reykjavíkur-
veginn og þar búum við næstu
árin. Bestu minningar mínar frá
Stekk eru frá köldum vetrar-
morgnum þegar mamma var að
senda okkur í skólann. Hún vildi
alltaf að við fengjum eitthvað heitt
í magann áður en við færum og öll
munum við systkinin uppsperrtar
tærnar á mömmu á köldu eldhús-
gólfinu því alltaf gleymdi hún inni-
skónum sínum uppi á lofti.
Aldrei tók mamma bílpróf og
það hlýtur að hafa verið þungt að
bera það sem þessi tíu manna fjöl-
skylda þurfti til daglegra nota og
pabbi var stundum fyrir norðan.
Frá Suðurgötunni, þar sem byggð-
in endaði þá, var um 20 mínútna
gangur upp í Stekk og við börnin
vöndumst því að fara aldrei í ís-
skápinn nema með leyfi mömmu.
Mamma ræktaði blómkál fyrir neð-
an húsið sem var hvítasta og besta
blómkálið í bænum og hún hafði á
þessum árum nokkur hænsn. Við
vorum stundum send upp að fisk-
hjalli, sem var rétt utan við hliðið
heima, til þess að tína arfa handa
hænunum því annars struku þær
uppeftir. Það sem við vissum ekki
fyrr en mörgum árum seinna var
að þessi ár uppi í Stekk voru
mömmu mjög erfið. Henni fannst
hún einangruð og eldhúsið, sem
var að hluta niðurgrafið, var
dimmt og óaðlaðandi. Samt var
mamma alltaf í góðu skapi. Hún
hafði unun af söng, hafði fallega
söngrödd og spilaði listavel á
munnhörpu.
Um 1958 tekur pabbi við starfi
rafveitustjóra í Keflavík. Í fyrstu
ekur hann á milli en um 1960 er
fjölskyldan flutt að Hábæ í Kefla-
vík. Þar búa pabbi og mamma þar
til pabbi deyr 1998 og mamma flyt-
ur í Hornbjarg á Kirkjuvegi 1.
Mamma og pabbi töluðu oft um
það hversu lánsöm þau væru. Það
að hafa eignast átta heilbrigð börn
sem að mestu leyti hefðu komist
hjá stórum áföllum eða slysum í
lífinu væri ekki sjálfgefið og fyrir
það voru þau Guði ætíð þakklát.
Nú þegar mamma hefur látist á
sömu sjúkrastofnun og pabbi, úr
því sama og dró pabba til dauða, er
það viss léttir fyrir okkur sem eftir
stöndum. Léttir vegna þess að
mamma okkar þarf ekki að þjást
lengur og hún er komin til pabba.
Það hefur verið sárt að horfa
upp á elskulega móður sína „týn-
ast“ og það hefur meira að segja
ekki farið framhjá sex ára gömlu
barnabarni mínu að eitthvað meira
en lítið væri að langömmu hans.
Sárast hefur verið að sjá fallegu
konuna sem alltaf var í svo góðu
skapi stara tómum augum á lita-
bókina eða handavinnuna sína.
En nú veit ég að litla telpan sem
faldi sig við hornið á gamla kirkju-
garðinum við Suðurgötuna í
Reykjavík fyrir 83 árum er komin
heim. Heim til Dóra bróður síns,
systra sinna, móður, föður og, ekki
hvað síst, komin til lífsförunaut-
arins sem hefur beðið eftir henni í
rúm fjögur ár. Börn, tengdadætur,
tengdasynir sem tilbáðu hana og
hennar léttu lund, barnabörn,
langömmubörn og langalangömmu-
barn kveðja yndislega konu, móð-
ur, tengdamóður, ömmu, lang-
ömmu og langalangömmu.
Og ég kveð elskulega móður
mína með bæninni sem móðir
hennar kenndi mér:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elín Káradóttir.
Elsku mamma mín.
Nú þegar þú ert farin verður allt
svo undarlega kyrrt og hljótt og
orðin svo erfitt að finna.
Ég sakna þín svo sárt en ég veit
að þú ert nú hjá Guði og öllum
englunum í paradís.
Þakka þér, elsku mamma mín,
fyrir allt og allt.
Þú varst yndisleg og nærgætin
móðir og engin kona í öllum heim-
inum er eins góð og þú. Góður Guð
og allir englarnir verndi þig og
blessi.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Þín elskandi dóttir,
Hlíf.
Betra hjarta, hreinni sál
heldur en þína er vandi að finna.
Fögur áttu eftirmál
innst í brjósti vina þinna.
(Guðm. G.)
Þegar til mín var hringt og sagt
að sambýliskona okkar til nokk-
urra ára hefði kvatt þetta líf kom
fyrst upp í hugann hversu hægt og
hljótt hún gekk um meðal þess
fólks sem hún umgekkst daglega
og var í sambúð með. Hún var
ákaflega brosmild, viðræðugóð og
hélt reisn sinni allt til hins síðasta
en þá var minnisleysið farið að
hrjá hana enda orðin háöldruð
kona sem var búin að lifa tímana
tvenna og sjá þjóð sína rísa úr fá-
tækt og verða með auðugustu
þjóðum heims.
Hún var af aldamótakynslóðinni
svonefndu sem lifði meiri breyt-
ingar en nokkur önnur kynslóð fær
líkast til nokkru sinni að reyna í
viðhorfum og lifnaðarháttum. Hún
varð vitni að risi og hnignun þess
lífs sem sú kynslóð sem lifir í dag á
bágt með að skilja hvernig fólki
tókst að þreyja, andlega og lík-
amlega.
