Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 24

Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ERCE Cunningham er frumkvöðull merkingarleysis í nútímadansi, hug- myndafræði sem kennd er við póst-módernisma, og setti sterkan svip á nútímadans í Bandaríkjunum og Evrópu á 6. og 7. áratug síðustu aldar. Cunn- ingham stofnaði samnefndan dans- flokk árið 1953 og hefur hann samið yfir 200 verk fyrir flokkinn auk verka sem hann hefur samið sér- staklega fyrir aðra dansflokka. Cunningham er 83 ára en ferðast enn um heiminn með dansflokki sínum og verður viðstaddur sýn- inguna í Borgarleikhúsinu í kvöld. Ekki eru nema nokkur ár síðan hann hætti sjálfur að dansa en hann er enn við að semja verk fyrir dansflokkinn. Nú síðast var frum- sýnt nýtt verk eftir hann í London og fleiri verk eru á dagskránni á næstunni, meðal annars hefur hann áhuga á að fá íslensku hljómsveit- ina Sigur Rós til að semja tónlist við eitt verka sinna. Velkominn til Íslands. Hefur þú komið hingað áður? „Já, ég var á leiðinni frá New York til Lúxemborgar fyrir tíu til fimmtán árum. Það var seinkun á vélinni og við þurftum að bíða í Keflavík. Í stað þess að bíða var okkur ekið í gegnum bæinn, en hann var ekkert í líkingu við það sem hann er núna. Hér hafa orðið ótrúlegar breytingar á mjög skömmum tíma.“ Þegar þú byrjaðir að semja voru velflest dansverk með sögu eða hlaðin merkingu og þú varst sjálfur þjálfaður sem dansari til að túlka, ýmist sögu eða tilfinningar. Hvern- ig fékkst þú á þeim tíma hugmynd- ina að því að semja dansverk sem voru afstrakt? „Ég var hrifinn af hreyfingum og er enn þeirrar skoðunar að hreyf- ing þurfi ekki að merkja eitthvað til þess að vera áhugaverð. Hreyfingin ein og sér er góð og gild, hún er áhugaverð. Ég byrjaði að semja sólóverk sem var ekki um neitt sér- stakt heldur byggt á hugmyndum um hvernig við hreyfum okkur. Þannig byrjaði þetta. En það voru jafnframt margir aðrir hlutir sem höfðu áhrif á þetta ferli. Myndlist- armennirnir sem ég þekkti og starfaði með, voru að byrja að vinna afstrakt. Þeir voru ekki að mála eitthvað sérstakt heldur leyfðu málverkinu að vera það sem það var. Mér fannst mun áhuga- verðara að vinna á þennan hátt en að semja verk með sögu eða ádeilu svo ég hélt því bara áfram,“ segir Cunningham og hlær. Í byrjun voru hvorki almenn- ingur né gagnrýnendur hrifnir af verkum þínum og þegar þú hættir sem dansari hjá dansflokki Mörthu Graham skrifað Walter Terry að „það væri synd að svo stórkostleg- ur dansari eyddi tíma sínum í svona vinnu“. Höfðu lítill áhugi og slæm gagnrýni einhver áhrif á þig? Hugs- aðir þú til dæmis einhvern tímann um að hætta á þeirri braut sem þú hafðir valið þér? „Já, ég hugsaði um það. En það var ekki svo mikið um gagnrýni til að byrja með, við vorum aðallega hunsuð af gagnrýnendum sem mættu ekki á sýningarnar okkar. Þegar þeir síðan mættu, reyndu þeir eftir fremsta megni að leggja merkingu í hreyfingarnar, en horfðu ekki bara á þær eins og þær voru. En það var að sjálfsögðu það sem ég hafði áhuga á og var að vinna með. Ég ákvað, þrátt fyrir mótlæti, að halda áfram á minni braut. Það hljómar kannski eins og valið hafi verið auðvelt en það var það alls ekki. Þvert á móti var þetta mjög erfitt á tímabili. En ég byrjaði að vinna með John Cage, öðrum nú- tímatónskáldum og myndlist- armönnum. Þeir voru að gera verk í svipuðum anda og með svipaðan tilgang og ég, svo ég hugsaði með mér að það sem við værum að gera væri áhugavert og hélt áfram. Ég hlustaði á þeirra hugmyndir, og þótt við værum ekki með nákvæm- lega sömu hugmyndir, fann ég að andi þeirra