Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Steingrímur Þór-isson fæddist í Álftagerði í Mý- vatnssveit 15. júlí 1923. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 16. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þuríður Frið- bjarnardóttir, f. á Grímsstöðum í Skútustaðahreppi 18.9. 1900, d. 11. 2. 1932, og Þórir Stein- þórsson, skólastjóri í Reykholti, f. á Gaut- löndum 7.5. 1895, d. 5.6. 1972. Seinni kona Þóris, og stjúpmóðir Steingríms, var Laufey Þór- mundardóttir frá Bæ í Bæjar- sveit, f. 4.12. 1908, d. 11.12. 1999. Alsystkini Steingríms eru: Jón, kennari í Reykholti, f. 22.9. 1920, d. 5.12. 2001, Steinþóra, fyrrver- andi verslunarmaður í Reykjavík, f. 3.4. 1926, og Kristján Þór, fyrr- verandi skrifstofustjóri í Reykja- vík, f. 28.1. 1932. Hálfsystur, samfeðra þær Sigrún, lyfjafræð- ingur og meinatæknir í Reykja- vík, f. 19.12. 1936, og Þóra, starfsmaður hjá Landspítalanum í Fossvogi, f. 8.2. 1944. Stein- grímur kvæntist 17.4. 1943 fyrri konu sinni, Ástu Dagmar Jónas- dóttur, f. á Siglufirði 7.9. 1924, d. 17.3. 2001. Börn þeirra eru: Þur- íður Anna, verslunarmaður, f. 28.7. 1943, gift Óla H. Þórðar- syni, Guðrún Björg, skólamatráð- ur, f. 28.9. 1944, gift Ármanni Hallbertssyni, Þórir, tæknimað- ur, f. 2.2. 1947, kvæntur Margréti Sveinbjörnsdóttur, Stefán, sölu- maður í Reykjavík, f. 15.3. 1950, en kona hans er Margrét Hreins- dóttir og stúlkubarn fætt 13.12. 1951, d. 27.1. 1952. Þau Stein- grímur og Ásta skildu árið 1956. Seinni kona hans var Sigríður E. Jónsdóttir, kennari, f. í Bolung- arvík 20.8. 1932, d. 28.12. 1997. Þau giftu sig 19.6. 1959. Synir þeirra eru: Jón Hólmar, við- skiptafræðingur og rekstrarráð- gjafi, f. 5.11. 1960, kvæntur Val- gerði L. Sigurðardóttur og Bergur Þór, framkvæmdastjóri, f. 8.12. 1961, kona hans er Stein- unn Másdóttir. Dóttir Sigríðar og stjúpdóttir Steingríms er Mar- grét B. Eiríksdóttir, sölustjóri, f. 29.6. 1954. Hún er gift Kristni Ó. Magnússyni. Barna- börn Steingríms eru 23, barnabarnabörn- in 31 og barna- barnabarnabarn eitt. Steingrímur flutt- ist átta ára gamall með foreldrum sín- um í Reykholt í Borgarfirði þar sem faðir hans hóf kennslu við Héraðs- skólann, en fljótlega eftir komu fjölskyld- unnar þangað missti Steingrímur móður sína. Steingrímur stund- aði nám við Reykholtsskóla, lagði stund á bókhald og stærðfræði hjá Jóhanni Frímann, skólastjóra á Akureyri, og útskrifaðist frá Samvinnuskólanum í Reykjavík vorið 1942. Hann vann hjá Heild- verslun Árna Jónssonar 1942 -1943, var framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands hf. 1943-1945, meðeigandi með þá- verandi tengdaföður sínum, Jón- asi Magnússyni rafvirkjameist- ara, í raftækjaversluninni Ljós & Hiti í Reykjavík og var verslun- arstjóri þar til 1947, en hóf þá störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga og sá þar um gjaldeyris- og innflutningsleyfi til ársins 1954. Fluttist þá aftur í Reykholt, stofnsetti þar verslun og rak hana til ársins 1981. Stein- grímur var í stjórn Félags ungra framsóknarmanna 1948-1949 og í stjórn SUF 1949 til 1955. Sat í miðstjórn Framsóknarflokksins á árunum 1950-1954 og var í efsta sæti framboðslista hans í Gull- bringu- og Kjósarsýslu árið 1949. Hann starfaði í fjölmörgum fé- lögum. Var meðal stofnenda Borgfirðingafélagsins og sat í stjórn þess til ársins 1955, sat í sundráði Reykjavíkur í þrjú ár, var á meðal stofnenda Kiwanis- klúbbsins Jökla í Borgarfirði árið 1972 og var í stjórn þar fyrstu ár- in. Steingrímur var á yngri árum íþróttamaður góður og lagði einkum