Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 52
Galgopinn Brad Garrett bregður á leik en hann vann Emmy sem besti aukaleikari, bróðir Ray- monds í Allir elska Raymond. Vinirnir tóku allir saman á móti fyrstu Emmy-verðlaunum sem þættinum hefur hlotnast. drykkfelldur bróðir Daphne í Frasier – sýndur í Sjónvarpinu. Vesturálman (The West Wing) – sýndur í Sjónvarpinu – hafði Und- ir grænni torfu (Six Feet Under) – sýndur á Stöð 2 – í flokki dramaþátta og var hinn fyrrnefndi valinn besti þátturinn auk þess sem Allison Janney og John Spencer voru í annað sinn valin besta leikkona í aðalhlutverki og besti leikari í aukahlutverki. Það kom hins vegar skemmtilega flatt upp á viðstadda er Michael Chikl- is, aðalleikari í lögguþáttunum umdeildu The Shield, var valinn besti karlleikari í dramaþætti. Enginn var þó meira undrandi en Chiklis sjálfur sem var alveg orð- laus er hann veitti verðlaununum viðtöku en íslenskir sjónvarps- áhorfendur muna eflaust margir hverjir eftir honum í hlutverki Scali lögreglustjóra í þáttunum The Commish. Besta leikkonan í aukahlutverki dramaþáttar var valin Stockard Channing úr Vesturálmunni en það voru ekki einu verðlaunin sem henni voru veitt því hún var einn- ig valin besta leikkonan í sjón- varpsmynd í fullri lengd. Það var fyrir hlutverk hennar í The Matthew Shepard Story, mynd sem byggð er á sönnum atburðum um hrottafengið morð á samkyn- hneigðum unglingi. Það var Albert gamli Finney sem fékk hins vegar verðlaun fyr- ir besta karlleik í aðalhlutverki sjónvarpsmyndar. Það var fyrir túlkun hans á Winston Churchill í myndinni The Gathering Storm en sú mynd, sem Ridley Scott fram- leiddi, var einnig valin besta sjón- varpsmyndin. Besta sjónvarpsmyndaröðin var hins vegar valin seinni Band of Brothers sem Tom Hanks og Steven Spielberg framleiddu í sameiningu. Enn staðfestist vegsemd gam- anþáttanna Everybody Loves Raymond sem sýndir hafa verið á Skjá einum undanfarin ár við miklar vinsældir. Þátturinn hlaut þrenn leikaraverðlaun. Höfundur þeirra, Ray Romano, fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun er hann var valinn besti karlleikarinn í að- alhlutverki gamanþáttar, sem og Brad Garrett, sem fékk verðlaunin sem besti aukaleikari fyrir túlkun sína á sérlunduðum bróður Ray- monds. Doris Roberts, sem leikur móður þeirra bræðra, vann hins vegar önnur Emmy-verðlaunin í röð. David Letterman vann síðan hina hörðu rimmu spjallþátta- stjóra og lagði þar með erkifjanda sinn, Jay Leno, enn eina ferðina. Að venju var Letterman þó fjarri góðu gamni. Það skiptist á gamanið og alvar- an á hátíðinni að þessu sinni. Kynnirinn Conan O’Brian var beittur að vanda en þótti heldur of rætinn í gamanmáli sínu. Fórn- arlamba hryðjuverkanna 11. sept- ember var síðan minnst sér- staklega og minningarþátturinn sem stóru sjónvarpsstöðvarnar héldu saman var valinn besti tón- listar- og magasínþáttur. Emmy-sjónvarpsverðlaunin voru veitt um helgina Besti vinurinn: Jennifer Aniston var hrærð er hún tók við verð- launum sínum. EFTIR átta mögur verðlaunaár vann gamanþátturinn Friends loksins til helstu verðlauna á Emmy-hátíðinni þar sem frambærilegasta sjónvarpsefni hverju sinni er verðlaunað. Þrátt fyrir að vera eitthvert vin- sælasta sjónvarpsefni sem sögur fara af og hafa hlotið lof gagnrýn- enda höfðu Vinirnir – sýndur á Stöð 2 – aldrei fyrr náð að heilla akademíuna sem velur Emmy- verðlaunahafana. Þátturinn var í fyrsta sinn valinn besta gam- anþáttaröðin og ekki nóg með það, heldur var Jennifer Aniston, sem leikur Rachel í þáttunum, valin besta gamanleikkonan í aðal- hlutverki en þetta var í fyrsta sinn sem sexmenningarnir sem fara með hlutverk Vinanna voru gjald- gengir í flokk aðalleikara en fram að því hafði framlag þeirra verið metið sem aukahlutverk og þeir oftar en ekki verið tilnefndir í þeim flokki. Brad Pitt, eiginmaður Aniston, var með henni á hátíðinni, enda ætlaði hann sér sjálfur að næla í eins og eina styttu, sem besti gestaleikari í gamanþætti fyrir hlutverk sitt í Vinum. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Anthony LaPaglia fékk verðlaunin fyrir gestahlutverk sitt sem Osbourne-fjölskyldan var valin besti veruleikaþátturinn. Mæðg- urnar Sharon og Kelly í skýjunum. Spjallþáttastjór- inn Larry King fékk hvítar hveiti- kveðjur í gam- anatriði sem boðið var upp á í minn- ingu Miltons Berles. Loksins sigruðu Vinir 52 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. 1/2 HI.Mbl / I l SK.RadioX HK DV Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Sýnd kl.6. Ísl tal. Andie Macdowell Sýnd kl. 10. B. i. 12.  SV Mbl SG. DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.45 og 10.15 með enskum texta. B.i. 16. Hér kemur ein vinsælasta, athyglisverðasta , magnaðasta og umtalaðasta kvikmynd Japana. i i l li l i Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. r r f r i i fr l i j r llir r i . l r l .  GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3.40, 5.45 8, 9.05 og 10.15 . Vit 433 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 7. Vit 426Sýnd kl. 4 og 5. Ísl tal. Vit 429 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  MBL ÞriðjudagsTilboð kr. 400 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-4500-0030-6776 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.