var svipaður og minn og það hvatti mig áfram. Andi okkar var, eins og Robert Rauschenberg sagði einu sinni: „Það sem við átt- um saman voru hugmyndir og fá- tækt,““ segir Cunningham og hlær aftur dátt. Síðan fóruð þið í mikilvægt sýn- ingarferðalag um Evrópu og Asíu sem breytti viðhorfinu í Bandaríkj- unum til ykkar. Þegar þið voruð í París, skrifaði eitt frönsku dagblað- anna í fyrirsögn að þú værir að lýsa yfir stríði við klassískan ballett. Varstu að því? „Það er alger vitleysa. Sá sem skrifaði þetta var svo forviða yfir því sem við gerðum að honum datt ekki neitt annað í hug. Ég var ekki að lýsa yfir stríði við neinn, ég hafði bara áhuga á að vinna með hug- myndir sem voru í kringum mig.“ En líkar þér klassískur ballett? „Já, ef hann er áhugaverður, en í langflestum tilvikum finnst mér hann það ekki. Ég fór oft áður fyrr og horfði á sýningar en mér fannst mjög fljótlega að tæknilega væri ballett ekki nógu spennandi fyrir mig. Ég hafði unnið í dansflokki [Mörthu] Graham og þar var áherslan á hreyfingar efri líkamans, en í klassískum ballett er áherslan á fæturna. Mér fannst eins og þetta tvennt hefði aldrei verið sett sam- an. Mín tæknivinna hefur gengið út á að samræma þetta tvennt, að kanna mögulegar hreyfingar alls líkamans,“ útskýrir Cunningham. Síðustu ellefu ár hefur þú samið verk þín með tölvuforritinu Life- Forms. Hvernig datt þér í hug að fara að semja verk með tölvu? „Vinur minn spurði hvort ég hefði heyrt um LifeForms og ég hafði að sjálfsögðu aldrei heyrt um það. Forritið varð til sem sam- starfsverkefni á milli dansdeildar og tölvudeildar háskólans í Van- couver í Kanada. Vinur minn spurði hvort ég vildi fá að vita meira um þetta verkefni og ég sagði endilega. Ég fékk sent myndband með því sem þau voru að gera og fannst það strax áhugavert. Þau buðu mér að nota forritið og komu til mín með alls kyns tölvubúnað. Í forritinu er líkami sem hreyfist og smám saman tókst mér að læra á það. Núna sem ég um 40% af því sem ég geri með tölvunni. Kosturinn við að nota LifeForms er hvað það er tíma- sparandi. Ég get unnið á meðan dansararnir eru í mat eða fríi.“ En hvaða kosti hefur það að semja með tölvuforritinu umfram það að semja á hefðbundinn hátt? „Við erum alltaf að semja útfrá líkama dansarans. Við biðjum dans- arann um að prófa hitt og þetta. En þegar unnið er með forritinu er dansarinn ekki á staðnum og við verðum að muna að dansarar verða þreyttir en tölvan ekki! Með forrit- inu er hægt að prófa hluti og velta fyrir sér hvernig þeir koma út á sviði. Það er þó ekki hægt að búast við því að dansarinn geti gert það sem tölvugerði líkaminn gerir. Hann getur gert ýmislegt sem við getum ekki. Ég reyni að prófa hluti sem ég geri í tölvunni á döns- urunum og ef einn þeirra nær spor- unum þá veit ég að allir hinir munu á endanum ná þeim líka. Þannig hefur mér tekist að kanna nýjar víddir með því að nota tölvuna.“ Þú hefur samið yfir 200 verk, er það ekki? „Ég hef aldrei talið þau en David Vaughan [skjalavörður] hefur talið þau saman,“ segir hann og hlær. Getur þú gefið okkur hugmynd um hvaðan þú færð innblástur að verkunum þínum? „Frá hreyfingum. Af því að horfa á menn og dýr hreyfa sig. Það geta verið mjög smáar hreyfingar sem auga mitt nemur. Kannski einhver hreyfing sem hefur í sér takt. Ég horfi á fólk og velti fyrir mér hvernig það hreyfir sig. Síðan prófa ég hreyfinguna sjálfur.“ Hefur þú fylgst með því sem hef- ur verið að gerast í dansheiminum undanfarin ár? „Ég hef ekki fylgst eins vel með undanfarin ár og ég gerði, ég hef bara ekki tíma til þess, við erum alltaf á ferðalögum og það er svo margt að gerast. Mér finnst hins vegar þegar á heildina er litið að dans eigi sér glæsta framtíð.