Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.09.2002, Blaðsíða 37
Þessa góðu frænku mína kveð ég nú með söknuði og minnist þess með hlýju hve áhyggjulausa æsku ég átti undir vökulum augum þeirra systr- anna. Tómas Ingi Olrich. Þórhildur Steingrímsdóttir var eftirminnileg og elskuleg kona og það er gott að hafa fengið að kynnast henni, enda eru allar minningar okk- ar um hana góðar. Þórhildur var lengi eina konan sem kenndi við Menntaskólann á Akureyri og kenndi þá leikfimi stúlkna við hlið eiginmanns síns, höfðingjans Her- manns Stefánssonar frá Miðgörðum á Grenivík, sem kenndi íþróttir við skólann 45 ár. Heimili þeirra hjóna var mikið menningarheimili og sjálf tóku þau virkan þátt í fjölþættu menningarlífi á Akureyri um ára- tuga skeið, söng, leiklist og íþróttum. Þórhildur var fínleg kona, brosmild, jákvæð og stafaði af henni birtu hvar sem hún fór og hljóður, látlaus styrkur, enda var hún manni sínum mikil stoð í margvíslegum önnum hans. Við fráfall þessarar hógværu, mikilhæfu konu sendum við sonum hennar og fjölskyldum þeirra sam- úðarkveðjur og minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason. Þá er hún amma mín búin að hitta hann afa aftur og það hljóta að hafa orðið fagnaðarfundir hjá þeim, það er ég viss um, svo samrýnd sem þau voru meðan bæði lifðu. Það var alltaf gaman að koma sem lítill polli í heimsókn í Hrafnagils- stræti 6 í gamla daga og ekki var það verra þegar ég varð síðan þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að búa hjá afa og ömmu í fjögur ár, þegar ég ákvað að koma hingað norður í Mennta- skólann á Akureyri. Að þeim árum bý ég alla tíð og á mikið að þakka. Amma Þórhildur var ein sú besta manneskja sem ég hef kynnst. Aldr- ei sá ég hana rífast eða skammast, en hún komst samt alltaf það sem hún ætlaði sér, bara með góðu, eða hægt og hljótt eins og segir einhvers stað- ar. Amma var þannig gerð að það var ekki hægt að hugsa sér að gera eitt- hvað sem maður vissi að henni mis- líkaði. Ég man bara eftir einu atviki sem ekki verður farið nánar út í hér, þar sem við afi fengum augnaráð frá henni sem sagði okkur báðum miklu meira en nokkur orð, þá fórum við aðeins yfir strikið og það gerði mað- ur bara ekki við svona góða konu. Amma var alltaf mjög glæsileg kona eins og raunar þær voru allar systur hennar, og það var eftir þeim tekið hvað klæðaburð og reisn varð- aði. Þrátt fyrir háan aldur bar amma sig áfram vel, var fallega tilhöfð og þó svo hún myndi nú ekki alltaf hin síðari ár allt sem gerðist í samtím- anum þá fór hún svo glæsilega með að fela það. Mér er sérlega minn- isstæð ein heimsóknin til hennar í vor upp á Hlíð, en þá var þar mikil hannyrðasýning og við fengum okk- ur göngutúr eftir langa ganginum til að skoða sýninguna. Það var margt um manninn og margir heilsuðu ömmu sem var ágætlega hress þenn- an dag. Hún tók að sjálfsögðu öllum kveðjum vel, spjallaði stundum að- eins og brosti sínu blíðasta. Eftir eina kveðjuna spurði ég ömmu hver þetta hefði nú verið, mér fannst ég kannast svo við hann sagði ég, amma leit á mig, brosti og sagði, það man ég ekki en ég hlýt að eiga að þekkja hann úr því hann heilsaði mér svona fallega og svo hló hún. Eftir þetta hittum við marga sem við heilsuðum, suma þekkti amma, aðra ekki og hún hvíslaði alltaf að mér hvort hún þekkti viðkomandi eða ekki, og við skemmtum okkur afskaplega vel þennan göngutúr. En nú er amma farin til afa og eft- ir sitjum við hin með minningarnar sem bara eru fallegar. Dóttir mín og nafna langömmu sinnar átti svolítið erfitt með að skilja af hverju langamma þurfti að deyja og grét mikið þegar henni voru færð tíðind- in, en hún tók gleði sína á ný þegar hún skildi loks að nú liði langömmu vel hjá guði. Steingrímur Birgisson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 37 ✝ Eufemia (Effa)Georgsdóttir fæddist í Reykjavík 8. júlí 1916. