Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 15
MIKIÐ hefur verið rætt um sam-
skipti barna og foreldra að undan-
förnu, ekki síst í tengslum við vanlíð-
an barna og unglinga í skólum, aukna
fíkniefnaneyslu og uppflosnun úr
skólum. Vissulega virðist alltaf vera
þörf fyrir bætt samskipti og sífellt
verða til nýir og nýir foreldrar.
Foreldrafélög grunnskólanna á
Suðurnesjum héldu málþing í Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja sl. laugar-
dag sem bar yfirskriftina „Aftur í
skóla“. Ýmsir málaflokkar voru
ræddir og vildu foreldrafélögin með
málþinginu benda á nauðsyn þess að
foreldrar séu sífellt að mennta sig í
foreldrahlutverkinu.
Vanræksla hefur slæm
áhrif á börn
Vel á annað hundrað foreldrar
sóttu málþingið og mátti heyra á mál-
þingsgestum að þeir væru ánægðir
með efni þess og framsetningu, ekki
síst að boðið væri upp á barnapössun.
Þó margvíslegar kenningar hafi verið
reifaðar og ræddar má segja að nið-
urstaða ráðstefnunnar hafi verið sú
að ábyrgðin á uppeldinu sé alltaf hjá
foreldrunum. Miklu máli skipti að
foreldrar séu góðar fyrirmyndir sem
kunni að setja mörkin þannig að
barnið fái það svigrúm sem því er
nauðsynlegt til að þroskast sem sjálf-
stæður einstaklingur með ríka
ábyrgðartilfinningu. Þetta kom ekki
síst fram í sláandi stuttmynd eftir
Helenu Stefánsdóttur kvikmynda-
gerðarkonu, sem nefnist „Brot“ og
fjallaði um fjögurra manna fjölskyldu
í höfuðborginni og ýmsar brotalamir
innan hennar.
Það er svo sem ekki auðvelt að
vera foreldri í dag, eins og Ólafur
Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og
stjórnunarráðgjafi, kom m.a. inn á í
sínu erindi sem fjallaði um ofdekrun.
Ólafur sagði að í raun væri það að
vera foreldri í dag andfélagsleg hegð-
un miðað við það samfélag sem við lif-
um í nú, sem krefst sífellt meiri þátt-
töku út á við, enda er ofdekrun ein
tegund vanrækslu.
Ólafur vitnaði í bandarísku Brede-
hoft-Clark rannsóknina sem gerð var
á 124 einstaklingum sem höfðu verið
ofdekraðir í æsku og þau slæmu áhrif
sem hún hafði á líðan þeirra. Íslend-
ingar munu innan tíðar geta kynnt
sér niðurstöður þessarar rannsóknar
því væntanleg er á markaðinn bókin
„Að alast upp aftur: Annast okkur
sjálf, annast börnin okkar“ eftir J. I.
Clarke og C. Dawson, sem Ólafur
gefur út í samvinnu við félaga sinn,
Bjarna Þórarinsson, fjölskyldu- og
vímuefnaráðgjafa. Auk fyrrnefndrar
rannsóknar verður í bókinni birt nið-
urstaða rannsóknar um margföldun
erfiðleika ef þungun er óskipulögð.
Sjálfstraust foreldra
þarf að vera gott
Á málþinginu kom berlega í ljós
hvað foreldrar á Suðurnesjum vilja
leggja áherslu á, því mest aðsókn var
í málstofu Hugos Þórissonar, sál-
fræðings, „Samskipti foreldra og
barna“. Blaðamaður Morgunblaðsins
kom sér fyrir í þeirri málstofu og
komst að því að í þessum efnum er
aldrei ofsögum sagt.
Í máli Hugos kom m.a. fram að ís-
lenskir foreldrar einblíndu of mikið á
það sem uppá vantaði í getu barna. Í
stað þess að hrósa barninu fyrir
verkið sem það hefur unnið, er það
gagnrýnt fyrir það sem það gerði
ekki eða foreldrum fannst það ekki
gera nógu vel. Með þessu læra börn-
in einungis að það sem þau inna af
hendi sé aldrei nógu vel gert og
sjálfsmynd þeirra veikist. Hugo mun
ásamt Wilhelm Norðfjörð sálfræð-
ingi bjóða foreldrum á Suðurnesjum
upp á námskeið hjá Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum í næsta mánuði
þar sem þessi mál verða skoðuð ofan í
kjölin.
Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur
ræddi í sinni málstofu um foreldra
fullorðinna barna sem búa heima.