Kristín sofnaði inn í þá veröld
sem hún var svo kunn, með öllum
sínum breytileika, hreti, heiðríkju
og albjartri sumarnóttu. Allt var
þetta henni svo kunnugt og hún
vissi alveg hvernig þeim ætti að
mæta, enda þetta þættir sem kyn-
slóðirnar hafa erft hver af annarri.
Íslenska konan hefur um aldir fætt
af sér kjarkmikið, duglegt fólk,
sem hefur unnið af eljusemi og
dugnaði við að afla sér lífsviður-
væris hvort sem það var innan eða
utan dyra, þar átti Kristín stóran
þátt í, þar sem hún ól af sér mynd-
arbörn sem hafa komið sér áfram í
lífinu og orðið þjóð sinni góðir
þegnar.
Og nú er lífsgöngu góðrar konu
lokið. Hægt og hljótt kveður sú
kynslóð sem fékk að lifa mesta
breytingaskeið í íslensku þjóðlífi,
hún var barn síns tíma og lifði á
öld hraðans.
Við sem tekin erum að eldast
sjáum samferðafólkinu á lífsgöng-
unni fækka og finnum fyrir sakn-
aðarkennd. Minningar liðinna ára
birtast okkur í hugsýn, oft ljúf-
sárri. Þannig er okkur sambýlis-
fólkinu nú farið þegar Kristín er
kvödd hinstu kveðju.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt
sumarblóm vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
Guð, sem meiri er í öllum heimi.
(Guðm. G.)
Við sambýlisfólkið vottum öllum
hennar ástvinum dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Kristínar
Theodórsdóttur.
Magnús Þór.
KRISTÍN ELÍN
THEODÓRSDÓTTIR
Allt veraldar líf er eitt
vængjablak
hins volduga Guðs,
og þúsundir ára eitt
andartak
hins eilífa Guðs.
(Páll J. Árdal.)
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast yndislegs frænda míns,
Barkar Hrafns Víðissonar, sem
lést af slysförum í Taílandi hinn 9.
apríl síðastliðinn. Ég get ekki lýst
þeim sáru tilfinningum, sem gagn-
tóku mig, er ég fékk þessa frétt.
Ég hugsa til hans daglega. Börkur
Hrafn var sonur Huldu Guð-
mundsdóttur og elskulegs frænda
míns Víðis Hafbergs Kristinsson-
ar, en við erum systrabörn og
BÖRKUR HRAFN
VÍÐISSON
✝ Börkur HrafnVíðisson fæddist
í Danmörku 27. nóv-
ember 1972. Hann
lést í vélhjólaslysi í
Taílandi 9. apríl síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Lang-
holtskirkju 26. apríl.
hann hefur ávallt
reynst mér sem bróð-
ir og besti vinur, sem
og öll hans fjölskylda
eftir að bróðir minn, á
sama aldri og Börkur
Hrafn, fórst í bílslysi
á Spáni. Þessi fjöl-
skylda er mér mjög
kær, þ.e. Víðir, Hulda,
Tinna og litlu börnin
hennar þrjú, Kolbrún,
Rúnar og ástvina
Barkar Hrafns, Aníta.
Börkur Hrafn var
við nám í Danmörku,
sem hann ætlaði að
ljúka nú í sumar. Börkur Hrafn
var svo yndislegur og góður við
son minn, Örvar Omrí, þegar hann
var lítill strákur, sex árum yngri
en Börkur Hrafn. Því mun ég aldr-
ei gleyma. En Börkur Hrafn var
góður og elskulegur við alla, for-
dómalaus, fór ekki í manngrein-
arálit, allir voru jafnir fyrir hon-
um, eins og reyndar öll erum við
jöfn fyrir Guði vorum. Börkur
Hrafn var hugsandi um gang lífs-
ins og tilveru okkar mannanna
barna hér á þessari jörð. Hann var
ævintýramaður sem vildi kanna
heiminn, alltaf glaðvær og jákvæð-
ur. Síðasta sinn, sem ég hitti hann,
var í lok október sl. við útskrift
Tinnu systur hans í lögfræði frá
Háskóla Íslands. Ég spurði Tinnu:
„Kemur Börkur ekki áreiðanlega
heim til að vera við útskriftina?“
Og svarið var: „Jú, hann kemur.“
Og mikið var yndislegt að hitta
hann, svo fallegan til sálar og lík-
ama, hlýlegan, faðmandi og glað-
an. Örvar Omrí, sonur minn, og
Börkur Hrafn komust að þeirri
niðurstöðu, að Örvar heimsækti
hann í sumar og þeir myndu
ferðast um Danmörku og Örvar
hlakkaði til. En úr þeirri ferð varð
svo ekki. Við söknum hans mikið.
En stærstur er söknuðurinn og
harmurinn hjá foreldrum hans og
systrum og ástvinu hans. Ég bið
góðan Guð að styrkja þau og
styðja og ég vildi geta verið þeim
það, sem þau hafa verið mér á erf-
iðum stundum.
Elsku Víðir minn, Hulda mín,
Tinna, Kolbrún, Rúnar og Aníta,
þakka ykkur allan ykkar kærleika
og vináttu. Við fáum að hitta Börk
aftur og alla okkar ástvini, sem
farnir eru, þegar Kristur kemur
aftur. Ykkar einlæg,
Marín (Marsí) og Örvar Omrí.
Kransar - krossar
Kistuskeytingar • Samúðarvendir
Heimsendingarþjónusta
Eldriborgara afsláttur
Opið sun.-mið. til kl. 21
fim.-lau. til kl. 22