stund á knattspyrnu og sund, en síðan bridge og keppti í þeirri íþrótt árum saman. Útför Steingríms verður gerð frá Hjallakirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Vor í lofti árið 1960. Dagurinn 3. maí, þriðjudagur. Steingrímur kaup- maður í Reykholti þurfti að láta grafa skurð í Snorragarði, frá Snorralaug að nýlega byggðu verslunarhúsnæði sínu austan við garðinn. Var ekki upplagt að fá læknissoninn á Klepp- járnsreykjum til þessa verks? Strák- urinn, nýkominn með bílpróf, ætlaði í næstu viku að hefja sumarstarfið við múrarahandlöngun í barnaskóla- byggingunni og upplagt að fá hann í eins til tveggja daga vinnu við skurð- gröft þar til hann tæki til við sem- entsrykið. Strákurinn hóf skurð- gröftinn af krafti, hugsandi til heimasætunnar Þurýjar. Ef til vill yrði þetta til að festa fyrri skot í sessi og viti menn, túnristan risti djúpt, við Þurý eigum 40 ára hjúskaparafmæli á næsta ári. Ég er tengdaföður mín- um óendanlega þakklátur fyrir þenn- an örlagaskurð og fyrir að hafa með- vitað stuðlað að því að svona fór. Er hægt að hugsa sér betri laun fyrir að grafa nokkurra tuga metra langan skurð? Ég velti því líka fyrir mér hvernig mál hefðu þróast á þessum árum, ef Sirrý og Steini hefðu ekki hvert þriðjudagskvöld, veturinn áð- ur, stundað briddsið í Logalandi. Þessi kvöld voru sælukvöld í Reyk- holti. Hún er göfug briddsíþróttin. Steini líka afburðaspilamaður. Hélst að vísu dálítið illa fyrr á árum á stóru gröndunum, en hefði annars án efa náð langt í pólitíkinni því varla þurfti það að tákna endalok fyrir ungan mann á sérlega hraðri uppleið í brot- hættum stiga stjórnmálanna að tapa í kosningum fyrir manni, eins og öðlingnum Ólafi Thors. Kynslóðir fara. Við Þurý erum nú bæði búin að missa foreldra okkar og trónum á toppi aldurspíramítans. Gangur lífsins heitir þetta. En mikið er það sárt hvert mannsfallið og margt sem upp kemur í hugann þeg- ar kvatt er hinstu kveðju. Tengda- föður mínum þakka ég samfylgdina. Minning hans er í mínum huga bless- uð. Far vel, kæri vinur. Áfram Man- chester United! Óli H. Þórðarson. Enn einu sinni er komið að kveðju- stund. Hann elsku afi okkar sofnaði hinsta svefni að morgni 16. septem- ber og við erum þakklát fyrir að hann fékk hægt andlát. Afi og amma skildu þegar mamma var 12 ára. Eftir skiln- aðinn fóru Guðrún, Þórir og Stebbi með ömmu norður í Veiðileysu á Ströndum, en mamma með afa í Reykholt þar sem hún bjó þar til hún fór að búa með pabba. Búðin hans afa, Söluskálinn í Reykholti, var stolt hans og starfs- vettvangur í um aldarfjórðung og verslunina rak hann með myndar- brag. Þau voru ófá sumurin sem við systkinin vorum hjá afa og Sirrý ömmu í Reykholti og við ekki há í loftinu þegar við byrjuðum að vinna við verslunarreksturinn, Þórður bensíntittur og Rúna búðarmær. Sú reynsla sem við fengum á þessum ár- um kom okkur að góðum notum síðar á lífsleiðinni og mun áfram nýtast um ókomin ár. Afi kenndi okkur að viðskiptavin- urinn er ávallt númer eitt og best að líta svo á að hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Hann kenndi okkur líka að hlý- legt viðmót og bros á brá laðar að við- skiptavini. Öll þessi sannindi hafa upplokist fyrir okkur í eigin atvinnurekstri síð- ar, þótt við skildum ekki boðskapinn alltaf nægilega þegar afi var að kenna okkur lögmál markaðsfræða í Söluskálanum forðum. Já þetta var skemmtilegur tími í Reykholti og krakkarnir margir, þar á meðal Nonni og Beggi. Nú er hún Snorra- búð Stekkur í Reykholti og stóra fjöl- skyldan hans Þóris langafa að miklu leyti farin af staðnum, Dóra Þorvalds eiginlega ein eftir. Við minnumst hins vegar margra góðra stunda eftir að þið fluttuð í Engihjallann, þá vina- legu íbúð. Jólanna, þegar við hitt- umst öll hjá mömmu og pabba og allra afmælanna í fjölskyldunni okk- ar stóru. Þetta voru gefandi stundir. Elsku mamma og systkin. Við söknum sárt og biðjum algóðan Guð að vera með okkur öllum. