Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 35
að fara eigin leiðir við skipulagn- ingu á andlegri ástundun. Sú útbreidda skoðun að Falun Gong sé peð í valdabaráttunni í kringum upprennandi stjórnar- skipti í Kína (The Economist, 27.7.02) er mikil einföldun. Það var undir stjórn Jiangs Zemin að Falun Gong spratt upp sem afl í kínversku samfélagi og ávann sér tugi millj- óna iðkenda áður en ástundunin var bönnuð. Það var sömuleiðis undir hans stjórn sem Falun Gong hlaut ríkisstyrktar viðurkenningar. Jiang Zemin harmar e.t.v. mjög að ástundunin skuli hafa orðið svo vin- sæl undir hans stjórn, en líkt og bandarískir forsetar vill hann vænt- anlega að sín verði minnst fyrir að hafa bætt velferð almennings. Hann efast bersýnilega um að til- koma Falun Gong hafi verið góð. Með vísan til nýrra uppgötvana um heilsubót Falun Gong-iðkunar, má Jiang Zemin þó vera ljóst að hans yrði betur minnst sem leiðtoga tímabils er Falun Gong blómstraði, heldur en leiðtoga sem bældi hreyf- inguna niður. Larry Summer, rektor við Har- vard, hefur nýlega gert samning við Jiang Zemin um að þjálfa starfs- menn ríkisstjórnar hans í stjórn- máladeildinni við Harvard. Þar sem atriði er snerta heilbrigðismál og óhefðbundnar lækningar fléttast saman við stjórnmál í Kína, þarfn- ast framkvæmd samningsins ítar- legrar umræðu við háskólann með þátttöku heilbrigðisstéttarinnar. Mín einlæga von er að þessi mis- skilningur beggja vegna verði upp- rættur með viðræðum vestrænna og kínverskra vísindamanna, sem og stjórnmálamanna. Höfundur er dr. í taugasérfræðum við læknadeild Harvard. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 35 PYLSUR 10 stk. 199- LÁGT OG STÖÐUGT VÖRUVERÐ! Bringur -20% Vængir -40% Læri og leggir -35% Nautakjöt Kjöt Kjúklingar afsláttur við kassa MARKAÐUR OPIÐ 11-20 ALLA DAGA Ódýrt fyrir alla! Lambakjöt á TILBOÐI! 229- Súpukjöt ll fl. 399- 1/2 framp. DI sagað súpukjöt 499- 1/2 skrokkar DIA sagaðir pr.kg. pr.kg. pr.kg. 299- HAMBORGARAR 4 stk. m/brauði 998- NAUTASNITSEL pr.kg. 499- BLANDAÐ NAUTAHAKK nauta og svína pr.kg. 998- NAUTAGÚLLAS pr.kg. 699- SVÍNAKÓTILETTUR 1. fl. nýjar og ófrosnar pr.kg. 299- SVÍNABÓGAR 1. fl. nýir og ófrosnir pr.kg. 399-pr.kg. SVÍNABÓGAR 1. flokkur reyktir 399-pr.kg. SVÍNALÆRI 1. fl. ný og ófrosin pr.kg.898- BRAUÐSKINKA 499- HAMBORGARAR 10 STK. ekta nautakjöt (frosnir) 799- NAUTAHAKK 1 flokkur pr.kg. Svínakjöt nýtt og ófrosið 299-pr.kg. SVÍNAHAKK 1. fl. nýtt og ófrosið LYNGHÁLSI 4 OG SKÚTUVOGI 2 HANN gerði sér skrítið erindi í Morgunblaðið síðastliðinn sunnu- dag sá mæti maður Einar Kára- son rithöfundur. Þar sýndist mér hann halda því fram, að sú meg- inregla í mannheimi, að siðferði- lega sé rangt að skrökva, eigi ekki við stjórnmálamenn. Svo stendur á, að fyrir nokkrum dögum skrifaði ég smágrein í blaðið, þar sem á það var minnst, að borgarstjórinn í Reykjavík ætti ekkert sérstakt hrós skilið fyrir að hafa sagst ætla að standa við fyr- irvaralausa yfirlýsingu, sem hún gaf opinberlega fyrir borgar- stjórnarkosningarnar síðasta vor, að hún ætlaði ekki í þingframboð á vori komanda. Ég hafði nefnt í leiðinni, að líklega væri það frem- ur ámælisvert, að borgarstjórinn skyldi hafa þurft að leggjast undir feld í einhverjar vikur til að geta ákveðið að orðin skyldu standa. Hún hlyti að hafa verið að