Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 19
S T Í L L E R E K K I S T Æ R Ð . . . H E L D U R V I Ð H O R F !
Stærðir 40-52
HAUST / VETUR O2
KYNNINGARDAGAR
18.-27. SEPT.
Hverfisgötu 6, Reykjavík, sími 562 2862
Haustið í
Prag
frá kr. 25.450
með Heimsferðum
Verð kr. 29.950
Flug og hótel í 3 nætur.
M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel, 11.
nóvember, með 8.000 kr. afslætti.
Skattar innifaldir.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Prag er nú orðinn einn
vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg
heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og
andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund
turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari
stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn.
Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í
boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um
kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar
Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða.
8.000 kr. afsláttur
Ef þú bókar í ferð frá mánudegi til
fimmtudags fyrir 1. okt. getur þú
tryggt þér 8.000 kr. afslátt.
Flug fimmtud. og mánud. í okt. og nóv.
Bókaðu meðan enn er laust
11 flug uppseld.
Tryggðu þér sæti meðan enn er laust.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 25.450
Flugsæti til Prag, 14. október, með 8.000
kr. afslætti. Flug og skattar.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
VIÐ endurskipulagningu á rekstri
fyrirtækja er allt of oft litið framhjá
því hvað virk stýring viðskipta-
krafna getur skilað miklum árangri,
að sögn Hans Lindqvist, sem situr í
stjórn Intrum á Íslandi fyrir hönd
Intrum Justitia AB í Svíþjóð. Hann
sagði á morgunverðarfundi Intrum á
Íslandi í síðustu viku um virka stýr-
ingu viðskiptakrafna, að hún leiði oft
til lægri fjárskuldbindinga í van-
skilakröfum, minni afskrifta, lægri
kostnaðar og bætts fjárstreymis.
Með því að útvista hluta innheimtu-
aðgerða frá fjárreiðudeildum fyrir-
tækja til innheimtufyrirtækja öðlist
stjórnendur m.a. betri tíma til að
sinna kjarnastarfsemi fyrirtækja
sinna um leið og þeir geti varið meiri
tíma í verðmætasköpun og stuðning
við ákvarðanatöku.
Intrum Justitia AB á 20% hlut í
Intrum á Íslandi. Hans kynnti á
morgunverðarfundinum áherslu-
breytingar á starfsemi Intrum Just-
itia, sem hann sagði að fælust í end-
urskilgreiningu á starfsemi fyrir-
tækisins frá því að sinna fyrst og
fremst innheimtum í það að skil-
greina sig sem fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í stýringu á flæði viðskipta-
krafna. Hann sagði að í tengslum við
áherslubreytingarnar hafi Intrum
Justitia jafnframt breikkað þjón-
ustuframboð fyrirtækisins og lagt
aukna áherslu á greiningu ferla og
mat á ferli viðskiptakrafna innan
fyrirtækja.
Fram kom í erindi Jóhannesar I.
Kolbeinssonar, ráðgjafa hjá Intrum
á Íslandi, að Intrum hafi nýtt sér
samanburðarrannsóknir við innlend
og erlend fyrirtæki til að vega og
meta hvaða leiðir við innheimtu við-
skitakrafna skili bestum árangri.
Þar hafi berlega komið í ljós hversu
skýr tenging sé á milli þess tíma sem
varið er í stuðning við ákvarðana-
töku og bætt upplýsingaflæði innan
fyrirtækja við árangur þeirra og arð-
semi. Hann lagði ennfremur áherslu
á hve mikilvægt sé að greina vand-
lega viðskiptakröfur fyrirtækja og
viðskiptavini með tilliti til hvaða inn-
heimtuleiðir henti best í hverju til-
felli.
Jörundur Jörundsson, deildar-
stjóri fjárreiðudeildar Samskipa,
kynnti á fundinum breytingar sem
Samskip hafa innleitt varðandi inn-
heimtuferla. Hann sagði að útvistun
á ákveðnum þáttum innheimtuferla
og markviss skilaboð um meðferð
vanskilakrafna hafi skilað mjög góð-
um árangri, bættu fjárstreymi, lægri
afskriftum á viðskiptakröfum ásamt
því að hafa góð áhrif á vinnubrögð
starfsmanna. Markviss vinnubrögð í
innheimtumálum gerðu kröfur um
nákvæmni og vandvirkni sem einnig
skilaði sér í færri vandamálum við
innheimtu reikninga.
