Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
yrir nokkru komst ég
yfir bókina Ljóð og
lausavísur / Hagyrð-
ingur af Höfðaströnd
/ Haraldur Hjálm-
arsson frá Kambi í Deildardal. Ég
var ekki búinn að fletta henni
lengi, þegar ég rakst á vísu, sem
ég hef kunnað lengi:
Brennivín er besti matur,
bragðið góða svíkur eigi.
Eins og hundur fell ég flatur
fyrir því á hverjum degi.
Og þegar ég las lengra, rakst
ég á margar systur þessarar vísu,
sem voru hver annarri skemmti-
legri.
Halli Hjálmars hefur verið
listaskáld lausavísunnar. Reyndar
var skáldgáfa
hans mun
meiri en nam
fjórum línum,
en sjálfum
dugði honum
alveg að vera
skemmtilegur
hagyrðingur í víni og vísum.
Í aðfararorðum bókarinnar
segir Björn Dúason m.a. um höf-
undinn: „Hann var þegar orðinn
þjóðsagnapersóna og lands-
kunnur fyrir yrkingar sínar og
persónuleika þegar hann lést,
rúmlega sextugur að aldri. Vísur
hans flugu víða og lifðu á vörum
almennings. Þær voru margar
gerðar í hita augnabliksins, en
þær fæddust yfirleitt fullburða og
báru í sér þann neista, sem dugði
þeim til langlífis og vinsælda.“
Haraldur Árni Hjálmarsson
var fæddur að Hofi á Höfðaströnd
21. desember 1908. Fimm ára
fluttist hann með föður sínum og
frænku að Kambi í Deildardal.
Hann lauk búfræðiprófi frá Hól-
um, en gerðist eftir það starfs-
maður Kjötbúðar Siglufjarðar,
fór svo suður og tók meistarapróf
í kjötiðn og kláraði Samvinnuskól-
ann. Hann starfaði aftur í Siglu-
firði, Reykjavík og á Sauðárkróki
og enn aftur í Siglufirði áður en
leið hans lá enn til Reykjavíkur.
Síðustu árin starfaði hann sem
bankaritari hjá Útvegsbankanum
í Reykjavík. Hann lézt 15. febrúar
1970 og var jarðsettur að Hofi á
Höfðaströnd.
Gísli Magnússon frá Eyhild-
arholti sagði m.a. í minning-
argrein um Harald Hjálmarsson,
að hann hefði verið hvers manns
hugljúfi, einlægur og und-
irhyggjulaus misbrestamaður,
gæddur fágætri kímnigáfu, sem
hann beitti á bæði borð og þó
mest gegn sjálfum sér. „Hann,
breyskur og hnotgjarn maðurinn,
var einlægur mannbótamaður,
einlægur unnandi fegurðar, feg-
urðar í list og ljóði, fegurðar í öllu
lífi.“
Halli Hjálmars var talandi
skáld. Vísurnar spruttu fram af
vörum hans og glóðu í tilefninu;
sumar lýstu himininn líkt og
stjörnuljós og margar áttu sér
lengri leið fyrir höndum.
Stökur mínar hlaupa hratt um harðar
grundir.
Menn kveða þær og stytta stundir
og stundum tek ég sjálfur undir.
Hjalti Pálsson segir í grein um
Harald í Ljóðum og lausavísum,
að hann hafi lítið byrjað að yrkja
fyrr en á fullorðinsárum, eftir að
hann kom til Siglufjarðar.
Hagmælska Haraldar var
óvenju lipur og létt, svo átakalaus,
að kveðskapur hans fer fyrirhafn-
arlaust inn í hugann, oftast með
bros á vör. Menn þurfa hvorki að
klæða sig upp á eða koma sér fyr-
ir í sérstökum stellingum til að
njóta skáldgáfu Halla Hjálmars.
Hún er af sjálfri sér.
Tölum fagurt tungumál,
teygjum stutta vöku.
Lyftum glasi, lyftum sál,
látum fjúka stöku.
Brennivínsvísur voru uppi-
staðan í vísnagerðinni.
Ég drekk frekar faglega,
fer ekki yfir strikið.
Þótt ég drekki daglega
og drekki stundum mikið.
Á sunnudögum sýp ég vín
samkvæmt manna lögum.