hugsa um að svíkja þau. Einar virðist vera hliðhollur Samfylkingunni og áhugamaður um að borgarstjórinn fari í fram- boð á vettvangi landsmála. Ekk- ert er nema gott um það að segja. Það er alveg rétt sem hann segir, að margir stjórnmálamenn hafa haslað sér völl á vettvangi sveit- arstjórna og haldið svo út í lands- málin. Og dæmi eru líka til um, að menn hafi byrjað í landsmálum og farið svo í framboð til sveitar- stjórna. Það er allt sjálfsagt og eðlilegt. Hafi einhverjir þeirra hins vegar áður, til dæmis þegar þeir sóttust eftir atkvæðum til hinna fyrri trúnaðarstarfa, verið búnir að gefa kjósendum sínum loforð um að flytja sig ekki um set við fyrirsjáanlegt tækifæri, breyt- ist staðan. Þá tekur málið að snú- ast um að vera maður orða sinna. Það er eins og Einar Kárason telji það í góðu lagi fyrir stjórn- málamenn að lofa einu en gera annað. Það er eins og hann telji þýðingarmikla mannkosti, eins og þá að standa við gefin fyrirheit, ekki hafa gildi á vettvangi stjórn- málanna. Ég er ósammála honum um þetta. Ég tel að slíkir kostir geti jafnvel skipt þar meira máli en oft annars, einkum vegna þess, að stjórnmálamenn biðla til manna um að kjósa sig á grund- velli loforða um, hvað þeir hyggist gera í framtíðinni. Traustið skipt- ir þar meginmáli. Sé stjórnmála- maður fyrir kosningar spurður spurningar, þar sem satt svar er til þess fallið að draga úr kjörfylgi hans, er það að mínu mati ekki valkostur fyrir hann að skrökva. Í besta falli getur hann neitað að svara eða þá haft nauðsynlegan fyrirvara á svari sínu. Kjósi hann að veita efnislegt svar við spurn- ingu er honum einfaldlega skylt að segja satt og taka þá á sig út- gjöldin ef einhver eru. Hann á ekki kostinn, sem mér sýnist Ein- ar ætla honum, að skrökva til að sleppa við útgjöldin. Og minn kæri Einar! Ekki taka þátt í að halda því fram, sem svo margir gera, að handritið að öllu, sem þeir telja að aflaga fari í mannlífinu, sé skrifað af samsær- ismönnum í hópi pólitískra and- stæðinga. Það er svo aumkunar- vert. Jón Steinar Gunnlaugsson Er valkostur að skrökva? Höfundur er hæstaréttarlög- maður. Ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannes- sen, hefur gagnrýnt undirritaðan lögmann fyrir að hafa sent sér opið bréf um starfs- hætti lögreglunnar. Þó er hann opinber embættismaður og verður að una því þó að embætti hans fái á sig opinbera gagnrýni. Bréfið sendi ég Har- aldi í faxi síðla dags á föstudag og frumritið var sent með leigubíl skömmu síðar. Ekki veit ég hvenær Har- aldur opnar póstinn sinn, en bréfið á erindi við alla þá sem vilja fylgjast með framkvæmd þess opinbera valds sem Haraldi og starfsmönnum hans hefur verið treyst fyrir. Þess vegna var bréfið birt í Morgunblaðinu á laugardag. Athygli er þar vakin á veigamikl- um atriðum sem nauðsynlegt hefði verið fyrir lögregluna að huga að í aðdraganda húsleitarinnar hjá Baugi, en ég er lögmaður fyrirtæk- isins. Baugur er skráð í Kauphöll Íslands og um slík fyrirtæki gilda strangar reglur varðandi innherja- viðskipti. Þær reglur hljóta að koma til skoðunar gagnvart þeim lögreglumönnum og endurskoðendum sem vinna að rann- sókn málsins á vegum Ríkislögreglustjóra vegna þess að þeir hafa fengið aðgang að viðkvæmum trúnaðar- upplýsingum um rekstur fyrirtækisins. Þetta er reyndar at- riði sem hlýtur að