“ Skynjar þú þau áhrif sem þú hef- ur haft þegar þú horfir á nýrri dansverk? „Ja, ætli það ekki. Það er sumt sem mér líkar, eins og þegar mínar hugmyndir eru nýttar á skyn- samlegan hátt. En eftirlíkingar og stælingar líka mér ekki.“ Það er ekki svo langt síðan þú hættir að dansa sjálfur? „Nei, það er ekki svo langt síðan og eftir að ég hætti hef ég snúið mér að leiklist,“ segir Cunningham og hlær. Hann rifjar upp útvarps- leikrit sem tónskáldið John Cage skrifaði en leikritið hafa Cunn- ingham og félagar hans endurvakið á sviði og leikur Cunningham hlut- verk Erik Satie í verkinu. „Við er- um kyrr á sviðinu mestan tímann en við höfum leikið verkið á leiklist- arhátíðinni í Edinborg, í Berlín, Ástralíu og á fleiri stöðum. Ég er því aftur kominn í leikhúsið eftir að ég hætti að dansa, og ég er afar ánægður með það. Mér finnst gott að vera í leikhúsinu.“ En þú hættir ekki að dansa fyrr en fyrir nokkrum árum, flestir dansarar hætta að dansa um fer- tugt? „Ég var nú bara rétt að byrja þá,“ segir Cunningham og hlær. Á þriðjudaginn [í kvöld] verða semsagt tvö verk á efnisskránni. „Já, það er Rainforest sem er frá 1968 og er með tónlist eftir David Tudor og silfurkoddana eftir Andy Warhol, en þeir eru fylltir með blöndu af lofti og helíum. Sumir þeirra hanga í lausu lofti og eru festir niður með snúru svo þeir hverfi ekki, en aðrir liggja á gólfinu og hreyfast, þeir eru eins og menn. Nema þegar það er kalt þá hreyfast þeir ekki. Síðan er BIPED sem er frá 1999, það er með tæknilegri sviðsmynd. Það er tjald fyrir framan sviðið sem maður sér dansinn í gegnum. Á tjaldið er varpað tölvumyndum af danssporum sem ég samdi upp- runalega fyrir dansarana. Dans- sporin voru tekin upp á filmu og síðan unnin í tölvu og notuð til að setja á skjáinn fyrir framan sviðið. Það er því bæði dans fyrir framan sviðið og á sviðinu.“ Er það rétt að þú hyggist vinna með íslensku hljómsveitinni Sigur Rós á næstunni? „Já ég vonast til þess,“ segir Cunningham og Trevor Carlson, upplýsingafulltrúi dansflokksins, bætir við til útskýringar: „Við von- umst til að geta komið á samstarfi við SigurRós og Radiohead fyrir frumsýningu sem á að vera í New York í október 2003. Síðan er gert ráð fyrir að við ferðumst um með verkið,“ segir Carlson. Ætlið þið þá að koma aftur til Ís- lands og sýna okkur það verk? „Já, við myndum endilega vilja það. Við myndum koma og fara í Bláa lónið!“ segir Cunningham sem er nýkominn úr baðferð í Bláa lónið og er greinilega hrifinn af staðnum. Að lokinni dvöl sinni á Íslandi held- ur dansflokkurinn og Cunningham sjálfur til Noregs þar sem flokk- urinn sýnir í Ósló á CODA- danshátíðinni. Ferðast þú alltaf með dans- flokknum þínum? „Já, ég ferðast oftast með dans- flokknum, ég hef gaman af því og vil gjarnan vera innan um dans- arana mína,“ segir Cunningham að lokum. Áttum saman hugmyndir og fátækt Merce Cunningham-dansflokkurinn sýnir tvö verk í kvöld á stóra sviði Borg- arleikhússins. Stofnandi og danshöfund- ur flokksins, Merce Cunningham, er með í för en hann er einn áhrifamesti nú- lifandi danshöfundur heims. Ragna Sara Jónsdóttir ræddi við hinn 83 ára Cunn- ingham um ferilinn og fortíðina, tölvur og dans, og Sigur Rós og Bláa lónið. „Ég var hrifinn af hreyfingum og er enn þeirrar skoðunar að hreyfing þurfi ekki að merkja eitthvað til þess að vera áhugaverð. Hreyfingin ein og sér er góð og gild, hún er áhugaverð,“ segir Merce Cunningham. rsj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.