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Augusta Weiss Ólafs- son, d. 1970, og Georg Ólafsson bankastjóri, d. 1941. Eufemia átti tvö systkini, Dagnýju, f. 1914, og Ólaf, f. 1918, d. 1961. Eufemia var tví- gift. Fyrri maður hennar var Ragnar Halldórsson. Þau skildu. Síðari eiginmaður hennar var Hjörleifur Hjörleifsson fjármála- stjóri, d. 1979. Sonur Hjörleifs og stjúpsonur Eufemiu er Guðlaugur, f. 1931. Eiginkona hans er Halla, f. 1932. Dætur þeirra eru Bryndís, f. 1955, og Hildur, f. 1958. Langömmu- börnin eru fimm og eitt langalangömmu- barn. Eufemia ólst upp í Reykjavík. Hún lauk námi frá Ágústar- skólanum. Ennfrem- ur stundaði hún nám við verslunarskóla í Kaupmannahöfn og húsmæðraskóla í Sorø. Þá var hún við nám og störf um eins árs skeið í London. Eftir nám starfaði Eufemia hjá Eimskipafélagi Ís- lands þar til hún giftist 1942. Eftir það sinnti hún ýmsum félagsstörf- um, m.a. í Oddfellowreglunni, Hringnum og Rauða krossinum. Útför Eufemiu verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag er kvödd hinstu kveðju Euf- emia Georgsdóttir eða Effa eins og hún var ávallt kölluð. Effa var föð- ursystir eiginmanns míns, Georgs, og var afar kært á milli þeirra. Það var 1962 að ég kynntist Georgi og síðan öðrum íbúum fjöl- skylduhússins, Háteigsvegi 34. Já, þetta var sannkallað fjölskylduhús því að í risinu bjó Dagný, föðursyst- ir Georgs, á efri hæðinni bjó Effa og eiginmaður hennar, Hjörleifur, á neðri hæðinni bjuggu þá Georg og móðir hans Alda, en faðir Georgs var þá látinn, og í kjallaranum bjó amma hans, Ágústa, eða frú Ólafs- son eins og hún var oft nefnd. Það má með sanni segja að Georg sé ættareinbirni föðurfjölskyldu sinn- ar. Enda naut hann mikillar athygli og umhyggju allra í húsinu. Það var því ekki nema von að Effa léti sig það nokkru varða hvert konuefni hans væri. En hún tók mér vel og aldrei varð ég vör við annað en hún væri sátt við ráðahaginn. Þess minnist ég einnig með mikilli ánægju að í tilefni trúlofunar okkar Georgs buðu þau Effa og Hjörleifur okkur út að borða á Hótel Sögu á yndislegu sumarkvöldi. Þetta boð var mikil upplifun í þá daga. Effa og Hjörleifur voru sannkallaðir heims- borgarar og mjög glæsileg hjón. Það var gott að koma inn í þessa fjölskyldu og aldrei hefur borið skugga á samskiptin.Þegar synir okkar, Ólafur og Páll, komu til sög- unnar urðu þeir einnig aðnjótandi sömu umhyggjusemi og elsku. Þær voru ófáar leikhúsferðirnar sem þeir fóru með Effu og Dagnýju og oft var litið inn hjá afasystrunum þegar þeir voru í heimsókn hjá ömmu Öldu og Bárði. Og sömu hlýj- unnar hefur Fía, dóttir Ólafs, notið. Effa var borin og barnfædd í Reykjavík og því Reykvíkingur í þess orðs fyllstu merkingu og var stolt af því. Ein vinkona mín hafði á orði að það væri svo gaman að hitta Effu og Dagnýju því að þær þekktu svo vel Reykjavík og Reykvíkinga, það væri hreinlega hægt að „fletta upp í þeim“. Effa ferðaðist alla tíð mikið, eink- um á yngri árum og með Hjörleifi síðar. Hún stóð í bréfasambandi við fjöldann allan af ættingjum og vin- um erlendis allt fram á síðasta dag. En þótt Effa færi víða var Danmörk henni hugleiknust enda var móðir hennar, Ágústa, dönsk. Við Georg áttum þess kost margsinnis að njóta samfylgdar Effu og Hjörleifs í Kaupmannahöfn. Og eftir lát Hjör- leifs höfum við farið nokkrum sinn- um með þeim systrum Effu og Dag- nýju til Danmerkur. Síðast fórum við til Kaupmannahafnar með Effu fyrir tveimur árum og nutum með henni þess sem borgin við sundið hefur upp á að bjóða. Þetta eru stundir sem við hefðum ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af og eru okkur dýrmætar í minningunni. Effa vildi hafa röð og reglu á hlutunum. Hún hafði á hreinu alla afmælisdaga og aðra merkisdaga fjölskyldumeðlima og vina. Hún minnti mann gjarnan á að senda árnaðaróskir til vina og kunningja þegar það átti við. Hún brá heldur aldrei útaf þeim góða sið að hringja daginn eftir og þakka fyrir und- angengið boð. Ég hef einnig oft dáðst að því hve duglegar og hugmyndaríkar þær systur