Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 52

Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 52
Galgopinn Brad Garrett bregður á leik en hann vann Emmy sem besti aukaleikari, bróðir Ray- monds í Allir elska Raymond. Vinirnir tóku allir saman á móti fyrstu Emmy-verðlaunum sem þættinum hefur hlotnast. drykkfelldur bróðir Daphne í Frasier – sýndur í Sjónvarpinu. Vesturálman (The West Wing) – sýndur í Sjónvarpinu – hafði Und- ir grænni torfu (Six Feet Under) – sýndur á Stöð 2 – í flokki dramaþátta og var hinn fyrrnefndi valinn besti þátturinn auk þess sem Allison Janney og John Spencer voru í annað sinn valin besta leikkona í aðalhlutverki og besti leikari í aukahlutverki. Það kom hins vegar skemmtilega flatt upp á viðstadda er Michael Chikl- is, aðalleikari í lögguþáttunum umdeildu The Shield, var valinn besti karlleikari í dramaþætti. Enginn var þó meira undrandi en Chiklis sjálfur sem var alveg orð- laus er hann veitti verðlaununum viðtöku en íslenskir sjónvarps- áhorfendur muna eflaust margir hverjir eftir honum í hlutverki Scali lögreglustjóra í þáttunum The Commish. Besta leikkonan í aukahlutverki dramaþáttar var valin Stockard Channing úr Vesturálmunni en það voru ekki einu verðlaunin sem henni voru veitt því hún var einn- ig valin besta leikkonan í sjón- varpsmynd í fullri lengd. Það var fyrir hlutverk hennar í The Matthew Shepard Story, mynd sem byggð er á sönnum atburðum um hrottafengið morð á samkyn- hneigðum unglingi. Það var Albert gamli Finney sem fékk hins vegar verðlaun fyr- ir besta karlleik í aðalhlutverki sjónvarpsmyndar. Það var fyrir túlkun hans á Winston Churchill í myndinni The Gathering Storm en sú mynd, sem Ridley Scott fram- leiddi, var einnig valin besta sjón- varpsmyndin. Besta sjónvarpsmyndaröðin var hins vegar valin seinni Band of Brothers sem Tom Hanks og Steven Spielberg framleiddu í sameiningu. Enn staðfestist vegsemd gam- anþáttanna Everybody Loves Raymond sem sýndir hafa verið á Skjá einum undanfarin ár við miklar vinsældir. Þátturinn hlaut þrenn leikaraverðlaun. Höfundur þeirra, Ray Romano, fékk sín fyrstu Emmy-verðlaun er hann var valinn besti karlleikarinn í að- alhlutverki gamanþáttar, sem og Brad Garrett, sem fékk verðlaunin sem besti aukaleikari fyrir túlkun sína á sérlunduðum bróður Ray- monds. Doris Roberts, sem leikur móður þeirra bræðra, vann hins vegar önnur Emmy-verðlaunin í röð. David Letterman vann síðan hina hörðu rimmu spjallþátta- stjóra og lagði þar með erkifjanda sinn, Jay Leno, enn eina ferðina. Að venju var Letterman þó fjarri góðu gamni. Það skiptist á gamanið og alvar- an á hátíðinni að þessu sinni. Kynnirinn Conan O’Brian var beittur að vanda en þótti heldur of rætinn í gamanmáli sínu. Fórn- arlamba hryðjuverkanna 11. sept- ember var síðan minnst sér- staklega og minningarþátturinn sem stóru sjónvarpsstöðvarnar héldu saman var valinn besti tón- listar- og magasínþáttur. Emmy-sjónvarpsverðlaunin voru veitt um helgina Besti vinurinn: Jennifer Aniston var hrærð er hún tók við verð- launum sínum. EFTIR átta mögur verðlaunaár vann gamanþátturinn Friends loksins til helstu verðlauna á Emmy-hátíðinni þar sem frambærilegasta sjónvarpsefni hverju sinni er verðlaunað. Þrátt fyrir að vera eitthvert vin- sælasta sjónvarpsefni sem sögur fara af og hafa hlotið lof gagnrýn- enda höfðu Vinirnir – sýndur á Stöð 2 – aldrei fyrr náð að heilla akademíuna sem velur Emmy- verðlaunahafana. Þátturinn var í fyrsta sinn valinn besta gam- anþáttaröðin og ekki nóg með það, heldur var Jennifer Aniston, sem leikur Rachel í þáttunum, valin besta gamanleikkonan í aðal- hlutverki en þetta var í fyrsta sinn sem sexmenningarnir sem fara með hlutverk Vinanna voru gjald- gengir í flokk aðalleikara en fram að því hafði framlag þeirra verið metið sem aukahlutverk og þeir oftar en ekki verið tilnefndir í þeim flokki. Brad Pitt, eiginmaður Aniston, var með henni á hátíðinni, enda ætlaði hann sér sjálfur að næla í eins og eina styttu, sem besti gestaleikari í gamanþætti fyrir hlutverk sitt í Vinum. Honum varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Anthony LaPaglia fékk verðlaunin fyrir gestahlutverk sitt sem Osbourne-fjölskyldan var valin besti veruleikaþátturinn. Mæðg- urnar Sharon og Kelly í skýjunum. Spjallþáttastjór- inn Larry King fékk hvítar hveiti- kveðjur í gam- anatriði sem boðið var upp á í minn- ingu Miltons Berles. Loksins sigruðu Vinir 52 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ  Kvikmyndir.is Roger Ebert  DV  Kvikmyndir.com 1/2 SK.RadioX Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. 1/2 HI.Mbl / I l SK.RadioX HK DV Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 8. B.i. 12 ára. Sýnd kl.6. Ísl tal. Andie Macdowell Sýnd kl. 10. B. i. 12.  SV Mbl SG. DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 5.45 og 10.15 með enskum texta. B.i. 16. Hér kemur ein vinsælasta, athyglisverðasta , magnaðasta og umtalaðasta kvikmynd Japana. i i l li l i Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 12. M A T T D A M O N E R J A S O N B O U R N E „Þetta er fyrsta flokks hasarmynd.“ Þ.B. Fréttablaðið.HANN VAR HIÐ FULLKOMNA VOPN ÞAR TIL HANN VARÐ SKOTMARKIÐ Hér er á ferðinni frumlegasti njósnatryllir ársins. Byggð á metsölubók Roberts Ludlum. r r f r i i fr l i j r llir r i . l r l .  GH Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3.40, 5.45 8, 9.05 og 10.15 . Vit 433 Mathew Perry (Friends) og Elizabeth Hurley fara á kostum í þessari sprenghlægilegu gamanmynd sem kemur verulega á óvart. Það eina sem getur leitt þau saman er HEFND Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Vit 435 Tímamótaverk í íslenskri kvikmyndasögu  HJ Mbl Gunnar og Herdís leiða eftirminnilegan leikarahóp sem á þátt í að gera Hafið að einni bestu íslensku kvikmyndinni 1/2 HK DV 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 7. Vit 426Sýnd kl. 4 og 5. Ísl tal. Vit 429 1/2 Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is  MBL ÞriðjudagsTilboð kr. 400 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4507-4500-0030-3021 4507-4500-0030-6776 4741-5200-0002-4854 4548-9000-0059-0291 4539-8500-0008-6066 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA Íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.