Þess vegna er ég miður mín
á mánu- og þriðjudögum.
Haraldur er á því enn,
þótt enginn geti séð það.
Það eru frekar fáir menn,
sem fara betur með það.
En það voru fleiri strengir í
hörpunni. „Halli Hjálmars var
fyrst og fremst bráðskemmti-
legur hagyrðingur. En hann var
raunar meira. Hann gat, þegar
best lét, ort betur en páfinn,“
sagði Gísli frá Eyhildarholti í
minningargreininni.
Nú er foldin föl á brá,
falla lauf af hríslu.
Ljós og skuggar skiptast á
í Skagafjarðarsýslu.
Og um æskustöðvarnar í Deild-
ardal:
Fagri fjallahringurinn
fríðan myndar dalinn.
Hér er æskueldur minn
í örmum þínum falinn.
Fyrstu erindi kvæðisins Amma
mín eru svona:
Sjá, hér tímans brotnar bára,
byltist fram með straumi ára;
geirar milli hærðra hára,
hrukkótt ennið nýtur sín.
– Þetta er hún amma mín.
Á myrku vetrar köldu kveldi
kveikir hún ljós og gerir að eldi,
hver athöfn greypt í æðra veldi,
engin mistök, léttúð, grín.
– Amma vandar verkin sín.
Síðasta vísan í kvæðinu Til
Sameinuðu þjóðanna er þannig:
Að skylmast með sverði að skapa sér völd
og skammast í blaðagreinum.
Það gera mennirnir öld eftir öld,
hvern einasta dag og það langt fram á
kvöld,
en á morgnana er legið í leynum.
Hver nema snillingur getur
svarað svona á stundinni spurn-
ingu um það, hvort hann hafi ekki
ort eitthvað á dönsku?:
Ég orti lítið ljóð á dönsku,
líka á þýsku.
Mikið á ensku, meira á frönsku,
en mest á grísku.
Öðru vísi var það nú ekki hjá
Halla Hjálmars á Kambi.
Listaskáld
lausa-
vísunnar
Hér segir af blautu dægurskáldi með svo
leiftrandi skáldgáfu að lausavísur hans
hlaupa ennþá hratt um harðar grundir.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn
@mbl.is
SÆNSK-ÍSLENSKA verslunar-
ráðið stendur fyrir fundi um einka-
væðingu heilbrigðismála hinn 27.
september á Radisson
SAS Hótel Sögu.
Frummælandi er Jo-
han Hjertqvist frá
Timbro-stofnuninni í
Svíþjóð. Hann er höf-
undur bókarinnar
„The Healt Care Rev-
olution in Stockholm“
sem á íslensku mætti
nefna Heilbrigðisbylt-
ingin í Stokkhólmi.
Á undanförnum vik-
um hefur dunið á al-
menningi mikið af
fréttum úr heilbrigðis-
kerfinu. Ber þar hæst
hallarekstur Landspít-
ala – háskólasjúkra-
húss og stöðu heilsugæslulækna.
Einnig má bæta við að deilur um
samninga tannlækna við Trygg-
ingastofnun hafa staðið í marga
mánuði. Heilbrigðisráðherra hefur
svarað þessu á einfaldan hátt með
því að það sé ekki til það fé sem eigi
að standa undir þeim útgjöldum
sem til þarf. Almenningur hlýtur
því að spyrja hvernig það megi vera
að þessi rekstur gangi ekki upp.
Fólk á mínum aldri man þá tíð að
menn gátu bara farið til læknis án
þess að þurfa að bíða í marga daga,
vikur eða mánuði eftir viðtali. Þá
var heldur ekki nein bið eftir
sjúkrahúsplássi og sængurkonur
voru sex til sjö daga á fæðingar-
deildinni. Þá virtust vera til nægir
peningar til heilbrigðismála.
Hvað hefur eiginlega breyst á 35
árum? Jú, þá dóu
menn úr innanmeini
eða hjartaverk á besta
aldri vegna þess að
ekki var þekking,
tækni og hjúkrunar-
umgjörð til staðar.
Það gerist ekki í dag.
Aukningin í fram-
leiðslu lækninga, ef
svo má að orði komast,
hefur margfaldast.