Þar kom m.a. fram að það væri for-
eldrum jafn nauðsynlegt að gera
sáttmála við börnin/unglingana rétt
eins og sín á milli. Hlutverk fjöl-
skyldumeðlima verði að vera skýrt
svo allir geti axlað sína ábyrgð. Í mál-
stofu Þórdísar Sigurðardóttur, verk-
efnastjóra, „Öflugt sjálfstraust“, var
rætt um sjálfstraust foreldra og
hvernig það þyrfti að vera í lagi svo
hægt væri að efla sjálfstraust
barnanna. Foreldrar í Reykjanesbæ
munu fá að kynnast þessu viðfangs-
efni betur á námskeiðum sem haldin
verða fyrir foreldra grunnskólabarna
í Reykjanesbæ á næstu vikum. Nám-
skeiðin heita „Öflugt sjálfstraust“ og
er markmið þeirra að gera foreldrum
kleift að styrkja sig enn frekar í for-
eldrahlutverkinu.
Aftur í skóla, fjölsótt málþing sem foreldrafélög grunnskólanna stóðu fyrir
Ábyrgð á uppeldinu er
alltaf hjá foreldrunum
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Áhugasamir málþingsgestir hlýða á fyrirlestur Ólafs Grétars Gunnarssonar, „Hvernig verður ofdekrun til? –
Hvaða áhrif hefur ofdekrun á nám barna?“. Vel á annað hundrað gesta tók þátt í málþinginu um helgina.
Reykjanes
Þótt margvíslegar
kenningar hafi verið
reifaðar og ræddar á
málþingi foreldrafélaga
grunnskólanna á Suð-
urnesjum telur Svan-
hildur Eiríksdóttir, sem
sat þingið, að niðurstaða
þess hafi verið sú að
ábyrgðin á uppeldi
barnanna sé alltaf hjá
foreldrunum.
STJÓRN Dvalarheimila Suðurnesj-
um (DS) hefur samþykkt fyrir sitt
leyti að Gerðahreppur fái að byggja
tíu íbúðir fyrir aldraða á eignarlóð
hjúkrunarheimilisins Garðvangs í
Garði. Samþykktin er þó háð sam-
þykki sveitarfélaganna fjögurra sem
eiga aðild að heimilinu.
Stjórn DS lagðist á sínum tíma
gegn uppbyggingu sem Gerðahrepp-
ur áformaði á lóð Garðvangs. Hrepp-
urinn breytti síðar skipulagi og
byggist samþykki stjórnarinnar á
því og breyttri afstöðu Reykjanes-
bæjar sem fallið hefur frá andstöðu
sinni.
Meirihluti stjórnarinnar, fimm
fulltrúar af sex, samþykkti umsókn
Gerðahrepps um að byggja íbúðirn-
ar, að fenginni staðfestingu eignar-
aðila sem eru Reykjanesbær, Sand-
gerðisbær, Gerðahreppur og Vatns-
leysustrandarhreppur. Fulltrúi
Gerðahrepps í stjórninni vildi að
samþykktin væri óháð staðfestingu
eignaraðila.
Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í
Garði, vonast til að afstaða sveitar-
stjórnanna liggi fyrir eftir fundi bæj-
arstjórna og hreppsnefnda í byrjun
næsta mánaðar þannig að fljótlega
verði hægt að hefjast handa við
framkvæmdir. Bygging íbúðanna
var boðin út í vor og býður verktak-
inn eftir leyfi til framkvæmda.
Stjórn DS
samþykkir
framkvæmdir
Garður
Í FRÁSÖGN hér á síðunni síðastlið-
inn laugardag af köfun eftir stóru
ankeri og fleiri munum úr ameríska
kaupfarinu Jamestown sem fórst við
Hafnir fyrir 120 árum misritaðist ein
heimildin. Tilvitnuð grein Leós M.
Jónssonar birtist í Skildi, tímariti
um menningarmál. Beðist er velvirð-
ingar á mistökunum um leið og vakin
er athygli á því að Leó birtir umfjöll-
unina á heimasíðu sinni, www.leo-
emm.com, í kaflanum Frásagnir.
Grein um
Jamestown á
heimasíðu
Hafnir
♦ ♦ ♦
FJÖLMENNI var að vanda í Þór-
kötlustaðaréttum sem fram fóru í
fyrradag, og fleira fólk en fé.
Gangnamenn smöluðu beitilöndin
á laugardag en smalamennskunni
seinkaði vegna þoku.
Safnið kom því seinna til réttar
á Þórkötlustöðum en venjulega
og ekki var byrjað að draga sund-
ur féð fyrr en síðdegis á sunnu-
dag. Allt gekk þó vel úr því og
hins sérstæða réttastemning sem
Grindvíkingar eru þekktir fyrir
myndaðist.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Smalamennsku og rétt-
um seinkaði vegna þoku
Grindavík