Effa og Dagný voru varðandi kaup á afmælis- og jólagjöfum handa ungum sem öldnum. Alltaf fundu þær eitthvað sniðugt og spennandi. Drifu sig bara í leigubíl, eftir að Effa hætti að keyra sjálf, í Kringluna og leystu málið farsæl- lega. Effa var mjög gestrisin og dugleg að bjóða fjölskyldu og vinum heim til sín. Það var alltaf mikil hátíð á Háteigsveginum á gamlaárskvöld. Alltaf var borðið skreytt á viðeig- andi hátt og knöll við hvern disk. Páskadagskvöld var líka fastur liður hjá Effu; guli dúkurinn, ungarnir og páskaeggin – allt á sínum stað. Síðastliðið ár fór heilsu Effu að hraka en aldrei heyrði ég hana kvarta. Hún sagðist alltaf hafa það gott, það væri ekkert að sér. Hún lét sér annt um aðra og vildi frekar ræða um líðan þeirra en veikindi sín. Hún hélt reisn sinni og virðingu til hinstu stundar. Ég er innilega þakklát fyrir þá löngu sam- fylgd sem ég átti með Effu. Blessuð sé minning hennar. Soffía Stefánsdóttir. Við steindyrnar miklu blakkar og byrgðar hans brúður stendur í miðju hirðar, fegurst í dísanna dýrðarsveim, drottningin, skuggi engilsins myndar. Hún sjálf á ei líf í sólarheim, en sér yfir náttlandsins yztu þrim án drottins og trúar, án dyggðar og syndar – til dauðans hún streymir sem niður lindar og sekkur í afgrunnsins eilífa brim. (Einar Ben.) Amma. Að vera amma er heil- mikið hlutverk. Það hlutverk tók Effa að sér fyrir okkur systurnar og gerði það af stakri prýði. Þvílíkar dekurdísir sem við vorum hjá henni. Uppeldis þátturinn var líka til stað- ar, það átti að gera úr okkur litlar dömur. Ekki veit ég hvernig til hef- ur tekist með það. Amma gat búið til fjölskyldu og haldið henni saman, en það voru brot úr ýmsum áttum sem hún rað- aði saman t.d. á annan í jólum að ógleymdum gamlaárskvöldum. Jóla- boðin hennar á annan í jólum voru alltaf eitthvað til að hlakka til, en gamlaárskvöldin stóðu upp úr. Glæsilegar veislur, hattar, grímur og hrossabrestir, klifra upp á stóla til að horfa á brennuna út um stofu- gluggann, staldrað við um miðnætti, allir safnast saman inni í borðstofu og árið kvatt með því að syngja Nú árið er liðið, skálað fyrir nýju ári og síðan að fá að gista fram á nýárs- dag. Amma og afi ferðuðust mikið á árum áður. Til landa sem ekki var algengt að fara til í þá daga. Þau komu alltaf með þjóðbúningadúkkur frá þeim stöðum og í dag skipta þessar dúkkur tugum. En eina ferð fengum við systurnar að fara með í. Það var ferð sem þau tóku okkur með í þegar við fermdumst. Fáir á þeim aldri höfðu komið til útlanda í þá daga. Hinn 17. september síðast liðinn lagði hún í sína síðustu ferð. Við vottum Dagnýju og öðrum aðstandendum samúð okkar. Bryndís og Hildur. Meðal björtustu minninga æsku- áranna eru heimsóknir til Effu í há- deginu á annan í jólum. Húsið ang- aði af glæsilegum framandleik, enda þau hjón heimsfólk. Lítill polli sat við glæsilegt jólaborðið sem hann var búinn að hlakka til allt árið og naut frábærrar gestrisni og góð- mennsku Effu. Hún var seinni kona Hjörleifs Hjörleifssonar, sem hafði verið maður ömmu minnar og gekk börnum og barnabörnum í móður og ömmu stað, enda kölluð Effa amma. Fyrir hennar tilstuðlan styrktust tengslin við móðurættina. Ég dáðist alltaf að glæsileik og góð- mennsku þessarar konu og kveð hana með þakklæti í huga. Blessuð sé minning hennar. Rafn Jónsson. EUFEMIA (EFFA) GEORGSDÓTTIR Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar $                    !"  #  $%&     %&" '   (       " !'(  #)#   !'( #)#  * + # ,   - ./# +*+ ./# #)# #   *    -'0   ##      $# )1'( * +2   * 3  #   1 1( * 1 1 1(  ) *                !4  5    +%+ 67 - 8%*          %&" '  "     !#  ,    #1+  + #   * !*/# #1+  #)# !#* ++  #1+  ,*+ 4* * 1 1(     !"  9&'/% 7 $ $)        +" '   ,        " # $  $#  ** :. +.*  ** !'(  ** +)# #)  41+  *  1 1( * 1 1 1(  -             ;  <=4 & %+ 7> + +2'#    . '   #     %/" '  " +$0 <$+ - %+   !'& +$0 *   +$0 * $ /# ;  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.