Framleiðni hefur
margfaldast og notkun
tækni á aðgerðasviði
og lyfjasviði hefur
gjörbreyst. Þessari
uppbyggingu hafa
fylgt miklar fjárfest-
ingar og mun flóknari rekstur al-
mennt á nútíma heilbrigðisþjón-
ustu. Eitthvað hefur þó farið
úrskeiðis í rekstrinum og ber þar
hver annan sökum. Almenningur
hrekkur við þegar það er upplýst að
læknar geta unnið fyrir tugmillj-
ónir annars staðar, í eigin rekstri
og fengið einnig greitt fyrir fullt
starf hjá opinberum sjúkrahúsum.
Þetta mundi ekki ganga upp hjá
einkafyrirtækjum. Flestir vinnandi
menn vita að þeir eiga að skila sín-
um vinnutíma til þeirra sem greiða
þeim laun. Ábyrgð stjórnenda spít-
alanna er ekki minni í slíku kerfi og
öllum má vera ljóst að stjórnmála-
menn bera hér einnig ábyrgð. Þeg-
ar rekstur fyrirtækja eða stofnana
vex að umfangi verður að krefjast
hagræðingar og vitneskju um hvað
hlutirnir kosta. Þannig er þetta hjá
einkafyrirtækjum.
Menn kunna að spyrja hvers
vegna Sænsk-íslenska verslunar-
ráðið stendur fyrir opnum fundi um
heilbrigðismál. Fyrir því eru marg-
ar ástæður. Samskipti Íslands og
Svíþjóðar eiga sér langa sögu á
heilbrigðissviðinu. Mikill fjöldi Ís-
lendinga hefur stundað nám í Sví-
þjóð og margir hafa góða þekkingu
á heilbrigðiskerfum beggja landa
og geta borið þau saman. Með þess-
um fundi vill Sænsk-íslenska versl-
unarráðið gefa mönnum kost á að
heyra um hvað frændur okkar í
Stokkhólmi hafa gert þar sem sami
rekstrarvandi steðjar að þeim og
okkur hér. Einkavæðing eða einka-
framkvæmd er eitthvað sem við
munum þurfa að horfast i augu við,
spurningin er ekki hvort heldur
hvernig og hvenær. Það er von okk-
ar að með þátttöku íslenskra frum-
mælenda og þátttakenda í pall-
borðsumræðum geti þessi fundur
veitt okkur aukinn skilning á nýjum
leiðum sem fara þarf til að leysa
rekstrarvanda heilbrigðiskerfisins
á Íslandi.
Heilbrigðismál
í brennidepli
Hjörtur
Hjartar
Samskipti
Samskipti Íslands og
Svíþjóðar, segir
Hjörtur Hjartar,
eiga sér langa sögu á
heilbrigðissviðinu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
TVG-Zimsen og formaður
Sænsk-íslenska verslunarráðsins.
ÞAÐ var vel til
fundið af ráðamönnum
Sameinuðu þjóðanna
að halda stærstu ráð-
stefnu sem haldin hef-
ur verið í fátækustu
heimsálfu jarðarinnar.
Öll vandamál hins
vestræna heims blikna
í samanburði við þá ör-
birgð og erfiðleika
sem steðja að mörgum
þjóðum Afríku. Yfir 2
milljarðar manna hafa
ekki aðgang að hreinu
vatni, heilbrigðisþjón-
ustu eða rafmagni.
Allt að 50% íbúa
sumra ríkja Afríku eru
smituð af HIV veirunni eða eru
þegar með alnæmi. Meðalaldur í
Malawí er aðeins 39 ár og heilu
kynslóðirnar að hverfa. Það er því
ekki lengur á valdi þessara þjóða að
leysa sín eigin vandamál, þeirra
vandamál eru orðin vandamál
heimsins.
Verkefnið er stórt
Sjálfbær þróun var meginþema
fundarins. Aðeins 13,5% af orku-
notkun heimsins kemur frá sjálf-
bærum orkugjöfum. Það sem eftir
stendur 86,5% kemur frá olíu, gasi
og kolum (fossil fuel) og kjarnorku.