snerta öll þau fyrir- tæki sem hafa þurft að sæta húsleit af hálfu stjórnvalda á undan- förnum mánuðum og eru skráð á Kauphöll Íslands. Eru rannsóknar- menn á vegum yfirvalda undan- þegnir reglum um innherjavið- skipti? Einnig er í bréfinu vakin athygli á því að lögregla hefur fengið til liðs við sig við endurskoð- unarfyrirtæki eins helsta sam- keppnisaðila Baugs á matvöru- markaði hér landi. Ástæða er til að efast um að það atriði hafi komið til skoðunar áður en rannsóknin hófst og það er bara alls ekki nógu gott. Þó að ekki sé ástæða til að efast um endurskoðendurna sjálfa þá er þessi nálægð óneitanlega óþægileg fyrir alla hlutaðeigandi. Viðbrögð Haraldar í fjölmiðlum sýna að hon- um finnst óþægilegt að þurfa að svara svona spurningum á opinber- um vettvangi, en það er eðli þess starfs sem hann gegnir og hann getur ekki snúið sér undan því með því að gera birtingarhátt opins bréfs að umkvörtunarefni. Hvenær opnar Haraldur póstinn? Hreinn Loftsson Lögregla Eru rannsóknarmenn á vegum yfirvalda, segir Hreinn Loftsson, undanþegnir reglum um innherjaviðskipti? Höfundur er hæstaréttarlögmaður. upphæð sem þarf til að greiða laun læknis og ritara, húsaleigu o.s.frv. Hvorki Margrét S. Björnsdóttir né nokkur annar virðist hafa reiknað þá upphæð til enda, en það þarf töluvert hugmyndaflug til að halda að hún sé ekki hærri en þær 938 krónur sem skattgreiðendur þurfa að greiða sér- fræðingnum. Þá er enn eftir að hugsa til faglegra sjónarmiða eins og þeirra hvort sérfræðingur á ákveðnu sviði veiti sambærilega þjónustu og heilsugæslulæknirinn. Það sem er svo ergilegt fyrir Mar- gréti og hennar fylgismenn er að hið opinbera – með Sighvat og Margréti í fylkingarbrjósti – hefur með skatt- lagningu reynt eins og hægt er að stýra veiku fólki frá sérfræðingum til heilsugæslulækna, en vitleysingarn- ir sem veikjast láta sér samt ekki segjast og fara til sérfræðinga þegar þeim sýnist og eru þá tilbúnir til að borga fyrir fjórum sinnum meir. Inn- an sviga má bæta því við að hvernig sem öllu þessu er nú varið þá þekkja sérfræðingar fjölmörg dæmi um það að jafnvel þeir stjórnmálamenn, sem helst vilja leggja núverandi kerfi nið- ur eftir uppskrift Margrétar, leita sjálfir ólmir beint til sérfræðinga þegar eitthvað amar að þeim eða þeirra fólki – og þeir vilja fá tíma alls ekki seinna en strax. Þeir sem við heilbrigðismál starfa vita að mikil miðstýring mun al- mennt ekki þjóna hagsmunum heil- brigðiskerfisins heldur aðeins stjórnmálamannanna sjálfra því það eru þeir, sem ætla að taka að sér miðstýringuna. En læknar eru nú al- mennt orðnir langþreyttir á skemmdarverkum stjórnvalda á heilbrigðiskerfinu og rógburði Mar- grétar S. Björnsdóttur og hennar líka, sem hafa t.d. gert sér sérstakt far um að láta starfsheitið „sjálfstætt starfandi sérfræðingur“ hljóma eins og argasta skammaryrði. Við læknar vitum a.m.k. að Mar- grét er alls ekki ein um að viðhafa málflutning um heilbrigðismál af því tagi sem fram kemur í grein hennar. Það fólk mun halda áfram að ráðast m.a. að sjálfstætt starfandi læknum með því að skjóta fyrst og spyrja svo af því að það þjónar betur þeirra eig- in hagsmununum. Því miður – fyrir hið frábæra íslenska heilbrigðiskerfi. Höfundur er læknir og sjálfstætt starfandi sérfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.