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. Sigrún og Þórður Ólabörn. Núna er hann elsku Steini afi minn farinn. Þegar ég var pjakkur fór ég í Reykholt til afa og Sirrýjar og var hjá þeim hluta úr tveimur sumrum. Það voru góðir tímar að fá að dvelja hjá þeim og vera í búðinni hjá afa. Kannski hefur þessi dvöl í Reyk- holtsdalnum orðið til þess að mynda skoðanir mínar í pólítík, alla vega held ég að þá hafi grunnurinn verið lagður. Annars man ég vel þegar ég kom eitt sinn í heimsókn í Engihjallann til afa og við ræddum, eins og alltaf, mikið um stjórnmál. Honum fannst sinn gamli flokkur, Framsóknar- flokkurinn, mikið breyttur og ég lagði mig allan fram um að sannfæra hann um að þetta væri sami góði gamli flokkurinn, flokkurinn okkar nafnanna og enn eins Steingríms, Steinþórssonar langafabróður míns. Þá lifnaði yfir þeim gamla og í beinu framhaldi komu góðar sögur síðan í gamla daga úr stjórnmálunum. Þess- ar minningar eru mér dýrmætar nú og mikið hafði ég mikla ánægju af að hlusta, því afi sagði þannig frá. Elsku Steini afi, hvíl þú í friði. Ég vona að þú sért nú einhvers staðar þar sem þér líður vel, það áttu sann- arlega skilið. Skyldu þau spila fram- sóknarvist þarna efra? Steingrímur Ólason. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og synda- gjöld. Svo segir skáldspekingurinn Bólu- Hjálmar. Þó svo að ekki sé hér átt við Steina og þann er þessar línur ritar, held ég að það megi færa upp á hvern mann, sem sér á bak æskuvini. Við hittumst árið 1931 í Reykholti í Borgarfirði, en fjölskylda hans kom norðan úr Þing- eyjarsýslu, en mín að Reykholti árið áður. Stofnaður var nýr héraðsskóli, en samhliða því að kenna við skólann bjuggu feður okkar í tvíbýli á þessum fornfræga stað. Við unnum og lékum okkur saman, kepptum fyrir sama félag í sundi og frjálsum íþróttum og vann Steini til fjölda verðlauna. Hann kenndi mér að tefla, var ágætur bridsmaður og keppti oft á stórmótum. Segja má að hann hafi verið hinn mesti „reikn- ingshaus“, enda kaus hann að gera verslun að ævistarfi. Hann gekk í Samvinnuskólann og varð ungur frystihússtjóri, vann hjá SÍS og síðar rak hann fyrirtæki á eigin vegum. Er nú sem oftar, að of seint er að þakka Steina alla hans vináttu og góðan gjörning við mig. Verð ég því að senda þær þakkir ásamt samúðar- kveðjum til barna hans og annarra afkomenda og systkina frá okkur Erlu. Megi þessi góði drengur hvíla í friði. Óttar Þorgilsson. STEINGRÍMUR ÞÓRISSON 0 1   !"    $2% 1    /) )  /+ 0 () 6 - 8%*     %&" '  " -        #  ) *                    -&'#  ?       .       %2" '  "&3"3/" -# $   % = # *  -  #)' ,  * #)@ $  1 1( * 1 1 1(  $                        9% '  $0 =(#1+&&#  @$)       - #1       %4" '  "&3"3/" + 1+  / * # ,*0&  #)# % 1+  / * -@ 4+   #)@  /   #)1 # $* 3  /   -0 $* A0  / * + - #)   /+)# #)1'(  /   <+$# 4 * 1 1( * 1 1 1(  $    1        *    ,   "# ) 7B $ $)        #         %+" '  "&3"3/" - , )  -+ +)%+ 0$0   #$+2  3  * 2& 1(  51      1          !" 4   ;;      !    &6" '   (               1    + #    $#   * 4   * 1 1( * 1 1 1(  7    ;  < !"   ;; &' + 48+) C 0)# $/+# ?D    &8" '  " (       " 2&  /  0 #
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.