Það er þetta hlutfall sem þarf að
breytast með öllum tiltækum ráð-
um. Þau ráð eru þó öll dýr og fyrir
vanþróuð ríki óyfirstíganleg án að-
stoðar. Með mikilli aukningu í
virkjun sólar- og vindorku má ná
langt og gæti gagnast vel fyrir
vanþróuð ríki. Lausnirnar mega þó
ekki kosta umfram 50–300 USD á
fjölskyldu segja sérfræðingar um
þróunarmál. Verulegum upphæðum
var lofað af Bandaríkjamönnum og
Evrópusambandinu til þróunar-
verkefna sem lúta að betri orkunýt-
ingu og nýtingu end-
urnýjanlegra orku-
gjafa. Það er þó ljóst
að olían verður ekki
leyst af hólmi á næst-
unni. Við Íslendingar
erum best settir þjóða
varðandi endurnýjan-
lega orkugjafa en 70%
orkunotkunar okkar
eru sjálfbær og meng-
unarlaus. Nokkur and-
staða er þó gegn
vatnsaflsvirkjunum í
heiminum sem hlýtur
að valda áhyggjum.
Umhverfissamtök
telja slíkar virkjanir
ekki sjálfbærar ef
framleiðsla þeirra fer yfir 10 MW
sem er álíka og að virkja bæjarlæk-
inn. Þessi sömu samtök viðurkenna
þá mó, hrís og skít sem sjálfbæra
orku. Má af því sjá hversu öfgarnar
eru miklar þegar mengunarlaus
orka fallvatnanna telst ekki lengur
æskileg. Auðvitað eru því einhver
takmörk sett hvað ganga má langt í
gerð miðlunarlóna en samkvæmt
skilgreiningum Sameinuðu þjóð-
anna eru virkjanir á Íslandi innan
þeirra marka.
Leiðin til meiri jöfnuðar
Ein ástæða fátæktar í þróunar-
ríkjunum er takmarkaður aðgangur
þeirra að mörkuðum og miklir
framleiðslustyrkir iðnríkjanna við
landbúnaðinn í ríkjum sínum. Sam-
komulag náðist um að vinna að því
að afnema framleiðslustyrki til
landbúnaða og opna markaði fyrir
vörum vanþróaðra ríkja. Alþjóða-
þingmannasamtökin GLOBE hafa
lagt til að iðnríkin beini opinberum
styrkjum, ábyrgðum eða lánum til
fjárfestinga í meira mæli til sjálf-
bærrar orkuframleiðslu í van-
þróuðu ríkjunum. Þarna er átt við
til dæmis að ábyrgjast fjárfestingar
einkaaðila í þróunarríki til raforku-
framleiðslu með sólarrafhlöðum í
stað fjárfestinga til olíu- eða kola-
framleiðslu. Í þessu sambandi má
benda á að Bandaríkjamenn einir
ábyrgðust 23,2 billjóna USD fjár-
festingar í olíuiðnaði vanþróuðu
ríkjanna á árunum 1992-1998. Þró-
unaraðstoðin hefur einnig verið til
umræðu og misjafn árangurinn af
henni. Þeirri spurningu hefur því
verið velt upp í þessu sambandi
hvort iðnríkin ættu að beina sjónum
sínum í auknum mæli að því að
byggja upp viðskiptaumhverfi þró-
unarríkjanna.
Til að bæta hag fátækustu ríkja
heimsins og auka jöfnuð í heiminum
er því verið að skoða ýmsar leiðir
sem kosta ekki allar mikla peninga
heldur stefnubreytingu.
Aukin hagsæld og meiri jöfnuður
í heiminum er að margra áliti vís-
asta leiðin til sjálfbærar þróunar.
Þær fjölmörgu samþykktir sem
gerðar voru á ráðstefnu Sameinu
þjóðanna í Jóhannesarborg lúta all-
ar að þessu markmiði að heimurinn
verði sjálfbær. Ég tel því þessa ráð-
stefnu þá merkilegustu sem haldin
hefur verið þar sem framtíð mann-
kyns og jörðin öll er undir.
Tímamót í
Jóhannesarborg
Kristján
Pálsson
Umhverfi
Ég tel þessa ráðstefnu
þá merkilegustu sem
haldin hefur verið, segir
Kristján Pálsson, þar
sem framtíð mannkyns
og jörðin öll er undir.
Höfundur er alþingismaður.