Virk stýring viðskipta-
krafna gefur góða raun
Á fundi Intrum á Íslandi kom fram að útvistun á innheimtu
viðskiptakrafna geti skipt miklu fyrir rekstur fyrirtækja
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf., TM,
hefur stofnað Líftryggingamiðstöð-
ina hf., líftryggingafélag sem er að
99,92% í eigu TM.
TM átti 15% hlut í Sameinaða líf-
tryggingafélaginu hf., Samlífi, þar til í
apríl síðastliðnum þegar félagið seldi
Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
eignarhlut sinn.
Ágúst Ögmundsson, aðstoðarfor-
stjóri TM, segir að ástæða þess að
eignarhluturinn í Samlífi var seldur
hafi verið að það hafi ekki verið talið
samrýmast samkeppnissjónarmiðum
að tvö tryggingafélög ættu saman fé-
lag og seldu bæði tryggingar þess.
Ágúst segir að TM hafi orðið að
geta boðið þessa þjónustu og talið
hafi verið best að hafa hana á eigin
hendi. Hann segir að eftirspurn eftir
líftryggingum hafi aukist mikið frá
því sem var fyrir tveimur til þremur
áratugum, en þá hafi ungt fólk ekki
hugað að því að líftryggja sig ólíkt því
sem nú gerist.
Fyrirhugað er að Líftryggingamið-
stöðin hefji starfsemi í upphafi næsta
árs og Ágúst segir að gert sé ráð fyrir
að hún fari rólega af stað og muni
ekki hafa áhrif á afkomu TM á næst-
unni að minnsta kosti.
Hið nýja félag mun bjóða upp á líf-
tryggingar og sjúkratryggingar, en
ekki verður boðið upp á söfnunarlíf-
tryggingar. „Við teljum að fjármála-
stofnanir eigi að sjá um það, við erum
tryggingafélag,“ segir Ágúst.
Stjórn Líftryggingamiðstöðvarinn-
ar skipa Gunnlaugur Sævar Gunn-
laugsson formaður, Einar Sigurðsson
varaformaður og Hreinn Loftsson, en
þeir eru allir í stjórn TM. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er Gunnar
Felixson sem jafnframt er forstjóri
TM. Hlutafé þess er 250 milljónir
króna.
Tryggingamið-
stöðin stofnar líf-
tryggingafélag
Tryggingamiðstöðin hefur stofnað nýtt líftryggingafélag.
● Í LOK ársins munu farþegar stræt-
isvagna Strætós bs. geta fengið ná-
kvæmustu upplýsingar sem völ er á
um ferðir vagnanna og hvaða leið
heppilegast sé að fara til þess að ná
á áfangastað á sem skemmstum
tíma, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu.
Strætó og TrackWell Software
skrifuðu nýverið undir samning er
miðar að því að þróa upplýsingakerfi
Strætós sem mun hafa í för með sér
umtalsverðar nýjungar fyrir farþega
vagnanna. Til að byrja með verða
upplýsingarnar aðgengilegar á Net-
inu en þegar fram líða stundir verða
þær einnig aðgengilegar með fjar-
skiptabúnaði á borð við farsíma og í
rauntíma.
Íslenska vefstofan mun hanna
nýtt útlit á heimasíðu Strætós og
annast uppsetningu á vefumsjón-
artæki fyrirtækisins. Fyrirtækið Sjá
ehf. hefur séð um undirbúning, grein-
ingu og útboð verkefnisins og mun
hafa yfirumsjón með verkefninu.
Upplýsingar
um strætó
á Netinu
● KAUPÞING banki hf. keypti 19.
september sl. hlutabréf í Baugi
Group hf. að nafnverði 14.370.000
kr. Eignarhlutur Kaupþings banka hf.
í Baugi Group hf. er nú 10,6% eða
253.875.000 kr. að nafnvirði en var
áður 9,9% eða að nafnvirði
239.375.000 kr. Til viðbótar við
framangreinda hlutafjáreign hefur
Kaupþing banki hf. sölurétt og
Gaumur hf. kauprétt á 150 millj-
ónum að nafnverði hlutafjár í Baugi
Group hf. Kaupþing banki hf. er því
skráður eigandi að samtals
403.875.000 krónum.
Kaupþing eykur
hlut sinn í Baugi